Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 23 stein. Hann sagði að Ós hefði fyrir skömmu fengið afhentan nýjan bát, sem fór í sinn fyrsta róður á íostudag- inn við upphafi nýs fiskveiðiárs. Nýi báturinn var smíðaður hjá bátasmiðjunni Knerri á Aki-anesi og sagði Guðmundur að svo virtist sem smíðin hefði tekist vel, allavega litist honum afar vel á bátinn. Hann sagði að nýja bátnum, sem kostaði um 19 milljónir króna, væri ætlað að taka við af gamla Guðmundi Einarssyni og hefði verið nefndur sama nafni. Hann sagðist bara vona að nýi báturinn yrði jafngóður fiskibátur og sá gamli, en eins og komið hefur fram hefur gamli báturinn reynst Guðmundi afar vel. Guðmundur sagði að auk þess að reka útgerðarfyrirtækið Ós, ætti hann ásamt fbður sínum hlut í fiskvinnslufyrirtækinu Vík. Fyrirtækið vinnui- um 1.000 til 1.500 tonn af fiski úr sjó á ári og fara afurðimar bæði á Bandaríkja- og Evr- ópumarkað. Guðmundur sagði að systir hans og mág- ur, Daðey Einarsdóttir og Arnar Smári Ragnarsson og Ásdís Hrólfsdóttir ættu einn- ighlutíVík. Vík á 50% hlut í útgerðar- fyrirtækinu Von, sem gerir út trilluna Jón Eggert ÍS og 60% hlut útgerðarfyrirtæk- inu Kálfavík, sem gerir út Gunnar Halldórsson IS og fær því megnið af hráefhi sínu frá þessum tveimur fyrirtækjum og Ósi. Guðmundur sagði að þessi fjögur litlu fyrirtæki, sem hann ætti hlut í, sköpuðu vinnu fyrir um 40 manns, en trillurnar 15, sem gerðar væru út frá bænum, sköpuðu vel á annað hundrað störf. í kringum hverja trillu væru sex störf, tveir á sjó og fjórir í landi að beita og síðan ynnu fjölmargir við að vinna aflann í landi. „Það má því segja að smábátaút- gerðin sé okkar stóriðja í dag,“ sagði Guðmundur. „Við höfum snúið vöm í sókn, þessir ungu menn héma í bæn- um, en ástandið var orðið ansi slæmt fyrir nokkrum árum.“ Ekkert annað en þrotlaus vinna Guðmundur sagði að ef smábátaút- gerðin hefði ekki komið til hefði fullt af fólki flutt frá bænum. Hann sagði að nú væri hinsvegar mun bjartara framundan og að fólk væri jafnvel að flytja til Bolungarvíkur útaf smábáta- útgerðinni. „Það er mikið af duglegum ungum mönnum hérna sem hafa keypt sér 6 tonna báta og Sparisjóðurinn hefur verið duglegur að lána þeim - haft trú á því sem þeir em að gera. Þessir menn hafa séð að það era góð tæki- færi í krókakerfinu, því helmingi ódýrara er að kaupa kvóta í því en í aflamarkinu. Síðan fær maður líka fría sókn í ýsu og steinbít." Guðmundur sagði að línu- og færa- útgerð væri vistvænasta útgerðin með vistvænustu veiðarfærin. „Við eram að koma að landi með svona sex til sjö tíma gamlan fisk, en mikið af aflanum sem smábátamir fá fer út úr bænum einfaldlega vegna þess að við ráðum ekki við að vinna hann allan hérna, það vantar fólk því þessar fiskvinnslur era litlar.“ Guðmundur sagði að trilluútgerðin hefði vaxið mjög hratt í Bolungarvík síðustu ár, en önnur byggðarlög væra einnig að þróast í sömu átt, t.d. væri nokkur gróska í smábátaútgerð á ísa- firði um þessar mundir, enda væra bara fjórir togarar eftir í bænum. „Ég veit til dæmis að Ásgeir Guð- bjartsson, fyrrverandi eigandi og skipstjóri á Guðbjörginni, er að láta smíða fyrir sig svona bát eins og við voram að fá afhentan um daginn.“ Guðmundur sagði að trilluútgerð væri ekkert annað en þrotlaus vinna. „Ef maður ætlar að gera það gott í þessu þá verður maður að vera dug- legur að fara á sjó og vera með gott fólk með sér. Það er farið á sjó klukk- an þrjú til fimm að nóttu og komið að landi klukkan svona fimm á daginn. Það sem að manni finnst samt einna grátlegast er að við fáum ekki að fara á stærri báta ef við ætlum að vera í krókakerfinu. Við eram látnir róa héma á einu erfiðasta hafsvæði landsins, þar sem veðrið getur breyst á örskotsstundu úr logni í átta til m'u vindstig. Hér hafa verið að farast allt upp í þúsund tonna togarar og við er- um skikkaðir til þess að vera á sex tonna trillum. Mín ósk er sú að fá að Morgunblaðið/Ami Sæberg fiska í þessu kerfi á yfirbyggðum þrjátíu til fjöratíu tonna báti.“ Ekki aðeins gróska í smábátaútgerðinni Það er ekki aðeins gróska í smá- bátaútgerðinni í Bolungarvík, því 19. ágúst sl. kom nýtt 150 tonna línuveiði- skip, Þorlákur IS, til hafnar í bænum, en Þorlákur er fyrsta nýsmíðaða skipið sem kemur til Bolungarvíkur í 16 ár. Það er útgerðarfyrirtækið Dýri ehf. sem gerir Þorlák út, en fyrirtæk- ið er í eigu bræðranna Flosa og Finn- boga Jakobssona. Dýri gerði nú síð- ast út Guðnýju ÍS, 70 tonna bát, en hún var seld til Homafjarðar í kjölfar komu nýja skipsins. Flosi sagði að þeir bræður hefðu verið í útgerð í 15 ár og að gengið hefði á ýmsu á þeim tíma, en almennt væra menn bjartsýnir á framtíð- ina. Hann sagði að þeir hefðu ákveðið að kaupa nýtt skip með beitningavél, því þeir teldu það vera hag- kvæmari útgerð, en að beita í landi. Um 7 til 8 manna áhöfn verður á ÞorláM og sagði Flosi að útgerðin hefði um 1.100 til 1.200 tonna kvóta, þar af 600 tonn af þorsM og að þeir hygðust sjálfir vinna aflann í landi í fiskvinnslu Jakobs Val- geirs, sem er í þeirra eigu, en þar starfa um 17 manns. Flosi sagði að útgerðin hefði alltaf gengið ágætlega en meiri erfiðleikar hefðu verið í rekstri fisk- vinnslunnar. Hann sagði að átta fisk- vmnslufyrirtæM hefðu orðið gjald- þrota eða hætt rekstri frá því þeir hefðu byijað í þessu og fyrir fjóram árum hefðu þeir næstum verið búnir að loka fiskvinnslunni hjá sér, vegna þess hversu lágt afurðaverðið hefði verið á þeim tíma og hráefnið dýrt, en hann sagði að þeir hefðu hinsvegar ekM alveg verið tilbúnir að gefast upp og ákveðið að þrauka aðeins lengur. Auk þess að reka Þorlák og fisk- vinnsluna sagði Flosi að hann ætti hlut í útgerðarfyrirtækinu Hrönn ehf. sem gerði út einn smábát. Hann sagðist eiga það fyrirtæM ásamt tveimur sonum sínum og tengdaföð- ur. Hann sagði að uppgangurinn í smábátaútgerðinni væri fyrst og fremst til kominn vegna þess að menn mættu veiða ótakmarkað af ýsu og steinbít. Hann sagði að Hrönn ehf. tæM fullan þátt í uppganginum því fyrirtæMð ætti von á nýjum báti í þessum mánuði, alveg eins báti og þeim sem Guðmundur Einarsson hefði látið smíða fyrir sig á Akranesi. Alls gcra fímmtán 6 tonna trillur út frá Bolungar- vík allt árið um kring og skila þær miklum afla til fiskvinnslunar í bænum. London í haust með Heimsferðum frá kr. 11 Nú bjóðum við ótrúlegt tilboð á fyrstu sætun- um til London í vetur. Þú bókar 2 sæti, en greiðir aðeins fyrir 1 og kemst í haustferð til London á lægra verði en nokkru sinni fyrr. Beint flug alla fimmtudaga og mánudaga London er í dag ein eftirsótt- asta borg heimsins, enda býð- ur hún það besta í listum, menningu, næturlífí og versl- un. Heimsferðir bjóða nú sjötta veturinn í röð beint leiguflug til London, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska ferða- langa til þessarar einnar mestu heims- borgar Evrópu. Aldrei fyrr höfum við boðið jafn góða gististaði og þeir sem bóka strax til þessarar eftirsóttustu borgar heimsins, tryggja sér betra verð en nokkru sinni fyrr. 2 fyrir 1 Þú bókar 2 sæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gildir aðeins fyrir takmarkað sætafram- boð í eftirfarandi brottfarir, m.v. útflug á mánudegi, heimflug á fimmtudegi. 2. okt. 8. okt. 16. okt. 23. okt. 30. okt. Frábærir nýir gististaðir Pembridge Palace i Bayswater Gott, einfalt hótel í Bayswater, ný- innréttað með 118 smekklegum her- bergjum, öll með baði, sjónvarpi, síma, hárþurrku, buxnapressu. Te og kaffi á herbergjum. Móttaka og bar á jarðhæð og morgunverðarsalur í kjallara. Herbergisþjónusta 24 tíma á dag. Staðsetningin er afar góð, rétt við Bayswater lestarstöðina og stutt að fara til Oxford strætis. Lítil mót- taka, veitingastaður og bar. Frábær valkostur á góðu verði fyrir þá sem leita sér að ódýru og þægilegu hóteli í hjarta London. “"Hillon London Metropole. Rétt hjá Oxford stræti Topphótel rétt hjá Marble Arch við Oxford stræti. 690 herbergi og svítur, öll með sjónvarpi, síma, baðherbergi, minibar, loftkælingu, buxnapressu og hárblásara. Te og kaffi á herbergjum. Veitingastaðir og barir á hótelinu ásamt líkamsrækt og sundlaug. Þetta er frábær kostur fyrir Heimsferðafar- þega til London í vetur og aðeins þarf að greiða örlítið hærra verð til að búa á topphóteli á meðan á dvölinni stendur. Verð kr. 11.900 Verð kr. 31.200 ♦Verðkr. 23.800/2- 11.900. Skattar kr. 3.790, ekki innifaldir. Verð kr. 29.300 Flug og hótel í 3 nætur, Bayswater Inn, mán. - fímmtudags. Skattar kr. 3.790, ekki innifaldir. Flug og hótel í 4 nætur, Bayswater Inn, fimmtud. - mánudags. Skattar kr. 3.790, ekki innifaldir. Feröir til og frá flugvelli, kr. 1.600.- HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð sími 595 1000 - www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.