Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LEIKRITINU FYLGIR FRJÓSEMI BRYNJA Benediktdóttir er nýkom- in heim úr öðru ferðalagi sínu til Norður-Ameríku á þessu ári með leikrit sitt Ferðir Guðríðar eða „The Saga of Guðríður", sem fjallar um Vínlandsför Guðríðar Þorbjarnar- dóttur. Ferð leikritsins var að þessu sinni heitið til Nýfundnalands og Nova Scotia. Með Brynju í för voru leikkonan Tristan E. Gribbin og ljósahönnuðurinn Jóhann Bjarni Pálmason. Góðar móttökur „Tristan fer með öll hlutverk verksins. Auk þess að leika Guðríði sjálfa, leikur hún bæði menn, skepn- ur og sjálf náttúruöflin. Tónlist og hljóðmynd er eftir Margréti Örnólfs- dóttur, búningar eftir Filippíu Elías- dóttur og grímur og leikmynd eftir Rebekku Rán Samper, en við förum bara þrjú í ferðina til að skera niður kostnað. Eg er því fararstjóri og varamaður á öllum sviðum, fyrir ut- an leikkonuna auðvitað," segir Brynja í samtali við Morgunblaðið. „Þegar við komum til borgarinnar St. John’s í Nýfundnalandi var búið að selja upp tvö full hús á sýninguna. Meira að segja í Lockeport, 800 manna þorpi þar sem síðasta sýning- in í ferðinni var haldin, komu á þriðja hundrað manns og voru 15 manns á biðlista sem komust ekki að. Það var alveg smekkfullur stór leikfimisal- ur.“ Leikritið hefur verið sýnt í stórum og litlum húsum á leikferðum, það stærsta 1.100 manna söngleikjahús á Prince Edward Island í fyrrahaust og það minnsta undir 100 manna, líkt og Skemmtihúsið sem leikritið er sýnt í hér heima. „Við fengum alls staðar alveg ótrúlegar móttökur í þessari ferð, það var staðið upp, stappað, klappað og hrópað." Sýnt á hverjum degi Á ferðalaginu hitti leikhópurinn landa sína í Halifax. Svavar Gests- son, aðalræðismaður íslands í Kan- ada og Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra, og sendinefnd hans voru þar að kynna land og þjóð. „Við vorum líka svo heppin að síðasta kvöldið okkar kom víkingaskipið til Lockeport þegar við vorum að sýna þar. Maður fylltist stoli við að sjá áhöfnina stíga á land, hóp glæsilegra karla með víkingadrottninguna EU- en Ingvarsdóttur í broddi fylkingar. Mér fannst sem þarna væri komin Gunnar á Hlíðarenda í gervi Gunn- ars Marels skipstjóra með sjálfa Guðríði Þorbjarnardóttur sér við hlið, það er að segja Ellen. Annars eru þessi ferðalög endalaus vinna frá morgni til kvölds, þar sem við kom- um stöðugt í ný leikhús og þurfum að setja allt upp og taka niður oft sama daginn." Hópurinn lagði af stað í ferðina hinn 21. ágúst, en þetta er stysta ferðin af þeim þremur ferðum til Ameríku sem skipulagðar hafa verið. „í ferðinni í vor skiptust á ferðadag- ar og sýningardagar, alls þrjátíu dagar, en oft kom fyrir að ferðadag- ur féll á sýningardag. Þetta árið ferð- umst við að tilhlutan Landafunda- nefndar um Norður-Ameríku. Áður var það aðallega menningaráætlun Evrópusambandsins sem veitti verk- efninu styrk, en þá frumsýndi ég á Norðurlöndunum sænsku útgáfuna, þá íslensku í Færeyjum og ensku út- gáfuna með Tristan í írlandi.“ Næsta ferð undirbúin Leikritinu virðist fylgja frjósemi, því þrjár af leikkonunum sem hafa tekið þátt í flutningnum á Ferðum Guðríðar, hafa orðið ófrískar. Trist- an Gribbin hverfur nú frá hlutverk- inu um tíma, þar sem hún á von á bami. „Hún mun ala sinn Snorra hér á íslandi, en ég leyfi mér að kalla barnið því nafni,“ segir Brynja, en Guðríður ól einmitt fyrsta evrópska barnið í Ameríku og nefndi Snorra. „Þórunn Lárusdóttir er hins vegar komin á fulla ferð í hlutverkinu. Hún er að leika þetta á ensku í Skemmti- húsinu um þessar mundir og næsta sýning hennar verður 7. september." Þriðja og síðasta för leikritsins til Ameríku á þessu ári er fyrirhuguð til New York og Washington. „Þórunn mun koma með í þá ferð. En það er svo mikil eftirspum eftir leikritinu að ef ég fæ fjármagn til, get ég haft þær á ferðalagi báðar, aðra í Amer- íku og hina í Evrópu, svo það er ekki eins og Tristan sé hætt. Eg er núna að vinna í því að geta þegið þessi boð sem bíða mín. Orka mín fer aðallega í að afla fjár fyrir sýningarnar." Brynja er með í vinnslu framhald af leikritinu um ferðir Guðríðar til Rómarborgar. „Ég ætla að reyna að losa mig við hana með því að skrifa leikrit um suðurgöngu Guðríðar á elleftu öld, en það er skrifað fyrir fleiri en einn leikara. Allar Guðríð- amar mínar gætu fengið hlutverk og svo bæti ég karlleikurum við. Þeir verða þó ekki ófrískir," segir Brynja að lokum. Hljóð- færa- safn í Brussel HÖRPURNARá myndinni sem eru franskar að uppruna eru meðal þeirra muna sem nú eru til sýnis í hljóðfærasafn- inu í Brussel í Belgíu. Safnið sem var fyrst opnað í júní á þessu ári geymir eitt stærsta safn hljóð- færa sem fínna má í Evrópu. Er gott úrval fomra hljóðfæra látið njóta sín í umhverfí sem er hannað til að veita jafnt hljómi sem formi hljóðfæranna athygli. Alfa námskeið eru að hefjast f kirkju náiægt þér Námskeið um grundvaliaratriði kristinnar trúar. Alfa námskeiðíð hefur farið sigurfór um allan heim í öllum kristnum kirkjudeildum. sögulok? Tristan E. Gribbin í hlutverki sínu sem Guðríður Þorbjarnardóttir. Rhodenbarr og rithöfundurinn sem hvarf ERLENDAR BÆKUR Spennusaga „The Burglar in the Rye“ Eftir Lawrence Block. Signet Mystery 2000.308 síður. Bandaríski spennusagnahöfund- urinn Lawrence Block situr ekki auðum höndum ef marka má þann fjölda bóka sem hann hefur skrifað, tiltölulega ungur maðurinn. Hann virðist næstum eins iðinn og Stephen King. Eftir hann liggja eitthvað um sextíu bækur, sem flestar eru spennusögur, en hann hefur einnig skrifað smásögur og handbækur fyr- ir þá sem vilja skrifa spennusögur og telja sig geta lært eitthvað af honum. Aðalsöguhetjur hans eru fjórar og á hver sinn bókaflokk. Ein þeirra er Chip Harrison, svo er það Evan Tanner, meistaranjósnari, síðan Matthew Scudder og loks fornbóka- salinn og steluþjófurinn Bemie Rhodenbarr en sögumar um hann eru þekktustu verk höfundarins. Þjófur með gott hjartalag „The Burglar in the Rye“, sem nýlega kom út í vasabroti hjá Signet- útgáfunni, er níunda bókin í Rhodenbarr-bálknum og dæmigerð- ur gamankrimmi frá hendi Brocks. Plottið er hið flóknasta mál en Rhodenbarr tekst að greiða úr því með áræðni þjófsins, íhygli forn- bókasalans og smán þess sem dreg- inn er á tálar af fallegum kvenmanni, sem í ljós kemur að er bara að not- færa sér hann. Sagan er lipurlega skrifuð með skemmtilegum samtöl- um og kaldhæðnislegum húmor og eins og aðrar sögur um þjófínn/forn- bókasalann hin ljúfasta sumarlesn- ing. Bernie Rhodenbarr er þjófur sem blæs á þau sannindi að glæpir borgi sig ekki. Hann er þjófur af guðs náð og það skiptir ekki öllu máli hveiju hann stelur ef hann bara getur upp- lifað þá spennu sem fylgir því að læð- ast inn í annarra manna bústaði og stela góssi. „Þetta er köllun,“ segir hann. „Ég er fæddur þjófur, ég hef unun af því sem ég geri og ég er hræddur um að þannig verði það um alla tíð.“ Og þótt lesandinn ætti kannski ekki að gera það af því að þjófnaður er eitthvað sem hann fyrirlítur öllu jafna, fyrirgefur hann RhodenbaiT og jafnvel hvetur hann áfram, því Lawrence Brock gerir söguhetju sína að eins konar Hróa hetti; Rhodenbarr er þjófur með gott hjartalag. Þegar hann stelur er það alla jafna fyrir góðan málstað eins og í tilfelli „The Burglar in the Rye“. I felum undan frægðinni I sögunni skiptir það Rhodenbarr mestu að vernda einkalíf frægs rit- höfundar sem er nauðalíkur J. D. Salinger í útliti og háttum en heitir Gulliver Fairborn. Rétt eins og Sal- inger skrifaði Bjargvættinn í gras- inu fyrir mörgum áratugum og fór í felur undan frægðinni, skrifaði Fair- born sögu fyrir áratugum síðan, sem allir eru að segja að hafi breytt lífi sínu, og fór í felur. Sú eina sem hafði samband við hann í gegnum árin var umboðsmaður hans, roskin kona. Hann sendi henni bréf nokkuð reglu- lega áður en hann skipti um umboðs- mann og núna ætlar hún að gefa út þessi bréf, mjög í óþökk höfundarins. Og það eru fleiri sem vilja bréfin. Við sögu koma ævisöguritarar, upp- boðshaldarar, svikul glæfrakvendi og hótelstarfsmenn, en sögusviðið er gamalt og virðulegt hótel í New York og helstu sögupersónur vinir Rhodenbarrs eins og Carolyn, sem er lesbía, vinkona hennar, Erica, og aðrir sem eru á því að líf frægs rit- höfundar eigi að vera almennings- eign, einkum ef hægt er að græða á því. Lawrence Block segir frá græðgi og svikum á léttan og gamansaman hátt eins og honum er lagið, og eins og oft er sagt ætti engum að leiðast lesturinn þótt hann skilji ekki baun eftir. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.