Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsókn þingforseta Kína hafín OPINBER heimsókn Li Peng, for- seta þjóðþings Kína og fyrrv. for- sætisráðherra, og eiginkonu hans Zhu Lin, til íslands hófst í gær. Einkaþota Li Pengs og fylgdarliðs hans lenti á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í gærmorgun. Tók Guðmundur Árni Stefánsson, fyrsti varaforseti Aiþingis, á móti Li Peng og eiginkonu hans í veikinda- forföllum Halldórs Blöndal þingfor- seta. Hópur Kínverja, sem búsettir eru á Islandi, var fyrir utan flug- stöðina og fagnaði kínversku sendi- nefndinni með trumbuslætti og færði Li Peng og Zhu Lin blóm- vendi. Frá Keflavíkurflugvelli óku Li Peng og fylgdarlið hans að Hótel Sögu þar sem dvalist er á meðan á heimsókninni stendur. Hópur ung- ra Kínverja var einnig saman kom- inn fyrir utan hótelið og fögnuðu þeir komu Li Peng og veifuðu ís- lensku og kínversku fánunum. Tíu háttsettir embættismenn eru í op- inberu sendinefndinni og mikill fjöldi aðstoðarmanna. Heimsækir Alþingi kl. 16.45 í dag Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er hefðbundinn öryggisvið- búnaður vegna komu kínverska þingforsetans eins og venja er þeg- ar um opinberar heimsóknir er að ræða. Hvergi varð vart við mót- mælastöður vegna komu Li Peng í gærmorgun skv. upplýsingum lög- reglu. I dag, sunnudag, efna félög ung- liða í öllum stjórnmálaflokkum, Is- landsdeildar Amnesty Intemation- al og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, til mótmælafundar fyrir framan AJþingishúsið í tilefni af heimsókn Li Peng en skv. dagskrá heimsóknarinnar heimsækir Li Peng Aiþingi kl. 16.45. Síðdegis í gær átti Li Peng fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta íslands að Bessastöðum, og klukkan 19:30 var gert ráð fyrir að kínverski þingforsetinn kæmi í ráð- herrabústaðinn við Tjarnargötu til fundar og kvöldverðar með Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Ogmundur Jónasson afþakkar kvöldverð í Perlunni Kl. 15.45 í dag mun forseti kín- verska þingsins heimsækja ís- lenska erfðagreiningu og kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Klukkan 16.45 kemur Li Peng svo í Alþing- ishúsið. Klukkan 19 í kvöld verður síðan kvöldverður forseta Alþingis til heiðurs Li Peng í Perlunni. Verður Guðmundur Arni Stefáns- son gestgjafi en þangað er m.a. boðið formönnum þingflokka, for- Menntamálaráðuneytið svarar gagn- rýni Stúdentaráðs Háskólans Sömu reglur um framlög gilda fyrir alla skóla MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir; að í ályktun Stúdentaráðs Háskóla Islands, um fjárframlög til háskóla, sé byggt á Öðrum forsend- um en gert sé í samningum mennta- málaráðuneytisins við háskólana, án þess að Stúdentaráð skýri frá því hvaða forsendur það séu. í ályktun Stúdentaráðs segir að HÍ hafi fengið næstminnst framlag, af þeim átta skólum sem starfa á há- skólastigi á landinu, miðað við fjár- lög fyrir árið 2000. I tilkynningu menntamálaráðuneytisins segir að framlög vegna kennslu fylgi reikni- líkani þar sem gert er ráð fyrir sömu reglum fyrir alla skóla. í framlögum á fjárlögum sé byggt á áætlunum um virka nemendur, ekki innritaða og að sú áætlun sé fest í samning við há- skólana. Samkvæmt áætlun Háskól- ans í Reykjavík sé gert ráð fyrir verulegri nemendaaukningu haustið 2000, en hvað varði Háskóla íslands beri að taka tillit til þess að virkir nemendur séu aðeins um 80% af inn- rituðum nemendum. Hér geti mun- urinn orðið allt að 20% eftir því við hvora nemendatöluna sé miðað. í ályktun Stúdentaráðs komi ekki fram við hvora töluna sé miðað. Framlag til rannsókna í HI er 2/3 af kennslukostnaði í tilkynningu menntamálaráðu- neytisins segir einnig að samanburð- urinn gefi ekki rétta mynd vegna þess að ekki sé tekið tillit til kostnað- ar af húsnæði, en kostnaður af hús- næði vegna rannsókna og kennslu nemi allt að 20%. Háskólinn í Reykjavík fái þann kostnað greidd- an á fjárlögum en Háskóli íslands fái hann að mestu greiddan með fram- lögum frá Happdrætti Háskólans. í gagnrýni sinni hefur Stúdenta; ráð bent á rannsóknarskyldu HÍ. I ályktun Stúdentaráðs segir að HÍ hafi fengið um 7% minna á hvem nemanda en Háskólinn í Reykjavík, en þegar sú fjárhæð sem HI þurfi vegna rannsóknarskyldu sinnar sé dregin frá, verði munurinn enn meiri. í tilkynningu menntamála- ráðuneytisins segir að framlag vegna rannsókna- og þróunarkostn- aðar í Háskólanum í Reykjavík sé hlutfallslega mun lægra en til Há- skóla íslands. Gert sé ráð fyrir að framlag til rannsókna í Háskólanum í Reykjavík sé um 1/10 af kennslu- kostnaði, en í Háskóla íslands sé það um 2/3 af kennslukostnaði og hærra, sé tekið tillit til þess að rannsóknir til HÍ komi í gegnum aðra fjárlaga- liði. Framlög í samræmi við samn- ing milli ráðuneytis og HI Jón Rristjánsson, formaður fjár- laganefndar Alþingis, segir að fram- lag til HÍ samkvæmt fjárlögum sé í samræmi við samning sem gerður var í fyrra, milli menntamálaráðu- neytisins og HÍ. „Samningurinn var grundvöllur þeirra fjárveitinga sem ákveðnar voru í fjárlaganefnd. Við höfum nátt- úrlega viljað ákveða fjárveitingarn- ar í samræmi við þá samninga sem gerðir eru og teljum góð vinnubrögð að ganga frá fjármögnuninni með samkomulagi," segir Jón. Morgunblaðið/Jim Smart Hópur Kínveija heilsaði Li Peng og Zhu Lin, eiginkonu hans, fyrir utan Leifsstöð og færði þeim blómvendi. sætisnefnd og þingmönnum í utan- ríkismálanefnd. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstrihreyfingarinnar vinstri grænna, hefur afþakkað boð um að sitja kvöldverðinn í Perl- unni. „Þetta er alltaf álitamál sem þarf að meta í hverju einstöku til- viki. Hins vegar eru eindregin til- mæli frá mannréttindasamtökum á borð við Amnesty International um að hafa í frammi mótmæli gegn heimsókn þessa manns og ég hef ákveðið að verða við því,“ sagði Ög- mundur í gær. Á morgun klukkan 10 leggur kín- verska sendinefndin af stað í skoð- unarferð með að Gullfossi, Geysi, Þingvöllum og Nesjavöllum en Li Peng og fylgdarlið hans halda svo af landi brott á þriðjudagsmorgun eftir kveðjuathöfn á flugvellinum. Þingforseti Wolfgang Thierse, forseti þýska Sambandsþingsins, fór i skoð- unarferð upp á Vatnajökul í gærmorgun á öðrum degi opin- berrar heimsóknar sinnar til ís- lands. Á myndinni má sjá Wolfgang Morgunblaðið/Jón Svavarsson á Vatnajökli Thierse við hlið ísólfs Gylfa Pálmasonar þingmanns í glamp- andi sól og blíðskaparveðri uppi á jöklinum. í baksýn er Snjófjall sem er ofan Heiðnabergsjökuls. Síðar um daginn skoðaði Wolf- gang Thierse sig um í Skaftafelli. Morgunblaðið/Jim Smart Kínverjar, búsettir á íslandi, veifuðu kínverska og fslenska fánanum þegar Li Peng og fylgdarlið hans birtust á Keflavíkurflugveili. Vika sí- menntun- ar hefst á morgun Menntamálaráðuneytið stend- ur fyrir viku símenntunar 4,- 10. september. Vikan er hald- in í framhaldi af degi símennt- unar sem haldinn var í fyrsta skipti 28. ágúst í fyrra. Markmið hennar er að hvetja fólk með stutta skóla- göngu að baki til að auka við þekkingu sína og færni. Slag- orð átaksins „Menntun er skemmtun" vísar til ánægjunnar við að læra og ná tökum á nýjum viðfangsefn- um. Dagskrá vikunnar er mjög viðamikil og dreifist um allt land. Vika símenntunar verður formlega sett af Birni Bjarna- syni menntamálaráðherra á blaðamannafundi á veitinga- húsinu Fiðlaranum á þakinu á Akureyri, mánudaginn 4. sept- ember nk. kl. 11.00. Kl. 14.00 þann dag mun ráðherra verða viðstaddur útskrift skólaliða á Húsavík á vegum Fræðslu- miðstöðvar Þingeyinga. Almenningur hvattur til þátttöku í símenntun í dagskrá átaksins er lögð áhersla á verkefni sem vekja athygli fólks með stutta skóla- göngu að baki á mikilvægi menntunar og hvetja það til þátttöku í símenntun. í tengsl- um við átakið verður víðtæk dagskrá um land allt og skipt- ist hún í stórum dráttum í tvo hluta. Annar hlutinn miðar að því að ná til fólks í gegnum vinnustaði og hinn hlutinn að því að gera námsframboð á Islandi sýnilegt og nálægt al- menningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.