Morgunblaðið - 03.09.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 03.09.2000, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsókn þingforseta Kína hafín OPINBER heimsókn Li Peng, for- seta þjóðþings Kína og fyrrv. for- sætisráðherra, og eiginkonu hans Zhu Lin, til íslands hófst í gær. Einkaþota Li Pengs og fylgdarliðs hans lenti á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í gærmorgun. Tók Guðmundur Árni Stefánsson, fyrsti varaforseti Aiþingis, á móti Li Peng og eiginkonu hans í veikinda- forföllum Halldórs Blöndal þingfor- seta. Hópur Kínverja, sem búsettir eru á Islandi, var fyrir utan flug- stöðina og fagnaði kínversku sendi- nefndinni með trumbuslætti og færði Li Peng og Zhu Lin blóm- vendi. Frá Keflavíkurflugvelli óku Li Peng og fylgdarlið hans að Hótel Sögu þar sem dvalist er á meðan á heimsókninni stendur. Hópur ung- ra Kínverja var einnig saman kom- inn fyrir utan hótelið og fögnuðu þeir komu Li Peng og veifuðu ís- lensku og kínversku fánunum. Tíu háttsettir embættismenn eru í op- inberu sendinefndinni og mikill fjöldi aðstoðarmanna. Heimsækir Alþingi kl. 16.45 í dag Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er hefðbundinn öryggisvið- búnaður vegna komu kínverska þingforsetans eins og venja er þeg- ar um opinberar heimsóknir er að ræða. Hvergi varð vart við mót- mælastöður vegna komu Li Peng í gærmorgun skv. upplýsingum lög- reglu. I dag, sunnudag, efna félög ung- liða í öllum stjórnmálaflokkum, Is- landsdeildar Amnesty Intemation- al og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, til mótmælafundar fyrir framan AJþingishúsið í tilefni af heimsókn Li Peng en skv. dagskrá heimsóknarinnar heimsækir Li Peng Aiþingi kl. 16.45. Síðdegis í gær átti Li Peng fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta íslands að Bessastöðum, og klukkan 19:30 var gert ráð fyrir að kínverski þingforsetinn kæmi í ráð- herrabústaðinn við Tjarnargötu til fundar og kvöldverðar með Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Ogmundur Jónasson afþakkar kvöldverð í Perlunni Kl. 15.45 í dag mun forseti kín- verska þingsins heimsækja ís- lenska erfðagreiningu og kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Klukkan 16.45 kemur Li Peng svo í Alþing- ishúsið. Klukkan 19 í kvöld verður síðan kvöldverður forseta Alþingis til heiðurs Li Peng í Perlunni. Verður Guðmundur Arni Stefáns- son gestgjafi en þangað er m.a. boðið formönnum þingflokka, for- Menntamálaráðuneytið svarar gagn- rýni Stúdentaráðs Háskólans Sömu reglur um framlög gilda fyrir alla skóla MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir; að í ályktun Stúdentaráðs Háskóla Islands, um fjárframlög til háskóla, sé byggt á Öðrum forsend- um en gert sé í samningum mennta- málaráðuneytisins við háskólana, án þess að Stúdentaráð skýri frá því hvaða forsendur það séu. í ályktun Stúdentaráðs segir að HÍ hafi fengið næstminnst framlag, af þeim átta skólum sem starfa á há- skólastigi á landinu, miðað við fjár- lög fyrir árið 2000. I tilkynningu menntamálaráðuneytisins segir að framlög vegna kennslu fylgi reikni- líkani þar sem gert er ráð fyrir sömu reglum fyrir alla skóla. í framlögum á fjárlögum sé byggt á áætlunum um virka nemendur, ekki innritaða og að sú áætlun sé fest í samning við há- skólana. Samkvæmt áætlun Háskól- ans í Reykjavík sé gert ráð fyrir verulegri nemendaaukningu haustið 2000, en hvað varði Háskóla íslands beri að taka tillit til þess að virkir nemendur séu aðeins um 80% af inn- rituðum nemendum. Hér geti mun- urinn orðið allt að 20% eftir því við hvora nemendatöluna sé miðað. í ályktun Stúdentaráðs komi ekki fram við hvora töluna sé miðað. Framlag til rannsókna í HI er 2/3 af kennslukostnaði í tilkynningu menntamálaráðu- neytisins segir einnig að samanburð- urinn gefi ekki rétta mynd vegna þess að ekki sé tekið tillit til kostnað- ar af húsnæði, en kostnaður af hús- næði vegna rannsókna og kennslu nemi allt að 20%. Háskólinn í Reykjavík fái þann kostnað greidd- an á fjárlögum en Háskóli íslands fái hann að mestu greiddan með fram- lögum frá Happdrætti Háskólans. í gagnrýni sinni hefur Stúdenta; ráð bent á rannsóknarskyldu HÍ. I ályktun Stúdentaráðs segir að HÍ hafi fengið um 7% minna á hvem nemanda en Háskólinn í Reykjavík, en þegar sú fjárhæð sem HI þurfi vegna rannsóknarskyldu sinnar sé dregin frá, verði munurinn enn meiri. í tilkynningu menntamála- ráðuneytisins segir að framlag vegna rannsókna- og þróunarkostn- aðar í Háskólanum í Reykjavík sé hlutfallslega mun lægra en til Há- skóla íslands. Gert sé ráð fyrir að framlag til rannsókna í Háskólanum í Reykjavík sé um 1/10 af kennslu- kostnaði, en í Háskóla íslands sé það um 2/3 af kennslukostnaði og hærra, sé tekið tillit til þess að rannsóknir til HÍ komi í gegnum aðra fjárlaga- liði. Framlög í samræmi við samn- ing milli ráðuneytis og HI Jón Rristjánsson, formaður fjár- laganefndar Alþingis, segir að fram- lag til HÍ samkvæmt fjárlögum sé í samræmi við samning sem gerður var í fyrra, milli menntamálaráðu- neytisins og HÍ. „Samningurinn var grundvöllur þeirra fjárveitinga sem ákveðnar voru í fjárlaganefnd. Við höfum nátt- úrlega viljað ákveða fjárveitingarn- ar í samræmi við þá samninga sem gerðir eru og teljum góð vinnubrögð að ganga frá fjármögnuninni með samkomulagi," segir Jón. Morgunblaðið/Jim Smart Hópur Kínveija heilsaði Li Peng og Zhu Lin, eiginkonu hans, fyrir utan Leifsstöð og færði þeim blómvendi. sætisnefnd og þingmönnum í utan- ríkismálanefnd. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstrihreyfingarinnar vinstri grænna, hefur afþakkað boð um að sitja kvöldverðinn í Perl- unni. „Þetta er alltaf álitamál sem þarf að meta í hverju einstöku til- viki. Hins vegar eru eindregin til- mæli frá mannréttindasamtökum á borð við Amnesty International um að hafa í frammi mótmæli gegn heimsókn þessa manns og ég hef ákveðið að verða við því,“ sagði Ög- mundur í gær. Á morgun klukkan 10 leggur kín- verska sendinefndin af stað í skoð- unarferð með að Gullfossi, Geysi, Þingvöllum og Nesjavöllum en Li Peng og fylgdarlið hans halda svo af landi brott á þriðjudagsmorgun eftir kveðjuathöfn á flugvellinum. Þingforseti Wolfgang Thierse, forseti þýska Sambandsþingsins, fór i skoð- unarferð upp á Vatnajökul í gærmorgun á öðrum degi opin- berrar heimsóknar sinnar til ís- lands. Á myndinni má sjá Wolfgang Morgunblaðið/Jón Svavarsson á Vatnajökli Thierse við hlið ísólfs Gylfa Pálmasonar þingmanns í glamp- andi sól og blíðskaparveðri uppi á jöklinum. í baksýn er Snjófjall sem er ofan Heiðnabergsjökuls. Síðar um daginn skoðaði Wolf- gang Thierse sig um í Skaftafelli. Morgunblaðið/Jim Smart Kínverjar, búsettir á íslandi, veifuðu kínverska og fslenska fánanum þegar Li Peng og fylgdarlið hans birtust á Keflavíkurflugveili. Vika sí- menntun- ar hefst á morgun Menntamálaráðuneytið stend- ur fyrir viku símenntunar 4,- 10. september. Vikan er hald- in í framhaldi af degi símennt- unar sem haldinn var í fyrsta skipti 28. ágúst í fyrra. Markmið hennar er að hvetja fólk með stutta skóla- göngu að baki til að auka við þekkingu sína og færni. Slag- orð átaksins „Menntun er skemmtun" vísar til ánægjunnar við að læra og ná tökum á nýjum viðfangsefn- um. Dagskrá vikunnar er mjög viðamikil og dreifist um allt land. Vika símenntunar verður formlega sett af Birni Bjarna- syni menntamálaráðherra á blaðamannafundi á veitinga- húsinu Fiðlaranum á þakinu á Akureyri, mánudaginn 4. sept- ember nk. kl. 11.00. Kl. 14.00 þann dag mun ráðherra verða viðstaddur útskrift skólaliða á Húsavík á vegum Fræðslu- miðstöðvar Þingeyinga. Almenningur hvattur til þátttöku í símenntun í dagskrá átaksins er lögð áhersla á verkefni sem vekja athygli fólks með stutta skóla- göngu að baki á mikilvægi menntunar og hvetja það til þátttöku í símenntun. í tengsl- um við átakið verður víðtæk dagskrá um land allt og skipt- ist hún í stórum dráttum í tvo hluta. Annar hlutinn miðar að því að ná til fólks í gegnum vinnustaði og hinn hlutinn að því að gera námsframboð á Islandi sýnilegt og nálægt al- menningi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.