Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Stefán Á.Magnússon
Jónas Elfar Halldórsson með urriðahrúgnna úr Höfuðhyl.
Krakkarnir slógu
þeim fullorðnu við
STÓR hópur barna-
og unglinga, félagar
í Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur, var
mættur á bakka
Elliðaánna síðast
liðið sunnudagssíð-
degi, en þá fór fram
síðari barna- og
unglingadagur
SVFR við Elliða-
ámar á þessu
sumri.
Ungviðið sýndi
fína takta við veiði-
mennskuna og und-
ir rökkur lágu 7 lax-
ar og fjölmargir
silungar, staðbundnir urriðar og
sjóbirtingar í valnum. Var eftir því
tekið að fullskipað holl fullvaxinna
veiðimanna á morgunvaktinni náði
ekki einum einasta laxi á land.
Margir krakkar lentu í ævintýr-
um, Vignir Már Lýðsson veiddi t.d.
maríulaxinn sinn, Hekla Karen Páls-
dóttir dró lax annað sumarið í röð og
að þessu sinni á gersamlega vonlaus-
um veiðistað, eða „við Steininn", sem
er neðsti veiðistaðurinn í ánni og
veiðistaða ólíklegastur til að gefa lax
á síðsumardegi. Þá lenti Jónas Elfar
Halldórsson í grimmdartöku í Höf-
uðhyl er hann landaði 14 vænum urr-
iðum á flugu á rétt tæpum hálftíma.
Meðfylgjandi er myndasyrpa sem
Stefán Agúst Magnússon, umsjónar-
maður barna- og unglingastarfs
SVFR til margra ára, tók á dögun-
um.
Morgunblaðið/Stefán A. Magnússon
Vignir Már Lýðsson nagar veiðiuggann af maríu-
laxinum sínum.
Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon
Hekla Karen Pálsdóttir með lax-
inn sinn.
Nokkrir krakkanna með hluta af aflanum, f.v.: Jónas Elfar Halldórsson,
Elfar Þór Karlsson, Vignir Már Lýðsson, Hekla Karen Pálsdóttir og
Ellen Magnúsdóttir.
--------------------------------------
,t/lfmœli$þakkir
Hjartans þakkir færi ég öllum sem heimsóttu
mig á 100 ára afmœlinu og eins þeim sem heim-
sóttu mig síðar og sendu mér skeyti og gjafir.
Guð blessi ykkur öll.
Agúst Benediktsson, frá Hvalsá.
SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 51
Okkur er sönn ánægja að kynna sænska matreiðslu-
meistarann Christian Reimeringer. Christian hefur
sérhæft sig í chilipiparréttum. Chili er ekki bara sterkt
bragð, það gefur matnum sérstakan keim sé það rétt
notað. Þeir sem komast á bragðið elska chilipiparrétti.
Á chilimatseðlinum er að finna ýmsa spennandi
rétti sem upprunnir eru í Mexíkó, Spáni, Tælandi
og Italíu:
Spánskur chilipipar
Kryddlegin hörpuskel með sólflftlshýði
og chilipipar-engifersósu
Tælenskur chilipipar
„ Tom Yum “ súpa
„Chipotle“ chilipipar
Lambahryggvöðvi með kúrbítsfrauði,
salsa og chipotle-chilipiparsósu
Ancho chilipipar
Súkkulaði „soufflé" með vanillufroðu
og kókos og engiferís
1
Hér gefst aðdáendum chili-
rétta, svo og íorvítnum
sælkerum, einstakt tækifært
til að njóta frábrugðins
kvbldverðar í Perlunní.
PlJilAN
SÍMI 56 20 200
RPIFRPEN SKRRNING
HLUTPBRÉFfi
Þann 11. desember 2000 verða hlutabréf
Tryggingamiðstöðvarinnar hf. tekin til rafrænnar
skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf.
Þar af leiðandi verða engin viðskipti með
hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma
ógildast hlutabréf félagsins sem eru útgefin á
pappírsformi í samræmi við heimild í ákvæði
til bráðabirgðarlaga nr. II ílögum nr. 131/1997,
um rafræna eignarskráningu verðbréfa,
sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á
ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignar-
skráningar á verðbréfum, og reglugerð
nr. 397/ 2000, um rafræna eignarskráningu
verðbréfa í verðbréfamiðstöð.
Skorað er á eigendur ofangreindra hlutabréfa,
sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald
þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá
Tryggingamiðstöðvarinnar hf., að staðreyna
skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu
Tryggingamiðstöðvarinnar hf. í Aðalstræti 6-8,
101 Reykjavík fyrir nefndan dag.
Ennfremur er skorað á þá sem eiga takmörkuð
réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s.
veðréttindi, að koma þeim á framfæri við
fullgilda reikningsstofnun (viðskiptabanka,
sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki).
Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar
falið reikningsstofnun, sem hefur gert aðildar-
samning við Verðbréfaskráningu íslands hf., að
hafa umsjón með eignarhlut sínum í félaginu.
Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta
bréfleiðis.
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
TRYGCINCAMIÐSTÖÐIN HF
- þegar mest á reynlr!
Aðalstræti 6-8 • 101 Reykjavík • Sími 515 2000 • www.tmhf.is
a r g u s P E058 -