Morgunblaðið - 03.09.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 03.09.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 31 FRETTIR Vonast til að Baldur verði kominn í siglingar í næstu viku o Sálf ræðistöðín Námskeið Sjálfsþekking - SjáKsöryggi FERJAN Baldur, sem steytti á skeri við Flatey síðastliðið mið- vikudagskvöld, var tekin í slipp hjá skipasmíðastöðinni Þorgeir & Ell- ert á Akranesi í gærmorgun þar sem skipið var smíðað. Skákþing fslands Jafnt í annarri skákinni JAFNTEFLI varð í annarri ein- vígisskák Þrastar Þórhallssonar og Jóns Viktors Gunnarssonar um ís- landsmeistaratitilinn sem tefld var á fostudag. Þröstur er nú með lv. gegn v. Jóns Viktors. Stefán Kristjánsson hefur yfír gegn Jóni Garðari Viðarssyni 2-0 í einvígi um 3. sætið. Jón Garðar hefur hvítt. Sjötta og næstsíðasta umferð í kvennaflokki var tefld í fyrrakvöld. Harpa Ingólfsdóttir vann Önnu Björgu Þorgrímsdóttur, Aslaug Kristinsdóttir vann Önnu Lilju Gísladóttur, Aldís Rún vann Önnu Margréti Sigurðardóttur, Eydís Rún Sigurbjörnsdóttir sat yfir. Staða efstu kvenna fyrir síðustu umferð: í 1. sæti er Aldís Rún Lárusdóttir, með 4 v. af 6, hún hefur lokið skákum sínum og situr yfir í síðustu umferð. Harpa Ing- ólfsdóttir og Aslaug Kristinsdóttir eru i 2.-3. sæti með 3 v. af 5. í 4. sæti erAnna Björg Þorgrímsdóttir með 3 v. af 5. Skagafjörður Sumarbú- staður eyði- lagðist í eldi SUMARBÚSTAÐUR i Deildardal í Skagafirði eyðilagðist í eldsvoða á föstudagskvöld. Bústaðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp. Samkvæmt upplýsingum lögreglu höfðu eigendur bústaðarins skroppið í beijamó og stóð bústaðurinn í Ijós- um logum þegar þeir sneru aftur. Slökkviliði og lögi-eglu var tilkynnt um eldinn kl. 20.25 og var búið að ráða niðurlögum hans á ellefta tím- anum í gærkvöldi. Talið er að kvikn- að hafi í út frá gasofni. Er bústaður- inn talinn gjörónýtur. Guðmundur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Baldurs, segir að við skoðun hafi komið í ljós að opið er inn í stafnhylkið. Engar aðrar skemmdir er að sjá á skipinu. Tal- ið er að það geti tekið allt upp í eina viku að gera við skipið og kostnaður skipti hundruðum þús- unda króna, jafnvel milljónum. Ekkert skip verður sett inn í áætl- unarferðir Baldurs þar sem ekki hefur fundist skip sem hentar í það. Haldið verður uppi ferðum til Flateyjar með skipi frá Eyjaferð- um kl. 10 í dag og 17.30 á sunnu- dag. Fleiri ferðir verða síðan í næstu viku. Þó er vonast til þess að Baldur verði kominn í gagnið á ný í næstu viku. Útgerðin hefur sent inn beiðni til héraðsdóms Vesturlands um sjópróf. Guðmundur sagði að áður en ferjan steytti á skerinu hefði skipstjórinn verið búinn að setja á fulla ferð afturábak og greinilegt, miðað við umfang skemmdanna, að skipið hafi verið farið að bakka eitthvað. Skipstjórinn hefði vitað um skerið en ekki orðið var við í hvað stefndi fyrr en um seinan. A námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir _______Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar 562 3075 og 552 1110 frá kl. 11-12 --------------- Tölvuþrjót- urinn gaf sig fram RÚMLEGA tvítugur karlmaður gaf sig fram við lögreglu á þriðjudaginn og viðurkenndi að hafa brotist inn á heimasíðu Hæstaréttar og breytt þar upplýsingum. Samkvæmt upp- lýsingum frá embætti ríkislögreglu- stjóra ákvað maðurinn að gefa sig fram í kjölfar fréttaflutnings af mál- inu þegar honum varð Ijóst að það væri komið í hendur lögreglunnar. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá embætti ríkislögreglustjóra, seg- ir dæmi þess að menn geri sér ekki grein fyrir því að það sé refsivert að brjótast inn á heimasíður og breyta þeim. Það flokkist undir skemmdar- verk að breyta vinnslu á tölvubúnaði. Jón segir að það megi ætla að sá sem braust inn á heimasíðu Hæstaréttar hafi ekki gert sér grein fyrir alvöru málsins fyrr en hann sá fréttaum- fjöllun um málið. I < • • . • ___ ' ’ _ 'œíí-i' ..............«......i trm-í-'í m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.