Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Menntamálaráðherra heimsækir Seandinavia House í New York Norræna menningar- og upplýsingamiðstöðin Scand- inavia house er við Park Avenue og verður opnuð 17. október, en iðnaðarmenn keppast við til að ijúka verkinu á réttum tíma. Morguinblaðið/Einar Falur Ríkey Ríkarðsdóttir, ættingi Nfnu Sæmundsson myndhöggvara, sýnir Magnúsi Bjarnasyni viðskiptafulltrúa, Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og Ann Sass, dagskrárstjóra norræna hússins í New York, styttuna Móðir og barn eftir Nínu, sem ættingjar myndhöggvarans lána húsinu til sýningar. Mun skapa nýjar aðstæður fyrir norrænu þjóðirnar BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra heimsótti í gær norrænu menningar- og upplýsingamiðstöð- ina Scandinavia House í New York sem samtökin American Scand- inavian Foundation opna 17. októ- ber nk. Húsið stendur á Park Avenue milli 37. og 38. strætis og er á átta hæðum. Þar verða sýn- ingarsalir, ráðstefnu- og fundar- salir, bókasafn kennt við Halldór Laxness, fræðslumiðstöð fyrir börn, bóka- og gjafavöruverslun og veitingasalur. Ann Sass dagskrárstjóri tók á móti ráðherra og fylgdarliði og sýndi þeim húsið en þar eru fram- kvæmdir enn í fullum gangi og ljóst að iðnaðarmenn mega hafa sig alla við að Ijúka verkinu á til- settum tíma. Björn afhenti Amer- ican Scanadinavian Foundation heildarútgáfu íslendingasagnanna í enskri þýðingu og munu þær vera fyrstu bækurnar sem eru færðar bókasafni Halldórs Laxness. Með ráðherra í för var Ríkey Rík- arðsdóttir, fulltrúi ættingja mynd- höggvarans N/nu Sæmundsson, en þeir hafa ákveðið að lána húsinu styttuna Móðir og barn eftir Nínu. Björn Bjamason sagði í samtali við Morgunblaðið að skoðunarferð- inni lokinni að tilkoma hússins myndi skapa nýjar aðstæður fyrir norrænu þjóðirnar og ekki síst fyr- ir Islendinga. Hann sagði einnig gaman að geta þess að það hefði verið íslenska ríkissljómin sem beitti sér fyrir því að norrænu rík- in styrktu byggingu hússins. Meðal þess sem verður á dag- skrá Scandinavia House á næst- unni eru tónleikar Caput-hópsins og stór norræn hönnunarsýning sem verður opnuð 3. nóvember nk. Herjólfsmenn kæra ferjuútboðið Undirritun samnings við Sam- skip frestað STJÓRN Herjólfs hf. hefur sent kæru til kærunefndar útboðsmála vegna útboðsins á ferjusiglingum með Herjólfi. Magnús Jónasson, framkvæmdastjóri Herjólfs, sagði við Morgunblaðið að meginástæða kærunnar væri sú að þeir teldu kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar ekki í samræmi við útboðslýsingu. „Það verður klórað í bakkann þar til búið verður að moka yfir,“ sagði Magnús. Að sögn Gunnars Gunnarssonar hjá Vegagerðinni var að lokinni yfir- ferð tilboða búið að taka ákvörðun um að ganga til samninga við lægst- bjóðendur, Samskip, en gildistími til- boðsins rann út í gær. Vegna kæru Herjólfsmanna var gert samkomu- lag við Samskip um að láta tilboðið gilda áfram og fresta undirritun samninga. Reiknað er með að það taki nokki'ar vikur fyrir kærunefnd- ina að íjalla um málið. Sturla Böðvarsson samgönguráð- heira sagðist í samtali við Morgun- blaðið ekki gera áthugasemdir við þá stöðu sém Herjólfsmálið væri komið í. Eðlilegt Væri að fresta undirritun samninga við Samskip meðan kæru- nefnd útboðsmála fjallaði um kæru Herjólfs. Sjókvíaeldi í Berufirði ekki háð mati á umhverfísáhrifum SKIPULAGSSTOFNUN hefur komist að þeirri niðurstöðu að sjókvíaeldi á laxi í Berufirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, enda verði við leyfisveitingar farið eftir þeim lögum og reglugerðum sem starfsemin sé háð. „Skipulagsstofnun telur að lög nr. 76/1976 um lax- og silungsveiði og lög nr. 7/1998 um holl- ustuhætti og mengunarvarnir, ásamt reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun og reglu- gerð nr. 105/2000 um flutning og sleppingar laxfiska og varnir gegn fisksjúkdómum og blöndun laxastofna myndi lagaramma utan um lejrfisveitingar fyrir þeirri starfsemi sem hér um ræðir,“ segir í niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Jafnframtkemur fram að á grundvelli ákvæða þessara laga og reglugerða verði unnt að taka á viðunandi hátt meðal annars á erfðamengun, út- breiðslu sjúkdóma og sníkjudýra og aðkomu hagsmunaaðila og almennings að málinu. „Skipulagsstofnun telur að stjórnvöld þau sem fjalla um leyfisveitingar vegna starfsemi þeirrar sem hér um ræðir hafi bæði valdheimild- ir og séu hæf til að koma í veg fyrir eða tak- marka verulega sjúkdóma- og erfðamengunar- hættu vegna kvíaeldis og að gildandi lagarammi á þessu sviði sé fullnægjandi til að þeim sé kleift að sinna því hlutverki sínu. Þá vekur stofnunin aukinheldur athygli á því að ákvarðanir veiði- málastjóra á þessu sviði eru kæranlegar til land- búnaðarráðherra, sbr. 1. mgr. 85. gr. laga nr. 76/ 1970. Átta þúsund tonna eldi Fram kemur að um er að ræða átta þúsund tonna eldi á ári og er starfsemin fyrirhuguð á svæði er liggur 8-10 kílómetra frá fjarðarbotni þar sem sjávardýpi sé 45-60 metrar. I gögnum framkvæmdaraðila komi fram að fjörðurinn sé opinn, breiður og djúpur og þynningarhraði mikill, lítil hætta á ofnæringu, uppsöfnun nær- ingarefna eða súrefnisþurrð og í fjörðinn berist í dag óverulegt magn efna frá annarri starfsemi. Þá kemur fram að Hafrannsóknastofnun telji að lífríki Berufjarðar stafi ekki mikil hætta af fyrirhugaðri starfsemi og að veiðimálastjóri telji að ekki sé nauðsynlegt að fram fari mat á um- hverfisáhrifum fyrir einstakar eldisstöðvar heldur beri að framkvæma heildstætt mat fyrir sjókvíaeldi sem atvinnugrein. Náttúruvernd rík- isins bendi hins vegar á að vegna óvissu um hættu meðal annars á erfðamengun, útbreiðslu sjúkdóma og sníkjudýra eigi að fara fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Kæra má ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra og er kærufresturinn til sjötta næsta mánaðar. Þjónusta númer eitt! Til sölu Toyota Celica, nýskráður 03.01.2000, svart- ur, ekinn 9 þ. km, álfelgur, topplúga, geislaspilari. Ásett verð 2.050.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu 569 5500 Opnunartlmar: Mánud. laugardagar kl. 10-14 föstud. kl. 9-18 BILAÞING HEKLU Nvmcr t'iH ( mHvZum bílum! Laugavegi 174,105 Reykjavík, slmi 569-5500 Formaður MS-félagsins um aukinn lyfjaskammt Skipun læknanefndar tefur málið FORMAÐUR MS-félagsins, Vilborg Traustadóttir, fagnar þeirri lausn sem landlæknir hefur boðað að MS- sjúklingar fái skammt af lyfinu int- erferon beta þrefaldaðan. í samtali við Morgunblaðið segist hún hins vegar verða sáttari ef þetta yrði gef- ið frjálst, þannig að það væri læknis- ins, sem meðhöndlar sjúklinginn, að segja til um lyfjaskammtinn en ekki læknanefndar sem skipuð var til að taka við umsóknum um aukinn skammt og ákvarða hvaða sjúklingar fái aukinn skammt og hverjir ekki. .Jtonars verðum við að bíða og sjá hvernig þetta gengur með nefndina og vera vongóð. Við munum að sjálf- sögðu fylgjast með starfi þessarar nefndar, en þar eru læknar sem við treystum alveg. Það er ekki málið. En með því að skipa svona nefnd finnst okkur að verið sé að færa framkvæmdavaldið frá okkar lækn- um. Það setur okkur MS-sjúklinga í ákveðna sérstöðu gagnvart heil- brigðiskerfmu. Við einir sjúklinga þurfum að hlíta þessu ferli sem hlýt- ur að vera stórt skref afturábak. Ætli það þekkist nokkuð annars staðar en í mjög stríðshrjáðum lönd- um? Það hefði gengið fljótar fyrir sig hefði þetta verið afgreitt eins og önnur lyf með lyfseðli frá viðkom- andi taugalækni," segir Vilborg. Hún telur að í sumum tilvikum þyrftu MS-sjúklingar á sexföldum skammti að halda á meðan öðrum henti þrefaldur skammtur og enn öðrum einfaldur, líkt og verið hefur. Sumir hafa hætt meðferð Fram kom í máli landlæknis í Morgunblaðinu um helgina að hann teldi að 40 til 70 sjúklingar ættu rétt á auknum lyfjaskammti. Aðspurð um þetta telur Vilborg að fjöldinn sé nærri 70, og jafnvel hærri. „Annars er þessi tala á reiki. Við vitum um MS-sjúklinga sem hafa hætt meðferðinni, þeim hefur ekki fundist taka því að sprauta sig einu sinni á viku með interferon beta þeg- ar þeir vita að þeir þurfa meira. Það er svolítið sláandi," segir Vilborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.