Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Vaskhugi A L H L I D A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR l Fjárhagsbókhald i Sölukerfi ) Viðskiptamanna kerfi l Birgðakerfi I Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi i Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugi ehf. Síðumúla 15 - Sími 568-2680 SÉRMERKTAR Húfur og HANDKLÆÐi HAUST- TILBOÐ! Fáið sendan myndalista Myndsaumur Hellisgata 17,220 Hafnarfjörður, sími 565 0122, fax 565 0488. Netverslun: www.myndsaumur.is Ný gólfbón og bónleysar Ræstivörur Stangarhyl 4 110 Reykjjavík Sími 561 4141 VERIÐ Frumvörp til breytinga á lögum til að draga úr brottkasti Morgunblaðið/Jim Smart Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnir aðgerðir gegn brottkasti á blaðatnannafundi í gær. Hert eftirlit um borð í fiskiskipum ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra leggur á Alþingi í dag fram tvö frumvörp sem miða að því að stuðla að því að síður sé veitt umfram leyfilegar aflaheimildir og styrkja jafnframt stöðu Fiskistofu til eftirlits með brottkasti. í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytja- stofna felst, að Fiskistofu er heimil- að í ákveðnum tilvikum að setja eft- irlitsmenn um borð í veiðiskip á kostnað útgerðar. Með frumvarp- inu er leitað nýrra leiða til að kanna brottkast á afla og jafnframt til að koma í veg fyrir það. Er miðað við að afli tiltekins skips að einhverju leyti skeri sig úr afla annarra skipa er sambærilegar veiðar stunda og því ástæða til að ætla að fiski hafí verið hent fyrir borð. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að ástæða brottkasts væri sú að við- komandi útgerð eða áhöfn teldi sér ekki hagkvæmt að hirða fisk. Það gæti stafað af því að fiskur er verð- lítill, til dæmis smár eða lélegur að gæðum, eða því að báturinn hefur ekki aflaheimild í tiltekinni tegund og telji óhagkvæmt að afla hennar eða nýta heimild laganna til færslu milli tegunda. Samkvæmt gildandi lögum um veiðar í lögsögu Islands er Fiski- stofu heimilt að setja veiðieftirlits- menn um borð í hvaða fiskiskip sem er. Hins vegar eru það aðeins út- gerðir frystitogara sem greiða sér- staklega fyrir veru eftirlitsmanna um borð. Árni segir ríka ástæðu til að efla verulega möguleika Fiski- stofu til eftirlits með brottkasti og viðurlög með slíkum brotum en sönnunarbyrði í slíkum málum hafi reynst erfið. Verði frumvarpið að lögum yrði staða Fiskistofu til eft- irlits miklum mun sterkari til að fylgjast nánar með veiðum tiltek- inna skipa þætti ástæða til þess. Samkvæmt gildandi reglum er all- ur afli sundurgreindur og veginn eftir tegundum við löndun. í undir- búningi eru nú reglur sem eiga að tryggja að upplýsingar liggi fyrir um stærðardreifingu fisks við lönd- un. Liggi fyrir að afli skips sé frá- brugðinn afla annarra skipa, sem sambærilegar veiðar stunda, setji Fiskistofa eftirlitsmann um borð í það skip. Eftir sjö daga um borð í skipi ætti að jafnaði að liggja fyrir hvort veiðar skipsins séu í sam- ræmi við gildandi reglur en telji Fiskistofa ástæðu til að kanna veið- ar báts um lengri tíma yrði það gert á kostnað útgerðar hans. Árni segir að útgerðin greiði nú þegar fyrir eftirlit Fiskistofu og því falli enginn kostnaður á ríkissjóð vegna þessa. í frumvarpi til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða er lagt til að ákvæði laganna um tegundatil- færslu verði þrengd. Tegundatil- færsla felst í því að heimilt er að veiða yfir aflamarki í tiltekinni teg- und botnfisks enda skerðist aflam- ark í öðrum tegundum botnfisks hlutfallslega miðað við þorskígildis- stuðla. Heimild þessi hefur verið óbreytt frá upphafi og miðast við 5% af heildarverðmæti botnfiskaf- lamarks. Tilgangurinn með þessu ákvæði var fyrst og fremst að skapa sveigjanleika í kerfinu þann- ig að síður kæmi til brottkasts þeg- ar fisktegund fengist sem viðkom- andi bátur hefði ekki aflamark í. Niðurstaðan hefur hins vegar orðið sú, að þessi heimild hefur fyrst og fremst verið nýtt til þess að auka afla í eftirsóknaverðari tegundum á kostnað annarra. Árni sagði að svo virtist sem heimildir hafi verið færðar úr þeim tegundum sem Hafrannsóknastofnun hafi stund- um ofmetið yfir í tegundir sem menn hafi verið að verja. Þetta hafi sérstaklega verið áberandi varð- andi karfa og grálúðu. Ef litið er til sex síðustu fiskveiðiára hefur teg- undatilfærsla þannig aukið karfa- veiðina samtals um tæplega fimm- tíu þúsund tonn. Til samanburðar má nefna að karfakvóti á yfirstand- andi fiskveiðiári er 57 þúsund tonn. I frumvarpinu er því lagt til að sú takmörkun verði sett á heimildina, að aldrei verði heimilt að breyta meira en sem nemur 2% af heildar- botnfiskkvótanun í hverri tegund. Árni sagði að með þessu móti væri komið í veg fyrir tegundabreyting- ar í þeim mæli sem verið hafi án þess að horfið sé frá upphaflegum tilgangi ákvæðisins. Aðspurður sagði hann að væntanlega hefði lagabreytingin áhrif á útgerð þeirra skipa sem mest hefðu stund- að tegundatilfærslu af þessu tagi. Hann væri hins vegar þeirrar skoð- unar að reglan hafi verið misnotuð og ekki gengi upp til lengdar að veiða svo mikið um fram það sem ráðgjöf segir til um. „Þannig fer sveigjanleikinn í annað en honum var upphaflega ætlað að gera. Ef fiskveiðistjórnunin er markviss og nær tilætluðum árangri og veiðarn- ar stundaðar þannig að ekki er um brottkast að ræða, munu allir hagn- ast þegar til lengri tíma er litið,“ sagði ráðherrann. Fyrirbyggjandi aðgerðir í kjölfar vísbendinga um brott- kast á fiski sl. sumar skipaði sjávar- útvegsráðherra nefnd sem kanna átti umfang brottkasts og leggja til aðgerðir til að sporna við því. Nefndin hefur ekki skilað áliti en Árni vonast til að hún skili af sér áfangaáliti innan tíðar. Árni segir lagabreytingarnar nú aðeins fyrsta skrefið í aðgerðum gegn brottkasti og hugsanlega muni tillögur nefndarinnar leiða til fleiri aðgerða. Hann vonast til að lagabreytingarnar muni hafa fyrir- byggjandi gildi þannig að í þeim til- fellum sem grunur leikur á að brottkast sé stundað muni það koma fram og hægt sé að kanna það með þessum hætti. Hann bendir á að fallið hafi dómsmál, sem síðan hafi verið staðfest í Hæstarétti, þar sem lagt var til grundvallar sekt í málinu að afli hafi verið afbrigðileg- ur miðað við það sem verið hafi hjá sams konar bátum með sams konar veiðafæri á sömu veiðislóð. Breytingarnar á umræddum lög- um voru kynntar í ríkisstjórninni sl. föstudag og voru þær samþykkt- ar í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Jákvæð viðleitni Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands, segist fagna öllum aðgerðum sem miði að því að draga úr brottkasti. Hann bendir á að sjómenn hafi áður lagt til að afnema ætti reglur um teg- undatilfærslu og því líti hann svo á að lagabreytingarnar nú séu spor í rétta átt. Hann segir það auk þess jákvætt ef Fiskistofa fái að vera virkari í eftirlitsstörfum sínum. „Eg er hins vegar ekki sannfærður um að aukið eftirlit muni draga mikið úr brottkasti. Hins vegar er hér um að ræða um viðleitni til að draga úr brottkasti og því óorði sem það kemur á bæði sjómenn og útgerðarmenn. Slíkri viðleitni ber að fagna,“ segir Sævar. 10.565,- Ryksugar bæði biautt og þurrt 1200 tvött 15 Ihólf Auðvelt að skipta um loftstu Leikandi létt K 470 m K 1102 BSX Gufustrauborð með sogi 39.214,- háþrýstidæla Háþrýstidæla sem hentar fyrir heimilið a 100/150 bör B 3601/klst a 6 m löng slanga K210plus gjgs a Helmingi styttri strautimi a Loftsogi strauborði a Fer vel með viðkvœmt efni a Með aukabúnaði breytir þú Uekinu ígufuhreinsiUeki Skínandi hreint B 120 bör a 380 l/klst m 6 m löngslanga SKEIFAN 3E-F • SlMI 581 2333 / 581 2415 ■ FAX 568 0215 • RAFVEFt@SIMNET.IS Umboðsaðilar um land allt. K2301
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.