Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 57 + Árni Sigurjdns- son fæddist í Vestmannaeyjum 27. september 1925. Hann lést á heimili sínu 1. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru séra Sig- urjón Þorvaldur Árnason prestur og Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins. Systkini Árna eru: Eyjólfur, Líney, Þórey, Páll, Þórunn Ásthildur og Snjólaug Anna. Hinn 22. janúar 1949 kvæntist Árni Þorbjörgu dóttur Kristins Ármannssonar fyrrv. rektors í Menntaskólanum í Reykjavík og Þóru Árnadóttur. Þau eignuðust fimm börn: 1) Þóra I. Árnadóttir, maki Árni Pétur Guðjónsson, dóttir Aðalbjörg Þóra. 2) Siguijón Þ. Árnason, maki Bjarnheiður Þrastardóttir, börn: Sig.ryggur Orn, unnusta Sara Margrét, Rúna Björg, Ellen Dögg og Árni. 3) Kristinn F. Þegar Árni bróðir minn nú er allur eftir viðburðarríka ævi, sækja minn- ingamar á, ekki síst minningamar frá bemskuárunum í Vestmannaeyjum. Faðir okkar Sigurjón Þ. Ámason var prestur við Landakirkju í Vest- mannaeyjum frá 5. janúar 1924 til ársloka 1944. Ámi var næstelstur okkar sjö systkina. Prestsetrið var að Ofanleiti sem stóð uppi á háeyjunni í u.þ.b. 100 m hæð yfir sjó, rétt norðan við þann stað, þar sem nú er vestur- endi Austur-Vesturbrautar Vest- mannaeyjaflugvallai'. Þama uppi á háeyjunni vom 10 býli og Ofanleiti stærst þeirra. Þessi byggð uppi á há Heimaey var kölluð „fyrir ofan hraun“ og þeir sem þar bjuggu voru kallaðir Ofanbyggjarar. Ofanbyggjarar mynduðu sérstakt samfélag, eða eins og Hlöðver John- sen skrifar í Eyskinnu 1981: „Þetta fólk, ásamt bömum sínum og töku- bömum, skapaði hér hið dásamleg- asta mannlífssamfélag sem einkennd- ist af hjálpsemi, bræðralagi og kærleika". í þessu umhverfi ólst Ámi upp í stórum systkinahóp og hópi æskuvina og þau vinabönd héldust ævilangt. Ami var hjálpsamur frá ungaaldri og tilbúinn að rétta öllum hjálparhönd. Hann var alla tíð mikill Vestmanna- eyingur og hafði skömmu áður en við fluttum til Reykjavíkur eignast sinn eigin háf til að veiða lunda. Minnisstæðar em ferðir í úteyjar, ferðir í Víkina syðst á Vestmannaeyj- um, til að taka á móti Áma þegar hann kom úr veiðiferðum með bænd- unum íyrir ofan hraun, eða ferð á Sölvaflána norðanvert í Stórhöfða. Þá minnist ég vel er Áma var fylgt til skips er hann hélt til Menntaskóla- náms uppi á meginlandinu. Það var ekki í þann tíma auðvelt fyrir ungt fólk að þurfa að fara að heiman til að sækja sér menntun langt frá heima- byggð. Þegar á námsámnum hóf Arni störf hjá lögreglunni í Reykjavík, þar sem ævistarf hans var að byggja upp útlendingaeftirlit hins unga lýðveldis og aðra starfsemi því tengda. Eg held mér sé óhætt að fullyrða að þar hafi Arni unnið ómetanlegt starf fyrir okkar litla þjóðfélag. Árið 1949 kvæntist Ámi eftirlifandi konu sinni, Þorbjörgu Kristinsdóttur og eignuðust þau fimm böm. Á meðan ég var við nám í Kaupmannahöfn kom Ami þar oft við vegna starfs síns. Alltaf var efst í huga hans að kaupa eitthvað til að gleðja konuna og böm- in. Þannig má segja að Ami hafi helg- að líf sitt fjölskyldunni og vinnunni. Blessuð sé minning hans. Páll Sigurjónsson. Það bar til á æskuheimilinu á Sól- vallagötunni fyir rúmlega hálfri öld að systir mín sneri aftur til foðurhús- anna að loknu námi í Bandaríkjunum. Þetta væri ekki frásagnarvert hér, ef hún hefði ekki haft í farteskinu háan og spengilegan ungan mann sem hún Árnason, maki Ásdís Þórarinsdóttir, börn: Þorbjörg, Stefán Þór og Magn- ús Árni. 4) Þórunn K. Árnadóttir, maki Óskar H. Friðriks- son, börn: Árni Grétar, unnusta Unnur Helga, Karó- lína Björg, Friðrik Guðni, Þórey Jó- hanna og Katrín Ósk. Barnabörn þeirra eru Elísabet Sara og Auðunn Snorri. 5) Auður B. Árnadóttir, maki Sigurbjörn Sig- urbjörnsson, börn: Kristinn Páll og Þorbjörg Anna. Árni hóf störf hjá lögreglunni f Reykjavík 1948 og var fulltrúi lögreglustjóra og forstöðumaður Útlendingaeftirlitsins og gegndi því starfi uns hann lét af störfum vegna aldurs 1995. Útför Árna fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 15. kynnti sem tilvonandi eiginmann sinn. Ekki þótti prestsdótturinni móður minni verra að hér stóð sonur prestsins í Vestmannaeyjum. Þau hófu búskap á Sólvallagötunni eins og við öll í fjölskyldunni gerðum síðar. Þannig kynntumst við Áma vel og mannkostum þess góða drengs sem kvaddur er í dag. Að námi loknu hóf Árni störf í lög- reglunni í Reykjavík og varð for- stöðumaður Utlendingaeftirlitsins. Hann sinnti þessu starfi sínu af mikilli kostgæfni og fannst okkur hann vera sívinnandi daga sem nætur. Þetta virtist ekkert bíta á honum, enda mik- ið hreystimenni. Hann lét ekki þar við sitja en byggði af harðfylgi og dugn- aði í Kópavoginum yfir fjölskylduna, sem nú stækkaði óðum. En hér er ekki allt talið. Þau Ámi og Þorbjörg- eignuðust fimm böm sem öll vom sett til mennta. Ami var sívakandi um hag fjölskyldunnar, ekki aðeins sinnar heldur einnig okk- ar og fjölskyldna stórs systkinahóps síns. Hann var aldrei svo tímabund- inn að hann kæmi ekki undireins til hjálpar, þegar eftir var leitað. Sjötugur settist Ámi í helgan stein eins og lög gera ráð fyrir. Urðu þar mikil umskipti þar sem hann hafði verið vakinn og sofinn að sinna oft á tíðum erfiðum verkefnum í Utlend- ingaeftirlitinu. En hann sinnti nú fjöl- skyldu sinni af ennþá meiri móð, enda komin til sögunnar fjölmörg tengda- böm, afa- og langafaböm. Kom nú betur í ljós en nokkru sinni hvílíkur feikna fjölskyldufaðir hann var. Aðeins eru tvær vikur síðan í Ijós kom að hann gekk með alvarlegan sjúkdóm. Framundan var erfið með- ferð, líklega oft fjan-i heimilinu. Það hefur því áreiðanlega verið honum að skapi að sctjast skyndilega í þann síð- asta og helgasta stein sem okkur er öllum búið. Árni var hár og myndarlegur mað- ur. Hann gat verið ákveðinn og stund- um svo einbeittur að þessi stóri mað- ur skaut ókunnugum útlendingum skelk í bringu. En hann hafði mikla réttlætiskennd og undir niðri bjó ein- skær góðmennska. Hann var glaðs- inna og græskulaus, skemmti sér manna best á mannamótum. Við í fjöl- skyldunni frá Sólvallagötu kveðjum þennan ágæta heiðursmann og þökk- um honum órofa tryggð. Ámi Kristinsson. Það er furðu táknrænt þegar sum- ar er liðið og haustið í algleymingi með miklu litskrúði og fallandi laufum sem kveðja eftir gjöfula og góða tíð þá kveður þennan heim kær vinur til fjölda ára, Árni Sigurjónsson, eigin- maður elskulegrar vinkonu og skóla- systur Þorbjargar Kristinsdóttur. Fáir hafa reynst mér betur en þessi hjón með hjálpsemi sinni, vináttu og tryggð. Það var síðla sumars árið 1948 að ég stóð á hafnarbakkanum í Reykja- vík ásamt foreldrum Þorbjargar þar sem við fylgdumst með skipinu Tröllafossi leggjast að bryggju. Þor- björg var þá komin heim eftir 2ja ára nám í Bandaríkunum í latínu og grísku. Hún stóð þarna á bryggjunni svo falleg og geislandi glöð bæði yfir að vera komin heim og líka vegna þess að hún hafði hitt hinn eina sanna draumaprins um borð á leiðinni heim. Það var gagnkvæm ást við fyrstu sýn. Þau héldu hátíðlegt 50 ára brúðkaup- safmæli sitt í janúar 1999, alltaf jafn- sæl og ástfangin. Ami Siguijónsson, prestssonurinn frá Vestmannaeyjum, var af sterkum stofni, Kolbeinsættinni í móðurætt og Laxamýrarættinni í föðurætt. Hann var hár og þrekinn, bar sig karlmann- lega og vakti athygli. Skömmu eftir brúðkaupið bauðst honum embætti hjá lögreglustjóra og varð hann fulltrúi og síðar yfttrnaður Útlendingaeftirlitsins. Þetta var eril- samt starf og fáar frístundir gáfust. Hann þurfti að vera við komur og brottfarir flugvéla og skipa, taka skjótar ákvarðanir t.d. þegar vafa- samir útlendingar ætluðu að laumast inn í landið skilríkjalausir, en Ami var ótrúlegur mannþekkjari. Hann lagði fram tÚlögur við örygg- ismálin, þegar um móttökur erlendra þjóðhöfðingja og kóngafólks var á dagskrá. Þau hjónin sátu samt aldrei neinar kóngaveislur því að starf hans og sjálfsvirðing var að vemda gestina en ekki að sitja veislur. Fyrir þessi störf fékk hann margar viðurkenn- ingar frá viðkomandi löndum. Hann sat marga fundi hjá Interpol og tók þátt í nefndarstörfum og námskeið- um í hinum ýmsu löndum. Hann fylgdist vel með og hafði góð sambönd við samstarfshópa í hinum stóra heimi lögreglunnar. Islenska þjóðin þakkaði honum og heiðraði með Fálkaorðum. Hann hreykti sér ekki en var fastur fyrir. Hann var ekki maður fjöldans. Hann kunni þá list að vera óháður þrýstihópum, flokkum og klíkum og gat því sinnt starfi sínu óháður utanaðkomandi þrýstingi. Hann brást ekki því trausti í starfi sem honum var trúað fyrir. Þau hjónin settust að með böm sín í Kópavogi þegar þar var nánast sveit og óbyggt land. Árni unni sínu bæjar- félagi og starfaði á vegum leikfélags- ins um tíma. Einnig vom Vestmanna- eyjar honum hugleiknar, var hann í stjóm Akóges og einnig um tíma í stjóm Slysavamafélags íslands. Hann var traustur vinur vina sinna og gott var til hans að leita. Ami var frábær heimilisfaðir. Hann unni konu sinni og bömin ólust upp við ástríki þar sem foreldrarnir fylgdust með velferð þeirra og menntun. Þorbjörg og Ámi eignuðust fimm elskuleg böm sem menntuðust vel og em í góðum stöðum. Bama- bömin em 15 og langafa- og lang- ömmubömin em tvö. Þetta er sam- heldin fjölskylda og ánægjulegt er að vera með þeim á góðri stund á fallegu heimili. Þau hafa öll misst mætan föð- ur og afa. Þorbjörg, vinkona mín, hefur misst mikið og mér er hugsað til hennar. En þannig er það í lífinu að Drottinn gef- ur og Drottinn tekur og við verðum öll að beygja okkm- undir vilja hans. Ég kveð góðan vin með virðingu og þökk. Farþúífriði friðurGuðsþigblessi hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkstþú meðGuði Guðþérnúfylgi hans dýrðarhnoss þú hþóta skalt. (V. Briem.) Helga Þórðardóttir. Kæri Ami, nú er komið að kveðju- stund. Áma hitti ég fyrst þegar ég var lítíl stúlka í sveit hjá föðursystur minni í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Ami kom þá keyrandi með dóttur sína Þóranni úr Kópavoginum á lög- reglubílnum, hún var komin til að gæta barnanna á bænum. Þá vissi ég ekki að fundirnir áttu eftir að verða margir og skemmtilegir, því Þórunn dóttir hans og Óskar bróðir minn fundu hvort annað í sveitinni og felldu hugi saman. Þau stofnuðu fjölskyldu og frumburðurinn var skírður í höfúð- ið á Áma afa, og var hann jafnframt fyrsta bamabamið. Sumarið 1980 var ég heimagangur á heimili þeirra Áma og Þorbjargar, ég passaði litla afa- og ömmustrákinn Ama Grétar og það var mikið gott að koma og vera í Kópavoginum hjá þeim hjónum. Fjölskylda Áma og Þorbjargar stækkaði og bamaböm- unum fjölgaði, Ámi var mikill bama- maðui' og bamabömin nutu þess að vera í kringum hann. Ami hugsaði vel um sína og vildi öllum allt það besta. Með þessum fá- tæklegu orðum kveð ég þig Ámi og þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Elsku Þorbjörg, Þóra, Nonni, Krissi, Þómnn, Auður og fjöl- skyldur, megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Minningin um góð- an mann mun lifa með ykkur um ókomin ár. Hvíl þú í friði. Guðný Svava Friðriksdóttir. Skammt er nú stórra högga í milli í stúdentsárganginn frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1947, tveir fé- lagar og ekkja hins þriðja fallin í val- inn á aðeins mánuði. Nú er kempan Ami Siguijónsson, fyrrum forstöðu- maður útlendingaeftirlitsins, fallinn frá næstur á eftir einum besta vini sínum í árganginum, Gunnari Sveins- syni, magister og skjalaverði. Af sjálfú leiðir, að hvomgur gat eftir annan mælt, svo að aðrir hljóta að hlaupa í það skarð. Kunnugleiki minn af Árna átti sér nokkra forsögu frá bamsaldri í Vest- mannaeyjum, þar sem þeir bræður vom prestssynir á Ofanleiti, öðmm piltum hærri, hátíðlegri og prúðari. Faðir þeirra, séra Sigurjón Þ. Árna- son, alvömgefinn og tignarlegur, en hið mesta Ijúfmenni, var fyrsti prest- urinn í mínu minni og ráðandi um prestsímynd mína og mynd hans mér ljósari fyrir það að prédika hvem 17. júní af svölunum á Breiðabliki, þar sem ég átti heima. Talsvert yngri en eldri Ofanleitisbræður hélt ég mig í hæfilegri fjarlægð. Við Ámi urðum svo borgarbúar um svipað leyti, og hann var mér í ljósu minni, þegar Við settumst í 3. bekk MR haustið 1943. Þar áttum við samleið næstu fjóra vetur, þá seinni tvo í sama bekk stærðfræðideildar. Ami var mikill að vallarsýn, alvöm- gefinn, reglusamur og samviskusam- ur, og skiptí orðum við menn af geð- prýði. Hann kom sér því ávallt vel og var vel treyst, en var einskis manns veifiskatí. Hann var á skólaárunum ekki félagshneigður eða mannblend- inn úr hófi, en sóttí vel þau mannamót, sem við hæfi vom, og gladdist þá með glöðum. Upplag hans og ættarfylgjur lögðust gegn því, að hann hrærðist með hinni róttæku bylgju, sem gekk yfir á mótunarárum okkar og tekið hefur suma lungann úr manndómsár- unum að komast yfir. Það lét að líkum, að honum vom falin ábyrgðarmikil verkefni, sem áreiðanlega hafa líka verið mikill streituvaldur. Það er ekki heiglum hent að vera á varðbergi gegn öllum þeim, sem vilja svíkja sig inn á þjóðina, en það var hugsjón Ama að vemda hana fyrir spillandi áhrifum að utan. Heyrt hef ég áhrifamann segja, að Ami hafi með sterkri skapgerð sinni reynst stór þáttur þess, að við höfum sloppið blessunarlega frá vand- ræðum af aðvífandi fólki. Ámi fór sínar eigin leiðfr í að afla sér náms og þroska, samhliða því að hann stundaði lögreglustörf og festi tryggð við þau. Þannig nýttist námið beint inn í starfið, einkum ástundun lögfræði og lögreglunámskeiða. Hann hneigðist og til samfélagslega ábyrgra og gefandi félagsstarfa. Vett- vangur þeirra var einkum í Kópavogi, en þar var hann meðal annars stofnfé- lagi Rótarýklúbbs Kópavogs, þótt hættí síðar sökum annríkis, og var hans minnst með þökk og virðingu á síðasta klúbbfundi. Ami hefur ætíð stundað samkomur og ferðir stúdentsárgangsins okkar vel og sett á þær sinn reista og trausta svip. Nærvera Þorbjargar konu hans, menntaskólakennara og dóttur Krist- ins rektors Armannssonar, hefur þar verið til yndisauka og eflt tilfinning- una fyrir tengslunum við skólann. Þess má og geta, að Ami var óvenju frændmargur í árganginum, en þeir þrír Ámar vom þar systkinasynir, auk frænku hans jafnskyldrar, Þór- eyjar Kolbeins, en af þeim fjóram er nú aðeins einn eftir. Okkar góða félaga og vinar Áma Sigurjónssonar er nú sárt saknað. Að honum er jafnt sjónarsviptir sem mannskaði. Blessuð sé minning hans. Þorbjörgu og öllum hans ástvinum em færðar innilegar samúðarkveðjur árgangsins frá MR 1947. Bjami Bragi Jónsson. Kveðja frá Akoges Fallinn er í valinn einn af okkar ágætustu félögum, Ámi Siguijóns- son, sem hafði starfað með okkur í hartnær 50 ár. Ámi var alinn upp á miklu myndar- heimili á Ofanleiti í Vestmannaeyjum . og síðar í Reykjavík hjá þeim séra Siguijóni Þ. Ámasyni og Þóranni Eyjólfsdóttur Kolbeins og bar hann þess merki allt sitt líf. Hann var svip- sterkur, áreiðanlegur og hreinskipt- inn í allri framkomu og því fengum við Akógesar að kynnast er hann gekk til samstarfs við okkur félaga árið 1952. Ami tók fljótt til hendi í starfi fyrir félagið og vann af miklum dugnaði og ósérhlífni að öllum innri máleínum fé- lagsins. Hann var kosinn formaður þess árin 1958-1959.1 hans formann- stíð var gi-undvöllur lagður að fram- > tíðarlausn í húsnæðismálum félags- ins. Hann átti stóra drauma á þeim vettvangi og hafa þefr nú ræst, og átti Ami stóran þátt í farsælli lausn þeirra mála. Fyrir öll hans störf í félaginu Akóg- es var hann sæmdur gullmerki félags- ins 1982 og síðan gerður að heiðursfé- laga að verðleikum. Við félagar söknum Áma mikið og finnst hópur okkar svipminni eftir að hann hvarf á braut. Árni mætti mjög vel á öllum fundum þrátt fyrir erils- söm störf og þau hjónin vom samhent um að mæta vel á allar samkomur fé- lagsins og sýndu með því einstakan hlýhug og vináttu til félagsins. Að leiðarlokum þökkum við Áma . samstarfið á löngum ferli og biðjum honum blessunar á nýjum vegum. Við sendum eiginkonu hans Þor- björgu, bömum þeirra og ættingjum öllum innilegustu samúðarkveðjur og óskum þeim farsældar um alla fram- tíð. En - á bjartan orðstír aldrei fellur, umgjörðin er góðra drengja lyörtu. (Gr.Th.) Vertu kært kvaddur, góði vinur. Friðrik Jörgensen, Ragnar Þ. Guðmundsson. • Fleirí minningurgreinnr um Árna Sigurjónsson bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen fjútfararstjóri. Baldur Fredcriksen útfararsljóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is ARNI SIGURJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.