Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 35 Morgunblaðið/Ámi Sæberg N^rgaard áritar DANSKI rithöfundurinn og blaðamaðurinn Lise ardag. Bókin er fyrsta bindi endurminninga hennar Nargaard áritaði bók sína Bara stelpa í bókabúð og fjallar um uppvöxt hennar fram til átján ára ald- Máls og menningar við Laugaveg síðastliðinn laug- urs. DOKTORSRITGERÐ BÆKUR Doktorsritgerð ALCOHOLICS ANONYM- OUSINICELAND UNDIRTITILL: FROM MARGINALITY TO MAIN- STREAM CULTURE Höfundur: Hildigunnur Ólafsdóttir. Utgefandi Háskólaútgáfan. Prentuð á íslandi. Útgáfuár: 2000.276 bls. DOKTORSRITGERÐ Hildigunn- ar Ólafsdóttur afbrotafræðings um AA-samtökin á íslandi hefur verið gefln út af Háskólaútgáfunni. Hildi- gunnur varði ritgerð sína við laga- deOd Óslóarháskóla 1998 en hefur verið starfandi við geðdeild Land- spítalans. Fram kemur að ritgerðin, sem er 276 blaðsíðna kilja, sé birt í lítillega endurskoðaðri mynd. AA-samtökin eiga sér margra ára- tuga sögu hér á landi, en eins og flestir vita byggist starf þeirra á svokölluðu 12 þrepa kerfi og reglu- bundnum fundum þeirra sem berjast við áfengisvanda. Samtökin spruttu upp úr jarðvegi þeim sem ofneyzla áfengis skapar og með þeim fjölgaði úrræðum fyrir þá sem vilja losna úr viðjum vanans. Meðferð við áfengis- sýki hafði áður einskorðazt við geð- deildir sjúkrahúsanna en templarar höfðu þó rekið meðferðarstofnun frá 1943 til 1947 þar sem vista mátti 12- 15 einstaklinga. Árið 1954 var fyrsta ríkisrekna meðferðarheimilinu kom- ið á fót í Gunnarsholti. Fyrstu kynni Islendinga af AA- hreyfingunni munu hafa orðið fyrir tilstilli frú Guðrúnar Camp, íslenzkr- ar konu sem búsett var í New York, og kom Guðrún hingað til lands í því skyni árið 1948. Hún hélt m.a. blaða- mannafund um AA-samtökin banda- rísku og í kjölfarið fóru 8 íslendingar í áfengismeðferð til New York (Knickerbocker). Fyrsti AA-hópur- inn hérlendis varð til á föstudaginn langa 16. apríl 1954 og voru stofnend- ur hans Guðni Þór Ásgeirsson, Jónas Guðmundsson og Guðmundur Jó- hannsson. Á árunum fram til 1990 fjölgaði hópunum mjög og mun meira en víðast annars staðar í ver- öldinni, reyndar að Kalifomíu undan- skilinni. Nú munu hóparnir orðnir yf- ir 200 hér á landi. Saga AA-samtakanna er annars vegar um átök milli mismunandi stefna í áfengismeðferð sem leitt hef- ur af sér algjöra hugarfarsbreytingu hjá almenningi gagnvart drykkju- mönnum og fært þungamiðju ábyrgðarinnar frá lögregluyfirvöld- um til þeirra sjálfra með heilbrigðis- þjónustu og sjálfboðaliða að bak- hjarli. Hins vegar lýsir sagan ótrúlegri þolinmæði og hugsjóna- starfi frumkvöðlanna, sem vörðu stórum hluta síns tíma í að sitja yfir fýlliröftunum eins og ég man það orðað í mín eyru fyrir löngu um Guð- mund Jóhannsson. Guðmundur var hugsjónamaður sem með þrotlausri þolinmæði hjálpaði ótal drykkju- mönnum. Jónas Guðmundsson ritaði grein í Dagrenningu 1949 um félags- skap ónafngreindra áfengissjúklinga í Bandaríkjunum, AA-útgáfan gaf út Leyndardóma ofdi-ykkjunnar eftir hann árið 1960 og loks skrifaði Jónas og gaf út hjá GuðjóniÓ sögulegt yfir- lit og tillögur um skipan áfengis- varna á íslandi 1972.25 AA-meðlimir stofnuðu Bláa bandið í Reykjavík 1955 og komu síðar upp starfsemi í Víðinesi 1959. Bláa bandið byggði starfsemi sína á þriggja vikna með- ferð með stuðningi eftir útskrift og seinna tók ríkið starfsemina yfir. Hildigunnur fer ekki djúpt í þann ágreining og átök sem voru bak við tjöldin á þessum tíma. Mér fannst seinni hluti bókarinnar betur skrifaður og fróðlegri en sá fyrri, einkum frá og með 9. kafla, en kaflarnir eru alls 13. Skýrt kemur fram að hin ráðandi skoðun sé sú að áfengisvandamál séu einkenni um sérstakan sjúkdóm sem komi þannig fram að fólk missi stjórn á áfengis- neyzlu sinni. 12 þrepa kerfið byggist á bandarískri fyrirmynd og fór eink- um að gera sig gildandi upp úr 1970 þar í landi. Islendingar sem fóru til Bandaríkjanna í meðferð við alkóhól- isma á Freeport-spítalann, kynntust hugmyndafræðinni þar og tóku með sér hingað heim. Einn sá fyrsti var Hilmar Helgason sem var driffjöðrin á bak við og fyrsti fonnaður SÁÁ. Fyrri viðtekin skoðun hafði verið sú að vandamálið lægi í áfenginu en ekki hjá einstaklingnum. Hins vegar hef- ur skilgreining á alkóhólisma ekki verið aðalatriði í AA-prógramminu en þar er samt gjaman litið á hann sem ólæknandi. Aðalatriðið er þó að geta viðurkennt að hafa misst stjórn á drykkju sinni og gengizt við því af vissri auðmýkt. Það að nota sjúk- dómshugtakið hefur þann kost að draga úr sektarkennd en þótt ein- staklingurinn teljist ef til vill ekki sið- ferðilega ábyrgur fyrir alkóhólisma sínum er hann siðferðilega skyldug- ur til að gera eitthvað í málinu. Konum sem undirgangast áfengis- meðferð hefur farið fjölgandi og eru þær um þriðjungur áfengissjúklinga t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum og nálgast þá tölu hér á landi. Engin kona var í fyrsta AA-hópnum árið 1954 en tvær mættu á annan fund samtakanna. Lengi voru konur innan við 10% meðlimanna. Flestir sem fara í meðferð hér á landi eru á aldrinum 20-60 ára, með- alaldur hefur verið rétt innan við fertugt. Á bls. 188 er tafla sem sýnir hversu oft í mánuði fólk hefur sagzt drekka áður en það fór í meðferð. 30% karlmannanna drukku daglega eða svo til daglega, 28% 3-4 sinnum í viku og 24% l-2svar í viku. Daglegur di-ykkjafjöldi hjá 40% þeirra var 7- 12 og hjá 27% 13-18 drykkir. 32% af konunum drukku daglega eða svo til daglega, 14% 3-4 sinnum í viku og 29% l-2svar í viku. Helmingur kvennanna drakk 7-12 drykki en 33% 1-6. Þetta eru mun hærri tölur en gengur og gerist í þjóðfélaginu al- mennt en þó er ljóst að áfengisum- ræðan hér á landi hefur orðið til þess að fleiri og fleiri átta sig á því hversu alvarleg áhrif ofdrykkja hefur. Áhrif ofdrykkju á fjölskylduna eru vel þekkt því að í kjölfarið koma upp vandamál tengd vinnunni, fjárhags- legir erfiðleikar (óreiða kostar sitt og áfengi er dýrt...), félagsleg einangr- un, ágreiningur og ofbeldi og allt veldur þetta fjölskyldunni álagi. Hjónaskilnaðir og erfiðleikar í sambúð eru algengar afleiðingar of- drykkju. Hildigunnur byggir doktorsrit- gerð sína á upplýsingum sem safnað var á íslandi í því skyni að fá saman- burð á AA-samtökunum á alþjóða- vísu og í samstarfi við hóp vísinda- manna allt frá árinu 1987 og í framhaldi af þeirri vinnu viðaði hún að sér viðbótarefni sem hún gat nýtt í ritgerðina. Ég dreg í efa að bókin eigi eftir að vekja áhuga á almennum, ís- lenzkum markaði því að hún er skiif- uð sem doktorsritgerð og höfðar fremur til fræðimanna. Ingólfur Margeirsson skrifaði bók sem hann nefndi „Frumherjana. Sögu AA-samtakanna á íslandi 1948-1964“ ogkom hún út 1994. Fyr- ir hinn almenna lesanda er litlu þar við að bæta. Með því að þýða bók Hildigunnar úr norsku yfir á ensku er reyndar hægt að kynna efni henn- ar fyrir fræðimönnum í flestum lönd- um, en í þeim búningi verður hún varla söluvara á Fróni. Að auki er bókin á köflum vægast sagt á stirðri ensku, prófarkalestri er ábótavant og víða blasa þýðingan-aunir við. Formáli höfundar er að þessu leyti langverstur. Katrín Fjeldsted London kr. 14.9I í október með Heimsferðum Tryggðu þér lága 1 Nú seljum við síðustu sætin í októ- ber á hreint írábærum kjörum og verðið meðan j enn er iaust 1 bjóðum þér topphótel í hjarta heimsborgarinnar. Londonferðir Heimferða hafa fengið ótrúleg viðbrögð og nú þegar er uppselt í fjölda brottfara, bókaðu því strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Flugsæti til London Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verðkr. 14.900 Flugsæti fyiir mánudaga til fimmtudags. Skattar kr. 3.790.-, ekki innifaldir. Verðkr. 19.900 Flugsæti, fimmtudaga til mánudags. Verð kr. 19.900 Skattar kr. 3.790.-, ekki innifaldir. Verð kr. 29.990 Flug og hótel í 4 nætur, helgarfcrð 12. og 19. okt. Ferð frá fimmtudegi til mánudag, AMBASSADOR hótelið í Kensington, m.v. 2 í herbcrgi mcð morgunmat. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.600. HEIMSFERÐIR Rfkisbréf í markflokknm Utboð miðUkudaginn 11. október Á morgun, miðvikudagirm 11. október, kl. 14:00 fer fram útboð á ríkisbréfúm hjá Lánasýslu ríkisins. I boði verður eftirfarandi markflokkur : Attki hóœark Fiokkur___________Gialddofli_lánstiari Núvanndi sliiiki* tdárma iiiboða* RB03-1010/KO lO.okt. 2003 3 ór 11.954 500,- *Milljónir króna að nafnverði Mdsbréf í flokki RB03 -1010/KO eru gefin út rafrænt hjá Verðbréfa- skráningu Islands h£ og er lágmarkseining ein króna þ.e. nafhverð er það sama og fjöldi eininga. Rikisbréf eru skráð áVerðbréfáþingi íslands og eru viðurkeimdir viðskiptavakar þeirra Búnaðarbanki íslands hf, Kaupþing hf., Íslandsbanld-FBA hf. og Sparisjóðabanki Islands hf. Sölufýrirkomulag: Rikisbréf verða seld með tílboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í rfltísbréf að þvi tílskildu að lágmarksfjárhæð tílboðsins sé ekld lægri en 10 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, íjárfestíngalánasjóðum, verðbréfefyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tílboð í meðalverð samþykktra tílboða að lágmarld 500.000 krónur. Öll tílboð íríkisbréfþurfaaðhafaboristlánasýsluríkisinsfyrirkl. 14:00á morgurt, miðvikudaginn 11. október 2000. Útboðsskflmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisms, Hverfisgöm 6, í síma 540 7500. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6. 2. hæð • Sími: 540 7500 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.