Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur NOKKUR umræða hefur átt sér stað að undanförnu um einka- væðingu Rfldsútvarps- ins, annaðhvort að hluta eða í heilu lagi. Flest þau skrif bera þess merki að höfund- arnir hafa ekki hugsað _jnálið til enda. Hvað 'gerðist ef Rfldsút- varpið yrði einkavætt? Því er í raun mjög ein- falt að svara. RÚV yrði selt og nýir eigendur mundu rugla dag- skrána og selja áskrift en afnotagjaldið yrði aflagt. Er það ekki hið besta mál, eða hvað? Einkavæðing þýddi að greiðend- um mundi fækka tilfmnanlega þann- ig að afnotagjaldið sem yrði áskrifta- gjald yrði að hækka í a.m.k. það sem það er á Stöð 2 eða í um 4.000 krónur á mánuði. (Er nú 3.895 fyrir Stöð 2.) Öðruvísi fengjust ekki tekjur til að ^reka stöðina. Líklega yrði einnig að nýta aðra sjónvarpsrás á höfuðborg- arsvæðinu fyrir nýja sjónvarpsstöð, t.d. til að sjónvarpa íþróttaefni, því þannig mætti ná í nýja áskrifendur. Ekki er ólíklegt að áskriftargjald þar yrði svipað og á Sýn eða um 3.000 krónur á mánuði. Þessi stöð næðist einungis á höfuðborgarsvæðinu. Það næsta sem gerðist að lokinni einkavæðingu væri að líklega yrði að leggja Rás 1 niður enda skilar hún ekki tekjum til að standa undir rekstrinum. Síðan mundi dreifikerfíð ^úti á landi smám saman minnka. Það yrði aldrei forsvaranlegt íyrir einka- fyrirtæki að reka dreifikerfi í sveit- um landsins, því þær eru ekki það fjölmennar að áskrift- argjöld á sveitabæjum stæðu undir rekstri dýrs dreifikerfis. Eftir stendur að inn- an fárra ára væri eng- inn möguleiki á ís- lensku sjónvarpi í sveitum landsins nema þeim sem liggja við þéttbýliskjarna. Nokk- ur hluti þjóðarinnar ætti þá engan mögu- leika á íslensku sjón- varpi. Nú er málum þannig háttað að 20 til 25 prósent afnotagjalds- greiðenda á hverjum tíma eru elli- og örorkulífeyrisþegar, þeir fá 20 prósenta afslátt og greiða 1.680 krónur á mánuði en ekki 2.100 krónur líkt og aðrir. Nokkur hluti þessa hóps á í erfiðleikum nú þegar með að greiða þessar 1.680 krónur á mánuði. Þetta er hópurinn sem var að mótmæla á Austurvelli þegar Al- þingi var sett íyrir stuttu. Næsta víst er að stór hluti þessa stóra hóps hefði einfaldlega ekki efni á að greiða áskriftargjald uppá 4-5.000 krónur á mánuði. Nokkuð erfitt er að slá á þetta en líklega hefðu þannig nokkur þúsund heimili í landinu ekki aðgang að ís- lensku sjónvarpi, nema sá hluti sem nær útsendingum Slqás 1. Er það vijji þeirra sem vilja einka- væða Ríkisútvarpið að töluvert stór hluti þjóðarinnar eigi ekki möguleika á íslensku sjónvarpi? Er það framtíð- arsýnin? Rfldsútvarpið er nauðsyn- legt til þess að tryggja að allir eigi möguleika á góðu og fjölbreyttu sjónvarps- og útvarpsefni hvar svo G. Pétur Matthiasson Búnaöarbanki íslands hf. mánudaginn 16. október Boðað ertil hluthafafundar Búnaðarbanka íslands hf. mánudaginn 16. október n.k. kl. 16:00. Efni fundarins er tillaga um hlutafjáraukningu til að fjármagna stofnun Bunadarbanki International S.A. í Lúxemborg. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Búnaðarbankans að Hafnarstræti 5, 4. hæð, Reykjavík. Dagskrá: 1. Tillaga um að hlutafé í Búnaðarbanka íslands hf. verði hækkað um kr. 250.000.000,- með útgáfu nýrra hluta, og að bankaráð hafi heimild til að ákveða síðar gengi og framkvæmd aukningar að öðru leyti. Hlutafé bankans fer því úr kr. 4.100.000.000,- í kr. 4.350.000.000,-. Ennfremur er lagttil, vegna markmiðs um dreifða eignaraðild, að hluthafar í bankanum víki frá forkaupsrétti sínum, samkvæmt 1. mgr. 34. gr. laga nr. 2/1995, til að skrá sig fyrir hinum nýju hlutum. 2. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á fundinum skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti, eigi síðar en sjö dögum fyrir hluthafafund. ® BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF Smiöjuvegi 9 • S. 564 1475 RÚV Er það vilji þeirra sem vilja einkavæða Ríkis- útvarpið, spyr G. Pétur Matthfasson, að töluvert stór hluti þjóðarinnar eigi ekki möguleika á ís- lensku sjónvarpi? sem þeir búa - fyrir viðráðanlegt verð. 1.680-2.100 krónur eru viðráð- anlegar en 4-5.000 krónur eru það ekki fyrir alla. Ríkisútvarpinu er með sömu rökum skylt að höfða til allrar þjóðarinnar og það verður ekki gert nema með því að útvarpa og sjónvarpa fjölbreyttu efni, líka af- þreyingarefni. Sá hluti þjóðarinnar sem ekki ætti möguleika á íslensku sjónvarpi við einkavæðingu RUV fengi þannig heldur ekki erlent af- þreyingarefni. Ríkisútvarp er útvarp þjóðarinnar og þau tengsl eru sköpuð með af- notagjaldinu. Ríkisútvarpið verður að leita til heimilanna í landinu og innheimta afnotagjaldið. Færi svo, einsog margir telja að sé lausnin, að RÚV yrði sett á fjárlög yrði Ríkis- útvarpið ekki lengur útvarp þjóðar- innar heldur útvarp þeirra sem ráða fjárlagagerðinni. Ríkisútvarpinu er nauðsyn að hafa samskipti við eig- endur sína - þjóðina í landinu. Þrátt fyrir óvinsældir afnotagjaldsins hafa menn ekki fundið aðra betri leið til að fjármagna útvarp í almannaþágu, sú umræða hefur um árabil átt sér stað í flestum þeim 30 til 40 ríkjum í hinum vestræna heimi sem viðhafa eins eða svipað fyrirkomulag og Is- lendingar án þess að menn hafi fund- ið betri leið en afnotagjöldin. Það kemur mönnum ef til vill á óvart að útvarp í almannaþágu, einsog Ríkis- útvarpið, er reglan í hinum vestræna heimi. Og á það hefur verið bent að þar sem Ríkisútvarp er sterkt eru gæði einkarekinna sjónvarps- og út- varpsstöða meiri en í þeim löndum þar sem útvarp í almannaþágu er ekki eins sterkt. Það kemur ef til vill einhverjum lika á óvart að undan- tekning er að afnotagjaldsstöðvar séu reknar án auglýsinga. Skand- Geðvernd og ALÞJÓÐA geðheil- brigðisdagurinn, 10. október, er í ár helgað- ur vinnunni. Vinnan er í huga okkar flestra mik- ilvæg fyrir okkur sjálf, fjölskyldur okkar og þjóðfélagið. Hún er stór hluti af sjálfs- ímyndinni, hver við er- um og fyrir hvað við viljum standa. Vinnan er ekki einvörðungu uppspretta tekna, held- ur einnig uppspretta virðingar, félagsskap- ar, vina og andlegrar og líkamlegrar örvun- ar. Atvinnuleysi getur þýtt tap á öllu þessu. Afleiðingarnar geta verið bágborin heilsa, jafnt geð- heilsa sem önnur heilsa. Þetta undir- strikar mikilvægi þess að allir fái starf við hæfi. Frávik frá slíku geta framkallað veruleg óþægindi. Samkvæmt rannsóknum í löndum Evrópubandalagsins eru verkir í stoðkerfi og streita algengustu vinnutengdu heilbrigðisvandamálin, en þessi vandamál valda hvort um sig um 30% vinnutengdra kvilla. Geð- vernd á vinnustöðum er þvi einn mik- ilvægasti þáttur starfsmannaheilsu- verndar. Hér á eftir verða rakin nokkur atriði sem huga þarf að þegar geðvemd á vinnustöðum er skipu- lögð. Geðvernd á vinnustöðum Óskýr markmið eða hlutverk, samhliða lélegum samskiptum stjórnenda og annarra starfsmanna, er mikill spennuvaldur jafnt fyrir al- menna starfsmenn sem stjómendur. Þannig getur hegðun og stjómunar- stíll yfirmanna haft vemleg áhrif á andlega h'ðan undirmanna. Þessi staðreynd gerir þá kröfu til yfir- manna að þeir temji sér góðan stjórnunarstfl sem er lfldegur til þess að bæta líðan undirmanna. í þessu felst að stjómendur þurfa að skil- greina hlutverk starfsmanna sinna vel og tryggja að þeir finni ekki fyrir óöryggi í starfi sínu. Jafnframt þarf að tryggja að þær kröfur sem vinnan gerir til fólks stangist ekki á við lífs- gildi þess og að hlutverk skarist ekki þannig að til vandræða sé. Þetta á ekki síst við í litlu þjóðfélagi eins og okkar þar sem algengt er að hver starfsmaður gegni mörgum mismun; andi hlutverkum í vinnu sinni. f þessu sambandi er rétt að nefna að ábyrgð á velferð annarra, eins og t.d. kennarar, heil- brigðisstarfsmenn, stjórnendur og ýmsir sérfræðingar hafa, fylgir mikið andlegt álag og ber því að taka tilliti til þess í skipu- lagningu vinnunnar. Stjórn eigin vinnu og samskipti Við skipulagningu vinnunnar þarf að hugsa um hver sé eðli- legur framgangur starfsmanna miðað við aldur og fyrri störf. Slík kerfi þurfa að vera sem gagnsæjust þannig að starfsmenn geti sjálfir vitað með Geðheilbrigði Virk geðvernd á vinnu- stað, segir Kristinn Tómasson, er því ein arðbærasta fjárfesting sem íslenskt atvinnulíf getur ráðist í. vissu um stöðu sína og þurfi ekki að eyða tíma í óvissu. Þetta skiptir ekki síst máli í sambandi við ákvörðunar- töku um málefni er lítur að starfs- mönnunum sjálfum og þeim verkefn- um sem þeir fást við. Ef starfs- maðurinn stjórnar mjög litlu um eigin mál veldur það honum óöryggi og óvissu um stöðu sína. Slíkt getur síðan litað þau tengsl sem hann hefur á vinnustaðnum við aðra, jafnt stjómendur, samstarfsmenn og und- irmenn með tilheyrandi vanlíðan. Ef illa tekst til getur þetta leitt til ein- angrunar umfram það sem vinnan í sjálfu sér krefst og skorts á nauðsyn- legum trúnaði við annað fólk. Þessi trúnaður er nauðsynlegur til þess að létta af mönnum álagi sem felst í erf- iðum ákvörðunum eða óvæntum kringumstæðum. Með slíkum trún- aði er líka betur hægt að greina á milli ákvarðana sem lúta að vinnu viðkomandi annars vegar og hins vegar að persónu starfsmannsins. Ákvarðanir sem beinast að persónu Kristinn Tómasson inavía og Bretland eru undantekning en í Þýskalandi, Frakklandi, írlandi og Ítalíu, svo fá dæmi séu tekin, er útvarp í almannaþágu rekið fyrir tekjur af afnotagjöldum og auglýs- ingum. Ríkisútvarpið hefur mátt búa við að afnotagjaldið hefur einungis verið hækkað um fimm prósent á tæpum átta árum. Þetta er ekki í nokkrum takti við verðlagsbreytingar og alls ekki við launahækkanir eða hækkun á kostnaði við innkaup á efni. Þannig er Ríkisútvarpinu haldið í spenni- treyju og hefur verið brugðist við með hagræðingu og aukinni áherslu á auglýsingar og kostun. Lengra verður ekki gengið á þeirri braut. Nauðsynlegt er að ákvarðanir um breytingar á afnotagjaldinu verði teknar 5-10 ár fram í tímann og stað- ið við það þannig að sátt ríki um Rík- isútvarpið. Það dugir, það verður aldrei sátt um dagskrána því aldrei líkar öllum allt allan tímann, en það verður svo að vera. Rfldsútvarpið fagnar því þegar hlustendur og áhorfendur hafa skoðun á dag- skránni. Ríkisútvarpið þarfnast þess rétt einsog þjóðin þarfnast Ríkisút- varpsins og á rétt á því, því án út- varps í almannaþágu eiga heimilin í landinu ekkert val. Nauðsynlegt er að skoða hvað vinnst og hvað tapast við breytingar því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Verði Ríkisútvarpið einu sinni einkavætt verður aldrei snúið til baka. Höfundur er fráfarandi dcildarstjóri afnotadeildar RÚV. vinna eru líklegri til að valda mikilli streitu og vansæld en ákvarðanir sem lúta einvörðungu að verkefni viðkomandi. Til þess að forðast ákvarðanir af sh'ku tagi er nauðsynlegt að yfirmað- ur þekki starfsmenn sína mjög vel þar sem ákvörðunar- og samskipta- stfll er hentar hverjum og einum er mismunandi. Samskipti á vinnustað eru lfldeg til þess að lita samspil vinnu og heimil- islífs. Starfsmenn með ung böm eiga oft erfiðara með að fullnægja kröfum bæði heimilis og vinnu. Þegar kröf- um heimilis er ekki fullnægt verður makinn óánægður með starf hins að- ilans, sem síðan bitnar á starfs- ánægjunni og hrindir mögulega af stað vítahring óánægju með heimili og vinnu ef ekki er að gert. Vinnu- veitendur geta reynt að mæta þessu með því að laga vinnu að fjölskyldu- lífi. Vinnuumhverfið og tækin sem við notum geta verið uppspretta öryggis og vellíðunar. Vandamál varðandi viðhald og endurnýjun á tækjum og búnaði og áreiðanleika þeirra er mik- ill streituvaldur ef viðhaldinu er áfátt. Verkefnin, sem unnin eru, verða líka að vera nægjanlega fjöl- breytt, en þó samfelld og markviss til þess að okkur geti liðið vel við að sinna þeim. Verkefni, sem ekki eru í samræmi við getu okkar eða kunn- áttu, eða þar sem verkþættir eru í mikill óvissu, eru til þess fallin að klárast seint og illa. Of mikil eða of lítil verkefni geta gert okkur erfitt fyrir að njóta þess að glíma við verk- efnin. Vinnutíminn þarf að vera hóf- legur og eins sveigjanlegur og hægt er, ekki síst þannig að menn viti hve- nær honum lýkur. Lokaorð Geðsjúkdómar valda miklu um langtíma fjarvistir frá vinnu og eru á meðal þeirra fimm sjúkdómaílokka sem valda mestu um skammtíma fjarvistir. Virk geðvemd á vinnustað er þvi ein arðbærasta fjárfesting sem íslenskt atvinnulíf getur ráðist í. Að lokum er rétt að minna á ráð- stefnuna „Geðvemd í 50 ár“ nk. föstudag klukkan 13 í húsakynnum Læknafélags íslands í tilefni af 50 ára afmæli Geðvemdarfélags ís- lands í ár. Höfundur er yfiriæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins og formaður Geðverndarfélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.