Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 ?--------------------------- LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Trudeau- æði - aftur Trudeau kunni að notfæra sérjjölmiðla áður en það að kunna að notfæra sér fjölmiðla varð meginkeþpikefli allra stjórnmálamanna. SÚ virðing og velvild, blátt áfram ást og um- hyggja, sem Kanada- menn af næstum öllum stærðum og gerðum hafa sýnt minningu 15. for- sætisráðherra landsins, Pierres Trudeaus, er af flestum, sem fylgst hafa með og vit hafa á, talin einsdæmi í kanadískri sögu. Þótt þeir séu allnokkrir sem kunna Trudeau lítlar þakkir (þeir eru aðallega í vesturfylkjum á borð við Alberta og meðal aðskilnaðar- sinna í Québec) verður ekki ann- að séð en maðurinn hafi verið elskaður og dáður af landsmönn- um öllum. Hvað getur valdið þessum ein- stæðu viðbrögðum hjá lands- mönnum sem yfirleitt stæra sig af því að þeir taki öllu með ró og verði varla VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson æstir út af nokkrum sköpuðum hlut? Ymsum skýringum hefur verið varpað fram, allt frá sögulegum skýring- um yfir í kaldhæðnislegar. En eitt er þó víst, nú eru breyttir tímar. Trudeau lést í þarsíðustu viku. Hann var áttræður og hafði ekki komið nálægt stjórnmálum síðan hann lét af embætti forsætis- ráðherra 1984, en hann gegndi því allt í 15 ár sem formaður Frjálslynda flokksins. Hann var það sem á bragðdaufri íslensku heitir „litríkur“ stjórnmálamað- ur; konum fannst hann æði, hann fór á stefnumót með Barbra Streisand og öðrum álíka. Svaraði spurningum fréttamanna stuttaralega en með hnitmiðuðum setningum sem hafa margar fengið stöðu orðtækja í kanadísku nútímamáli. Fyrst eftir að hann náði kjöri geisaði í landinu það sem kallað er Trudeau-æði. Skýringin á þessu seinni tíma Trudeau-æði sem núna geisar kann að vera sú að hann hafi ein- faldlega verið góður og merkur stjórnmálamaður sem hafi haft komið góðum hlutum til leiðar. Þess vegna þyki fólki til um hann. Þessi skýring hefði kannski verið tekin góð og gild fyrir tuttugu ár- um en núna eru tímamir kald- hæðnir og taka ekki mark á barnslegri einlægni. Fjölmiðlar elskuðu Trudeau út af lífinu. Hann var alltaf að gera eitthvað sem var gaman að taka myndir af - fara heljarstökk út í sundlaug, dansa pirúettu í föru- neyti Bretadrottningar og margt annað myndrænt. Þess vegna hafa sumir bent á að Trudeau hafi einfaldlega kunnað á fjölmiðla og þess vegna náð athygli allra. Aðrir benda á, og blanda kald- hæðni í söguskoðunina, að allur hamagangurinn núna fari fram í fjölmiðlum og þessum sömu fjölmiðlum sé stjómað af þeirri kynslóð sem hafi verið að vaxa úr grasi og fá pólitískt hvolpavit í stjómartíð Trudeaus á árunum 1968 til 1984. Það sé því bara þessi kynslóð sem sé svona upp- rifin út af fráfalli hans, en láti það yfir alla landsmenn ganga. Þetta hljómar ekki svo galið en það sem bendir til að þetta sé ekki rétt er að táningar nú á dög- um em á því að Trudeau hafi ver- ið merkilegur Kandamaður - kannski merkilegri en flestir aðr- ir. Til dæmis sagði kanadíska blaðið Toronto Star frá því á sunnudaginn var að Melanie Elli- ott, 19 ára háskólastúdína í Tor- onto, saumaði lítinn kanadískan fána á bakpokann sinn daginn sem Tmdeau var borinn til graf- ar. „Það era margir námsmenn eins og ég sem finnst mjög vænt um hann sem áhrifamikinn mann sem hafði meiri áhrif á okkur en nokkur annar,“ segir Elliott. „Það er munur á Tmdeau og hin- um. Mér finnst þeir bara vera myndir í skólabókum en hann var meira eins og kanadískt átrúnaðargoð." Önnur hugsanleg skýring á vinsældum Tmdeaus er eins kon- ar samanburðarskýring. Það er að segja hann var stjórnmála- maður sem mótaði samtíma sinn, var raunvemlegur leiðtogi sem vísaði veginn. Núna, aftur á móti, eru þessir svokölluðu „leiðtogar" ekki annað en handbendi mark- aðsaflanna og gegna í rauninni ekki öðru hlutverki en því að búa í haginn fyrir hina raunverulegu valdastétt - þessa sem eiga pen- inga. Þannig verður Trudeau stór í samanburði við meint lítilmenni samtímans. Svo kemur til greina skýring sem er eins konar blanda af sögu- legri skýringu og kaldhæðniskýr- ingu: Tmdeau kunni að notfæra sér fjölmiðla áður en það að kunna að notfæra sér fjölmiðla varð meginkeppikefli allra stjórn- málamanna. Ef Tmdeau kæmi núna fram með öll sín uppátæki - heljarstökk og pírúettur - yrði bara litið á hann sem enn einn pólitíkusinn í leit að athygli fjöl- miðla. Þetta fékk nýja stjarnan á kanadíska stjómmálahimninum, Stockwell Day, að reyna í síðasta mánuði. Hann er nýkjörinn for- maður Kanadabandalagsins (Canadian Alliance), sem varð til upp úr Umbótaflokknum og er næststærsti flokkurinn á þinginu í Ottawa. Day mætti á frétta- mannafund á sjósleða og lét eins og mikill íþróttamaður væri á ferð. Fjölmiðlar sameinuðust í hæðnisglotti. I tíð Tradeaus vom krakkaleg uppátæki talin til marks um að maðurinn væri í rauninni skemmtilegur; óvenjulegur stjórnmálamaður; maður sem færi sínar eigin leiðir. Núna em íþróttamannsleg uppátæki Days bara talin til marks um að hann vilji sýnast vera skemmtilegur og óvenjulegur stjómmálamaður sem fari sínar eigin leiðir. Einhvern veginn hljómar þetta sennilega. En samt verður ekki fram hjá því litið að margt af því sem Tradeau sagði og skrifaði er svo miklu mergjaðra og inni- haldsríkara en það sem heyrist frá pólitíkusum núna. Þess vegna eru allar líkur á að Melanie Elli- ott hafi hreinlega rétt fyrir sér að mörgu leyti - Tmdeau var bara miklu merkilegri pólitíkus en aðr- ir. En því má náttúmlega ekki gleyma að hann var ekki ofur- seldur forheimskandi útþynn- ingareðli sjónvarpsins í sama mæli og stjórnmálamenn samtím- ans. Glettur og gamanmál BÆKUR G a m a n s ö g ii r 240 SKOPSÖGUR OG KJARNYRÐIFRÁ ÝMSUM LÖNDUM Jóhannes Helgi tók saman. 129 bls. Útg. Arnargrip. Prentun: Fjölritun- arstofa Daníels Halldórssonar. Reykjavík, 2000. ÍSLENZK FYNDNI, sem Gunn- ar á Selalæk hóf að gefa út 1933, var lesin vítt og breitt um landið. Sjálfur hafði hann safnað og skráð. Þjóðin var þá einsleit og samstæð. Enn var litið á sveitina sem kjarna þjóðlífs- ins. Þéttbýlisbúar voru langflestir fæddir og uppaldir í sveit. íslending- ar höfðu því upp til hópa svipað auga fyrir fyndni og gamansemi. Síðan hafa komið út margar bækur með skopsögum og fyndnum tilsvömm. Þær hafa jafnan verið talsvert lesn- ar en ekki hlotið almennar undir- tektir í líkingu við bækur Gunnars. Þessar skopsögur Jóhannesar Helga em úr ýmsum áttum, íslensk- ar og erlendar. Flestar eru stuttar og gagnorðar, gjarnan samdar utan um eitt tilsvar eða eina hnyttilega athugasemd. Allmargar hefur Jó- hannes Helgi skráð sjálfur. Þar seg- ir frá nafnkenndum einstaklingum. Þær em nokkm lengri. Sögurnar era ekki flokkaðar eftir uppmna eða inntaki. Efnið er af sundurleitum toga spunnið. Þarna em meðal ann- ars Skotasögur, að sjálfsögðu. Þær mega heita sígildar. Meginþema þeirra er ávallt hið sama, sparsemi eða níska Skotanna. Meðal annars er saga sögð af fornleifafræðingum í Aberdeen. Þeir komu niður á skoskt penní frá 1588. „í nokkurra feta fjarlægð rákust þeir á þrjár beina- grindur, allar á fjórum fótum.“ Þarna eru líka sögur frá dögum kalda stríðsins í Austur-Evrópu, t.d. af þjófum sem bratust inn í Kreml og „stálu niðurstöðum næstu kosn- inga“. Önnur - sem er nú ekki beint saga heldur athugasemd í fréttastíl - ber yfirskriftina Stóri bróðir og lýsir á ástandi mála eins og það var á mektar- dögum Sovétríkjanna: „Rússnesk hótel eru mun betri í einu tilliti heldur en hótel á Vest- urlöndum,“ segir þar. „Það er sjónvarp í hverju svefnherbergi. En þú horfir ekki á það. Það horfir á þig.“ Og svo er það ástin og hjónabandið, að ógleymdu framhjáhaldi með öllum þeim flækj- um, undanbrögðum, misskilningi og aula- skap sem það hefur í för með sér. En ástar- játningarnar geta líka búið yfir þversagnakenndri lífspeki eins og eftirfarandi orðaskipti bera með sér. Persónurnar em tvær, hann og hún. „Vín gerir þig fallega," segir hann. „Eg hef ekki dmkkið neitt,“ svarar hún. Og þá segir hann: „Nei, en ég hef gert það.“ Fyrirsögnin, Afstæði, er heppilega valin. Langær misskilningur nefnist líka bráðfyndin og ef til vill nokkuð svo dæmigerð íslensk gamansaga - ef nokkuð er þá lengur dæmigert í þeim efnum! Og minnir á sögur sem menn segja gjarnan af fjarstöddum kunningjum í glaðværam félags- skap. Þarna segir sem sé frá hús- gagnasala sem ferðaðist til Parísar og brá sér þar í næturklúbb með fé- lögum sínum. Þar gaf sig á tal við hann ung stúlka sem var augljóslega reiðubúin til nánari kynna. Þar sem kaupmaðurinn kunni ekki stakt orð í frönsku varð hún að tjá sig með handhægustu aðferðinni. Hún dró upp mynd af legubekk. Þegar heim kom sagði kaupmaðurinn frá þessari reynslu sinni og bætti við; „Það sem mér kom mest á óvart var að hún skyldi vita að ég versl- aði með húsgögn." Ljóst er að ekki eru allar sögur Jóhannesar Helga ætlaðar til að vekja hlátur. Sumar geta flokkast undir dæmisögur, og þá með pólitískri skírskotun í bakgrunninum. Aðrar eiga meira skylt við kaldhæðni. Svo er meðal annars um ör- stutta sögu sem ber Skýring- in. Þar er aðeins spurt og svarað. „Hvað hafið þið að gera við alla þessa sendiherra?“ spyr maður nokkur utanríkisráð- herrann íslenska. Og ráðherrann svarar: „Jú, sjáið þér til. Þeim mun minna sem föðurlandið er, þeim mun stærra er útlandið." Og þannig er lífið, í aðra röndina háalvarlegt, að hinu leytinu kómískt eða jafnvel grátbroslegt - ef litið er til þess frá því sjónarhorni. Skopsög- ur þessar em sem fyrr segir úr ýms- um áttum og frá ýmsum tímum. Höf- undur hefur kosið að velja og skrásetja sem fjölbreytilegast efni. Vafalaust fellur það í góðan jarðveg með hinum misleita lesendahópi í okkar fjölþætta þjóðfélagi. Því land- ar þeir, sem á annað borð lesa bæk- ur, em ekki lengur og verða vart framar samstæður hópur með ein- hliða reynslu og einhæft skopskyn. Erlendur Jónsson Vopnaskak í vatnsskorpunni KVIKMYIVDIR Bfóborgin, Bíóhii 11 in, Kringlubíó, \ y j a bíó Akureyri, IVýja bíó Keflavík U-571 ★★★ Leikstjóri Jonathan Mostow. Hand- ritshöfundar Sam Montgomery og Jonathan Mostow. Tónskáld Richard Marvin. Kvikmyndatöku- sljóri Oliver Wood. Aðalleikendur: Matthew McConaughey, Bill Paxt- on, Harvey Keitel, Jon Bon Jovi, Jake Weber, David Keith. Sýning- artimi 115 mín. Bandarísk/Frönsk. Universal. Árgerð 2000. SJÁLFSAGT eiga myndir um kafbátahemað það eilíflega yfir höfði sér að vera bomar samna við Das Boot (’81). U 571 fer fram á svipuð- um slóðum en byggist meira á átaka- spennu en sálrænni. Gerist um mið- bik seinni heimsstyijaldarinnar á meðan nasistar ráða enn lögum og lofum í Norðurhöfum. Bandarísk hernaðaryfirvöld ákveða að hertaka þýskan kafbát til að koma höndum yfir dulmálskóða óvinarins, sem gengur alltof vel að halda sjóflutn- ingum frá Norður-Ameríku í hel- greipum. Ráðagerðinni er hrint í fram- kvæmd undir stjórn höfuðsmanns í landgönguliðinu (David Keith), þeg- ar aðstæður skapast. Fær til aðgerð- arinnar kafbát og áhöfn skipstjórans Dahlgren (Bill Paxton), næstur Dahlgren að völdun er Tyler liðsfor- ingi (Matthew McConaughey), lítt reyndur og nýútskrifaður. Laft er í atlögu við óvininn, honum komið í opna skjöldu. Ráðagerðin tekst með „Til allrar lukku keyrir Mostow myndina áfram með slíkum feiknalát- um að maður þarf ekki að láta vankanta handritsins og rökleysur skemma neitt fyrir sér sem heitið getur.“ miklum mannfómum, dulmálslyklar komast í hendur kafbátsmanna eftir æsilegt sjórán, en þá fyrst byrjar hasarinn. Leikstjórinn Mostow vann hylli kvikmyndahúsgesta fyrir íyrstu myndina sína, vegatryllinn Break- down, sem bræddi hjörtu spennu- fíkla íyrir fáeinum ámm. Með U-571, sannar hann að upp er risinn fag- maður sem kann tökin á gerð magn- aðra afþreyingarmynda þar sem enginn tími er gefinn í mas og fjas heldur hugsað um hraða atburðarás- arinnar, fyrst og síðast. Á hinn bóg- inn era samtöl og persónusköpun á jafn slökum nótum (lýsir sér t.d. vel í örstuttri, praktískri kennslu sem Tyler fær hjá Klough (Harvey Keit- el), gamalreyndum sjóhundi, og hók- us pókus, eftir það skilur Tyler í hverju starf hans felst um borð. Til allrar lukku keyrir Mostow myndina áfram með slíkum feikna- látum að maður þarf ekki að láta vankanta handritsins og rökleysur skemma neitt fyrir sér sem heitið getur. Fyrrnefnd Breakdown var á sömu nótum. Mostow gætir þess hins vegar að hafa öll tæknileg atriði, tökur og klippingar, undir öraggri stjóm svo útkoman verður hressileg afþreying sem tekst það sem henni er ætlað. Blandað saman raunveru- legum úthafstökum og stúdíóvinnu og því fær U-571 talsvert raunvem- legri blæ en t.d. baðkarsskvampið The Perfect Storm. Leikararnir em þokkalegir, jafnvel McConaughey heldur andlitinu og Keith (sem hefur ekki sést í háa herrans tíð), Keitel, Paxton og Jon Bon-Jovi, em kjöl- festur sem hjálpa mikið til að gera, ef grannt er skoðað, losaraleg spennu- mynd að fínustu aíþreyingu. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.