Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 65 Jafntefli í fyrstu einvígisskák Kasparovs og Kramniks SKAK L o n d o n KASPAROV - KEAMNIK 8.10.-4.11.2000 SEXTÁN skáka einvígi þeirra Gary Kasparovs og Vladimir Kramniks hófst í London á sunnu- daginn. Kaspai-ov hafði hvítt í fyrstu skákinni og það vakti nokkra at- hygli, að hann beitti Spænska leikn- um. Ki-amnik virtist mæta mjög vel undirbúinn til leiks og eftir 16. leik hvíts átti Kasparov einungis eftir 39 mínutur af umhugsunartímanum, en Kramnik hafði klukkustund og 26 mínútur að auki. Ki'amnik hélt síðan betri tíma allt til loka skákarinnar þegar Kasparov þáði jafnteflisboð Kramniks eftir 25 leiki. Skákin tefld- ist þannig: l.e4 e5 2.RÍ3 Rc6 3.Bb5 Rf6 4.0-0 Rxe4 5.d4 Rd6 6.Bxc6 dxc6 7.dxe5 Rf5 8.Dxd8+ Kxd8 9.Rc3 Bd7 10.b3 h6 ll.Bb2 Kc812.h3 b613.Hadl Re7 14.Re2 Rg6 15.Rel h5 16.Rd3 c5 17.c4 a5 18.a4 h4 19.Rc3 Be6 20.Rd5 Kb7 21.Re3 Hh5 22.Bc3 He8 23.Hd2 Kc8 24.f4 Re7 25.R12 Rf5 og í þess- ari stöðu var samið jafntefli. Einar S. Einarsson og Jón L. Árnason voru meðal gesta í 100 ára afmælisveislu TR. Taflfélag Reykja- víkur 100 ára Taflfélag Reykjavík- ur hélt upp á 100 ára afmæli sitt sl. föstudag með glæsibrag. Mikill fjöldi félagsmanna og velunnara félagsins sótti það heim í tilefni dagsins. Ljóst var á máli þeirra sem kvöddu sér hljóðs eftir að formaður félagsins, Ríkharður Sveinsson, bauð menn velkomna, að allir skákáhuga- menn standa í mikilli þakkarskuld við TR Ríkharður Sveins- son, formaður TR. Önnur skákin í einvíginu verður tefld í dag, en allar 16 skákimar verða tefldar, jafnvel þótt ljóst verði fyrr hvor sigrar í einvíginu. Verði staðan jöfn eftir 16 skákir heldur Kasparov heimsmeistaratitli sínum, sem hann hefur haldið óáreittur frá því 1995 þegar hann kaus að gefa Indverjanum Anand kost á að tefla einvígi við sig. Tefit er á sunnudögum, þriðju- dögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Hægt er að fylgjast með skákunum á Netinu jafnóðum og þær eru tefldar, m.a. á www.chesscenter.com/twic/ twic.html. fyrir það öfluga starf sem þar hefui- verið rekið síðastliðin 100 ár. Árang- ur félagsins á þessu tímabili er ein- stakur í sögu skákarinnar hér á landi og þótt víðar væri leitað. Þetta kom berlega í ljós í prýðilegri ræðu Guð- mundar G. Þórarinssonar, þar sem hann rifjaði upp ýmsa atburði úr hinni stói-merldlegu sögu félagsins. Helgi Pétursson, borgarfulltrúi, þakkaði félaginu ómetanlegt starf að unglingamálum og Áskell Orn Kára- son, forseti Skáksambands íslands, færði félaginu forláta skákborð að gjöf. Á afmælisdaginn voi-u Kristinn B. Þorsteinsson, Olafur H. Ólafsson og Þráinn Guðmundsson heiðraði sér- staklega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Félaginu voru færðar margar góðar gjafir. Guðmundur G. Þórar- insson, f.h. Alþingis ís- lendinga, færði félag- inu mynd af fyrsta stórmeistara ísjend- inga, Friðriki Ólafs- syni, og f.h. minningar- sjóðs um Jóhann Þóri Jónsson færði hann fé- laginu að gjöf mynd af Jóhanni, ritstjóra Skákar og formanns T.R. 1961-64. Ágústa Guðmundsdóttir, dótt- ir Guðmundar Ágústs- sonar, færði félaginu að gjöf mynd af Guð- mundi Ágústssyni bak- ara. Jakob Möller, son- ur Baldurs Möller, færði félaginu að gjöf mynd af Baldri Möller. Magnús V. Pétursson, færði félaginu að gjöf minningarbikar um Aðalstein Guðmundsson, fyrrum forseta Skáksambands Islands og félagsmálafrömuð. Helgi Áss sigrar á Afmælismóti TR Afmælismót TR fór fram á 100 ára afmælisdegi félagsins 6. október. Tefldar voru ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi og fengu keppendur tímaforgjöf miðað við skákstig, þannig að þeir stigalægri fengu mun lengri umhugsunartíma en stiga- hærri andstæðingur. Þar með áttu veikari skákmenn mun betri mögu- leika á sigri gegn stigahæm skák- mönnum en á venjulegum skákmót- um. Stórmeistarinn Helgi Áss Grét- arsson sigi’aði ömgglega á mótinu, vann 10 skákir af 11 og tapaði aðeins einni skák gegn Stefáni Kristjáns- syni, sem lenti í öðru sæti með 8I/2 vinning. Vinningar féllu annars sem hér segir: 1. Helgi Áss Grétarsson 10 2. Stefán Kristjánsson 814 3. Davíð Kjartansson 8 (66,5 st.) 4. Magnús Öm Úlfarsson 8 (65,5 st.) 5. Ingvar Þór Jóhannesson 8 (61,5 st.) 6. -9. Þorsteinn Davíðsson, Arnar E. Gunnarsson, Lenka Ptacnikova, Davíð Ólafsson 714 10.-13. Sigurbjöm Bjömsson, Þröstur Þórhallsson, Stefán Þór Sig- urjónsson, Jón Garðar Viðarsson 7 14.-22. Ögmundur Kristinsson, Torfi Leósson, Bjöm Þorfinnsson, Bragi Kristjánsson, Georg Páll Skúlason, Sigurður Páll Steindórs- son, Árni Armann Amason, Bragi Þorfmnsson, Sigurðm- Daði Sigfús- son 614 23.-30. Sævar Bjamason, Jömnd- ur Þórðarson, Róbert Harðarson, Einar Kristinn Einarsson, Helgi Ól- afsson, Ólafur ísberg Hannesson, Kiistján Öm Elíasson, Rafn Jóns- son6 31.-35. Júlíus Friðjþnsson, Sæ- mundur Kjartansson, Áslaug Krist- insdóttir, Bergsteinn Einarsson, Ól- afur Kjartansson 514 o.s.frv. Hannes og Jón Viktor í Færeyjum Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnarsson taka um þessar mundir þátt í mjög sterku alþjóðlegu skákmóti í Færeyjum. Mótið er haldið í tilefni 30 ára afmælis Skáksambands Færeyja. Þremur umferðum er lokið. Hannes vann tvær fyrstu skákimar, en tapaði í þriðju umferð fyrir rússneska stór- meistaranum Álexander Grischuk (2606). Jón Viktor er með 114 vinn- ing. Haustmótið hafið Þremur umferðum er nú lokið á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkm', meistaramóti félagsins. A-flokkur mótsins er vel skipaður samkvæmt venju, en þar tefla 12 skákmenn, all- ir við alla. Úrslit þriðju umferðar urðu þessi: Stefán Kristjánsson - Sigurður D. Sigfússon 1-0 Sigurður P. Steindórsson - Páll A. Þórarinsson 14-14 Sævar Bjarnason - Davíð Kjartansson 14-14 Kristján Eðvarðsson - Bragi Þorfinnsson 14—14 Björn Þorfinnsson - Jón Á. Halldórsson 1-0 Amar E. Gunnarsson - Júlíus Friðjónsson 1-0 Staða efstu manna er þessi: 1.-2. Kristján Eðvarðsson 214 v. I. -2. Amar E. Gunnarsson 214 v. 3.-4. Stefán Kristjánsson 2 v. 3.-4. Davíð Kjartansson 2 v. o.s.frv. Fjórða umferð verður tefld á morgun, miðvikudag, og þá mætast: Davíð Kjartansson - Kristján Eðvarðsson Jón Ámi Halldórsson - Arnar E. Gunnarsson Stefán Kristjánsson - Sigurður P. Steindórsson Sigurðm’ D. Sigfússon - Júlíus Friðjónsson Bragi Þorfinnsson - Bjöm Þorfinnsson Páll A. Þórarinsson - Sævar Bjarnason I B-flokki, sem er opinn að þessu sinni, tefla 19 skákmenn. Meistaraflóð í Bandaríkjunum Þiá' skákmenn urðu jafnir og efst- ir á meistaramóti Bandaríkjanna í skák: Joel Benjamin, Alexandei' Shabalov og Yasser Seirawan. Þeir hlutu allir 614 vinning í 11 skákum. Samkvæmt bandarískri venju bera þeh- því allir titilinn skákmeistari Bandaríkjanna 2000. Þær Camilla Baginskaite og Elina Groberman urðu kvennameistarar Bandai-íkj- anna. Skákmót á næstunni 9.10. Hellh'. Atkvöld 10.10. SÍ. Heimsmeistaram. ungl. II. 10. SA. Fischer-klukkumót 16.10. Hellh’. Unglingameistara- mót Daði Örn Jónsson ÓSKAST KEYPT Málverk eftir Þórarin B. Þorláksson óskast Óska eftir að kaupa mynd eftir Þórarin B. Þorláksson. Gott verð í boði fyrir rétta mynd. Upplýsingar í síma 862 2075. Trésmíðavélar óskast Kílvél og stór bandsög óskast. Hafið samband við Meistaraefni ehf. timbursölu í síma 577 1770 KENNSLA Flugskóli íslands auglýsir: Upprifjunarnámskeið fyrir flugkennara Umsóknarfrestur ertil 12. október 2000. Kennt verðurföstudaginn 13. októberfrá kl. 19—22 og laugardaginn 14. októberfrá kl. 12-18. Mætingarskylda er 100%. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 530 5100 og á www.fluqskoli.is. FLUGSKÓLI ISLANDS Vigtarmenn Haustnámskeið 2000 til löggildingar vigtarmanna verður haldið í Reykjavík dagana 17. —19. október nk. Endurmenntun 20. október. Námskeiðunum lýkur með prófi. Skráning þátttakenda lýkur 13. október. Allar nánari upplýsingar á Löggildingastofu í síma 510 1100. Námskeiðsgjald kr. 24.000. Endurmenntunarnámskeið kr. 10.000. Löggildingarstofa. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.