Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Náttúrufræði/Hvernig má vekja djúpan áhuga á raungreinum? Ef til vill með þvi að stinga niður kartöflum? María Hrönn Gunnarsdóttir heimsótti einn af móðurskólunum í náttúrufræðum. Vísindi, kartöflur og kátína • Rannsóknarstofnanir og Fræðslu- miðstöð efla vísindaáhuga barna Morgunblaðið/RAX Sigurgeir kennir réttu handtökin. „Það er ekkert inni í henni!“ hrópar einn nemandinn upp yfir sig og rannsakar móðurkartöflu vandlega. FYRSTA frostnóttin er lið- in og kartöflugrösin fall- in. Veðrið getur ekki ver- ið betra, þurrt og sólríkt. Nemendur í 7. bekk í Hólabrekku- skóla í Reykjavík ætla að taka upp kartöflur í dag. Eftirvæntingin ÍSýnir sér ekki og innan tíðar grúfa nemendurnir sig yfir grösin, ber- hentir og glaðir. Þeir undra sig á hversu margar kartöflur koma upp úr garðinum, sem þeir settu niður í í vor, velta mömmunum fyrir sér og spá í hvort jarðeplin eigi enga pabba. „Svona vill maður gjaman sjá þau,“ segir Katrín Kristinsdótt- ir, umsjónarkennari eins af þremur 7. bekkjum við skólann, og horfir með bros á vör á nemenduma, ein- beitta og ákafa. fmynd vísinda Kartöfluræktin í Hólabrekku- skóla er hluti af samstarfsverkefni nokkurra rannsóknastofnana og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur um að efla vísindaþekkingu í skól- um landsins. Markmiðið er m.a. að bæta ímynd vísinda og þróunar- vinnu, kynna starf rannsókna- stofnana og efla áhuga ungs fólks á raungreinanámi. Verkefnið heitir „Vísindi á vettvangi" og eiga hlut að því, auk fræðslumiðstöðvarinnar, Rannsóknarráð Islands, Hafrann- sóknastofnun, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Iðntækni- stofnun, Náttúrufræðistofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, Orkustofnun, Veðurstofa Is- lands og Veiðimálastofnun. Sem flestir kynnist starfi á rannsóknastofnunum „Vísindi og skipuleg þekkingar- öflun á forsendum náttúruvísinda verða æ mikilvægari þættir í sam- tímanum. Áríðandi er að sem flestir kynnist því starfi sem fram fer á rannsóknastofnunum til að þeir fái hugboð um hvernig þekkingar er aflað með rannsóknum og tilraun- um. Þá er rannsóknastofnunum kappsmál að fleiri nemendur leggi stund á raungreinanám en nú er raunin," segir Páll Vilhjálmsson, upplýsingafulltrúi Rannsóknarráðs íslands, RANNÍS. „Skortur er á fólki með raungreinamenntun og var það ekki síst tilefni Vísinda á vettvangi. Um það leyti sem rann- sóknastofnanir komu sér saman um að fara út í verkefni af þessu tagi, sumarið 1999, tók gildi ný námskrá grunnskóla. Skólarnir hafa þriggja ára aðlögunartíma að námskránni. Á þeim tíma verða starfræktir móðurskólar í náttúrufræði sem hafa það hlutverk að þróa kennslu- efni í náttúrufræðigreinum.“ Ætl- unin er síðan, að sögn Páls, að rannsóknastofurnar komi sér upp sérstökum upplýsingabönkum þar sem kennarar geta sótt í fróðleik og hugmyndir að kennsluefni á sviði vísinda og raungreina. Hóla- brekkuskóli er móðurskóli í nátt- úrufræðikennslu í höfuðborginni, ásamt Hagaskóla, Melaskóla og Selásskóla. Umsjónarmenn verk- efnisins í Hólabrekkuskóla eru Gísli Sváfnisson, Katrín Kristins- dóttir og Guðríður Arnardóttir. Þau hafa ýmislegt á prjónunum og ætla m.a. að nýta sér nálægð skól- ans við Elliðaárdalinn til náttúru- fræðinámsins. „Þar er svo ótal- margt,“ segir Katrín. „Við ætlumst t.d. til að börnin kynnist sögu dals- ins, gróðurlendi, jarðfræði, dýralífi, ánni, orkunni og borholunum," bætir hún við tO skýringar. Og náttúrufræðikennarar móðurskól- anna sátu ekki auðum höndum í sumar heldur sóttu námskeið í Há- skóla Islands til þess að læra um verklega kennslu og hvernig hana megi nýta í skólastarfi. Eldað að lokum Kennarar Hólabrekkuskóla ákváðu síðastliðinn vetur að hefja verkið á kartöfluverkefninu. Sigur- geir Olafsson, sérfræðingur á Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, RALA, aðstoðaði við gagnaöfl- un og gerð verkefna sem böm í 11 ára bekk skólans skyldu leysa. Þau kynntu sér kartöflurækt á Islandi og sögu kartöflunnar og hlýddu á fyrirlestur Sigurgeirs um þá starf- semi sem fram fer á RALA. Nem- endurnir fengu þrjár tegundir af útstæði, rauðar kartöflur, gullauga og premíer-kartöflur, að gjöf frá RALA. Þeir létu þær spíra inni í skólastofunum í vor og settu þær síðan niður í lítinn garð við skólann. Áður en til þess kom vigtuðu þau kartöflurnar og töldu og útbjuggu skema yfir garðinn þannig að ekk- ert færi á milli mála. Ætlunin er síðan að halda áfram að vinna að verkefninu, vigta uppskeruna og nota niðurstöðumar á ýmsa lund í stærðfræði og náttúrufræði. Að lokum ætla nemendumir að mat- reiða úr þeim krásir og góðgæti í heimilisfræðinni og setjast að snæðingi. Dr. Peter Holbrook, prófessor og deildarforseti við tannlæknadeild Háskóla Islands; Dr. Vera Hubkova, prófessor í barnatannlækning- um við læknadeild „Hradec Kralové", Charles-háskólans í Prag; Prof. Antonio Carrassi, prófessor í munnlyflækningum og meina- fræði munns við læknadeildina í Milan-háskóla (formaður); Dr. Irm- trud Jonas, dósent í tannréttingum við tannlæknadeildina í Albrecht- Ludwigs-háskólanum í Freiburg; Prof. Noel Claffey, prófessor í tann- vegsfræði, við tannlæknadeildina íTrinity-háskólanum í Dublin; Dr. Paul Dowling, dósent í tannréttingum, við tannlæknadeildina í Trini- ty-háskólanum í Dublin (ritari). Góðir dómar um tann- lækna- s nám HI TANNLÆKNADEILD Háskóla ís- lands fær góða dóma í evrópskri úttekt sem gerð var á námi deild- arinnar. Einnig er stjórnendum deildarinnar hælt fyrir skilvirkni og áhuga. Antonio Carassi, pró- fessor við Háskólann í Mflanó, kynnti niðurstöður nefndarinnar nýlega á fundi með nemendum, kennurum, starfsfólki deildarinn- ar og fulltrúum frá heilbrigðis- ðtðuneyti, menntamálaráðuneyti og stjórnsýslu HI. í skýrslunni er gildi þess að ís- lenskir stúdentar leggi stund á tannlæknanám í heimalandinu borið saman við kosti þess að læra erlendis og sú niðurstaða fengin að það sé þess virði. Þá er rætt um kosti þess og galla að deildin er ekki hluti af læknadeild skólans. Kostirnir eru fjárhagslegt sjálf- stæði deildarinnar og beinn að- gangur að yfírstjórn skólans. Okostirnir eru tengslaleysi við lajknisfræðimenntunina, því ekki ei' hægt að Ijalla um tennur og munnhol óháð annarri líkams- starfsemi og öðrum sjúkdómum. Samþjöppun náms í 5 ár? títtektin var á vegum sam- starfsnetsins DentEd, sem er samstarfsverkefni 80 evrópskra læknadeilda. Verkefnið er á vegum menntaáætlunar Evrópu- sambandsins og er markmiðið að stuðla að upplýsingamiðlun og skoðanaskiptum milli háskóla, jafningjamati og úttektum á námi í tannlækningum og loks aukinni samræmingu í námi milli evr- ópskra háskóla. títtekt á vegum DentEd er í fjórum þrepum. 1) Itarlegt sjálfs- mat deildar. 2) Heimsókn mats- nefndar hingað (5 erlendir pró- fessorar í tannlækningum). Farið er yfír sjálfsmatið og allar hliðar deildarinnar skoðaðar. 3) Munn- leg skýrsla gefin á opnum fundi, fyrirspurnum svarað og niður- stöður ræddar. 4) Skrifleg skýrsla til deildarforseta. Nú þegar hafa 26 tannlæknadeildir víðs vegar um Evrópu verið metnar með þessari aðferðafræði. Tannlækna- deild HI var sú 27. í röðinni. Skýrslan er viðamikil og þar kemur meðal annars fram að út- tektarnefndin ráðleggur sam- þjöppun í náminu með það markmið að breyta því úr sex ára námi í fímm ár líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Einnig er ráðlagt að byrja fyrr á klínísku námi í greininni heldur en nú er gert. Þá kemur fram að auka þyrfti kennslu utan deildar (á sjúkrahúsi) vegna munnhols- skurðaðgerða. Auka þyrfti fræðslu um bráðatilfelli eins og tannbrot og alvarlega tannverki. Auka ætti stúdentaskipti við önn- ur lönd og nýta þau stúdenta- skiptanet sem HÍ ætti aðild að. Sérstakir kostir við deildina taldi matsnefnd vera falda í fjölda klínískra tilfella í náminu og heim- ildir og möguleika tannlækna- nema til að starfa á vettvangi milli fimmta og sjötta námsárs. Hins- vegar er nokkrum sinnum nefnd- ur í skýrslunni sá ókostur að deildin er ekki í nógu góðum tengslum við íslenskt heilbrigðis- kerfi. Það takmarkar klínískt nám deildarinnar. Nemendur hefðu því ekki nógu góða reynslu af hópum í þjóðfélaginu eins og t.d. öldruð- um, þegar þeir byrjuðu að vinna á eigin stofum. Rannsóknir stóraukist Ennfremur er gagnrýnt í skýrslunni að endurgreiðslukerfi Tryggingastofnunar væri þannig að sumir sjúklingahópar, aldraðir og örykjar kæmu sjaldan við sögu i khnisku námi. Ráðlagði út- tektarnefndin deildinni eindregið að leita leiða til að þessu yrði breytt. Prófessor Carassi ítrekaði að nám við tannlæknadeild Háskól- ans væri í háum gæðaflokki. Hann nefndi einnig að rannsóknir kenn- ara deildarinnar hefðu stóraukist á liðnum fimm árum. Hann sagði að nefndin benti hinsvegar á að íjárveitingar til deildarinnar tækju um of mið af kennslu og því væri erfítt að ráða ungt rannsókn- arfólk án kennsluskyldu til starfa. Einnig væri framboð á rannsókn- arstyrkjum ekki nógu gott og kennslu- og stjórnunarálag á fasta kennara of mikið. Fram kemur í matinu að kenn- arar reyni að bæta sér upp lág laun með því að hafa tekjur af eig- in praxis. títtektarnefndin telur að kennarar ættu að hafa aðstöðu fyrir eigin praxis í deildinni sjálfri. Það gæti einnig auðveldað þeim rannsóknarvinnu. Fartölvur nemenda TVEIR af þremur þróunar- skólum á framhaldsstigi, Fjölbrautaskóli Suðurlands og Fjölbrautaskólinn við Ár- múla, hafa gert samning við Nýherja um leigu á fartölv- um handa nemendum sínum. Fyrstu fartölvurnar voru af- hentar í liðinni viku. I samningi Nýherja við skólana kemur fram að grip- irnir eru leigðir af IBM Danmark AS. Nemendur, sem skrifað höfðu undir samning, greiða síðan mánað- arlega fyrir leigu sína á vél- unum. Þeir fá einnig aðgang að innra netkerfi skólanna og netinu. En Nýherji setur upp öfluga þráðlausa senda fyrir það kerfi. Tölvunar eru allar kaskótryggðar hjá Sjóvá-Al- mennum. Islandsbanki sér um innheimtuþjónustu fyrir skólana. Líklegt er að fartölvuvæð- ingin muni í framtíðinni hafa mikil áhrif á skólastarfið. Þessi nýja tækni kallar á nýja hugsun í skólakerfinu og nefna má að 15 kennarar úr FS og 15 úr FÁ fóru á nám- skeið í sumar til að kynna sér möguleikana sem tæknin býður upp á, d: tölvuglærur. Sameiginlegt markmið samningsaðila er í samræmi við vilja og hvatningu menntamálaráðuneytisins um að allir nemendur og kennarar hafí fartölvur við kennslu og annað skólastarf. Stefnt er að því að þessari uppbyggingu í þessum skól- um verði lokið fyrir árið 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.