Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 60
30 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VIGNIR VIGNISSON + Vignir Vignisson fæddist á Akur- eyri 1. febrúar 1961. Hann lést á Akureyri 1. október síðastlið- inn og fór útfor hans fram frá Akureyrar- kirkju 9. október. Það voru erfið spor að bera samstarfsfólki í Kjörís þau fráleitu tíð- indi að Vignir, sölumað- ur okkar á Norðurlandi, væri dáinn. Vignir kom til starfa hjá íyrirtækinu snemma árs 1996 og tók við nýrri stöðu sölumanns á Norðurlandi. Vignir var þá að flytja heim með fjöl- skyldu sinni frá Svíþjóð og ákvað að setjast að á Akureyri. Með því að taka að sér þetta starf var Vignir að taka þátt í miklu uppbyggingarstarfi hjá fyrirtækinu, en hann hafði umsjón með sölu og dreifingu afurða Kjöríss á öllu Norðurlandi. Sást fljótt að þrátt fyrir válynd veður og oft langar dag- leiðir var vel á málum haldið og óx okkur ásmegin jafnt og þétt. Er það ekki síst í anda Vignis, sem fór ekki með látum heldur lét verkin tala. Vignir var traustur og tryggur starfs- maður sem vann sín verk af alúð og öryggi. Ekki grunaði okkur þegar við settumst niður fyrir tæpum fimm ár- um að samstarfið yrði ekki lengra en raunin hefur orðið. Margs er að minnast á þessum tíma sem Vignir hefur starfað með okkur. Kemur þá fyrst upp í hugann ferð sölumanna fyrirtækisins til London síðasta vetur. í þeirri ferð naut Vignir sín vel með félögunum og ávann sér traust samstarfsaðila okkar í Bretlandi, enda ágætur tungu- málamaður og með beittar athuga- semdir. Einnig má nefna fyrstu árs- hátíðarferð fyrirtækisins utan, sem farin var haustið 1999 í tilefni 30 ára afmælis Kjöríss. Faiið var til Dublin og komu Vignir og Þóra Jóna, eigin- kona hans, með í þá ferð. Fannst okk- ur Vigni nokkuð ljúft að fá okkur kollu af írskum bjór saman eftir erfið- ar gönguferðir dagsins. Vignir var mikill áhugamaður um 'íþróttir og stúndáði handbolta á'yngri árum. Sat Vignir í stjóm handknattleiks- deildar KA síðustu ár og hafði mikinn metnað fyrir hönd KA-manna. Gátum við eytt löngum stundum í að ræða íþróttir (sjálfsagt þegar við áttum að ræða vinn- una) og þá ekki síst vel- gengni Leeds í ensku knattspyrnunni. Starf Vignis var með þeim hætti að stöku sinnum kom hann til Hveragerðis til skrafs og ráðagerða eða til að sækja vörur. Þróuðust mál þannig að oftar en ekki gisti hann þá hjá okkur hjónum, þegar hann var á ferðinni. Kom hann einmitt í eina slíka ferð í vikunni fyrir fráfall sitt og var ómet- anlegt að fá eina kvöldstund með hon- um svo skömmu fyrir andlát hans. Þá var einnig mjög gott að koma á heim- ili Vignis og Þóru Jónu á Akureyri og ávallt allai* dyr opnar. Þau hjón vissu hvað kakó og vöfflur gerðu mikið fyrir þreytta skíðamenn. Kæru Þóra Jóna, Jónatan, Kolbrún og aðrir aðstandendur, megi guð styrkja ykkur og styðja á þessum erf- iðu tímum. Kveðjum við Vigni, sam- starfsmann okkar og góðan vin, með miklum söknuði. Fyrir hönd Kjöríss og starfs- manna, Valdimar Hafsteinsson. Við ólumst upp saman í götunni okkar, þú og ég. Heimili okkar voru sem eitt. Við báðir yngstir en þú þremur árum eldri tilbúinn að miðla litlum polla af reynslu þinni, móta tónlistarsmekk hans og líta eftir hon- um eins og litlum bróður. Áhugamálin voru okkur heilög. Ekkert mátti trufia okkur við að hlusta á enska boltann á BBC eða þegar bolti var við höndina. Við drukkum í okkur lífs- speki úr tónlist og kvikmyndum og vitnuðum í textana eins og spekingar. Eg man þegar ég fékk gömlu græj- urnar þínar og við hlustuðum á Eagl- es, alveg eins og í bílnum þínum um daginn - við höfðum ekkert breyst. Eða þegar þú fékkst ekta Leedsbún- EIRÍKUR TÓMASSON + Eiríkur Tómas- son fæddist í Helludal í Biskups- tungum 26. janúar 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 28. september síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Skálholtskirkju 7. október. Jarðsett var íHaukadal. Elsku afi. Það var svo sárt að sjá þig svona veikan og geta ekkert hjálpað þér en núna vitum við að þér líður vel. Við erum svo fegin að hafa búið á sama stað og þið amma og getað farið oft til ykkar. Þú varst okkur alltaf svo góður. Þegar við erum hjá ömmu finnum við að þú ert þar enn þó að við sjáum þig ekki. Við þökkum þér fyrir árin sem við áttum með þér afi. Haraldur Valberg og Bergrós Heiða. Það hefur löngum verið talið til æðstu dyggða að kunna að rækta garðinn sinn og þá helst í þeim skiln- ingi að hlúa vel að því, sem stendur viðkomandi næst. Þetta var Eiríki Tómassyni sér- lega lagið. í garði hans var fjölskyld- an kjarninn og heimilið hennar stað- ur. Þar var lögð áherslu á að öllum liði vel, bæði heimfólki og þeim, sem þar dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Þeim nánustu var sýnd hlýja og ástúð, verkafólki, á öll- um aldri og hvort sem það dvaldi lengur eða skemur, virðing og til- litssemi og gestum sönn getrisni, sem fólst ekki aðeins í góðum beina heldur einnig uppbyggilegum við- ræðum, þar sem tíðum var leitað fanga í göml- um þjóðlegum fróðleik um menn og málefni. Nýttist honum þá vel að hafa í æsku kynnst mörgu fólki, sem mundi langt til fortíðar, og varðveitt frásagnir þess í traustu minni. Garður hans var líka búið, skepnurnar, hús, vélar og tæki, tún- rækt, skógrækt, ski-úðgarður og út- hagi. Öllu var vel sinnt, fylgst með hverri skepnu, dyttað að húsum og vélum þegar þurfti, túnum haldið í góðri rækt og gætt að gróðri á út- jörð. Allt skilaði þetta sér í góðri af- komu án mikilla umsvifa og sérlega snyrtilegu býli. Um langan aldur munu skrúðgarður, skógarlundir og skjólbelti, sem hann hlúði að og ræktaði ásamt fjölskyldu sinni, auka gróðurmátt landsins í kring og ham- ingju þeirra, er þar fara um og kunna að meta fegurð og gróðurangan. Þannig geta þeir, sem ávaxta vel sitt pund og rækta sína bestu eigin- leika, skilið margt nýtilegt eftir sig og verið öðrum til fyrirmyndar. Slíkra manna er ljúft að minnast. Arnór Karlsson. ing frá systur þinni í Englandi, ansi vorum við flottir, því auðvitað fékk ég að eiga hann á eftir þér. Ahugi á rituðu máli og bókmennt- um var þér í blóð borinn - og áttir þú þér draum um að verða blaðamaður. Þú reyndir að komast í slíkt nám í Sví- þjóð þegar þú fluttir til Uppsala. Sá draumur rættist ekki en lýsti vel þörf þinni fyrir að tjá þig og segja þínar skoðanir. Þakka þér fyrir bréfin frá þeim árum og það var þér að þakka að samband okkar rofnaði ekki. Mikil var þín gæfa þegar þú kynnt- ist Þóru Jónu. Betri lífsförunaut er vart hægt að hugsa sér. Þegar við heimsóttum ykkur til Svíþjóðar 1992 var eins og við hefðum þekkst alla tíð. Þar eignaðist Hrafnhildur vinkonu fyrir lífstíð. Hve ánægð við vorum þegar þið komuð heim og fluttuð norður, með bömin ykkar tvö. „Like a hurricane" var lagið okkar. Þannig varst þú, eins og stormsveipur þegar þú réttir hjálparhönd, óbeðinn, og svo varstu aftur farinn, hljóðlega. Greiðasemi þín mun lifa. Ég man þegar þú færðir Andra Fannari syni mínum ísinn á afmælinu hans, á ís- bflnum á bamaheimilið - þvflík gleði hjá fimm ára pjakki að þekkja ís- manninn! Allir dáðust að dugnaði þín- um og áhuga er þú fylgdir bömum þínum eftii' í áhugamálum þeirra. Hversu stoltur þú varst þegar Jóna- tan varð Islandsmeistari í sumar með Þór, þótt þitt KA-hjarta væri stórt. Ég man hve synir okkar ljómuðu í sól- inni á landsleiknum um daginn. En nú ert þú farinn inn í birtuna og hefur fundið þér „nýjan samastað í sólinni“ og ekkert verður aftur eins. Gítarleik- ur Claptons verður nú anguiværari, textar Neil Youngs tregablandnari og lagið „Teach your children" mun ætíð minna á hlutverk okkar hinna. Síðustu árin hafa samvemstund- irnar verið margar og minningamar munu lifa. Ég man hringferðina í fyrra - sólin var alltaf yfir okkur og markmið þitt var að vera í stuttbux- um og bandaskóm allan tímann; það tókst að sjálfsögðu. Á ferðalögum, í matarboðum og yf- ir fótbolta í sjónvarpinu mun þín verða saknað og mynd þín mun alltaf koma í hugann er ég sé Kjörísbfl á ferð. En nú ertu farinn gamli garpur. Ég sé þig fyrir mér, banka á „dyr himnanna" tíl að geta ílogið um meðal „engla alheimsins". Þannig getur þú áfram fylgst með bömum þínum og okkur hinum - þú ert með sýn yfir allt og getur nú séð aílt beint. Elsku Þóra Jóna, Jónatan og Kol- brún. Við trúum að haustið verði ekki eilíft í hjarta ykkar og að sólin nái sem fyrst að skína inn um gluggann. Þeg- ar þið þarfnist huggunar vina í lífsins stormi verðum við alltaf til staðar. Megi góður Guð styrkja alla fjöl- skylduna í sorginni. Stefán Ólafsson og fjölskylda. Vigni kynntist ég þegar við hjónin fluttumst til Svíþjóðar árið 1988. Ég kannaðist reyndar við hann frá fyrri tíð en hann átti heima í Löngumýrinni við hliðina á afa og ömmu og gegnt Stebba, vini okkar beggja. Sti-ax á þessum tíma kom í ljós að Vignir var mikill vinur vina sinna. Minnisstætt er mér frá þessum tíma hve mikinn áhuga Vignir hafði á kvikmyndum og tónlist og hve fróður hann var um mörg málefni. Vignir kynntist einstakri konu, Þóru Jónu, og fluttust þau árið 1986 til Svíþjóðar. Þegar við hjónin fluttum þangað kynntumst við þeim og reynd- ust þau okkur einstaklega vel og við eigum aldi’ei eftir að gleyma hjálp- semi þeirra. Þar er af mörgu að taka en eitt dæmi um það var að nokkrum mánuðum eftir að við fluttum út vor- um við í bílahugleiðingum. Vignir kom þá að máli við mig og sagði að hann skyldi keyra mig til Stokkhólms, þar væri hægt að gera betri kaup en í Uppsölum. Síðan þegar málið var í höfn komu þau hjónin með kampa- vínsflösku til þess að óska okkur til hamingju með kaupin! Á árunum í Svíþjóð skapaðist mikil samheldni meðal Islendinganna eins og oft vill verða hjá landanum á erlendri grund. Mikið var gert sér til skemmtunar, s.s. þorrablót, vorferðir og 1. des.- skemmtanir, og var þá Vignir iðulega í fararbroddi skipulagningar. Einnig skipulagði hann ferðir okkar íslend- inga á HM í handbolta í Stokkhólmi og á tónleika með Pink Floyd og Eric Clapton, en þetta tvennt, íþróttir og tónlist, var aðaláhugamál Vignis. Árið 1994 skildi leiðir er við fluttum frá Svíþjóð til Hollands. Vignir reynd- ist okkur mikil hjálp í þessum flutn- ingum og þótti ekki mikið um að keyra með búslóð okkar til Hollands, samtals um 3000 km, á einni helgi. Vignii' var rólegur og mjög yfirveg- aður maður. Hann flanaði aldrei að neinu og það var alltaf hægt að treysta honum. Við fluttumst til Akureyrar 1995 og Vignir og Þóra Jóna ári seinna. Sem fyrr var mikill samgangur og sterk vinátta á milli Ijölskyldnanna. Vignir hefrn- alltaf verið mikill áhugamaður um handknattleik og spilaði m.a. með KA áður fyrr og svo á Svíþjóðarárum sínum með HK 71 í Uppsölum. Vignir var ötull stuðnings- maður KA í handknattleik og var í stjórn félagsins. Vignir og Þóra Jóna voru mjög samrýnd og nutu þess að sinna áhugamálum sínum saman. Einnig sýndu þau íþróttaiðkun bama sinna mikinn áhuga og studdu ötul- lega við bakið á þeim. Elsku Þóra Jóna, Jónatan og Kol- brún, við vitum að þið náið að vinna úr þessum erfiðleikum og þið vitið að okkar stuðningur er og verður alltaf fyrir hendi. Við vottum ættingjum hans innilega samúð. Jóhann Örlygsson og Ijölskylda. Vorin í Uppsölum voi'u yndisleg og flest okkar, úr gömlu Islendinganý- lendunni, finna til heimþrár þangað í maí. Þá blómstruðu kirsubeijatrén á milli húsanna í Flogsta, sírenur og fláder við leiðina úr búðinni og ilmur- inn var svo indæll. Þrátt fyrir náms- töm og prófstress margra í hópnum nutum við lífins. Grillin vom tekin fram og við flykktumst upp í kletta til að njóta vorsins og samverunnar; eta, drekka, syngja, leika okkur, rökræða og halda okkur leysa lífsgátuna. AAGE REINHOLT LORANGE + Aage Reinholt L’Orange fædd- ist í Stykkishólmi 29. júní 1907. Hann lést í Reykjavík 2. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugarneskirkju 9. október. Aage L’Orange tón- listarmaður er látinn í hárri elli. Sú var tíðin að Aage var þjóðkunn- ur maður. Hvergi var haldið almennilegt ball nema Hljómsveit Aage Lorange léki undir dansi, til dæmis þegar Hótel Borg var opnuð árið 1930. Ég kynntist Aage ekki fyrr en löngu síðar. Þá var hann ekki leng- ur með hljómsveit en lifði engu að síður á tónlistinni með því að kenna á píanó og leika á mannamót- um. Aage var einstak- ur maður. Hann hafði gott lag á kennslu og var jákvæður og upp- örvandi kennari. Aldrei kippti hann sér upp við það þótt árang- urinn léti á sér standa og kom alltaf fram við nemandann sem jafn- ingja. Stundum fengu nemendur að leika á flygilinn uppi og þótti heldur betur forfröm- un, þótt eftir á að hyggja hafi það einungis verið gert til þess að hlífa heimilisfólki sem svaf nálægt píanó- inu í kjallaranum. Eftir tíma sagði hann oft sögur frá því í gamla daga, Vignir og Þóra Jóna komu til Upp- sala árið 1986 og urðu um leið virk í félagsstarfi íslendinga og samsömuð- ust fjölskyldunni sem fyrir var mjög vel. Vignir var vandaður maður og leysti öll þau mörgu verkefni sem hann tók að sér með stakri prýði. Hann var einn af frumkvöðlum Is- lendingaútvarpsins í Uppsölum, hann sat í stjóm Islenska landsambandsins í Svíþjóð og Félags íslendinga á Norðurlöndum, fyrir utan íþrótta- starf, skipulagningu skemmtana og annarra viðburða innan félagsins. En það var ekki bara í þessu form- lega félagsstarfi sem Vignir gaf okkur mikið af sjálfum sér. Hann var skemmtilegur og mjög fróður og minnugur á alla hluti, góður félagi og vinur. Hann var einlæg og ljúf pers- óna og ást hans og aðdáun á Þóra Jónu var óvenju opin. Vorferðir félagsins voru oftast famar að fallegum vötnum eða ám og lentum við oft í miklu striði við mý- flugur, blóðþyrstar eftir veturinn. Þá gaf Vignir sig okkur bókstaflega, því allar mýflugur svæðisins sveimuðu bara í kringum hann en við hin gátum skemmt okkur ótrufluð. Daginn eftir var hann eins og fflamaðurinn en brosti samt og gladdist með okkur hinum fyrir að vera laus við bitin og bólgumar sem þeim fylgdu. Eins og allar stúdentanýlendur breyttist Uppsalanýlendan; fólk kom og fór, flutti í önnur hverfi, nýir hætt- ir vora teknir upp. Vignir og Þóra Jóna, búin að eignast tvö yndisleg börn, fluttu til íslands 1996 og Vignir gaf sig félagsstarfi á Akureyri. Við eram ótal mörg sem munum sakna Vignis og það er grimmt að svo vænn drengur skuli hrifsaður frá okk- ur. Guðrún Ragnlieiður og Krisljana. Hinn 23. september sl. áttu ferm- ingarböm úr árgangi 1961 frábæra samverastund. Fyrir svona skemmt- un þarf mikið sldpulag og síðast en ekki síst viljann til þess að koma þessu öllu í framkvæmd, svo að vel fari. Vignir var einn af okkur sem tók þátt í því að gera þetta mögulegt. Hann var sú manngerð sem ávallt var reiðubúin að leggja hönd á plóginn, þegar á þurfti að halda, því fengum við að kynnast. 23. septemer rann upp og birtust fermingarsystkinin. hvert af öðra. Sumir höfðu ekki sést í mörg ár, svo mikið var um fagnaðarfundi og frá mörgu að segja. Tókst þessi skemmt- un frábærlega í alla staði. Erfitt er fyrir okkur félagana að trúa því að Vignir er ekki lengur á meðal vor, en enginn veit hvað morg- undagurinn ber í skauti sér. Missir Þóra Jónu, Jónatans og Kol- brúnai' er mikill, biðjum við Guð að gefa þeim styrk í þeirra sorg. í hjörtum okkar lifir minning um Vigni, traustan og góðan félag. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orð- ið þér Ijósara í fjarveru hans.“ Hulda, Stella, Lúðvík, Július, Svanhildur, Hugnín. ekki frægðarsögur af sjálfum sér heldur frásagnir og dæmisögur af kennurum sínum og kunningjum. Páll Isólfsson og Viktor Urbancic standa mér ljóslifandi fyrir augum og sá ég þó hvorugan nema gegnum frásagnir Aages. Þó að meira en aldarfjórðungur sé liðinn síðan náminu hjá Aage lauk þá hugsa ég oft til hans. Ef maður hitti hann á förnum vegi var hann ræðinn og skemmtilegur sem fyrri daginn. Það var vel til fundið hjá Hótel Borg að fá Aage Lorange og hljóm- sveit hans til þess að spila á 60 ára afmæli hótelsins árið 1990, eftir að húsakynni höfðu verið færð nær uppranalegu horfi. Mörgum þótti vænt um að þessum heiðursmönn- um í íslenskri tónlistarsögu væri sýndur slíkur sómi. I sögu dægur- lagatónlistar á íslandi verður nafn Aage Lorange skráð með feitu letri. Þeir sem náðu að kynnast honum sem tónlistarmanni og kennara munu ætíð minnast hans með þakk- læti og hlýhug. Benedikt Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.