Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AGUSTÞOR ÞORSSON + Ágúst Þór Þórs- son fæddist í Iteykjavik 9. desem- ber 1972. Hann lést af slysförum 1. október síðastliðinn. Ágiíst Þór var sonur Helgu Hallbjörnsdóttur, f. 20. febrúar 1951, og Þórs Ottesen, f. 26. júlí 1950. Þau slitu samvistir. Bróðir hans er Hallbjöm Eð- . varð, f. 15. júní 1970, unnusta hans er Anna María Magnúsdóttir, f. 29. júní 1976. Systir sammæðra Fjóla Helgadóttir, f. 22. apríl 1983. Systkin samfeðra Anna Lovísa, f. 28. október 1977, Áslaug, f. 20. júm' 1981, Brynja, f. 11. júní 1987, og Bjarki, f. 3. desember 1991. Sam- býliskona Ágústar var Erla Rut Kristínardóttir, f. 29. apríl 1978. Ágúst Þór nam Rafeindavirkjun hjáTæknivali og starfaði þar. Ágúst Þór verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hinsta kveðja frá mömmu. ■*r í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig oglýstumérumævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. m*’ (PéturPórarinsson.) Hvíl í friði. Þín mamma. Elsku bróðir og sonur, um leið og við kveðjum þig í þetta sinn rifjast upp ótal fagrar minningar um þau ár sem við áttum saman. Heimsókn ykk- ar bræðranna til Danmerkur svo og allar ánægjustundir sem þið veittuð okkur með nærveru, hlýju og glað- væru viðmóti. Þú varst alltaf tilbúinn að leika við okkur systkinin þótt ald- ursmunur væri töluverður. Bros þitt sem var svo einlægt yljar okkur öllum í minningunni um góðan son og bróð- ^ _ur, og síðasta samverustund okkar í afmælisveislu pabba verður einkar kær vegna þess hve lífsgleði þín hreif allasemþarvoru. Elsku Erla, megi algóður guð styrkja þig og okkur öll í þeirri sorg sem nú leitar á okkur og hjálpa okkur að líta fram á veginn með góðar minn- ingar um frábæran dreng sem Ágúst Þór var. Jafnan er dimmast undir dögunina, en öll él birtir upp um síðir og oft verða tárin sjónaukar, sem hjálpa mönnum til að sjá langt inn í himininn. Því hamingja þín mælist viðþaðsemertapað, ogþáerlífiðfagurt ogeftirsóknarvert, JF efaldreihafafegurri himinstjömurhrapað enhiminstjömurþær, erþúsjálfurhefurgert (Tómas Guðm.) Pabbi, Brynhildur, Áslaug, Brynja og Bjarki. Fyrir u.þ.b. 22 árum labbaði lítill hnokki hér inn tO okkar með sitt stóra bros og ekki bara inn á heimilið held- ur beint inn í mitt móðurhjarta, þar sem hann á sitt pláss eins og hin böm- in mín. Þetta var svo sjálfsagt og eðlilegt og gerðist svo sjálfkrafa að enginn hefur velt vöng- um yfir hvemig þetta gerðist. Mikið gæfi ég fyrir að geta tekið hann Ágúst minn í fangið eins og svo oft áður og þerr- að tárin eða sett plástur á meiddið og kyssa á bágtið eða sett hann í bólið og pakkað honum inn. Siggi Már og Bjössi vom stóm strákamir og alltaf eins og Knoll og Tott og hentaði þeim ekki á stundum að hafa Ágúst með og væri þeim skipað að leyfa honum með þá kom frá þeim eins og úr einum hálsi „alltaf heldur þú með honum“. Milli Guðrúnar og Ágústar var alltaf mjög sérstakt væntum- þykju-systkinastríðni samband. En meiri samheldni og væntum- þykja en milli þeirra allra er mjög vandfundin. Vandamál eins þeirra var allra að leysa úr. Gleði eins þeirra var gleði þeirra allra. Ágúst minn hefði ekki getað verið mér mefra eins og mitt eigið bam þó að ég hefði fætt hann sjálf. Það var jafneðliiegt að finna hann í bólinu sinu að morgni og hin bömin. Eða í sófan- um með bók þegar ég kom heim úr vinnunni. Og alltaf yljaði það jafnmik- ið þegar hann kallaði mig mömmu tvö. Þótt hann væri ekki margorður um tilfinningar sínar hafði hann alveg einstaklega sérstakt lag á að sýna og láta mann finna hvað honum þótti mikið vænt um mann. Þegar hann kynntist svo Erlunni sinni féll hún inn í hópinn eins og púsluspilið sem vantaði en enginn hafði þó tekið eftir því fvrr en hún var komin á sinn stað. Við Oli eigum eftir að fá að hafa hana hjá okkur um ókomna tíð og fömm með hana í sveit- ina þína á Vindfelli og í Sigtúni þar sem hún undi sér jafnvel og þú, elsku drengurinn minn. Ég bið öllum hans ástvinum allrar góðrar blessunar. Ég vil gera þessi erindi að kveðju- orðum okkar Ola þar til við hittumst öll á ný í sólskinslandinu mikla. Og því varð allt svo hjjótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt þjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta þjörtu hinna sem horfa eftír þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei þúfast æfi þeirra yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Allar góðar vættir fylgi þér og leiði þig, elsku barnið mitt. Inga og Ólafur. Kveðja frá stóra bróður Tuttugu og sjö ár eru ekki langur tími í ævi mannsins. Tuttugu og sjö yndisleg ár fékk ég af lífi bróður míns Ágústs Þórs, tíma sem enginn fær tekinn frá mér. Ég þarf ekki nema líta örstutt til baka, tíl síðustu vikna þar sem fjöl- skyldan hafði notið samvista við Ágúst bæði við gullbrúðkaupsafmæli afa og ömmu og einnig við síðbúna af- mælisveislu pabba. A slíkum stund- um naut Ágúst sín, innan um fullt af fólki sem honum var kært, brandarar fuku og stríðnisbrosið virtist eins og fast á andliti hans. Þannig minnist ég bróður míns. Hamingjusamur ungur maður sem ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 ár. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri með unnustu sinni, Erlu Rut, hafði fyrir réttu ári fest kaup á fyrstu íbúð sinni. Lífið brosti við þeim. Það var mér mikil ánægjustund þegar Ágúst sýndi mér stoltur hreiðr- ið þeirra Erlu við Sogaveginn, ég er ekki frá því að hann hafi verið pínulít- ið montinn, enda hafði hann alveg efni áþví. Sem persóna var Ágúst heilsteypt- ur, fastur fyrir en sanngjam, nær- vera hans var ákaflega sterk. í texta sem Gylfi Ægisson samdi um vin sinn Gústa guðsmann segir: Bömum var hann góður... Einhvem veginn hjómar þetta í huga mínum þegar ég minnist litla bróður míns. Ágúst Þór átti ekki sjálfur böm, engu síður virtist hann hafa allt að því ótrú- legt aðdráttarafl þegar börn vora annars vegar, alltaf tilbúinn að setjast á gólfið og verða átta ára eða fimm. Líklega var hann að búa sig undir að verða besti pabbi í heimi. Ef það hefði verið keppt í bamgæsku á síðustu Ól- ympíuleikum hefði hann komið heim með gull. En Ágúst var ekki einungis galdra- maður á böm, allt sem snerti raf- magn og tölvur lá fyrir honum eins og opin bók. Ailtaf virtist hann tilbúinn til að rétta stóra bróður hjálparhönd, hvort sem var við að setja upp Ijós, stilla fyrir hann sjónvarpið eða hvað- eina sem menn með tíu þumalputta ráða ekki við. Aldrei var viðkvæðið að hann gæti ekki eða nennti ekki að hjálpa, í versta falli klóraði hann sér í höfðinu og sagði síðan: „Þetta redd- ast.“ Þannig maður var Ágúst, alltaf tilbúinn að rétta hjálpandi hönd, ekk- ert vandamál var of stórt. Þrátt fyrir alla þá kosti sem Ágúst hafði sem sérleg hjálparhella var hann fyrst og fremst minn besti vinur í lífinu og líka í dauðanum. Við voram samheijar, sama hvað bjátaði á gat ég alltaf treyst því að Ágúst stæði mér við hlið. Það að geta minnst jafn ungs manns sem hafði gefið svo mikið af sér veitir okkur sem eftir stöndum mikinn styrk og hjálpar okkur að komast yfir þann harm sem kveðinn hefir verið að okkur. Öll höfum við misst mikið. Ég kveð litla bróður minn, minn- ingin um ljúfan dreng lifir í hjarta allra sem urðu á vegi hans. Ágúst Þór er farinn heim. Deyrfé deyjafrændur deyrsjálfurhiðsama en orðstír dejrr aldrigi hveim er sér góðan getur. (ÚrHávamálum.) Hallbjöm Eðvarð. Elsku stóri bróðir. Ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur, trúi ekki að ég muni aldrei heyra þig hlæja, heyra rödd þína og brandarana. Én rödd þín hljómar í huga mínum og minningamar um þig era alltaf í huga mér. Þú varst alltaf svo góður við mig og ef eitthvað var að þá var svo gott að koma til þín og þú hjálpaðir mér. Það var alltaf svo gaman hjá okkur þegar ég og Einar komum til ykkar Erlu og við sátum og töluðum saman, hlógum og horfðum á boxið. Ég veit þú ert á góðum stað og þar ætla ég að hitta þig þegar ég dey og þá getum við hlustað á Bubba saman, talað saman og hlegið. En þangað til hlusta ég á Bubba án þín en þú fylgist með mér og passar upp á mig alveg eins og þegar þú varst lifandi. Líkt og þegar ég fékk bílpróf, aðeins tveimur dögum áður en þú lést, þá komst þú og leyfðir mér að keyra bílinn þinn. Eg og Erla fóram að rúnta en þú og Einar sátuð heima og biðuð eftir okk- ur. Ég sá þig ekki mikið þessa síðustu stund okkar saman því þegar við komum aftur vildir þú fara heim að horfa á Utangarðsmenn í sjónvarp- inu. En ég get huggað mig við það að ég á fullt af góðum minningum um þig og ég veit að eftir einhvern tíma eiga minningarnar eftir að standa upp úr og ég gleymi hvað ég átti erfitt á þess- umtíma. Ég gæti skrifað miklu meira um þig, þannig að ekkert annað kæmist fyrir í Mogganum, en ég læt þetta duga. Við vitum bæði að allar minn- ingar sem ég á um þig, elsku Ágúst, era vel geymdar í huga mínum og ég þreytist aldrei á að tala um þig við aðra og deila minningunum um þig. Engar þarftu áhyggjumar að hafa af Erlu þinni, Bjössi hugsar vel um hana. Við hittumst seinna elsku Ágúst, ég elska þig. Þín litla systir, Fjóla. Sunnudaginn 1, október barst okk- ur sú harmafregn að hann Ágúst væri dáinn. Hvemig má það vera, hann sem var svo ungur og átti allt lífið framundan? Hugurinn leitar til sum- arsins þegar þau kynntust fyrst Erla Rut og Ágúst. Þau hittust á Beni- dorm og komu heim svo ástfangin að þau hafa vart mátt hvort af öðra líta síðan. Þau vora alltaf boðin og búin að gæta barnanna fyrir okkur systur þegar við þurftum á að halda og meira en það því ljóst var af brosum þeirra og viðmóti að allt það stúss væri meira en sjálfsagt. Það kom líka í ljós í sumarfríinu í Portúgal nú í sumar að jþeir yngri áttu hauk í homi þar sem Ágúst var. Ef einhver þurfti að fá far á háhesti eða félagsskap í sundlauginni eðá við að ýta vindsæng á flot þá var hann alltaf tiltækur.Mik- il var gleði okkar systra þegar Agúst og Erla keyptu íbúðina á Sogavegi. Þar höfum við átt margar ánægju- stundir saman. Elsku litla stelpan okkar, mikil er sorg þín og missir. Þið sem áttuð allt lifið framundan. Við biðjum þess að góður Guð gefi þér styrk og þrek til þess að komast yfir þessa erfiðu tíma. Við viijum einnig votta Stínu syst- ur og fjölskyldu hennar, Helgu og Þór foreldram Ágústar og systkinum hans og einnig Ingu og Óla, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður og Harpa Viðarsdætur. Sagt er að það sé stutt á milli hlát- urs og gráts. Sorgin sem nístir hjarta okkar í dag, elsku Agúst, er ólýsan- leg. EkM grunaði okkur þegar við héldum upp á gullbrúðkaup ömmu þinnar og afa að viku seinna yrði komið skarð í okkar hóp. Myndin sem var tekin af ykkur bamabömunum og þið gáfuð ömmu og afa, þar sem með hjálp tækninnar var Pétri bætt inn á, er ómetanleg í dag. Hver er tilgangurinn með því að taka ham- ingjusaman ungan mann eins og þig svona fljótt? Bjössi bróðir þinn sagði að það vantaði eflaust snjallan tækni- mann þarna uppi. Hver veit? Við fá- um engin svör en við vitum að ekkert verður aftur eins og það var og við munum aldrei sætta okkur við orðinn hlut, getum bara reynt að læra að lifa við hann. Einhvem veginn er það þannig að fyrstu barnabörnin í hverri fjölskyldu verða alltaf svolítið sérstök. Fyrstur kom Bjössi og sfðan þú tveimur áram seinna, eins ólíkir og dagur og nótt í útliti, en með ykkur þróaðist svo ná- inn vinskapur að í hugum okkar vora alltaf ,Á-gúst og Bjössi“ nánast eins og eitt orð. Fjóla bættist í hópinn og varst þú henni sannur vinur og fyrir- mynd, stóri bróðir sem hún leitaði til þegar á þurfti að halda. Við yíjum okkur við minningamar sem koma upp í hugann. Þú sem ert búinn að vera hluti af okkar lífi frá því þú fæddist. Brosið þitt var alveg sér- stakt og góða skapið var þitt aðals- merki. Lítill pjakkur að gista hjá okk- ur, seinna með óþrjótandi þolinmæði að leika við litlu frænkumar, sumar- dagar í Selvík, endalausir fótbolta- leikir, tölvuspil sem áttu hug þinn all- an, sunnudagar á Lynghaganum og enn seinna að passa Dagnýju Ósk og Pétur. Ómetanleg hjálp við húsið okkar þegar þú komst kvöld eftir kvöld til að hjálpa okkur. Urræðagóður, ef þú vissir ekki leitaðir þú svara. Viðkvæð- ið hjá þér var „ekki málið“. Það era ófá penslaförin eftir þig hér á heimil- inu. Við grínuðumst stundum með það, hvernig svona skjálfhentur mað- ur eins og þú gætir málað svona bein- ar línur og þá hlóst þú og sagðist ekk- ert skilja í því sjálfur. Svo kynntist þú ástinni í lífi þínu, henni Erlu Rut. Það fór ekki fram hjá neinum hversu einlægt samband ykk- ar var. Að leiðarlokum, elsku Ágúst, vilj- um við þakka þér samfylgdina sem fékk svo sviplegan endi. Ástarkveðjur frá Pétri í Guatemala sem ekki getur fylgt þér síðasta spölinn. Kæra fjölskylda og aðrir ástvinir, við biðjum Guð að veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Elsku Ágúst, við vitum að þú tekur vel á móti okkur þegar þar að kemur. Megi Guð geyma þig að eilífu. Vertu sæll að sinni. Erla og Ásgeir. Nú er hann elsku Ágúst frændi far- inn. Á stundu sem þessari er erfitt að lýsa þeim söknuði sem okkur býr í brjósti. Minningamar streyma upp í hugann, allar góðar, og alltaf varstu brosandi elsku frændi. Við áttum margar góðar stundir saman, hann var alltaf tilbúinn að leika við okkur litlu frænkurnar og vora þau ófá leikritin sem sett vora upp á Lynghaganum hjá afa og ömmu undir styrkri stjóm Agústar leik- stjóra. Ágúst hafði alltaf gott lag á okkur ærslabelgjunum en hann sá um að róa liðið þegar hinir fullorðnu vora orðnir þreyttir. Hann varð aldrei leiður á að spila við okkur og eyddum við mörgum stundum saman frammi í eldhúsi við spilaborðið. Þegar við hugsum um Ágúst þá kemur Bjössi bróðir hans einnig upp í hugann en þeir bræður vora mjög nánir. I raun munum við varla eftir því að hafa sagt Ágúst án þess að segja Bjössi eða öfugt. Þeir bræður vora báðir miklir brandarakarlar og skemmtu sér mörgum stundum við það að skjóta á aðra fjölskyldumeð- limi við mismikinn fögnuð þeirra. En alltaf var þetta samt saklaust grín og höfðu flestir gaman af. Ágúst var mikill dugnaðarforkur og lagði sig allan fram um að leysa þau verkefni sem hann tók að sér og alltaf gat hann reddað málunum. Hann var einstaklega glaðlyndur og hafði góðan húmor og tókst honum alltaf að koma að litlum brandara, þrátt fyrir að aðstæður væra stund- um erfiðar. Þannig smitaði hann út frá sér lífsgleði og hamingju. Við er- um vissar um að ef hann hefði fengið tækifæri til að koma einum boðskap út í lífið þá væri hann eitthvað á þessa leið: Brostu og þá mun lífið brosa við þér! Þessi fáu orð lýsa þér vel elsku Agúst en þetta era okkar minningar um þig, þessar minningar era fallegar og þær munu ylja okkur um ókomna tíð. Það er erfitt að skilja að þú skulir vera farinn og að við fáum aldrei að hitta þig aftur en um leið þökkum við fyrir að hafa fengið að kynnast þér og njóta þess að vera í kringum þig. Elsku Erla Rut, Helga, Bjössi og Fjóla, Guð styrki ykkur og veri með ykkur í þessari mikiu sorg. María, Dagný Ósk og Linda Björk. Hinn 2. október barst okkur sú sorgarfrétt að samstarfsmaður okkar Ágúst Þór Þórsson hefði látist í um- ferðarslysi daginn áður. Gústi, eins og hann var kallaður meðal okkar, hafði starfað sem verk- tald hjá Tæknivali við viðgerðir á tölvum hjá Íslandsbanka-FBA í lið- lega tvö ár. Gústi var alltaf til 1 að ræða málin, hvort sem það var á fag- legum nótum eða um önnur mál. Hann hafði reynslu og kunnáttu til að leysa öll þau verk sem við settum inn á borð til hans, hratt og öragglega. Það þurfti aldrei að ýta á eftir hlutun- um eða ítreka þá, Gústi var búinn að leysa málið. Fótboltinn var honum ofarlega í huga og var auðvelt að fletta upp á ýmiss konar fróðleik um ensku knatt- spyrnuna hjá honum, en einnig fylgd- ist hann vel með þeirri innlendu og var afar ánægður nú í haust er liði hans tókst að vinna sér sæti í efstu deild á ný. Strax frá fyrsta degi hans hjá okk- ur féll hann inn í hópinn og var alveg til í að spauga með samstarfsmennina ef svo bar undir. Við munum sakna hans sem samstarfsmanns og góðs fé- laga um leið og við vottum Erlu Rut, ættingjum hans og vinum okkar dýpstu samúð. Samstarísfólk hjá Tækniþjónustu Íslandsbanka-FBA. • Fleirí minningargrcimir um Ágúst Þór Þórsson bi'ða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.