Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 8

Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLADID Skoðanakannanir DV og fylgi Framsóknarflokksins í þingkosningum: Við á DV klikkum ekki á mælingunni, Dóri minn. Þú passar bara orðið í skáp undir súð, gdði, það er nú ekki meira. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir www.ormsson.is Fjöldi hrossa og manna í Víðidals- tungurétt MARGIR lögðu leið sína í Víðidals- tungurétt á laugardaginn til að fylgjast með réttarstörfum. Talið er að um 800 hross hafi verið í rétt- inni. Er hún talin vera ein hross- flesta rétt á landinu en stundum hafa hross verið fleiri þar en að þessu sinni. Hrossin komu sílspikuð og glans- andi af heiðinni og hafa greinilega haft það gott í sumar. Mannfólkið naut veðurblíðunnar og spáði í hrossin og víst er að einhverjir fóru heim einu hrossi eða svo ríkari. Almennt séð var veðurfar á fjöll- um með albesta móti í sumar og er það mál manna að sjaldan eða aldrei hafi búpeningur komið jafn vænn til byggða að hausti og ein- mitt núna. Ráðstefna um landgrunnið Auðlindir og olíuleit Gunnar G. Schram M0RGUN kl. 13.30 hefst í Þjóðmenn- ingarhúsinu í Reykjavík tveggja daga ráðstefna um landgrunnið og auðlindir þess. Síðari daginn stendur ráðstefnan frá kl. 9 til 13. Gunnar G. Schram prófessor, formað- ur stjórnar Hafréttarstofn- unar íslands, setur ráð- stefnuna. Hann var spurð- ur um markmið hennar? „Það er að kynna stöðu landgrunns og olíuleitar- mála á Islandi og við Norð- ur-Atlantshaf. Áhersla verður lögð á réttarstöðu íslenska landgrunnsins og afmörkun þess samkvæmt þjóðarétti, stöðu og þróun olíuleitar og olíuvinnslu í Noregi, Grænlandi og Færeyjum, möguleika á olíu- eða gasfundum á íslenskum hafsvæð- um. Jafnframt verður kynnt nýtt stjómarfrumvarp sem væntanlegt er um olíuleit og olíuvinnslu á ís- lenska landgrunninu." -Kemur eitthvað nýtt fram þama? „Já, opinber umræða um þau mál sem eru á dagskrá ráðstefn- unnar hefur til þessa legið mjög í láginni og er þetta í fyrsta skipti sem greint er frá því sem gerst hef- ur í þessum efnum á síðustu áram og hvaða nýir áfangar verða teknir með þeim nýju lögum um olíuleit og olíuvinnslu sem verða sett á næstunni. Árið 1985 gáfu íslensk stjómvöld út reglugerð um af- mörkun íslenska landgmnnsins í suðurátt frá landinu. Þar var ís- lenska landgrannið markað langt út fyrir 200 sjómílna mörkin, suður fyrir Rockall og alla leið suður að endimörkum írlands. Þessari út- færslu íslenska landgrannsins var mótmælt af nágrannaþjóðum og hafa öðru hvoru farið fram viðræð- ur við fulltrúa Breta og Dana fyrir hönd Færeyinga um landgranns- mörkin á þessu svæði, sem til þessa hafa ekki neinn árangur borið.“ - Hafa viðburðir í olíumálum á svæðinu í kringum Færeyjar og Grænland áhrif á þessar umræð- ur? „Já, tvímælalaust. Það er ein- mitt meginástæðan til þess að hin nýja Hafréttarstofnun Islands, ut- anríkisráðuneytið og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið gangast íyrir þessari ráðstefnu. Þar kynna yfir- menn auðlindadeilda Færeyja, Grænlands og Noregs ástand og horfur í oh'uleitar og ohu- vinnslumálum landa sinna. Karl Gunnarsson, jarðeðlisfræðingur á Orkustofnun, svarar þeirri spum- ingu hvort olíu eða gas sé að finna á íslenska landgranninu. Jafnframt ræðir Þorkell Helgason orkumála- stjóri um auðlindir á hafsbotni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpa ráðstefnuna í upphafi og gera grein íyrir stefnu og sjónar- miðum íslenskra stjómvalda í auð- lindanýtingarmálum landgranns- ins. Það er rétt að fundur olíulinda á fær- eyska landgranninu hefur sett öll þessi mál i brennidepil og áhugi manna í þessum efnum hefur mjög aukist á síð- ustu misseram. Það er augljóst að réttur íslendinga til sem stærsts landgranns er mikið hagsmunamál þjóðarinnar. Næsta verkefni í þeim efnum er að fá al- þjóðlega viðurkenningu á mörkum íslenska landgrunnsins. Það gerist á þann hátt að íslendingar munu tilkynna hvar þeir óska eftir að mörkin liggi til svonefndrar ► Gunnar G. Schram fæddist 1931 á Akureyri. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1950 og lögíræði- prófi frá Háskóla fslands 1956. Hann stundaði framhaldsnám í Max Planck-stofnuninni í Heidel- berg og við háskólann í Cam- bridge og lauk þaðan doktors- prófi í þjóðarétti 1961. Hann var ritstjóri Vfsis um fimm ára skeið og gekk í utanríkisþjónustuna eft- ir það sem þjóðréttarráðunautur. Var varafulltrúi íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York 1971 til 1974. Frá þeim tíma hefur hann gegnt stöðu prófessors við lagadeild Háskóla Islands í stjóm- skipunarrétti og þjóðarétti. Gunnar er kvæntur Elísu Stein- unni Jónsdóttur, eiganda Gallerís Listar, og eigaþau fjögur böm. landgrannsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem starfar á grundvelli hafréttarsáttmála SÞ. Sú nefnd mun síðan fara yfir óskir okkar í þessum efnum og gefa álit sitt í málinu sem er bindandi." - Hvaða fleiri efni verða rædd? „Nefna má m.a. erindi Guð- mundar Eiríkssonar, dómara við Alþjóðlega hafréttardóminn í Hamborg, um hinn hinn nýja haf- rétt og erindi Tómasar H. Heiðar, þjóðréttarfræðings í utanríkis- ráðuneytinu, um afmörkun ís- lenska landgrunnsins og réttar- stöðu þess.“ - Hvert var markmiðið með því að kom á Hafréttarstofnun ís- lands? „Það var reyndar löngu orðið tímabært. Fáar þjóðir eiga jafn mikið undir skynsamlejgri nýtingu auðlinda hafsins og Islendingar. Ekki síst á það við um réttindi ís- lendinga á hafinu eins og endur- speglaðist í baráttunni um 200 mílna fiskveiðilögsögu og nú um af- mörkun sem stærsts landgrunns. Því hafði lagadeild HÍ framkvæði að því að þessi stofnun var sett á laggimar á síðasta ári og era þar aðilar að auki utanríkisráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið." - Hver eru helstu verkefnin? „Hér er um að ræða rannsóknar- og fræðslustofnun á sviði hafréttar. Hlutverk hennar er m.a. rann- sóknir í hafrétti og sam- vinna við innlendar og erlendar vísinda- stofnanir á þeim vettvangi. Jafn- framt að efna til ráðstefna, nám- skeiða og fyrirlestra um hafrétta- rmál og útgáfu rita á því sviði. Stofnunin ætti að geta verið traust- ur fræðilegur grannur við mótun framtíðarstefnu fslands í nýtingu auðlinda hafsins og verndun þeirra. íslendingar eiga mikið undir skyn- samlegri nýt- ingu hafsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.