Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLADID Skoðanakannanir DV og fylgi Framsóknarflokksins í þingkosningum: Við á DV klikkum ekki á mælingunni, Dóri minn. Þú passar bara orðið í skáp undir súð, gdði, það er nú ekki meira. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir www.ormsson.is Fjöldi hrossa og manna í Víðidals- tungurétt MARGIR lögðu leið sína í Víðidals- tungurétt á laugardaginn til að fylgjast með réttarstörfum. Talið er að um 800 hross hafi verið í rétt- inni. Er hún talin vera ein hross- flesta rétt á landinu en stundum hafa hross verið fleiri þar en að þessu sinni. Hrossin komu sílspikuð og glans- andi af heiðinni og hafa greinilega haft það gott í sumar. Mannfólkið naut veðurblíðunnar og spáði í hrossin og víst er að einhverjir fóru heim einu hrossi eða svo ríkari. Almennt séð var veðurfar á fjöll- um með albesta móti í sumar og er það mál manna að sjaldan eða aldrei hafi búpeningur komið jafn vænn til byggða að hausti og ein- mitt núna. Ráðstefna um landgrunnið Auðlindir og olíuleit Gunnar G. Schram M0RGUN kl. 13.30 hefst í Þjóðmenn- ingarhúsinu í Reykjavík tveggja daga ráðstefna um landgrunnið og auðlindir þess. Síðari daginn stendur ráðstefnan frá kl. 9 til 13. Gunnar G. Schram prófessor, formað- ur stjórnar Hafréttarstofn- unar íslands, setur ráð- stefnuna. Hann var spurð- ur um markmið hennar? „Það er að kynna stöðu landgrunns og olíuleitar- mála á Islandi og við Norð- ur-Atlantshaf. Áhersla verður lögð á réttarstöðu íslenska landgrunnsins og afmörkun þess samkvæmt þjóðarétti, stöðu og þróun olíuleitar og olíuvinnslu í Noregi, Grænlandi og Færeyjum, möguleika á olíu- eða gasfundum á íslenskum hafsvæð- um. Jafnframt verður kynnt nýtt stjómarfrumvarp sem væntanlegt er um olíuleit og olíuvinnslu á ís- lenska landgrunninu." -Kemur eitthvað nýtt fram þama? „Já, opinber umræða um þau mál sem eru á dagskrá ráðstefn- unnar hefur til þessa legið mjög í láginni og er þetta í fyrsta skipti sem greint er frá því sem gerst hef- ur í þessum efnum á síðustu áram og hvaða nýir áfangar verða teknir með þeim nýju lögum um olíuleit og olíuvinnslu sem verða sett á næstunni. Árið 1985 gáfu íslensk stjómvöld út reglugerð um af- mörkun íslenska landgmnnsins í suðurátt frá landinu. Þar var ís- lenska landgrannið markað langt út fyrir 200 sjómílna mörkin, suður fyrir Rockall og alla leið suður að endimörkum írlands. Þessari út- færslu íslenska landgrannsins var mótmælt af nágrannaþjóðum og hafa öðru hvoru farið fram viðræð- ur við fulltrúa Breta og Dana fyrir hönd Færeyinga um landgranns- mörkin á þessu svæði, sem til þessa hafa ekki neinn árangur borið.“ - Hafa viðburðir í olíumálum á svæðinu í kringum Færeyjar og Grænland áhrif á þessar umræð- ur? „Já, tvímælalaust. Það er ein- mitt meginástæðan til þess að hin nýja Hafréttarstofnun Islands, ut- anríkisráðuneytið og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið gangast íyrir þessari ráðstefnu. Þar kynna yfir- menn auðlindadeilda Færeyja, Grænlands og Noregs ástand og horfur í oh'uleitar og ohu- vinnslumálum landa sinna. Karl Gunnarsson, jarðeðlisfræðingur á Orkustofnun, svarar þeirri spum- ingu hvort olíu eða gas sé að finna á íslenska landgranninu. Jafnframt ræðir Þorkell Helgason orkumála- stjóri um auðlindir á hafsbotni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpa ráðstefnuna í upphafi og gera grein íyrir stefnu og sjónar- miðum íslenskra stjómvalda í auð- lindanýtingarmálum landgranns- ins. Það er rétt að fundur olíulinda á fær- eyska landgranninu hefur sett öll þessi mál i brennidepil og áhugi manna í þessum efnum hefur mjög aukist á síð- ustu misseram. Það er augljóst að réttur íslendinga til sem stærsts landgranns er mikið hagsmunamál þjóðarinnar. Næsta verkefni í þeim efnum er að fá al- þjóðlega viðurkenningu á mörkum íslenska landgrunnsins. Það gerist á þann hátt að íslendingar munu tilkynna hvar þeir óska eftir að mörkin liggi til svonefndrar ► Gunnar G. Schram fæddist 1931 á Akureyri. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1950 og lögíræði- prófi frá Háskóla fslands 1956. Hann stundaði framhaldsnám í Max Planck-stofnuninni í Heidel- berg og við háskólann í Cam- bridge og lauk þaðan doktors- prófi í þjóðarétti 1961. Hann var ritstjóri Vfsis um fimm ára skeið og gekk í utanríkisþjónustuna eft- ir það sem þjóðréttarráðunautur. Var varafulltrúi íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York 1971 til 1974. Frá þeim tíma hefur hann gegnt stöðu prófessors við lagadeild Háskóla Islands í stjóm- skipunarrétti og þjóðarétti. Gunnar er kvæntur Elísu Stein- unni Jónsdóttur, eiganda Gallerís Listar, og eigaþau fjögur böm. landgrannsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem starfar á grundvelli hafréttarsáttmála SÞ. Sú nefnd mun síðan fara yfir óskir okkar í þessum efnum og gefa álit sitt í málinu sem er bindandi." - Hvaða fleiri efni verða rædd? „Nefna má m.a. erindi Guð- mundar Eiríkssonar, dómara við Alþjóðlega hafréttardóminn í Hamborg, um hinn hinn nýja haf- rétt og erindi Tómasar H. Heiðar, þjóðréttarfræðings í utanríkis- ráðuneytinu, um afmörkun ís- lenska landgrunnsins og réttar- stöðu þess.“ - Hvert var markmiðið með því að kom á Hafréttarstofnun ís- lands? „Það var reyndar löngu orðið tímabært. Fáar þjóðir eiga jafn mikið undir skynsamlejgri nýtingu auðlinda hafsins og Islendingar. Ekki síst á það við um réttindi ís- lendinga á hafinu eins og endur- speglaðist í baráttunni um 200 mílna fiskveiðilögsögu og nú um af- mörkun sem stærsts landgrunns. Því hafði lagadeild HÍ framkvæði að því að þessi stofnun var sett á laggimar á síðasta ári og era þar aðilar að auki utanríkisráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið." - Hver eru helstu verkefnin? „Hér er um að ræða rannsóknar- og fræðslustofnun á sviði hafréttar. Hlutverk hennar er m.a. rann- sóknir í hafrétti og sam- vinna við innlendar og erlendar vísinda- stofnanir á þeim vettvangi. Jafn- framt að efna til ráðstefna, nám- skeiða og fyrirlestra um hafrétta- rmál og útgáfu rita á því sviði. Stofnunin ætti að geta verið traust- ur fræðilegur grannur við mótun framtíðarstefnu fslands í nýtingu auðlinda hafsins og verndun þeirra. íslendingar eiga mikið undir skyn- samlegri nýt- ingu hafsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.