Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Drög að tillögum um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins voru kynnt á opnum fundi Kjalames-~C~Í \ r //—^ Svæðisskipulag sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2024 Brimnes Kollofjörður___j Mosfell Álfsnes 6, SELTJARNARNES ÚÍfarsfell , Alftanes O, \ BESSASTAÐAHREPPUR S J'Jorðlinga í "0» ' Vatos- €ndi HAFNARFJ Straums■ vík SKÝRINGAR: Núverandi byggð \ Áður ákveðin byggð \ H Ný byggðarsvæði til 2018 \ Ný byggðarsvæði 2018-2024 \ ... v HH Ný byggðarsvæði, iðnaðar og hafn^rsvæði Opin svæði til sérstakra nota "" \ Hamranes svæðisskipulags höfuðborgarsvæð- isins. Gert er ráð fyrir að íbúum á svæðinu muni fjölga um 60 þúsund á næstu 24 árum og því brýnt að mynduð sé heildarstefna í skipu- lagsmálum og hafa drög að þeirri stefnu nú verið kynnt. Trausti Hafliðason kynnti sér málið. flytjast úr þeim hverfum sem þau eru í í dag, sem leiðir af sér fækkun starfa þar. Því þarf í raun að finna svaeði fyr- ir um 51 þúsund störf, þó vöxtur í atvinnustarfsemi á höfuðborgarsvæðinu á skipu- lagstímanum verði aðeins um 39 þúsund störf. Skrifstofu- og þjónustu- störf vestan Elliðaáa Ný sérhæfð störf, þ.e. skrifstofu- og þjónustustörf, verða staðsett vestan Elliða- áa á svæðum þar sem í dag er iðnaður, verkstæði og geymslur. Þar sem slík störf þurfa minna rými en störf í iðnaði og á verkstæðum er gert ráð fyrir aukningu starfa á þessu svæði. Gert er ráð fyrir að iðnað- ur, verkstæði og geymslur á svæði vestan Eilliðaáar flytj- ist á önnur svæði á höfuð- borgarsvæðinu. Sum þessara fyrirtækja munu flytjast á svæði sérstaklega hugsuð fyrir iðnað, verkstæði og geymslur en önnur verða í blandaðri byggð með íbúðum og annarri atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir að ný störf í smásöluverslun verði bæði á íbúðasvæðum og í sérstökum kjörnum. Þá er reiknað með því að öll önnur ný störf dreif- ist á byggð svæði með nýjum íbúðarhvefum. Áhersla á blandaða byggð Samvinnunefndin leggur áherslu á það að byggðin verði blönduð, þ.e. að íbúðum verði blandað saman við hverfísverslanir, skrifstofu- byggingar og mismunandi þjónustustofnanir og er því horfið frá uppbyggingu svo- kallaðra svefnbæja eða hverfa. Blönduðu byggðahverfun- um er skipt í þrjá mismun- andi þéttleika: • 40% íbúðanna eru í svokallaðri hverfisgerð 1, þar sem helmingur íbúða er í hárri og þéttri byggð, þ.e. húsum sem eru 4 hæðir eða meira, og er gert ráð fyrir 60 íbúðum á hektara. Hinn helmingur íbúðanna er lág en þétt byggð, þ.e. í húsum sem eru 2 til 4 hæðir og eru um 30 íbúðir á hektara. • 40% íbúðanna eru í hverfisgerð 2, þar sem helm- ingur íbúða er í lágri en þéttri byggð (2-4 hæðir) með 30 íbúðum á hektara og hinn helmingurinn er í lágri en dreifðri byggð, með 15 íbúðir á hektara. • Þau 20% sem eftir eru verða í hverfisgerð 3, þar sem allar íbúðir verða í lágri og dreifðri byggð (1-2 hæðir) með 14 íbúðir á hvern hekt- ara. í hverfunum verða hverfis- verslanir, ýmiss konar skrif- stofur, kennslustofnanir á grunnskóla- og framhalds- skólastigi ásamt opinberri þjónustu og einkaþjónustu. Gamli miðbærinn mynd- ar meginkjarnann Flatarþörf fyrir hverfis- gerð 1 er um 400 hektrarar, fyrir hverfisgerð 2 um 600 hektarar og um 360 hektarar fyrir hverfisgerð 3. Gert er ráð fyrir að hverfisgerð 1 verði mest næst kjörnunum og aðalleiðum almennings- vagna en að hverfisgerð 3 verði meira í jaðarbyggðum og hverfisgerð 2 á milli þeirra. í skýrslunni um svæðis- skipulagið er gert ráð fyrir fjórum tegundum af kjarna- svæðum og þau skilgreind í samræmi við þau upplönd sem þau þjóna. Gamli mið- bærinn í Reykjavík ásamt Kringlunni og svæðinu með- fram Suðurlandsbraut og Skeifunni myndar meginkjar- nann, en meginkjaminn er miðstöð fyrir svæðisbundna starfsemi og starfsemi sem þjónar landinu í heild. Þar er átt við m.a. ríkisstjórn, hæstarétt, mikinn hluta náms á háskólastigi, rannsóknar- starfsemi og valinn hluta við- skiptalífsins. Samkvæmt skipulaginu er gengið út frá því að Smárinn og Mjóddin renni saman og myndi svokallaðan svæðis- kjarna, sem liggur vel við um- ferðarmannvirkjum með bein tengsl við Reykjanesbraut. I svæðiskjarnanum er t.d. ýmis þjónusta og verslun sem á að þjóna öllu höfuðborgarsvæð- inu, en einnig bæjarhlutum, hverfum og nánasta um- hverfi. Auk þessa er gert ráð fyrir að í Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ og Kópavogi verði svokallaðir hverfiskjarnar, sem þjóna hverfum og bæjar- hlutum með framboði á vör- um til daglegrar notkunar ásamt meira vöruúrvali og þjóna einnig nánasta um- vherfi. Þá er gert ráð fyrir nokkrum svæðisbundnum þjónustukjörnum í Borgar- holti, Árbæ og Keldnaholti, sem og á Geldinganesi, Sel- tjarnarnesi og Álftanesi. Þessir kjarnar þjóna viðkom- andi íbúðahverfum aðallega með framboði af vörum til daglegrar notkunar. FJÖLDI íbúða á höfuðborg- arsvæðinu mun aukast um 33 þúsund á næstu 24 árum, eða úr 62 þúsund í 95 þúsund íbúðir. Gert er ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund íbúðir verði byggðar með þéttingu byggðar innan núverandi hverfa, sem er meira en 10% af núverandi byggð. Þetta kom fram á kynningarfundi um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins, sem haldinn var á Grand Hótel í gær- kvöldi, en um 100 manns sóttu fundinn. I skýrslu um drög að tillög- um svæðisskipulagsins er skipulaginu skipt í tvo áfanga og miðast fyrri áfanginn við tímabilið frá 2000 til 2018, en sá síðari frá 2018 til 2024. Gert er ráð fyrir að 26 þús- und nýjar íbúðir muni rísa innan höfuðborgarsvæðisins í fyrri áfanganum en 7 þúsund í síðari áfangum. Áætlað er að íbúafjöldi á höfuðborgar- svæðinu muni aukast um 60 þúsund á þessum 24 árum eða úr 170 þúsund í 230 þúsund. Nýtt hverfi við Úlfarsfell I fyrri áfanganum, þ.e. frá 2000 til 2018, er gert ráð fyrir mestri uppbyggingu á svæð- inu milli Mosfellsbæjar og Hafnarfjarðar. Eins og áður kom fram verða 7 þúsund íbúðir byggðar með þéttingu byggðar, en þær 26 þúsund íbúðir sem eftir standa munu m.a. rísa á nýjum landssvæð- um á höfuðborgarsvæðinu. Þær munu rísa í nýju hverfi á Geldinganesi í Reykjavík, við Úlfarsfell og Helgafell í Mos- fellsbæ, við Gálgahraun og Hnoðraholt í Garðabæ, úti á Álftanesi, sem og í kringum Urriðakotsvatn í Hafnarfirði, þar sem nú er golfvöllur Golf- klúbbs Setbergs. Miðað er við að í fyrri áfanga verði svæði þau sem tekin verða til byggðaþróun- ar milli Mosfellsbæjar og Hafnarfjarðar, því sem næst fullbyggð. Gert ráð fyrir byggð í Vatnsmýrinni í öðrum áfanga er gert ráð fyrir að uppbygging geti farið Hvað er svæðisskipulag? SVÆÐISSKIPULAG höfuð- borgarsvæðisins tekur til byggðaþróunar, landnotk- unar, umhverfismála, sam- gangna og veitukerfa auk þess að samfélagsleg þróun á svæðinu er skoðuð sér- staklega. Skipulagssvæðið afmarkast af sveitarfélags- mörkum Kjósarhrepps í norðri og sveitarfélags- mörkum Hafnarfjarðar í suðri. Átta sveitarfélög áttu frumkvæði að svæðisskipu- laginu og annast sérstök samvinnunefnd gerð þess, en hvert sveitarfélag á tvo fulltrúa í nefndinni. Sveit- arfélögin eru: Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Bessastaða- hreppur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Kjósar- hreppur. Svæðisskipuiag er gert til minnst 12 ára, en svæðis- skipulag höfuðborgarsvæð- isins nær til ársins 2024 og er skipt í tvo áfanga varð- andi byggðaþróun eða 2000 til 2018 og 2018 til 2024. Samkvæmt skipulag- sreglugerð er markmið svæðisskipulags að taka mið af efnahagslegum, fé- lagslegum og menningar- legum þörfum, heilbrigði og öryggi og hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu lands og landsgæða með sjálf- bæra þróun að leiðarljósi. fram á Álfsnesi í Reykjavík, við Hamranes og Vatnshlíð í suðurhluta Hafnarfjarðar og á svæði Reykjavíkurflugvall- ar. Þó samkvæmt svæðis- skipulaginu, sem nær til árs- ins 2024, sé aðeins gert ráð fyrir 7 þúsund nýjum íbúðum í síðari áfanga skipulagsins er tekið fram að í Álfsnesi sé rúm fyrir 7 þúsund nýjar íbúðir, á byggingarsvæðun- um í suðurhíuta Hafnarfjarð- ar rúmist 7 þúsund í viðbót og í Vatnsmýrinni rúmist 5 þús- und íbúðir. Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir byggð í Vatns- mýrinni eftir árið 2018 en Ár- ni Þór Sigurðsson, sem sæti á Samvinnunefnd um svæðis- skipulag á höfuðborgarsvæð- inu, sagði að nefndin myndi ekki skila frá sér endanlegum tillögum fyrr en ákvörðun hefði verið tekin um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Iðnaðar- og hafnarsvæði á Geldinganesi Samkvæmt drögunum er sunnanvert Geldingames og svæðið austan við Gufunes hugsað sem iðnaðar- og hafn- arsvæði, sem og nokkuð stórt svæði í suðurhluta Hafnar- fjarðar gegnt Álverinu í Straumsvík og Hvaleyrar- velli. Samfara aukinni fólksfjölg- un á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum er reiknað með því að störfum muni fjölga um 39 þúsund, en árið 1997 voru 97 þúsund störf á svæð- inu en árið 2024 er gert ráð fyrir því að þau verði um 135 þúsund. Þörfin fyrir störf í nýjum hverfum er ekki einungis vegna fólksfjölgunar, heldur einnig vegna aukinnar flatar- þarfar fyrir hvern starfs- mann. Samkvæmt skýrslunni munu um 12 þúsund störf Höfuðborgarsvædi Gert ráð fyrir 10% þéttingu byggðar Árið 1998 hófu sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu samstarf um gerð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.