Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 24

Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Demókratar í Bandarrkjunum hefja nýja auglýsingaherferð gegn George W. Bush Washington. The Daily Telegraph, Washington Post. SÍÐUSTU skoðanakannanir fyrir kappræður bandarísku forsetaefnanna í nótt bentu til þess að George W. Bush væri að sækja í sig veðrið og demókratar reyndu að snúa vöm í sókn með því að beina athyglinni að störfum hans sem ríkisstjóra Texas síðustu sex árin. Þeir hófu auglýsingaherferð þar sem áhersla er lögð á loftmengun í borgum Texas og varaforseti demókrata, Joseph I. Lieberman, hyggst fara til ríkisins til að beina athyglinni að vandamál- um þess. „Það er ekkert að skjánum ykkar,“ segir í nýrri auglýsingu demókrata sem sýnd var í Washington-ríki. „Það sem þið sjáið er versta mengunarský í Bandaríkjunum. Borgin: Houston í Texas. Dragið nú djúpt andann og ímyndið ykkur Seattle-borg með reglugerðir Bush í umhverfísmálum eins og í Texas. George Bush. Hann ætti ef til vill að hreinsa til í Texas áður en hann talar um að hreinsa til í Washington." Áætlað er að auglýsingamar kosti nokkrar milljónir dala og verða þær sýndar í mörgum ríkjum þar sem lítill munur er á fylgi fram- bjóðendanna. í auglýsingunum er vísað til þess að banda- ríska umhverfisverndarstofnunin skýrði frá því á síðasta ári að Houston væri orðin reyk- mengaðasta borg Bandaríkjanna. Texasborg er einnig efst á lista stofnunarinnar yfir borgir þar sem mest hætta stafar af skaðlegu ósoni í andrúmsloftinu. Þegar faðir Bush, George Bush eldri, atti kappi við Michael Dukakis, þáverandi ríkis- stjóra Massachusetts, í forsetakosningunum árið 1988 fór hann í heimaríki keppinautarins til að vekja athygli á mengun í höfninni í Bost- on og háum sköttum í ríkinu. Honum tókst að lokum að sannfæra bandaríska kjósendur um að Dukakis væri of vinstrisinnaður til að hægt Reynt að beina at- hyglinni að vanda- málum Texas væri að kjósa hann forseta. Gore reynir nú að beita svipaðri aðferð og sannfæra kjósendur um að Bush yngri sé of hægrisinnaður og hlið- hollur iðjuhöldum. Ólíkt Bush eldri notar hann hins vegar „staðgengla" sína til að gagnrýna Texas svo hann geti haldið því fram að hann leggi sig ekki niður við neikvæðan kosninga- áróður. Texas lýst sem „þriðja heims landi“ Joseph I. Lieberman hyggst heimsækja nokkra „vandræðastaði í Texas“ í vikunni og er ferðin kennd við „misheppnaða forystu". Einn af ráðgjöfum varaforsetaefnis- ins sagði að markmiðið væri að lýsa Texas, næststærsta ríki Bandaríkjanna, sem „þriðja heims landi“ og vara við því að hin ríkin 49 færu sömu leið ef Bush verður kjörinn forseti. Lieberman hyggst meðal annars fara til bæj- arins Jasper, þar sem hvítir kynþáttahatarar urðu blökkumanninum James Byrd að bana fyrir tveimur árum með því að binda hann aft- an í pallbifreið og aka síðan fimm km leið með manninn í eftirdragi. Markmiðið með heimsókninni er að vekja at- hygli á andstöðu Bush við að sett verði sérstök lög til að stemma stigu við „hatUrsglæpum“ í Texas og þeirri ákvörðun hans að heim- sækja ekki bæinn eftir morðið. Demókratar hafa einnig reynt að koma höggi á Bush með því að benda á að í Texas eru fleiri fangar og hlutfallslega fleiri aftökur en í nokkru öðru ríki Bandaríkjanna. Þeir hafa þó dregið úr þeirri gagn- rýni þar sem skoðanakannanir hafa leitt í ljós að þorri kjósenda er hlynntur því að tekið sé hart á glæpum. „Mengaðasta ríki Bandaríkjanna" Gore hefur haldið því fram að Texas sé „mengaðasta ríki Bandaríkjanna" og aðstoðar- menn hans leggja kapp á að birta tölfræðilegar upplýsingar sem sýna að Texas er neðarlega á listum yfir fjölda þeirra sem búa í eigin hús- næði, frammistöðu í menntamálum, útgjöld til geðheilbrigðismála og sjúkratrygginga. „Bömin okkar eru að deyja í Houston," sagði LaNell Anderson sem er í hópi demókrata sem kallar sig „Sannleikssveit Texas“. „Þau eru með hár föður síns og augu móður sinnar og eitur efnaverksmiðjanna í blóðinu.“ Nokkrir demókratar í Texas hafa gagnrýnt þessa baráttuaðferð og lýst henni sem grófiim hræðsluáróðri. George Christian, sem var fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu í forsetatíð Lyndons B. Johnsons, lýsti Bush sem „góðum ríkisstjóra" og sagði að hann ætti ekki sök á öll- um vandamálum Texas. „Ég tel ekki að ríkið eigi það skilið að vera rakkað niður með þess- um hætti,“ sagði hann. „Við eigum við óvenju- slæm vandamál að stríða á stöku stað en þau hófust löngu áður en Bush kom hingað. Og ég tel að flestir átti sig á þessu.“ Segja Texas hafa tekið stórfelldum framförum Repúblikanar benda á að Bush var endur- kjörinn ríkisstjóri Texas með 38 prósentustiga mun fyrir tveimur árum en stuðningurinn við Gore hefur minnkað í heimaríki hans, Tennes- see, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Bush fór til Tennessee á þriðjudag til að vekja athygli á þessu og hefur stofnað sérstaka nefnd, „Stoltir af Texas", sem á að svara full- yrðingum „Sannleikssveitai-innar". Bush gagn- rýndi Lieberman fyrir að reyna að „tæta ríkið okkar sundur“. Ray Sullivan, talsmaður Bush, lýsti gagn- rýninni á Texas sem harkalegu örþrifaráði af hálfu Gore. „Raunin er sú að undir stjórn Geor- ge W. Bush hefur Texas tekið stórfelldum framförum í menntamálum, loftið er hreinna og fleiri böm og fullorðnir hafa aðgang að sjúkratryggingum. Það er okkur í hag að at- hyglin beinist að Texas og ferli Bush ríkis- stjóra." Hörð bar- atta a loka- sprettinum Bandaríski stjórnmálafræðiprófessorinn Howard Reiter er sérfróður um forseta- kosningar í heimalandi sínu. Sigrfður B. I Tómasdóttir ræddi við hann um hnífjafna baráttu Bush og Gore. i ÁRATUGIR eru síðan kosningabar- átta í bandarísku forsetakosningun- I um hefur verið jafnjöfn og nú þegar tæpar fjórar vikur eru til kosninga. Dr. Howard Reiter er prófessor í stjómmálafræði við Connecticut-há- í skóla og hefur beint rannsóknum sín- um undanfama þrj á áratugi að miklu leyti að ýmsum hliðum forsetakosn- [ inga í Bandaríkjunum. Hann hélt er- indi um kosningamar sem framund- an em og hvaða áhrif þær myndu að : öllum líkindum hafa á bandarísk ut- anríkismál í Háskóla íslands í gær, á ! vegum stjómmálafræðiskorar HÍ og \ Félags stjómmálafræðinga, og í | fyrrakvöld talaði hann á fundi í i ReykjavíkurAkademíunni um for- ! setatíð Bills Clintons sem nú er að renna sitt skeið á enda. í Þegar Morgunblaðið náði tali af Reiter lá beinast við að spyrja hvers vegna hann teldi að svo lítill íylgis- munur væri á frambjóðendunum i tveimur, George W. Bush, frambjóð- anda repúblikana, og A1 Gore, fram- bjóðanda demókrata, eins og nýjustu skoðanakannanir benda til. „Báðir hafa reynt að sýna fram á að þeir séu ekki dæmigerðir fyrir sinn flokk til þess að höfða til sem flestra kjós- enda. Þeir hafa lagt áherslu á að þeir séu allt annað en öfgamenn og hafa leitast við að gera sem minnst úr þeim atriðum þar sem þá greinir á. Þeir em varfæmir stjórnmálamenn og raunar dæmi um stjómmálamenn sem vilja móðga sem fæsta.“ Hann sagði að þessi varfæmi og hófsemi hefði hins vegar haft þær afleiðingar að þeir Bush og Gore hafa ekki náð að heilla kjósendur svo um munar. „Þeir eru báðir frekar litlausir og hafa ekki náð að vekja áhuga kjós- enda í stómm stíl.“ Reiter bendir einnig á að sú skýringu hafi verið nefnd, að góðærið sem nú ríkir í Bandarílgunum dragi úr áhuga á stjómmálum, fólk sjái enga sérstaka ástæðu til að láta sig stjórnmál nokkm varða svo lengi sem það hefur yfir fáu að kvarta efnahagslega og sé því nokkuð sama um hver beri sigur úr býtum. Hann segist hins vegar ekki taka undir þá skýringu af fullum hug og bendir á að þátttaka í kosn- ingum hafi minnkað jafnt og þétt síð- ustu 40 árin. Aðspurður segir Reiter að það sem muni ráða úrslitum þegar kemur að forsetakosningunum verði eflaust samspil margra þátta. „Skoð- anakannanir sýna að það em einkum innanríkismál sem skipta máli þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta. Samspil þeirra mála sem kjósendur telja skipta mestu máli - svo sem menntamála, heilbrigðismála og tryggingamála - kemur sennilega til með að ráða úrslitum. Þá greinir ekki á um viðskiptamál svo þau hafa lítið verið í umræðunni." Hefðbundinn skoðanamunur repúblikana og demókrata Sá skoðanamunur sem er á fram- bjóðendunum í áðurnefndum málum .. Reuters A1 Gore og George W. Bush í fyrstu sjónvarpskappræðum sínum á dögunum. Onnur umferð kappræðnanna átti að fara fram í gærkvöld, en þær þykja vega þungt vegna þess hve jafnt fylgi keppinautarnir mælast með. Morgunblaðið/Jim Smart Dr. Howard Reiter. er hefðbundinn skoðanamunur milli demókrata og repúblikana, að sögn Reiters. „Gore vill t.a.m. leggja áherslu á að styrkja ríkisskóla á með- an Bush hefur verið fylgjandi svok- ölluðu ávísanakerfi, sem gerir for- eldrum kleift að velja hvert þeir senda börnin sín. Það hefur reyndar verið svo umdeilt að hann er farinn að forðast að nefna það á nafn. í tryggingamálum er Bush fylgjandi rneiri einkavæðingu en Gore sem tel- ur hana geta verið áhættusama. Bush er einnig fylgjandi minni ríkis- umsviíúm og skattalækkunum, eins og hefðbundið er fyrir repúblikana." Stefnu forsetaframbjóðendanna í ut- anríkismálum telja fæstir Banda- ríkjamenn skipta máli, eingöngu 4% ef marka má skoðanakönnun sem Reiter vitnar til. Hún vekur hins veg- ar áhuga erlendis vegna stöðu Bandaríkjanna í heimsmálum. Reiter segir að ekki megi að búast við mikl- um breytingum á utanríkisstefnu Bandaríkjanna að loknum kosning- um, sama hvor sigri. „Þarna er e.t.v. hægt að tala um áherslumun en það verður engin róttæk umbylting, né heldur einangrunarstefna." Reiter bendir á að þeir hafa óh'ka afstöðu til hermála, Gore sé tilbúnari að beita hernum til afskipta af erlendum inn- anríkismálum líkt og Clinton. Einnig sé líklegt að Gore yrði viljugri til að skrifa undir alþjóðlega samninga, t.d. um umhverfisvernd, en Bush sé t.d. á móti samningnum um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn (CTBT) og eitt og annað slíkt megi tína til. Persónuleiki frambjóðenda ekki úrslitaatriði Bush hefur verið legið á hálsi fyrir að vera illa að sér í utanríkismálum. Gore, sem sumir segja að sé betur að sér en Bush hvar sem gripið er niður, hefur hins vegar verið sakaður um að tala niður til fólks. Reiter segir að ýmis atriði á borð við þetta geti haft einhver áhrif á lokasprettinum, „þótt ég telji samt að kjósendur kjósi ekki um persónu- leika þegar kemur að forsetakosn- ingum“. Reiter veðjar frekar á að málefni eins og byssueign og fóstur- eyðingamál gætu haft úrslitaáhrif. Gore er fylgjandi hertu eftirliti með byssum og er frjálslyndari í afstöðu til fóstureyðinga. „En þetta eru hvort tveggja svo umdeild mál að þeir hafa forðast allar öfgar.“ Einnig verður lögð ofuráhersla á þau ríki þar sem sýnt er að hvorugur frambjóðandi hefur náð öruggum meirihluta. „Þetta eru Miðvesturríki Bandaríkj- anna, Michigan, Wisconsin, Penn- sylvanía og svo má ekki gleyma Flór- ída.“ Reiter segir að allt kapp verði lagt á það hjá frambjóðendum að auglýsa sem mest í þessum ríkjum. „En þetta eru ríki þar sem íbúar eru mjög blandaður hópur svc> þetta verður vandasöm barátta. í Penn- sylvaníu er t.d. mikið af verkamönn- um sem yfirleitt kjósa demókrata. Byssueign er hins vegar almenn, sem kemur Bush til góða.“ Reiter segir að margt geti spilað inn í baráttuna á lokasprettinum, sem verði án efa mjög hörð. Þar á meðal sé frammist- aða í sjónvai-pskappræðum. „En einnig gæti eitthvað óvænt komið upp á sem annar frambjóðandinn myndi hagnast á.“ Hann bendir á að frambjóðendur hafi heilan her manna á sínum snærum sem vinna skoðanakannanir, tala við kjósendur og reyna að taka púlsinn. „Lang- stærstur hluti kjósenda hefur gert upp hug sinn. En það eru ákveðnir hópar sem hafa verið óstöðugri en aðrir og því reyna frambjóðendur hvað þeir geta til að herja á þá.“ Spáir Gore sigri Reiter segist ekki búast við að sá sem fer með sigur af hólmi sigri með miklum mun, en hverjum skyldi hann spá sigri? „Ég hef það á tilfinning- unni að Gore muni vinna, og byggi það m.a. á rannsóknum bandarískra stjórnmálafræðinga sem hafa greint forsetakjör til þessa og sett í sam- hengi við efnahagsmál. Bush hefur að vísu komið vel út úr skoðanakönn- unum undanfarið og því er þetta alls ekki ljóst ennþá en ég spái Gore sigri.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.