Morgunblaðið - 12.10.2000, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Noregur nær
kjöri í örygg-
isráð SÞ
NOREGUR er meðal
fimm ríkja sem hlotið
hafa kosningu til setu í
öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna í tvö ár,
frá næstu áramótum
að telja.
Hörð barátta var
um sætin fimm, er
gert var út um hvaða
ríki skyldu skipa þau í
atkvæðagreiðslu með-
al allra aðildarríkja SÞ
í höfuðstöðvum sam-
takanna í New York í
fyrrakvöld að staðar-
tíma. Fjórar umferðir
atkvæðagreiðslunnar
þurfti til að útkljá
hvaða ríki yrðu fyrir
valinu. Auk Noregs urðu það Kól-
umbía, írland, Máritíus og Singa-
púr. Bandaríkjastjórn varð að
þeirri ósk sinni að Súdan hlyti ekki
sæti í ráðinu, áhrifamestu stofnun
Sameinuðu þjóðanna.
Richard Holbrooke, fastafulltrúi
Bandaríkjanna hjá SÞ, varð fyrstur
til að óska hinum norska starfs-
bróður sínum, Ole Peter Kolby, til
hamingju með kjörið.
„Eg samgleðst Norðmönnum
sannarlega á þessari stundu," hefur
Óslóarblaðið Aftenposten eftir Hol-
brooke. Hann hafí þó passað sig á
að taka fram að sér þætti miður að
Ítalía, sem verið hafði harðskeytt-
asti keppinautur Noregs um örygg-
isráðssætið, skyldi hafa helzt úr
lestinni.
Italía, Irland og Noregur höfðu
keppzt um tvö laus sæti af þeim tíu,
sem aðildarríki SÞ,
önnur en neitunar-
valds-fastafulltrúarnir
fimm - Bandaríkin,
Bretland, Frakkland,
Rússland og Kína -
skiptast á um að fylla.
Árlega er skipað til
tveggja ára í fimm
þessara tíu sæta. Tvö
voru að þessu sinni
sæti sem frátekin eru
fyrir landahóp Vestur-
Evrópu „og annarra",
en til hans teljast líka
Bandaríkin, Kanada,
Ástralíu, Nýja-Sjáland
og ísrael.
Súdan var það ríki
sem Afríkuríkin höfðu
sameinazt um að tefla fram sem
sínum frambjóðanda til setu í ráð-
inu. Bandarísk stjómvöld ásaka yf-
irvöld í Kartúm um að hafa átt þátt
í að standa að baki alþjóðlegum
hryðjuverkum og að standa sig illa
í mannréttindamálum. Eyríkið
Máritíus bauð sig fram til að veita
Súdan samkeppni um Afríkusætið
og endaði með því að standa uppi
sem sigurvegari í þeim slag, eftir
að Bandaríkin höfðu beitt ýmsum
aðferðum til að þrýsta á önnur ríki
að styðja ekki Súdan.
Fjórar umferðir
atkvæðagreiðslu
Máritíus þurfti eins og Noregur
fjórar umferðir til að ná alla leið.
Atkvæði féllu þannig í lokaumferð-
inni að 113 ríki studdu Máritíus en
55 Súdan. Tvo þriðju hluta atkvæða
Thorbjöm Jagland,
utanríkisráðherra
Noregs
Atkvæðagreiðsla í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
þurfti, eða 112 atkvæði. Atkvæða-
greiðslan er ávallt leynileg. Noreg-
ur fékk í úrslitahrinunni 115 at-
kvæði og Ítalía 55.
Yfir 20 ár eru síðan Noregur sat
síðast í öryggisráðinu, en aðeins fá-
ein ár síðan Italía átti þar síðast
sæti, og telja stjórnmálaskýrendur
það aðalástæðuna fyrir því að ítal-
ía, sem annars hefur mikla reynslu
af því að fá atkvæðagreiðslur hjá
SÞ til að falla sér í vil, skyldi þurfa
að láta í minni pokann fyrir Noregi.
100 milljónir
í atkvæðaveiðar
Norðmenn voru fyrirfram allviss-
ir um að þeir myndu hafa betur,
jafnvel í fyrstu umferð. Þeir vissu
hins vegar að við nokkuð ramman
reip var að draga, þar sem kepp-
inautamir tveir eru bæði aðildar-
ríki Evrópusambandsins. Hitt hef-
ur þó ítrekað sýnt sig, að í
atkvæðagreiðslum sem þessum
greiða ESB-ríkin 15 ekki atkvæði
samhljóða. Noregur átti atkvæði
allra Norðurlandanna og Þýzka-
lands vísan.
Norsk stjórnvöld hófu af alvöru
baráttu fyrir öryggisráðsframboð-
inu fyrir þremur árum. Að sögn
Aftenposten hafa atkvæðaveiðamar
kostað norska ríkiskassann um sem
svarar 100 milljónum íslenzkra
króna.
Það var hins vegar Irland, sem af
Vestur-Evrópuríkjunum hlaut
beztu kosninguna þegar í fyrstu
umferð atkvæðagreiðslunnar, með
130 atkvæði.
Kólumbía, sem frambjóðandi
Rómönsku-Ameríku, og Singapúr,
sem frambjóðandi SA-Asíu, hlutu
bæði mótframboðslausa kosningu
og 168 atkvæði í fyrstu umferð at-
kvæðagreiðslunnar á allsherjar-
þinginu. Fulltrúar 173 ríkja
greiddu atkvæði í fyrstu umferð-
inni.
ísland hefur boðað framboð
Ríkin fimm sem nú hlutu kosn-
ingu í öryggisráðið bætast við
Bangladesh, Jamaica, Malí, Túnis
og Ukraínu, sem öll eiga eitt ár eft-
ir af tveggja ára kjörtímabili sínu.
í vetur sem leið tilkynntu íslenzk
stjórnvöld um framboð íslands til
öryggisráðs SÞ fyrir tímabilið
2009-2010. Kosningar fara fram ár-
ið 2008. Þetta er í fyrsta skiptið
sem Island sækist eftir setu í ráð-
inu og endurspeglar framboðið
stefnu stjórnvalda að láta meira að
sér kveða á alþjóðavettvangi, eftir
því sem Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra sagði í ræðu sinni um
utanríkismál á Alþingi í apríl sl.
Samningaviðræður um endur-
skipulagningu öryggisráðsins hafa
staðið yfir í nokkur ár án árangurs
en meðal annars hefur verið deilt
um hversu mörg ríki eigi að sitja í
ráðinu. Akveðin tímamót áttu sér
stað nýlega þegar Bandaríkin létu
af andstöðu sinni við að fjölga sæt-
um fram yfir 20-21. Verði þetta til
þess að samkomulag náist um
fjölda sæta gæti það flýtt fyrir
framboði Islands.
f
LIFEYRISSJOÐUR L/EKNA
HAUSTFUNDUR 2000
Fimmtudaginn 19. október.
Stjóm Lífeyrissjóðs lækna boðar til upplýsinga- og kynningarfundar fímmtudagskvöldið
19. október nk. Fundurinn verður haldinn í Þingsal 1 á Hótel Loftleiðum og hefst hann
kl. 20:00. Á fundinum verða fluttar fréttir af afkomu LL, farið yfir þjónustu sjóðsins
við sjóðfélaga og flutt erindi rnn lífeyrismál.
Dagskrá:
1. Rekstur Lífeyrissjóðs lækna á árinu 2000. Eiríkur Benjamínsson, formaður stjómar LL.
2. Þjónusta við sjóðfélaga. Kynning á llaekna.is. Brynja Margrét Rjæmested, ráðgjafi og
Rósa Jónasardóttir, deildarsljóri.
3. Auknar heimildir til lífeyrisspamaðar. Hvernig geta læknar aukið tekjur í starfslok?
Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri LL.
Boðið verður upp á kaffi og veitingar. Sjóðfélagar eru hvattir til að mœta.
Með kveðju,
Stjóm Lífeyrissjóðs lækna
REKSTRARAÐILI:
Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík.
Símanúmer Lífeyrissjóðs lækna: 560 8970 • Veffang: llaekna.is
Netvæðing
Evrópa
gæti náð
forystu
Karlsruhe. AP.
EVRÓPUMENN hafa alla
burði til að geta farið fram úr
Bandaríkjamönnum í netvæð-
ingu vegna þess hve farsíma-
væðingin er orðin útbreidd í
álfunni, að sögn embættis-
manns í þýska efnahags-
málaráðuneytinu, Siegmars
Mosdorfs.
Hann sagði á ráðstefnu í
Karlsruhe á dögunum að
Evrópa væri nú þegar í farar-
broddi í svonefndri vapp-
tækni sem veitir aðgang að
Netinu um farsíma.
Ymsir sérfræðingar í fjar-
skiptum og tölvutækni álíta
að notkun vapp-tækni verði í
framtíðinni lykillinn að því að
gera Netið að mikilvægum
þætti í viðskiptum. Þá verði
hægt að stunda viðskipti hvar
sem er og hvenær sem er.
Grundvallarbreyting
„Hér er um grundvallar-
breytingu að ræða,“ sagði
Mosdorf er hann fjallaði um
félagsleg og efnahagsleg áhrif
Netsins. „Ríkisstjórnin
hyggst ýta mjög kröftuglega
undir hana.“
Þýsk stjórnvöld gera ráð
fyrir að notendur Netsins í
landinu verði orðnir um 20
milljónir í árslok. Að meðal-
tali bætast um 400 þúsund í
hópinn í hverjum mánuði.