Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Noregur nær kjöri í örygg- isráð SÞ NOREGUR er meðal fimm ríkja sem hlotið hafa kosningu til setu í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna í tvö ár, frá næstu áramótum að telja. Hörð barátta var um sætin fimm, er gert var út um hvaða ríki skyldu skipa þau í atkvæðagreiðslu með- al allra aðildarríkja SÞ í höfuðstöðvum sam- takanna í New York í fyrrakvöld að staðar- tíma. Fjórar umferðir atkvæðagreiðslunnar þurfti til að útkljá hvaða ríki yrðu fyrir valinu. Auk Noregs urðu það Kól- umbía, írland, Máritíus og Singa- púr. Bandaríkjastjórn varð að þeirri ósk sinni að Súdan hlyti ekki sæti í ráðinu, áhrifamestu stofnun Sameinuðu þjóðanna. Richard Holbrooke, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, varð fyrstur til að óska hinum norska starfs- bróður sínum, Ole Peter Kolby, til hamingju með kjörið. „Eg samgleðst Norðmönnum sannarlega á þessari stundu," hefur Óslóarblaðið Aftenposten eftir Hol- brooke. Hann hafí þó passað sig á að taka fram að sér þætti miður að Ítalía, sem verið hafði harðskeytt- asti keppinautur Noregs um örygg- isráðssætið, skyldi hafa helzt úr lestinni. Italía, Irland og Noregur höfðu keppzt um tvö laus sæti af þeim tíu, sem aðildarríki SÞ, önnur en neitunar- valds-fastafulltrúarnir fimm - Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Rússland og Kína - skiptast á um að fylla. Árlega er skipað til tveggja ára í fimm þessara tíu sæta. Tvö voru að þessu sinni sæti sem frátekin eru fyrir landahóp Vestur- Evrópu „og annarra", en til hans teljast líka Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjáland og ísrael. Súdan var það ríki sem Afríkuríkin höfðu sameinazt um að tefla fram sem sínum frambjóðanda til setu í ráð- inu. Bandarísk stjómvöld ásaka yf- irvöld í Kartúm um að hafa átt þátt í að standa að baki alþjóðlegum hryðjuverkum og að standa sig illa í mannréttindamálum. Eyríkið Máritíus bauð sig fram til að veita Súdan samkeppni um Afríkusætið og endaði með því að standa uppi sem sigurvegari í þeim slag, eftir að Bandaríkin höfðu beitt ýmsum aðferðum til að þrýsta á önnur ríki að styðja ekki Súdan. Fjórar umferðir atkvæðagreiðslu Máritíus þurfti eins og Noregur fjórar umferðir til að ná alla leið. Atkvæði féllu þannig í lokaumferð- inni að 113 ríki studdu Máritíus en 55 Súdan. Tvo þriðju hluta atkvæða Thorbjöm Jagland, utanríkisráðherra Noregs Atkvæðagreiðsla í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. þurfti, eða 112 atkvæði. Atkvæða- greiðslan er ávallt leynileg. Noreg- ur fékk í úrslitahrinunni 115 at- kvæði og Ítalía 55. Yfir 20 ár eru síðan Noregur sat síðast í öryggisráðinu, en aðeins fá- ein ár síðan Italía átti þar síðast sæti, og telja stjórnmálaskýrendur það aðalástæðuna fyrir því að ítal- ía, sem annars hefur mikla reynslu af því að fá atkvæðagreiðslur hjá SÞ til að falla sér í vil, skyldi þurfa að láta í minni pokann fyrir Noregi. 100 milljónir í atkvæðaveiðar Norðmenn voru fyrirfram allviss- ir um að þeir myndu hafa betur, jafnvel í fyrstu umferð. Þeir vissu hins vegar að við nokkuð ramman reip var að draga, þar sem kepp- inautamir tveir eru bæði aðildar- ríki Evrópusambandsins. Hitt hef- ur þó ítrekað sýnt sig, að í atkvæðagreiðslum sem þessum greiða ESB-ríkin 15 ekki atkvæði samhljóða. Noregur átti atkvæði allra Norðurlandanna og Þýzka- lands vísan. Norsk stjórnvöld hófu af alvöru baráttu fyrir öryggisráðsframboð- inu fyrir þremur árum. Að sögn Aftenposten hafa atkvæðaveiðamar kostað norska ríkiskassann um sem svarar 100 milljónum íslenzkra króna. Það var hins vegar Irland, sem af Vestur-Evrópuríkjunum hlaut beztu kosninguna þegar í fyrstu umferð atkvæðagreiðslunnar, með 130 atkvæði. Kólumbía, sem frambjóðandi Rómönsku-Ameríku, og Singapúr, sem frambjóðandi SA-Asíu, hlutu bæði mótframboðslausa kosningu og 168 atkvæði í fyrstu umferð at- kvæðagreiðslunnar á allsherjar- þinginu. Fulltrúar 173 ríkja greiddu atkvæði í fyrstu umferð- inni. ísland hefur boðað framboð Ríkin fimm sem nú hlutu kosn- ingu í öryggisráðið bætast við Bangladesh, Jamaica, Malí, Túnis og Ukraínu, sem öll eiga eitt ár eft- ir af tveggja ára kjörtímabili sínu. í vetur sem leið tilkynntu íslenzk stjórnvöld um framboð íslands til öryggisráðs SÞ fyrir tímabilið 2009-2010. Kosningar fara fram ár- ið 2008. Þetta er í fyrsta skiptið sem Island sækist eftir setu í ráð- inu og endurspeglar framboðið stefnu stjórnvalda að láta meira að sér kveða á alþjóðavettvangi, eftir því sem Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra sagði í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í apríl sl. Samningaviðræður um endur- skipulagningu öryggisráðsins hafa staðið yfir í nokkur ár án árangurs en meðal annars hefur verið deilt um hversu mörg ríki eigi að sitja í ráðinu. Akveðin tímamót áttu sér stað nýlega þegar Bandaríkin létu af andstöðu sinni við að fjölga sæt- um fram yfir 20-21. Verði þetta til þess að samkomulag náist um fjölda sæta gæti það flýtt fyrir framboði Islands. f LIFEYRISSJOÐUR L/EKNA HAUSTFUNDUR 2000 Fimmtudaginn 19. október. Stjóm Lífeyrissjóðs lækna boðar til upplýsinga- og kynningarfundar fímmtudagskvöldið 19. október nk. Fundurinn verður haldinn í Þingsal 1 á Hótel Loftleiðum og hefst hann kl. 20:00. Á fundinum verða fluttar fréttir af afkomu LL, farið yfir þjónustu sjóðsins við sjóðfélaga og flutt erindi rnn lífeyrismál. Dagskrá: 1. Rekstur Lífeyrissjóðs lækna á árinu 2000. Eiríkur Benjamínsson, formaður stjómar LL. 2. Þjónusta við sjóðfélaga. Kynning á llaekna.is. Brynja Margrét Rjæmested, ráðgjafi og Rósa Jónasardóttir, deildarsljóri. 3. Auknar heimildir til lífeyrisspamaðar. Hvernig geta læknar aukið tekjur í starfslok? Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri LL. Boðið verður upp á kaffi og veitingar. Sjóðfélagar eru hvattir til að mœta. Með kveðju, Stjóm Lífeyrissjóðs lækna REKSTRARAÐILI: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Símanúmer Lífeyrissjóðs lækna: 560 8970 • Veffang: llaekna.is Netvæðing Evrópa gæti náð forystu Karlsruhe. AP. EVRÓPUMENN hafa alla burði til að geta farið fram úr Bandaríkjamönnum í netvæð- ingu vegna þess hve farsíma- væðingin er orðin útbreidd í álfunni, að sögn embættis- manns í þýska efnahags- málaráðuneytinu, Siegmars Mosdorfs. Hann sagði á ráðstefnu í Karlsruhe á dögunum að Evrópa væri nú þegar í farar- broddi í svonefndri vapp- tækni sem veitir aðgang að Netinu um farsíma. Ymsir sérfræðingar í fjar- skiptum og tölvutækni álíta að notkun vapp-tækni verði í framtíðinni lykillinn að því að gera Netið að mikilvægum þætti í viðskiptum. Þá verði hægt að stunda viðskipti hvar sem er og hvenær sem er. Grundvallarbreyting „Hér er um grundvallar- breytingu að ræða,“ sagði Mosdorf er hann fjallaði um félagsleg og efnahagsleg áhrif Netsins. „Ríkisstjórnin hyggst ýta mjög kröftuglega undir hana.“ Þýsk stjórnvöld gera ráð fyrir að notendur Netsins í landinu verði orðnir um 20 milljónir í árslok. Að meðal- tali bætast um 400 þúsund í hópinn í hverjum mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.