Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 27 ERLENT Evrópska netverzlunin Boxman gjaldþrota Kjarnorkuslysið í Tokaimura í Japan Sex menn handteknir EVRÓPSKA netverzlunin Boxman, sem sérhæfði sig í sölu á geisla- diskum, hefur nú hætt viðskiptum, eftir að hlutafé fyrirtækisins þvarr. Er þetta þekktasta netverzlunin sem lagt hefur upp laupana frá því „Boo.com" hlaut sömu örlög í maí sl. í fréttatilkynningu sem Boxman gaf út í gærmorgun er boðað, að haldinn verði fundur með hluthöf- um og lánardrottnum innan hálfs mánaðar, þar sem stjórn fyrirtækis- ins muni leggja til að það verði tekið til gjaldþrotaskipta. I millitíðinni vonast stjórnendur Boxman til að kaupandi finnist að fyrirtækinu, sem hefur verið í rekstri í þrjú ár, sem þykir langur tími í þessari tegund rekstrar. Vefsíðum Boxman var lokað á mánudagskvöld. í apríl sl. neyddist fyrirtækið til að gefa upp á bátinn áform um skráningu á hlutabréfamarkað vegna hinnar miklu dýfu sem gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum tók í marzmánuði. Vonir höfðu staðið til að heildarverðmæti hlutabréfanna myndi við skráningu nema samtals yfír 35 milljörðum króna. Frá þess- um tíma hefur afstaða fjárfesta breytzt nokkuð gagnvart fyrirtækj- um á þessu sviði og forsvarsmönn- um fyrirtækjanna gegnið verr að telja Qárfestana á að styðja starf- semina. Tókýó. AFP, AP. SEX fyrrverandi starfsmenn og yf- irmenn kjarnorkuendurvinnslu- stöðvarinnar í Tokaimura í Japan voru handteknir í gær. Hafa þeir verið ákærðir fyrir vítavert gáleysi er leiddi til leka í stöðinni, sem varð tveimur mönnum að bana og olli því að hundruð manna urðu fyr- ir geislun. Slysið átti sér stað í september á síðasta ári, en það er alvarlegasta kjarnorkuslys sem orðið hefur í Japan og talið það mesta í heimin- um frá slysinu í Chernobyl í Úkra- ínu árið 1986. Saksóknari telur að orsök slyssins hafí verið sú að ör- yggisreglur hafi verið virtar að vettugi og hefur gefið út ákæru á hendur tveimur yfirmönnum vers- ins, þremur verkstjórum og einum starfsmanni. Sexmenningarnir eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fang- elsisvist auk sektai', verði þeir fundnir sekir. Stjórnendur horfðu framhjá öryggisbrestum Slysið varð þegar þrír starfs- menn reyndu að flýta fyrir sér og helltu of miklu magni af úraníum- blöndu úr stálfötum í blöndunar- tank, í stað þess að nota nákvæma mæla og sérstök ílát. Kom þetta af stað keðjuverkun sem olli leka geislavirkra efna úr stöðinni. Tveir starfsmannanna létust af völdum geislunar, en sá þriðji er meðal hinna ákærðu. Rannsókn leiddi í ljós að starfs- menn kjarnorkuendurvinnslustöðv- arinnar virtu öryggisreglur iðulega að vettugi, og stöðin var svipt starfsleyfi í mai's síðastliðnum. Jap- anskir fjölmiðlar hafa birt fréttir þess efnis að yfirstjórn stöðvarinn- ar og fyrirtækisins sem rak hana hafi lagt blessun sína yfir þessi vinnubrögð til að draga úr kostnaði. Forstjóri Firestone hættir Detroit, Tókýó. AFP, AP. FORSTJÓRI Bridgestone-Fire- stone-stórfyrirtækisins, Masatoshi Ono, hefur sagt af sér í kjölfar ásakana um að gallar í hjólbörðum sem fyrirtækið framleiðir hafi or- sakað yfir 150 banaslys í umferð- inni. Forsvarsmenn fyrirtækisins vísa því á bug að afsögn Onos, sem tók persónulega ábyrgð á málinu við yfirheyrslur bandarískra þingnefnda í síð- asta mánuði, standi í tengsl- um við hjól- barðahneykslið, og segja að hann hafi viljað láta af störfum fyrir aldurs sakir og vegna versnandi heilsu. Ono mun væntanlega áfram gegna störfum fyrir móðurfyrirtæki Bridgestone í Tókýó og sitja í framkvæmda- stjórn fyrirtækisins. Grunur vaknaði sl. sumar um að gallar væru á hjólbörðum frá Fire- stone, sem notaðir eru í sportút- gáfur Explorer-jeppa frá Ford. Málið hefur leitt til þess að yfir 6,5 milljónir hjólbarða hafa verið inn- kallaðar og varð tilefni til opin- berra rannsókna í Bandaríkjunum og Venesúela. Nýr forstjóri biðst afsökunar Einn af aðstoðarforsjórum fyrir- tækisins, John Lampe, tók við starfi Onos. Hans fyrsta verk sem forstjóra var að biðja þá afsökun- ar, sem hefðu orðið fyrir þjáning- um eða óþægindum af völdum gall- aðra hjólbarða, og sagði að öryggiseftirlit í verksmiðjum fyrir- tækisins yrði bætt. Lampe lagði hins vegar áherslu á að rannsókn málsins væri ekki lokið og að ekki mætti líta svo á að með afsögn On- os væri fyrirtækið að taka á sig fulla ábyrgð. Bridgestone-Firestone er ásamt franska fyrirtækinu Michelin stærsti framleiðandi hjólbarða í heiminum, en bæði fyrirtækin höfðu 19,4% markaðshlutdeild á heimsmarkaði á síðasta ári. Stjórnarformaðurinn Yoichiro Kaizaki hefur varað við því að sölutekjur fyrirtækisins geti lækk- að um 1,3 milljarða dollara á næsta ári vegna gallamálsins. Yfirhylming framleiðslugalla varði 15 ára fangelsi Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp, sem kveður á um að dæma megi for- svarsmenn fyrirtækja í bifreiða- iðnaði í allt að 15 ára fangelsi fyrir að hylma yfir framleiðslugalla sem valdið geta banaslysum. Óvíst er þó talið að frumvarpið verði sam- þykkt í öldungadeildinni. Masatoshi Ono $ SUZUKI **.. ...■" Komdu í reynsluakstur Grand Vitara er þekktur sem aflmikill, sterkbyggður jeppi, byggður á grind og með hátt og lágt drif. I nýjum Grand Vitara eru m.a. ABS-hemlar með EBD-hemlajöfnun, aukið farþegarými, umhverfis' vænni vél og fleiri spennandi nýjungar. Líttu við og reynsluaktu liprum og spameytnum alvöm jeppa. SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garöabraut 2, slml 431 28 00. Akureyrl: BSA ht, Laufásgötu 9, slmi 4E2 E3 00. SUZUKI BÍLAR HF Hafnarfjörður:Guðvarður Elfasson, Grænukinn 20,sfmi 555 15 50. Hvammstangi: Bfla- og búvélasalan, Melavegi 17, sfmi 451 22 30. gkgjfyj^j 17 Sjmj 568 51 00 Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, slmi 45E 30 95. Keflavlk: BG bllakringlan, Grðfinni 8, slmi 421 12 00. www suzuldbilar is 3-dyra: frá 1.840.000,- 5-dyra: frá 2.190.000,- 5-dyra: 23.510,- á mánuði Dæmi um meðalafborgun miðað við 1.100.000 kr. útborgun (t.d. bíll tekinn upp 0, í 60 mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.