Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 29 Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Lóur Heklu Bjarkar Guðmundsdóttur í verkinu Útiímóalóa. Uti í náttúrunni MYNDLIST Ranðavatn BLÖNDUÐ TÆKNI 17 myndlistarmenn & 22 unglingar úr Vinnuskóla Reykjavíkur. MEÐAL athyglisverðustu til- raunasýninga þetta sumarið - og hluti af menningarborg Evrópu ár- ið 2000 - er sýningin Landslagslist við Rauðavatn. Svo vill til að enn standa flest verkin býsna heilleg þótt ónefndir skemmdarvargar hafí fundið sig knúna til að stúta nokkrum þeirra svona eins og til að minna okkur á það hve seint það ætlar að takast að losa ís- lenskt samfélag við tilefnislausa eyðileggingarhvötina. Á góðviðrisdögum er fátt jafn- hollt fyrir andann og það að spáss- era um grónar grundir lítils vatns svo sem Rauðavatns og skoða af- rakstur menningarinnar í náttúru- legu samhengi kjarrgróðurs og mosavaxinna grasbala. Gönguferð- in milli útiverkanna við Rauðavatn tekur vart meir en hálfan annan tíma þótt aðeins sé lullað í hæga- gangi. Verkin eru öll við og upp af suð- ur- og austurenda vatnsins þar sem gróðursældin er hvað mest. Þannig er bæði hægt að nálgast þau frá bílastæðunum við þjóðveg- inn eða eftir vegarspottanum sem liggur frá vesturenda vatnsins, fram hjá sumarbústöðunum, að litlu bílastæði austan við þá. I þremur verkunum sem liggja næst þjóðveginum sunnan megin er áhersla lögð á tengslin við náttúr- una. Baugur Guðlaugs Valgarðs- sonar, Skáldskapur skógarins eftir þær Guðrúnu Veru Hjartardóttur og Elsu Dórótheu Gísladóttur og Fuglahús Kristínar Reynisdóttur eiga það sammerkt að með þeim er reynt að vinna gegn firringu mannsins frá náttúrunni. Svo vill til að verk Vignis Jó- hannssonar, Tíminn heygður; Gróðrastöð Eyglóar Harðardóttur og Útiímóalóa eftir Heklu Björk Guðmundsdóttur draga öll athygli vegfarenda frá sjálfri náttúrunni að mennskri framkvæmd í henni með tilvísun til þarfa okkar til að merkja okkur umhverfið með táknrænum hætti. Þær Guðrún Gunnarsdóttir - með Einstigi sínu eða línu í landslagi - og Sólveig Aðalsteinsdóttir - með Ormateikn- ingu sinni - leggja báðar áherslu á að teikna í landslagið með gróð- ursetningu, þeim efniviði sem sættir í senn náttúru og menningu en vísar um leið til þeirra for- sögulegu hátta mannsins að skilja eftir sig menningarleg - og trúar- leg - teikn í náttúrulegum búningi. Anna Þóra Karlsdóttir með Norðlingabúð sína, Málfríður Að- alsteinsdóttir með Laufabrauð sitt og Ásta Ólafsdóttir með Uppgröft sinn beina augum okkar til sög- unnar og hefðarinnar; samfélags sem er horfið en lifir enn sem minning og menjar og heldur áfram að ásækja okkur með sterk- um og náttúrulegum gildum sín- um. Endurvakning Sonju Hákan- son, Sumarhús Borghildar Ósk- arsdóttur og Norðurljósasæti Erlu Þórarinsdóttur eru allt verk sem draga til sín athygli okkar en virka um leið sem sjónahæðir til að beina okkur að ákveðnu útsýni og fyrirbærum jafnt í lofti sem á jörðu. Minni Dagmar Rhodius og Krossgötur Ingu Rósu Loftsdóttur eru hins vegar minnisvarðar ætl- aðir til að beina sjónum okkar að sögulegum staðreyndum sem þær vilja brýna fyrir okkur. í öllum sínum margbreytileik eru verkin við Rauðavatn hvatning til okkar um að hugleiða umhverfið og menninguna og áhrif hennar á náttúruna. Spurningin sem sýning- in lætur okkur eftir er hvort menning og náttúra þurfi endilega að vera þær ósættanlegu andstæð- ur sem þær eru í hugum okkar. Þá minnir Landlist við Rauðavatn okkur á þá ómældu og jákvæðu virkni sem fólgin er í atorku ís- lenskra unglinga. Án aðstoðar þeirra hefðu listaverkin sextán vart orðið meira en teikningar á blaði. Halldór Björn Runólfsson Jón Bergmann í galleri(a)- hlemmur.is JÓN Bergmann Kjartansson (An- and Ransu) opnar málverkasýningu í galleri@hlemmur.is á laugardaginn 14. oktober klukkan 17. Jón Bergmann vinnur litrík mál- verk í anda minimalisma og popplist- ar. Að þessu sinni tekur hann formin Nike og Adidas og spilar þeim saman sem andstæðum og samstæðum sem hann svo stillir inn í sýningarrýmið. Sýningin stendur til 5. nóvember og er opin vikulega á fimmtudögum til sunnudags frá klukkan 14-18. Vefsíða gallerísins er http://gall- eri.hlemmur.is Eitt verka Jóns Bergmanns, Án titils. Villibráðahlaðborð í Perlunni Frá 13. okt. til 15. nóv. Leyfðu villtustu draumum bragðlaukanna að rætast Gestum Perlunnar gefst kostur á aö smakka eðaldrykki frá Rosemount i Ástralíu, Villa M T Eden í Californíu og M.Chapoutier. Fim. - sun. kr. 4.998 Tilboð: Mán. - miö. kr. 4.390 Borðapantanir í síma 562 0200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.