Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 36

Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR EFNI í GÓÐA SÖN GLIST AKONU Morgunblaðið/Golli „Björg er sérlega efnileg söngkona, hefur til að bera einstaklega góða og hljómmikla rödd, er músikölsk og túlkar oft af mikilli nærfærni," segir í dómnum. TðNLIST S a I u r i n n EINSÖNGSTÓNLEIKAR Björg Þórhallsdóttir og Þórhildur Björnsdóttir fluttu Ijóðasöngva eftir Haydn, Schubert, R.Strauss, Faure og Britten. Þriðjudagurinn 10. október, 2000. FYRRUM voru íslendingar frægir fyrir að yrkja konungum drápur og flytja þeim og á síðustu árum hafa íslenskir söngmenn hald- ið uppi merkjum hinna fornu skálda með því að fara vítt um lönd og syngja fyrir þjóðir. Björg Þórhalls- dóttir hefur í upphafi nýrrar aldar haslað sér völl sem einsöngvari og víst er svo, að bæði eru til staðar þau raddgæði og tónlistarhæfileikar, að Björg geti orðið frábær söngkona. Hún hóf Tíbrár-tónleikana í Saln- um sl. þriðjudag með þremur af svo- nefndum ensku lögunum, eftir Jos- eph Haydn, við kvæði eftir Anne Hunter og „She never told her love“ eftir Shakespeare, sem var mjög fal- lega flutt. Það er auðheyrt að Björg leggur áherslu á ljóðasöng en vantar enn að ná valdi á skýrum textafram- burði, er upptekin af tónmyndun- inni, því það vantar skerpu í mótun samhljóðanna, sem eru ramminn um sjálfa tónmyndunina og mótandi fyrir hljómgrunn sérhljóðanna. Þetta er þjálfunaratriði, sem tekur tíma og útheimtir vinnu. Þá er ann- að atriði, sem einnig einkennir söng Bjargar, en það er veikt tóntak, sem síðan er styrkt, þannig að flæði lag- línunnar er að nokkru hindrað, sem kom sérstaklega fram í lögunum eft- ir Schubert, en eftir hann söng Björg fjögur lög, „An die Natur“, „Frúhlingsglaupe", sem eitt af feg- urri lögum meistarans, „Náhe des Geliebten“ og „Rastlose Liebe“, sem var allt of hratt flutt, jafnvel þótt túlka eigi eirðarlausa ást. Næstu verkefnin voru þrjú lög eftir Richard Strauss, „Du meines Herzens Krönelein", „Befreit" og meistaraverkið „Morgen", sem var sérlega vel flutt. Þar átti píanistinn einkar fallega mótaðar tónhending- ar, sérstaklega í hægferðugu for- spilinu og reyndar öllu laginu, sem er hrein perla í þremur lögum, eftir Faure Haust, Leyndarmálinu og Ástardraumi, sem voru fallega flutt, vantaði nokkuð á hina frönsku tón- mýkt. Lieder-snillingarnir Schu- bert, R. Strauss og Faure vinna sína söngva út frá stemmningu textans, þó hver með sínum hætti og verk þeirra eru viðfangsefni sem krefjast langrar yfirvegunar og þroska í túlkun og þar hefur Björg margt fram að færa en vantar enn að full- gera um tækniatriði, eins og tón- mótun og textaframburð. Að því náðu er Björg líkleg til stórra hluta. Lokaviðfangsefnin voru svo nefndir kabarettsöngvar, sem Britt- en samdi við gamantexta eftir Aud- en. í þessum lögum er framburður textans jafnvel mikilvægari en tón- ferlið og þar vantaði á köflum á nægilegan raddstuðning til að veik- ur flutningur textans næði að hljóma, þótt margt annað væri sér- lega vel gert. Þarna leikur Britten sér með píanóið, allt frá ísmeygileg- um hrynundirleik til hljómikilla til- þrifa, sem m%a. birtust í áhrifamiklu „glissando". í heild var píanóleikur Þórhildar Björnsdóttur mjög vel framfærður og sampil hennar við söngkonuna einstaklega gott. Und- irritaður man ekki til að hafa heyrt Þórhildi fyrr, þótt vel geti verið, en hún sýndi það á þessum tónleikum, að hún er slyngur píanisti. Björg er sérlega efnileg söng- kona, hefur til að bera einstaklega góða og hljómmikla rödd, er músik- ölsk og túlkar oft af mikilli nær- fæmi, svo að aðfinnslur þær sem hér hafa verið tíndar til og eru „tekniskar" eru því miklvægari, þar sem Björg er óvenjulega gott efni í góða sönglistakonu. Jón Ásgeirsson Bókaútgáfan Mál og mynd Reiðleiðir, gestrisni og fleiri bækur EFTIRTALDAR bækur koma út í haust á vegum bókaútgáfunnar Máls og myndar. Reiðlciöir uni ísland eftir Sigur- jón Björnsson. Lýst er fjölda reið- leiða um landið, sagt frá náttúru þeirri sem fyrir augu ber, rifjaðar upp sögur tengd- ar þeim stöðum sem riðið er um og lýst stemmningunni meðal sam- ferðamanna og hesta. I bókarlok eru viðtöl við nokkra þekkta hestamenn. Bókin er litprentuð með um 300 glæsilegum ljósmyndum. Þá er í bókinni fjöldi vandaðra korta af reiðleiðum. Gestir og grónar götur eftir Þórð Tómasson í Skógum. I fyrri hluta þessarar bókar er fjallað um þá margvíslegu menningu sem jafnan fylgdi gestum. í síðari hluta bókar- innar er svo fjallað um eitt og annað af öðrum toga svo sem flakkara, smalareið, ljósmæður, jarðskjálft- ann 1896, tilbera og síðast en ekki sist frjósemistákn í fornri trú. Bók- ina prýðir fjöldi ljósmynda. Austfirðingaþættir og aðrar frá- sagnir eftir Gísla Helgason í Skóg- argerði. Indriði Gíslason bjó til prentunar. I þessu riti er efni af ýmsum toga varðandi sögu, ætt- fræði og þjóðlegan fróðleik. Að morgni nýrrar aldar eftir Stuðmenn (textar) og Þórarin Óskar Þórarinsson(ljósmyndir). Hér birt- ast allir sönglagatextar Stuðmanna frá upphafi og fylgja gítargi-ip þeim öllum. Textunum, sem eru um 120, fylgja ljósmyndir Þórarins Óskars Þórarinssonar (Agga) sem fylgt hef- ur hljómsveitinni um land allt und- anfarin tvö ár. Inngang skrifar Árni Þórarinsson. Kvæðaskapur. Icelandic Epic Song eftir Hrein Steingrímsson. Höfundur fjallar um listina að kveða rímur, þ.e. tónlistina sem tengist rímunum. Heimildir hans voru upp- Signrjón Björnsson tökur sem gerðar voru af rímnakveð- skap á árunum 1958-1974, einkum á vegum Þjóðm- injasafns og Stofn- unar Árna Magn- ússonar. Þessar upptökur fylgja bókinni á geisla- diski. Mannslíf í húfi. Saga Slysavarnafélags íslands 1928-1999 eftir Einar S. Arnalds. Saga Slysavarnafélags Islands er hér rakin í máli og myndum. I þágu mannúðar. Saga Rauða kross Islands eftir Margréti Guð- mundsdóttur. í tilefni af 75 ára af- mæli Rauða kross íslands hefur nú verið gefið út yfirgripsmikið rit um áhrifamikla sögu mannúðarstarfs félagsins hérlendis sem erlendis 1924-1999. Zoegaætt. Geir Agnar Zoéga. I bókinni er niðjatal Jóhannesar Zoéga sem talinn er ættfaðir Zoéga- ættarinnar hér á landi og konu hans Ástríðar Jónsdóttur frá Nesi í Vill- ingaholtshreppi. Alls era í ritinu um 6.000 nöfn og fjölmargar ljósmynd- ir. Leikskólakennaratal 1-2. Rit- stjórar ívar Gissurarson og Steing- rímur Steinþórsson. Höfundur sögu Félags ísl. leikskólakennara, Davíð Ólafsson. íslandsskógar. Hundrað ára saga eftir Sigurð Blöndal og Skúla Björn Gunnarsson. Rakin er saga skóga og skógræktar á íslandi. í bókinni eru um 400 ljósmyndir, teikningar og kort. Saga Hafnar í Hornafirði. Síðara bindi eftir Arnþór Gunnarsson. Rakin saga kauptúnsins frá 1939- 1975. Fjallað er ítarlega um at- vinnumál, sveitarstjórnarmál, land- búnaðarrjiál, samgöngur, mennta- mál, heillbrigðismál, félags- og menningarlíf o.fl. Rúmlega 400 ljós- myndir prýða bókina. Sveitarfélagið Hornafjörður er útgefandi en Mál og mynd sér um dreifingu. Nótur Bachs í hættu Brot úr sögu þjóðar GESTIR í Landsbókasafni Þýska- lands virða hér fyrir sér nótna- bækur þýska tónskáldsins Johanns Sebastians Bach. Fjöldi nótnabókanna sem Bach skráði tónverk sín á liggur nú undir skemmdum þar sem blekið, sem tónskáldið notaði á sínum tíma, er á góðri leið með að éta sig í gegnum pappírinn.Talið er að viðgerðar- og viðhaldskostnað- urinn muni nema um 2,5 milljón- um marka, eða tæpum 90 milljón- um króna. BÆKUR Sagnfræði 20. ÖLDIN. BROT ÚR SÖGUÞJÓÐAR Ritstjóri: Jakob F. Ásgeirsson. Nýja Bókafélagið 2000. 304 bls., myndir og texti. SENN líður að lokum 20. aldar, og er þá miðað við hefðbundinn skilning Islendinga á því hvenær aldamót gangi í garð, en það er á fyrsta degi fyrsta áratugar nýrrar aldar. Öldin, sem nú er að kveðja, hefur verið við- burðarík og hér á landi hafa orðið meiri og hraðari breytingar en á öll- um fyrri öldum í sögu þjóðarinnar, að hinni fyrstu þó undanskildri. Af þessum sökum er vel við hæfi að í aldarlokin komi út bækur um sögu lands og lýðs á 20. öld. Undan- farin ár hafa fræðimenn og rithöf- undar í flestum nágrannalöndum okkar keppst við að setja saman rit um sögu aldarinnar, hver með sínum hætti. Menn hafa verið að gera öld- ina upp, ef svo má að orði kveða, rifj- að upp minnisverða atburði í máli og myndum, metið og endurmetið at- burðarásina og freistað þess að skapa sér heildarmynd af þróun sög- unnar á þessu skeiði. Bækur um sögu 20. aldar skipta nú þegar hundruðum, ef ekki þúsundum, og fleiri eiga vafalaust eftir að bætast við á allra næstu árum. Við Islend- ingar höfum af einhverjum orsökum tekið næsta lítinn þátt í þessu upp- gjöri. Á næstliðnu ári komu að vísu út nokkrar þýddar bækur um 20. ald- ar sögu, en þær eru flestar almenn fróðleiks- og uppflettirit, og engin þeirra tók sérstaklega til sögu Is- lendinga. Bókin, sem hér er til umfjöllunar, bætir í sjálfu sér lítt úr skorti á rit- uðu máli um íslenska sögu 20. aldar, en er engu að síður athyglisverð. Hún er fyrst og fremst myndabók, gefin út í samvinnu við Stöð 2, og ber sama heiti og sjónvarpsþáttaröð, sem sýnd er um þessar mundir. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem þessi háttur er á hafður hér á landi og hlýt- ur það að teljast athyglisverð nýjung í samvinnu fjölmiðlafyrirtækja. Myndirnar í bókinni munu flestar eða allar vera úr myndskeiðum sjónvarpsþáttanna, en í bókinni hljóta þær að tala sínu eigin máli, segja sjálfstæða sögu, enda allt ann- að að skoða myndir á bók í góðu tómi en að sjá þær líða yfir sjónvarpsskjá, þar sem þær birtast og hverfa nánast 1 sviphendingu. Engu að síður ættu áhugasamir lesendur að geta haft gott gagn af bókinni og texta hennar um leið og þeir fylgjast með sjónvarpsþáttunum. Ekki verður þessi bók með nokkr- um rétti talin saga íslendinga á 20. öld, heiti hennar, Brot úr sögu þjóð- ar, er réttnefni. Myndii’nar bregða upp brotum úr sögu íslensks þjóðlífs á öldinni og knappur textinn, hvort sem eru annálsbrot eða meginmál, hjálpa lesendum við að átta sig á myndefninu. Hér er því ekki um neins konar heildarsögu að ræða og bókartextinn ræðst að langmestu leyti af myndefninu. Myndirnar í bókinni segja margar mikla sögu og verða vafalaust mörg- um kærkomið tilefni til rifja upp liðna atburði. Ýmsar þeirra eru gamalkunnar, en aðrar hygg ég að hafi sjaldan eða aldrei sést á prenti áður. Þær eru flestar prentaðar í svart-hvítu, allar einkar vel gerðar, og margar hafa mikið heimildagildi. Megintextinn fellur vel að myndefn- inu, hann er gagnorður, lipurlega saminn og fróðlegur. Á stöku stað gæth' nokkurrar ónákvæmni, en hvergi svo að verulegt mein sé að. Líku máli gegnir um annálinn, sem þó er sums staðar nánast ofaukið. Hann fylgir ekki myndefni og megin- máli beinlínis, en er of stuttaralegur og knappur til að veita lesendum verulegar upplýsingar. Allur frágangur bókarinnar er með ágætum og í bókarlok er ítarleg myndaskrá, þar sem getið er höf- unda og/eða eigenda mynda. Jón Þ. Þór

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.