Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 46

Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðjón Böðvar Jónsson fæddist að Sólhcimum í Grindavík 26. maí 1929. Hann lést á bráðamóttöku Landspítalans 2. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, trésmiður, f. 25. desember 1895, d. 24. mars 1987, og ' eiginkona hans, Guðríður Einar- sHdóttir, ljósmóðir, f. 5. september 1900, d. 30. júní 1988. Systkini Guðjóns eru: 1) Einar, f. 17. sept- ember 1921, d. 27. september 1921. 2) Guðlaugur Einar, loft- skeytamaður og síðar bókari, f. 24. september 1922, d. 29. sept- ember 1985. Eftirlifandi eigin- kona Guðlaugs er Asta Guðjóns- dóttir, f. 1. aprfl 1925. 3) Guðjóna, hjúkrunarfræðingur, f. 22. febr- úar 1926. Eiginmaður hennar var Kristleifur Jóhannesson, trésmið- ur, f. 1. september 1923, d. 6. febrúar 1981. 4) Óskírð stúlka, f. ^ 1928, d. 1928, fjögurra mánaða. 5) Guðmundur, rafvirki, f. 8. maí 1935, d. 15. júlí 1998. Eftirlifandi eiginkona hans er Lovísa Rósa Jóhannesdóttir, f. 18. febrúar 1936. 6) Gunnar Þór, prófessor og bæklunarlæknir, f. 19. júní 1942. Fyrri eiginkona hans var Ragn- heiður Júlíusdóttir, f. 14. nóvem- ber 1940. Núverandi eiginkona Gunnars er Arnþrúður Karlsdótt- ir, blaðamaður og kaupmaður, f. 21. október 1953. Fyrsta barn Guð- jóns er Þór, bifvéla- virki, f. 14. júlí 1958. Barnsmóðir Kristín Aðalsteinsdóttir, f. 26. nóvember 1935. Eiginkona Þórs er Guðbjörg Ragnars- dóttir, ritari, f. 23. júní 1960. Sonur þeirra er Guðjón, f. 11. september 1991. Guðbjörg átti fyrir eina dóttur, Lindu Mar- íu Sturludóttur, f. 5. febrúar 1980. Sonur hennar er Birkir Freyr Birkisson f. 8. desember 1995. Hinn 22. desember 1962 kvænt- ist Guðjón Birnu Elíasdóttur, kennara, f. 10. janúar 1939, d. 19. febrúar 1993. Börn þeirra eru: 1) Börkur, f. 9. febrúar 1962, kona hans er Ólöf Árnadóttir, f. 11. september 1959. Börn þeirra eru Árni Böðvar, f. 2. júní 1986, Bjarni, f. 31. október 1990, Sigur- jón, f. 22. október 1994, og Olaf- ur, f. 5. ágúst 1998. 2) Gná, lög- reglumaður, f. 9. júlí 1963. Eiginmaður hennar er Eiður Páll Sveinn Kristmannsson, f. 24. febrúar 1968. Börn þeirra eru Hinrik Örn Sigurðsson, f. 21. nóv- ember 1985. Barnsfaðir Sigurður Örn Sigurðsson, f. 24. júlí 1961. Birna Dís, f. 5. júlí 1987, Krist- mann, f. 26. nóvember 1988, og Ásdís, f. 24. september 1990. 3) Brjánn, kerfisfræðingur, raf- eindavirki, f. 30. september 1969. Eiginkona hans er Sigurlaug Hreinsdóttir, dagmóðir, f. 16. júlí 1971. Börn þeirra eru Logi Fann- ar, f. 21. maí 1995, og Birna, f. 28. nóvember 1996. Birna átti fyrir einn son, Sigurjón Þórisson, bif- vélavirkja, f. 12. júní 1960, d. 6. aprfl 1994. Barnsfaðir Þórir Sig- urðsson, f. 6. nóvember 1937. Eft- irlifandi eiginkona Sigurjóns er Herdís Brynjarsdóttir, leikskóla- kennari, f. 1. maí 1962. Börn þeirra eru Svava Lára Sigurjóns- dóttir, f. 1. júní 1985, og Ingunn Brynja, f. 20. aprfl 1987. Guðjón bjó í Grindavík fram að fermingu. Árið 1943 fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Sem ungur maður var hann virkur í félagslífi ungra sósialista og fór meðal annars á heimsmót í Berlín og Búkarest. Ásamt með vinnu og á milli þess sem hann vann ýmis störf, svo sem við húsamálun og múrverk auk þess sem hann vann í fyrirtæki Guðlaugs bróður síns, Rafgeislahitun, stundaði Guðjón tónlistarnám frá 1954 og söng með Pólyfónkórnum og Ljóða- kórnum. Hann lauk tónmennta- kennaraprófi 1967. Guðjón hóf kennslu við Laugalækjarskóla 1967. Hann hóf síðan störf við Breiðhoitsskóla við stofnun hans og starfaði þar alla tíð síðan. Guðjón stjórnaði Samkór Tré- smiðafélags Reykjavíkur f 14 ár. Útför Guðjóns fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. GUÐJÓN BÖÐVAR JÓNSSON Það kom sem reiðarslag yfir mig þegar mér barst tilkynning um að fyrrverandi svili minn hafði orðið bráðkvaddur 2. október síðastlið- inn. Hann hafði hringt í mig fyrr um daginn og beðið mig að líta við hjá sér, því hann þyrfti að velja þær skoðunarferðir sem hann ætl- aði að fara í á Kúbu, en þangað ætl- aði hann að fara síðar í mánuðinum með mér og Ásdísi sambýliskonu minni. Þegar ég kom til hans var hann eldhress að vanda og lék við hvern sinn fingur enda hlakkaði hann mjög til fararinnar. Guðjóni og Birnu konu hans kynntist ég fyrir um 30 árum þegar hann varð svili minn. Við vorum tíðir gestir á heimili hvors annars og var þá margt skrafað, ekki síst um pólitík sem við höfðum báðir "* mikinn áhuga á. Guðjón var eld- heitur sósíalisti og lá hann aldrei á skoðunum sínum. Á þessum árum var það föst regla að við eyddum Legsteinar í Lundi SÓLSTEINAR vlð Nýbýlaveg, Kúpavogi Simi 564 4566 r BflómabiÁoin > CtaKSskom t v/ FossvogskÍKkjugafð j Stmii 554 0500 / kosninganóttinni saman í gleði og sorg. Þegar aðstæður breyttust minnkaði samband okkar en alltaf var mér hugsað til hans á kosninga- nóttum. Og því var það engin tilvilj- un að á kosninganóttinni þegar R- listinn vann borgina ákváðu ég og nokkrir vinir mínir að yfirgefa kosningafagnaðinn á Broadway og líta við hjá Guðjóni til að fagna með honum og vinum hans. Síðastliðið ár höfum við hist af og til heima hjá hvor öðrum og kom þá í ljós að hann hafði ekkert breyst. Við ræddum málin eins og áður fyrr, grínuðumst, hlógum mikið og skemmtum okkur konunglega. En hver veit nema þú hafir leikið á mig og sért kominn til Kúbu á undan mér. Ef svo er þá bið ég að heilsa Castró. Vertu sæll, elsku vinur, og þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Eg votta börnum þínum og öðrum aðstand- endum samúð í sorg þeirra. Gísli Geir Jónsson. Fallinn er frá Guðjón Böðvar Jónsson tónmenntakennari. Guðjón var tónmenntakennari í Breiðholts- skóla frá 1969 til 1999 og forfalla- kennari til dauðadags. Guðjón var stór maður og mikill á velli. Hann var fullur af orku, lífs- gleði og glaðværð. Hann var ein- stakur maður. Hvert sem leið hans lá var hann hrókur alls fagnaðar og smitaði samferðafólk sitt með glettni og jákvæði. Hann vakti at- ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir mjjr Jflj Baliur Einarsson ISverrtr Frederiksen útfararstjóri. Olsen útfararstjóri, flf <r fl sími 896 8242 útfararstjóri. sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is hygli fyrir hreina og beina fram- komu, hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur, fals og óhreinlyndi þekkti hann ekki, í brjósti hans sló gullhjarta. Fyrstu kynni mín af Guðjóni eru mér enn ógleymanleg þótt liðin séu 27 ár. Við urðum samferða í strætó í lok fyrsta vinnudags míns í Breið- holtsskóla. Við ræddum saman um heima og geima og Guðjón hló allt- af af og til mikið og hátt. Þar sem ég sat þarna hjá þessum síðhærða, alskeggjaða og hávaðasama manni og fannst að allir væru að fylgjast með okkur grunaði mig ekki að þarna færi starfsfélagi til nær þriggja áratuga, einn minn besti vinur og sá einstaklingur sem ég leitaði helst ráða hjá við lausn erf- iðra mála. Svona var hann kallinn, hrjúfur á yfirborðinu en undir bærðist mikið ljúfmenni og mann- vinur. Það verður erfitt að takast á við þann sannleika í næstu ferð okkar félaganna að ekki skuli vera hægt að þrasa við hann Guðjón um landsins gagn og nauðsynjar og heyra í honum hláturinn langt fram eftir nóttu. Guðjón var farsæll og góður kennari. Innsæi hans og skilningur á mannlega hegðun var sérstök. Þessir meðfæddu eiginleikar hjálp- aðu til að gera hann að góðum tónmenntakennara og ekki síður að skilningsríkum og úrræðagóðum félaga. Guðjón var brautryðjandi í tónmenntakennslu í Breiðholts- skóla. Hann var flest árin eini tón- menntakennari skólans og lagði því grunninn að því starfí sem unnið er í dag. Fyrir það ber að þakka. Eftir að hann lét formlega af störfum sem kennari við skólann vorið 1999 var hann alltaf boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd ef vantaði kennara í forföll. Þar sást enn einu sinni hversu flinkur kenn- ari hann var. Aldur, námsgrein eða aðstæður skiptu ekki máli, hann gekk í verkin og vann þau. Guðjón var mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum kennara. Hann stóð lengi í fararbroddi og barðist fyrir félagana. Að standa vörð um kaup og kjör er oft á tíðum erfið og vanþakklát barátta. Hann bar virðingu fyrir kennarastarfinu og skildi þýðingu þess fyrir þjóðina. Hann átti sér þá ósk að kennara- starfið yrði metið að verðleikum og var ófeiminn við að koma þeim skilaboðum til ráðamanna. Við kennarar eigum honum mikið að þakka. Við fráfall Guðjóns Böðvars hverfur af vettvangi einstakur kennari, lífsglaður baráttumaður og góður félagi. Um leið og ég þakka Guðjóni fyrir allt það frábæra starf sem hann vann í þágu skólans vil ég fyrir hönd nemenda og samstarfs- fólks þakka honum fyrir allar sam- verustundirnar. Eg kveð góðan vin og mikla manneskju. Börnum Guðjóns og fjölskyldum þein-a sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Ragnar Þorsteinsson skólastjóri. Hópumst saman í skellibirtunni hlýðum hugfangin á kór stundaglasanna bera á borð með sér álög vafin marglitum gljápappír varpa litfógrum bjarma í krókana og kimana fylla rjáfrin hvíslandi þrumuraust þangað til veðrin síga yfir höfuð okkar og kór stundaglasanna dregur okkur óvæntar byrðar úr hlustum nærir hálfrökkrið bitrum andgusti. Þetta ljóð orti Friðrik Guðni Þór- leifsson, skólabróðir og vinur okkar Guðjóns Böðvars, en ljóð þetta birti hann sem titilljóð í síðustu ljóðabók sinni, „Kór stundaglasanna", er gef- in var út árið 1991, ári áður en Frið- rik Guðni dó löngu fyrir aldur. Dauðsfall Guðjóns Böðvars var óvænt og nærir hálfrökkrið bitrum andgusti um hríð. En ef einhver tilgangur á að vera með mínum skrifum þá er hann sá að breyta þeim andgusti í meðbyr hlýrra minninga um Guðjón Böðvar, og að þakka fyrir vináttu hans og fjöl- skyldu fyrr og síðar. Guðjón Böðvar var söngmaður; hann bæði stjómaði og söng í ýmsum kórum. Hann kunni vel þá list að hlýða hug- fanginn á tónlist stundaglasanna og fannst mér stundum að hann gæti stöðvað stundaglasið á áhrifamikl- um augnablikum. Þótt vinir eldist verður vinátta þeirra síung. Hún yngist jafnvel er árum fjölgar og lifir á gagnkvæmri viðurkenningu á lyndiseinkunn beggja. Þannig finnst mér áratuga vinátta okkar Guðjóns Böðvars hafa verið. Upphaf okkar kynna urðu í söng- kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík, er við stunduðum nám í tvö ár og lukum þaðan söngkenn- araprófi vorið 1967. Sú deild var for- veri tónmenntakennaradeildarinnar eins og deildin heitir í dag. Guðjón Böðvar var nokkuð eldri en aðrir í þeim hópi, kvæntur og búinn að stofna heimili með Birnu Elíasdótt- ur eiginkonu sinni með sín þrjú líf- legu og kæru börn í Safamýri 35. Þessi aldursmunur og lífsreynsla umfram flest okkar varð til þess að Guðjón varð eins konar pabbi í hópnum og þegar við bættist smit- andi glaðværð og skelegg fram- ganga varð hann okkar foringi á ýmsum vegum. Vegir okkar lágu í bókstaflegum skilningi saman seinni veturinn er ég bjó í Fellsmúlanum og Safamýrin varð hæfilegur áfangastaður fyrir mig á daglegri göngu úr og í skólann. Heimili þeirra Guðjóns og Birnu varð sem mitt annað heimili og undi ég mér þar einkar vel með þeim hjónum og krökkunum kátu. Börnin voru hluti af þeim heimilisbrag sem ég var vanur, enda elstur sjö systkina á Akureyri. Síðar þegar utan var haldið til náms, var millilent og gist í Safamýri 35 á ferðum mínum að heiman og heim. Á þeim árum voru nætur oft ungar og vinunum stund- um býsna skrafdrjúgt sem vildi teygjast inn í morguninn og stutt í að börnin færu á stjá að kíkja á gestinn sem gisti í stofunni. Þetta var dásamlegur tími og alltaf vor í lofti. Síðar þegar útlitið dökknaði yfir minni heilsu og reynt var á þol- rif mín þá færðu Birna og Guðjón mér birtu og gleði sem létti af mér drunga dagsins. Styrkurinn og æðruleysið sem þau bjuggu yfir fylgdi síðan Guðjóni Böðvari þegar Birna lést snögglega árið 1993, að- eins 53 ára gömul. Enn frekar reyndi á hann þegar Sigurjón fóst- ursonur hans dó af slysförum rúmu ári síðar. Þá sýndi Guðjón Böðvar þann ótrúlega styrk sem hann hafði til að bera og þá hæfni að mæta erfiðleikum af miklu æðruleysi. Það var mér undrunarefni, er ég gisti hjá honum sem oftar í íbúð hans í Hátúni 4, hvernig öllu var til skila haldið. Guðjón gat gengið að hverj- um hlut, sérhverri bók, fágætum hljómplötum, ásamt hljóð- og sjónvarpsupptökum. Hann var ein- staklega glöggur og vel að sér í sögu landa og þjóða, og íslendinga- sögurnar hafði hann numið af kost- gæfni, og nærði sig og aðra á þeim arfi. Megi minningin um Guðjón Böðvar varpa litfögrum bjarma í hug og hjörtu ástvina, vina og vandamanna. Blessuð sé hún. Jón Hlöðver Áskelsson. Þrátt fyrir að allir eigi eina leið ófarna, þegar komið er að leiðar- lokum, koma umskipti tilveru okk- ar ávallt á óvart og oft með sérstak- lega óvæntum hætti. Þetta á við um vin minn, Guðjón Böðvar Jónsson, er var skyndilega kallaður til ann- arrar vistar mánudaginn 2. október sl. rétt rúmlega sjötugur að aldri. Fundum okkar bar fyrst saman undir lok heimsstyrjaldarinnar síð- ari er við störfuðum sem verka- menn við byggingu Þjóðleikhúss- ins, sem í stríðinu hafði verið notuð sem birgðageymsla breska hersins, en þá var tekið til við að fullgera húsið að innan. Það sem dró okkur saman til vinafagnaðar var sameiginlegur áhugi okkar á klassískri tónlist og listum almennt en í vinahópi okkar voru margir er síðar áttu eftir að marka vel fyrir viðdvöl sinni á ýms- um sviðum lista, í myndlist, bók- menntum, leiklist og tónlist. Dag- arnir eftir heimsstyrjöldina síðari voru miklir umbrotatímar, bæði á sviði stjórnmála og ekki síður í við- horfum til listsköpunar og var þá oft deilt af hörku, svo að menn skiptust í andstæða og ósættanlega flokka. Þessi átök höfðu mikil áhrif á okkur og reyndar má segja, að þau hafi knúið þá sem voru ungir til að ræða málin og taka einhvers konar afstöðu til þess sem deilt var um. I öllu þessu umróti daganna var eitt sem ekki sló á fölva, varð mönnum því dýrara djásn, sem meir var eftir sótt en það er tónlist- in, sú list, sem er utan við þær orð- legu sviptingar, er nærri því höfðu náð að tortíma heiminum, list, sem er óbundin af pólitískum afmörkun- um mannlegra samskipta og í raun eins og öll góð list, boðberi þess friðar, sem getur sameinað þjóðir. Guðjón Böðvar var söngmaður góður og var um skeið í Pólýfón- kórnum og í Liljukórnum, þar sem við áttum saman góðar stundir, ásamt góðu fólki. Hann tók þátt í ýmsum uppfærslum sem einsöngv- ari og starfaði einnig um skeið sem kórstjóri. Að loknu námi við tónmenntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík skilaði hann starfsdegi sínum við tónmennta- kennslu hér í Reykjavík. Guðjón Böðvar var skemmtilegur félagi og hann var einn af fáum, sem hló jafn hátt og ég og hjartan- lega, enda var mikið hlegið er hann kom í heimsökn. Hann var kátur, sístarfandi og áhugasamur, léttur á fæti og geislaði af lífsgleði, sem dró að honum margan góðan vininn. Nú hefur góður vinur minn safn- ast í hóp með þeim vinum okkar, sem fyrr hafa tekið sér far með ferjumanninum yfir móðuna miklu, til landa nýrrar tónlistar en við sem eftir sitjum söknum góðs vinar og fínnum sárt til með ættingjum hans. Frá sæti Guðjóns Böðvars andar þögn þess sem fjarri er og við er eftir stöndum, hjá ferðbún- um heimdraganum, drúpum höfði til samlætis fjarvist hans. Jtín Ásgeirsson. Kveðja frá félögum í Tónlist- arskólanum í Reykjavík I dag er kvaddur Guðjón Böðvar Jónsson, skólabróðir okkar frá námsárum í Tónlistarskólanum í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.