Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 2000 47 Það var ekki fjölmennur hópur sem hóf nám í söngkennaradeild Tónlistarskólans haustið 1965. Flest vorum við ungt fólk en Guð- jón var talsvert eldri, kvæntur maður og fjölskyldufaðir þegar hann settist með okkur á skóla- bekk. Við komum hvert úr sinni áttinni, mislitur hópur og hittumst fyrst við inntökuprófið. Síðan hóf- um við nám og áttum margt saman að sælda næstu tvo vetur. Þetta var annasamur tími. Námsgi'einar voru margar og ærin vinna var að stunda þær allar eins og til var ætl- ast. Við vorum að búa okkur undir að verða kennarar en jafnframt vorum við að fást við okkar sameig- inlega áhugamál á sviði tónlist- arinnar. Námsárin voru fljót að líða. Kennarar skólans hafa orðið okkur eftirminnilegir, þeirra á meðal voru sumir af þekktustu tónlistarmönn- um þjóðarinnar á þeim tíma. Sam- tíða okkur í skólanum var margt efnilegra nemenda og upprennandi tónlistarfólk. Við í kennaradeildinni náðum ágætlega saman og með okkur tókst góður kunningsskapur. Guðjón setti sinn svip á hópinn, var ætíð léttur í lund, glaðvær og hress. Eftirminnileg verður ætíð hans hljómmikla rödd og háværu hlátrasköll þegar uppi var glens eða gamanmál. Að tveimur námsárum liðnum, vorið 1967, lukum við söngkennara- prófi, sem á síðari árum nefnist tónmenntakennarapróf. Að síðustu prófunum loknum gerðum við okk- ur glaðan dag og eftir útskriftina kvöddumst við. Hver hélt á ný sína leið, sumir fóru til framhaldsnáms, aðrir hófu störf að sumri liðnu. Guðjón hóf strax starf sem tónmenntakennari og stundaði það upp frá því, lengst af í Breiðholts- skóla. Hópurinn úr söngkennarardeild og fleiri nemendur sem útskrifuð- ust vorið 1967 frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík hafa komið saman nokkrum sinnum á útskriftar- afmælum til að gleðjast saman á góðri stund og rifja upp gamlar minningar. Guðjón var ætíð mikili hvatamaður að slíkum samkomum og var þar fagnaðarhrókur. Fyrir nokkru hittumst við þrír úr hópn- um stutta stund yfir kaffibolla líkt og svo oft á námsárunum og kvödd- umst síðan glaðir í bragði. Það reyndist vera okkar síðasti fundur með Guðjóni því skömmu seinna var hann látinn. Að leiðarlokum kveðjum við skólasystkinin félaga okkar Guðjón Böðvar, þökkum honum góð kynni og óskum honum góðrar ferðar yfir móðuna miklu. Börnum hans og öðrum aðstand- endum sendum við samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd skólasystkina, Njáll Sigurðsson. Guðjón B. Jónsson var ekki að færa í stílinn eða orðlengja hlutina. Guðjón var maður með ákveðnar skoðanir og vann þeim stað með framkomu sinni; framkomu sem einkenndist af markvissu og yfir- veguðu orðavali. Þegar ég lít til baka sé ég alltaf betur hvað hnyttin tilsvör hans gátu oft hitt í mark og fengið mig til að sjá málefni í víðara samhengi. Þegar ég hóf skólagöngu í Breiðholtskóla kenndi Guðjón tón- mennt og var það nú síður í uppá- haldi hjá mér að læra eða hlusta á klassíska tónlist. Hins vegar man ég hvað ég var alltaf prúður og stilltur, enda Guðjón strangur kennari sem hélt uppi miklum aga. Nokkrum árum seinna kynntumst við Börkur, sonur Guðjóns, og man ég að mér þótti óneitanlega svolítið skrýtið að kynnast nú Guðjóni sem föður vinar míns. Heimili Guðjóns og Birnu var mér alltaf opið og var sérstakt hvað þau voru hlý og um- burðarlynd í minn garð. Guðjón varð mér kær og því betur sem ég kynntist honum því betur varð mér ljóst að þar fór maður með stórt hjarta. Hinn 2. október sl. fórum við hjónin í verslunina Nóatún og hitt- um þar Guðjón sem fagnaði okkur og faðmaði innilega. Guðjón fór með gamansemi og glaðværð, við hlógum öll mikið; sannarlega gleði- stund. En það er kaldranalegt hvað það getur verið stutt milli gleði og sorgar, því fáum mínútum síðar var þessi hjartahlýi og glaðværi maður fallinn í valinn. Þegar ég hugsa til þessarar stundar finn ég blendnar tilfinningar, annars vegar mikla sorg og hins vegar ánægju yfir því að fá að muna Guðjón þar sem hann fór með glaðværð og gaman- semi. Þannig er ómetanlegt að fá að muna góðan mann. Um leið og ég votta Þóri, Guð- björgu, Berki, Ólöfu, Gná, Eiði, Brjáni, Sigurlaugu, Herdísi og öll- um afabörnunum mína dýpstu sam- úð læt ég fylgja þessum línum vers úr bæn eftir móður mína, Astu Er- lingsdóttur. Þitt nafn er nöfnum æðra ég nýt þess, Jesú minn. Af guðlegri gefandi elsku er gerður vegurinn þinn. Geir Sigurðsson. Daginn sem Guðjón Böðvar kvaddi þessa lífsstjörnu var sam- kennari okkar í áratugi, Asta Hannesdóttir, jarðsungin. Hún hafði lofað Guðjóni því að eftir sjö- tugsafmæli sitt skyldu þau stund- um lyfta glasi saman, en sú íþrótt var henni lítt töm. Það var kannski til gamans sagt, en mikið vorum við Guðjón og félagar glaðir í sjötugs- afmæli Ástu sem haldið var í Fram- sóknarhúsinu smágerða í Kópavogi. Þar héldum við líka haustfagnað Breiðholtsskóla og þegar við félag- arnir komum inní salin héldum við það anddyri og Jóhannes Sandhólm spurði: „Er svo salurinn svo fyrir innan?“ Það þarf varla að taka það fram að þetta varð einhver best heppnaði haustfagnaður í sögu Breiðholtsskóla og hlátur Guðjóns Böðvars ríkti þar öðru ofar. Til jarðarfarar Ástu kom Guðjón með félaga okkar Teit Þorleifsson, sem fyrir löngu va" orðinn löggilt- ur. Það var Guðjón Böðvar líka - en hann mátti ekki vera að því að sinna hvíldarskyldunni. Breiðholts- skóla varð ekki haldið gangandi án hans. Ég kvaddi hann í hádegi og bjóst við endurfundum í morgun- kaffinu þar sem við höfðum setið hlið við hlið í tvo áratugi - en svo varð ekki. Hann féll að foldu þann dag eftir að hafa hlegið hressilega með vini sonar síns, sem hann hitti á förnum vegi. Þannig var Guðjón Böðvar. Hressleikinn uppmálaður þegar hann hitti félagana; fulltrúi lífsgleðinnar þótt sjálfur hafi hann búið yfir sárari lífreynslu en gerist og gengur. Misst lífsakkeri sitt, Birnu, á besta aldri og fósturson í blóma lífsins. Ég man fyrst eftir Guðjóni Böðv- ari þegar ég var unglingur í Æsku- lýðsfylkingunni. Sósíalisminn var lífsstefnan og allir sem máttu sín minna áttu samúð hans. Yfirborðið var oft hrjúft, en hjartað því heit- ara. Á síðasta ári, eftir að hann vart kominn á eftirlaun, kom í starfs- deild Breiðholtsskóla, sem ég veiti umsjón, ungur piltur frá Græn- höfðaeyjum. Hann þurfti á einka- kennslu að halda og voru góð ráð dýr því kennarar lágu ekki á lausu. Eftirlaunaþeginn Guðjón Böðvar kom þá uppí huga Ragnars skóla- stjóra, sem gekk frá málunum taf- arlaust. Ég var nú ekki viss um að vinur minn og vopnabróðir væri færasti maður sem völ væri á í slíka sérkennslu - en sjá: Hann sló hina óhefðbundnu strengi af slíkri list í þessari kennslu að marktæk fram- för varð hjá hinum unga nemanda. Slíkt er aðeins á færi hinna reynd- ustu kennara er búa jafnframt yfir hinu mannlega innsæi og hlýju sem er grunnur allrar alvörukennslu. Guðjón Böðvar var þekktastur fyrir kórstjórn sína og starf í stétt- arfélagi kennara. Hann var maður hinnar róttæku menningar. Fyrir mörgum árum gerði ég útvarpsþátt um Kór Trésmíðafélagsins, sem Guðjón stjórnaði sem lengst, og kryddaði hann þáttinn léttum húm- or með alvöruna í bakgrunni. Þegar ég mætti á fyrsta kennaraþing mitt varð ég þess var að þar var Guðjón Böðvar í hávegum hafður - og sér í lagi er mér minnisstæð samvinna hans og Elínar G. Ólafsdóttur, hvernig menn geta verið innilega ósammála án þess að missa sjónar á sameiginlegu markmiði og standa ávallt saman í baráttunni án þess að minni mál hafi þar áhrif á. Þar skilur á milli stórmennisins og þess sem hugsar smátt og uppsker rýrt. Þeir tveir áratugir sem við Guð- jón Böðvar sátum hlið við hlið í Breiðholtsskóla eru mér dýrmætir. Vinátta hans var gulli betri og sós- íalismi, tónlist og bókmenntir bundu okkur sterkum böndum. Klassískin var hans tónlist og djassinn mín, en við vorum víðsýnir og hlustuðum á hvorutveggja. Guð- jón mætti oft á djasstónleika og naut vel. Og einhverjir síðustu al- vörutónleikarnir þarsem við nutum djassins saman voru tónleikar sænska klarinettusnillingsins Putte Wickmans. í ferðalög lögðumst við oft, inn- anlands sem erlendis. Að veiðiferð- um verður vikið síðar, en námsferð- in til Guernseyjar verður mér minnisstæðari en aðrar. Við Guðjón vorum herbergisfélagar og þegar skólaheimsóknir voru ekki á dag- skrá að morgni dags héldum við í bæinn að kynna okkur mannlífið. Við heimsóttum kirkjur áður en messur hófust og ræddum við prestana eða lölluðum niðrað höfn og tókum sjómenn tali. Sögðum frá sjómennskunni heima og þorska- stríðunum og þeir uppfræddu okk- ur um afla og mið - trúðu okkur jafnvel fyrir miðum sem engir nema þeir þekktu. Vissu sem var að Grindavíkur-Gaui og Vestmanna- eyja-Venni myndu varla hasla sér völl i útgerð á Ermarsundi. Guðjón setti þó eftirminnilegustu spor sín á tískuverslun eyjarinnar. Mig vantaði jakkaföt og vildi gjarn- an hafa þau ljós. Þar var Guðjón Böðvar sérfræðingurinn og góð- glaðir héldum við í verslunarleið- angur í fríverslunarríkinu Guerns- ey. Ekki leið á löngu uns við fundum fötin einu og allt tilheyr- andi og stórfé var reitt af hendi. Daginn eftir héldum við í búðina og náðum í varninginn sem sniðinn hafði verið að þörfum mínum, en mikið var ég undrandi þegar versl- unarmenn nikkuðu kollinum rétt til mín, sem þó hafði borgað brúsann, en bugtuðu sig og beygðu fyrir meistaranum og sögðu í sífellu: Mister Jonsson, mister Jonsson. Þetta voru vönduðustu og vand- meðförnustu jakkaföt sem ég hef eignast og þá ég skrýðist þeim verður mér einum ekki hugsað til Guðjóns Böðvars - heldur öllum starfsmönnum Breiðholtsskóla. Ekki verður Guðjón Böðvar kvaddur án þess að minnst sé á Veiðifélag kristnifræðikennara Breiðholtsskóla, en þar var hann heiðursfélagi. Þetta félag var stofn- að er karlkennarar Breiðholtskóla héldu í veiðiferð, en veiðifélag það er leigja átti veiðihúsið af vildi ekki leigja því fyrri leigendur höðu skil- ið ansi illa við. „En við erum kristnifræðikennarar", sagði þá Orn talsmaður okkar og skildu eig- endur strax að slíkum mönnum væri treystandi fyrir eigum sínum. I öllum ævintýraferðum Breið- holtsskólakennara á veiðislóðir var Guðjón Böðvar lífið og sálin þótt nálægt veiðum kæmi hann aldrei. Hann sá um snyrtimennsku í eld- húsi og gleði á kvöldvökum. í öllum rannsóknaferðum um náttúru og sögustaði var hann manna spræk- astur og þegar íþróttahetjurnar ungu skulfu í kuldagöllum sínum stóð hann keikur í jakka með fráhneppta skyrtu og miðlaði af þekkingu sinni. Þeir er með honum voru í síðustu veiðferðinni, helgina áður en hann kvaddi, munu aldrei gleyma honum í Kaldalóni er hann sagði frá tónskáldinu ástsæla, sem bjó lengi á æskustöðvum hans í Grindavík, og gæddi frásögn hans umhverfið máttugu lífi. Það gerði hann líka er við fórum með honum í vorferð til Grindavíkur fyrir nærri tveimur áratugum. Guðjón kom á kúttmagakvöldum innan VKKB og urðu margir að manna sig upp til að sporðrenna góðgæti því er hann matbjó. Kvöld- in þau heyra sögunni til en dillandi hátur Guðjóns og glaðbeittar sög- urriar lifa í minningunni og í fyll- ingu tímans munum við félagarnir í VKKB hittast á nýjum kvöldum og njóta þess sem var og aldrei verður frá okkur tekið. Fyrir hönd okkar félaganna sendi ég öllum ástvinum Guðjóns samúðarkveðjur og honum þökkum við samfylgdina - sem þó er ekki lokið. Það er ekki sárt að falla að foldu með bros á vör hafandi komið upp sínum börnum, en mér fannst verst að Guðjón vinur minn komst ekki í þá ferð sem skipulögð hafði verið og ég öfundaði hann heilshugar af - ferðina til hinnar fyrirheitnu Kúbu. Eigi ég eftir að stíga á kúbanska grundu mun ég skilja þar eftir kve'ðju frá Guðjóni Böðvari Jóns- syni. Vernharður Linnet. Vinur okkar, félagi og söngstjóri er látinn. Það var árið 1973 sem sönghóp á vegum Trésmiðafélags Reykjavíkur vantaði söngstjóra. Guðjón Böðvar Jónsson söngkenn- ari var ráðinn og starfaði með okk- ur í 14 ár. Það ríkti engin lognmolla á æfingum hjá Guðjóni. Hann út- setti lög fyrir kórinn, vann af áhuga og lagði áherslu á að kórfélagar gerðu það líka. Æfingar urðu því oft langar, líflegar og eftirminnileg- ar. Það duldist engum þegar Guð- jón var á ferðinni með sinn hressi- lega hlátur sem hann hreif alla með. Hann var mikil persóna, hrjúfur á yfirborðinu, en ljúfur og skemmtilegur félagi. Á þessum tímamótum þökkum við góðum dreng fyrir samfylgdina. Við vott- um börnum hans og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Félagar í Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur. Því er hljóðnuð þýða raustin, hún, sem fegurstu kvæðin k\'að? Því er söngurinn þagnaður, hann, sem í ómandi öldum lék við eyrun sem lóukvak, eða líkt og lækjamiður? Það var myndarlegt framtak hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur, árið 1972, þegar það stuðlaði að stofnun blandaðs kórs, sem starfaði innan félagsins af miklum krafti. Guðjón Böðvar varð stjórnandi kórsins eft- ir eitt og hálft ár og var söngstjóri í 14 ár. Stofnendur kórsins voru á annan tuginn og aðeins einn maður í hópnum hafði áður verið í kór. Smátt og smátt fjölgaði í hópnum og alltaf bættust við nýir og nýir viðvaningar. Frá upphafi var það sjálfsagður hlutur að allir sem vildu fengju að vera með, hvort sem þeir syngju vel eða illa, hvort sem þeir hefðu lag eða ekki. Þarna var því algerlega óplægður akur og segir sig sjálft að það var bæði seinlegt og vandgert að koma þessum sund- urleita hóp af stað. En eins og mannskapurinn var sundurleitur og fákunnandi í tónlistinni, eins var hann samheldinn og áhugasamur í þessari glímu, bæði í félagslegri uppbyggingu kórsins sem hinni vandasömu og framandlegu glímu við tónbil og takt. Enginn var áhugasamari né sam- viskusamari en söngstjórinn sjálf- ur. Hann mótaði kórinn. Hver ein- asta æfing var vandlega undirbúin og gengið til verks með festu og gleði. Guðjóni var alltaf gefið al- ræðisvald um verkefnaval, enda hafði hann bæði smekk og kunnáttu til að velja kórnum viðfangsefni við hæfi, þannig að reyndi á mann- skapinn að fást við metnaðarfull verkefni en þó ætíð innan þeirra marka að takast mætti að ljúka verkefnunum með sóma. Undir stjórn Guðjóns tókst að gera kórinn ótrúlega mikils megnandi. Á tíma- bili var hann einn best starfandi kór landsins, hélt fjölda tónleika innan lands og utan, kom fram í út- varpi og sjónvarpi og tók þátt í starfsemi Trésmiðafélagsins og verkalýðshreyfingarinnar í heild svo eftir var tekið og gagn var að. ' I kórstarfinu var Guðjón ekki einn. Þar eins og annars staðar stóð Birna með honum. Þau höfðu á sínum tíma kynnst og sungið sam- an í Kammerkórnum og það kom eins og af sjálfu sér að hún kæmi til okkar í kórinn með sínum manni. Það var mikill liðsstyi'kur að Birnu því bæði var hún þaulvön kórmann- eskja, hafði frábæra rödd og var mjög tónviss. Þetta kom sér sann- arlega vel fyrir altinn og kórinn í heild, því engin þeirra hafði áður sungið öðruvísi en með sínu eigin nefi. Bæði höfðu þau hjónin mikinn metnað fyrir kórinn og lögðu sig öll fram við að gera starf hans árang- ursríkt, bæði músíkalskt og félags- lega. Fyi'ir þetta mikla starf minn- ast allir kórfélagar, sem urðu þeim samferða, Guðjóns og Birnu með þakklæti. Eftir að þau hættu í Samkór Trésmiðafélagsins sungu þau um hríð í litlum vinahópi uns dauðinn rauf þann hóp. Sjálf lést Birna skömmu seinna og ekkert varð samt aftur. Þjáð af sorg er þýða raustin, hún, sem fegurstu kvæðin kvað. • Því er söngurinn þagnaður? Hann mun í ómandi öldum aldrei leika sem lóuh'ak, eða líkt og lækjarniður. Þjáð af sorg er þýða raustin, hún, sem fegurstu kvæðin kvað. Þessi tvö erindi, sem Gestur þýddi úr finnsku, söng kórinn, við hið tregafulla lag Jeans Sibeliusar. Lag og texti falla svo vel saman að þar myndast ein órjúfanleg heild. Þessi finnski söngur hæfir vel minningunni um Guðjón og Birnu. Eins og oft vill verða dró Guðjón sig inn í skel sína eftir lát konu sinnar. Hann hætti smám saman að koma í heimsókn en af og til hitt- umst við á förnum vegi eða hringd- •- um hvor til annars. Mér hlýnaði alltaf um hjartarætur við að heyra í honum: „Sæll, vinur,“ því ég vissi hvað honum fundust orð dýr og hann kallaði fáa vini, af því hvað það er dýrt orð. Nú bið ég haustvindinn, sem fer svo víða, að bera mín orð: Vertu sæll, vinur! Örn Erlendsson. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. m Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.