Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MINNINGAR t Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR EINARSSON, Greniteig 9, Keflavík, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðumesja miðvikudaginn 4. október, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 13. október kl. 14.00 Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarsjóð Sjúkrahúss Suður- nesja. Sigrún Guðjónsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Steinunn Njálsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Hansborg Þorkelsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Árný Þorsteinsdóttir, Sveinbjörg Sigurðardóttir,Guðsveinn Ólafur Gestsson og barnabörn. t Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN HERMANNSDÓTTIR, Gerðavegi 2, Garði, andaðist á Landspitalanum Fossvogi fimmtu- daginn 28. september. Útför hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir eru sendar öllu starfsfólki Garðvangs, Garði. Guðmundur Þórarinsson, Anna María Guðmundsdóttir, Sigfús Dýrfjörð, Katrín Guðmundsdóttir, Þorsteinn Kristjánsson, Hermann Guðmundsson, Oddný Ingimundardóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Kristinn Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Astkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI FRIÐRIK JOHNSEN frá Vestmannaeyjum, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafn- arfirði, sunnudaginn 8. október. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 16. október kl. 15.00. Ásdís Anna Johnsen, Björn Blöndal, Hrafn G. Johnsen, Sigurrós Skarphéðínsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ANNA BÁRA SIGURÐARDÓTTIR, Efstaleiti 81, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 13. október kl. 16.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Róbert Örn Ólafsson, Dagmar Róbertsdóttir, Haraldur G. Magnússon, Ólafúr Ríkharð Róbertsson, Halldóra Jóna Sigurðardóttir, Kristín Erla Ólafsdóttir, Anna Helga Ólafsdóttir, Róbert Örn Ólafsson jr., Magnús Pétur Haraldsson, Margrét Rósa Haraldsdóttir. t Útför eiginmanns mín, föður okkar, tendaföður og afa, MAGNÚSAR HELGASONAR stjórnarformanns Hörpu hf., Einimel 4, Reykjavík, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 12. október, og hefst kl..13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Barnaspitalasjóð Hringsins. Katrín Sigurðardóttir, Sigurður Gylfi Magnússon, Bryndís íris Stefánsdóttir, Helgi Magnússon, Arna Borg Einarsdóttir, Magnús Örn Helgason, Sunna María Helgadóttir, Arnar Þór Helgason. MAGNÚS HELGASON + Magnús Helga- son fæddist í Reykjavík 24. nó- vember 1916. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 5. október síðastliðinn eftir stutta sjúkra- legu. Hann var son- ur hjónanna Odd- rúnar Sigurðar- dóttur, húsmóður og Helga Magnússonar, kaupmanns. Þau eignuðust tólf börn. Af ellefu systkinum Magnúsar eru nú þrjár systur á lífi: Valgerður, fyrrv. yfirhjúkrunarkona (f. 1902), Magnea Katrín, fyrrv. skól- astjóri (f. 1906) og Jóhanna Kat- rín, fyrrv. tækniteiknari (f. 1920). Eftirlifandi eiginkona Magnús- ar er Katrín Sigurðardóttir, hús- móðir, (f. 1921). Foreldrar hennar voru Eyríður Arnadóttir húsmóð- ir og Sigurður Guðbrandsson skipstjóri. Þau Katrín og Magnús eignuðust tvo syni: 1) Helgi (f. 1949), viðskiptafræð- ingur og löggiltur endurskoðandi, fram- kvæmdasljóri Hörpu hf. Hann er kvæntur Ornu Borg Einars- dóttur (f. 1960) hjúkr- unarfræðingi. Börn þeirra: Hlín (f. 1987, d. 1988), Magnús Öm (f. 1989), Sunna María (f. 1991) og Arnar Þór (f. 1996). 2) Sigurður Gylfi (f. 1957), sagn- fræðingur í ReykjavíkurAkad- emíunni og háskólakennari. Unn- usta hans er Bryndís íris Stefánsdóttir (f. 1961) jarð-og landfræðingur, kennari í Verslun- arskóla Islands. Sonur hennar er Stefán (f. 1990). Magnús Helgason lauk verslun- arprófi frá Verslunarskóla Is- lands árið 1936 og stundaði nám næstu árin í verslunarskólum í Bretlandi, Danmörku og Þýska- landi. Hann var framkvæmda- stjóri hjá Helga Magnússyni & Co. frá 1939 til 1961. Magnús var framkvæmdastjóri og stjórnarfor- maður Hörpu hf. árin 1961 til 1992 en starfandi stjórnarformað- ur fyrirtækisins eftir það til dauðadags. Hann átti sæti í stjórnum ým- issa verslunarfyrirtækja, var um skeið í stjórn Félags íslenskra byggingarefnakaupmanna, Kaup- mannasamtaka íslands og Versl- unarráðs íslands. Hann átti einnig sæti í stjórn Knattspyrnufélagsins Vals, Heimdallar, Sambands ung- ra sjálfstæðismanna og var for- maður Lionsklúbbsins Þórs í tví- gang. Þá átti Magnús sæti í stjórnskipaðri nefnd um við- skiptasamninga við Sovétríkin, ýmist sem fulltrúi Verslunarráðs eða Félags íslenskra iðnrekenda. Hann sat í bankaráði Iðnaðarbankans hf. sem aðal- eða varamaður á árunum 1974 til 1990 og átti sæti í stjórn Eignarhaldsfé- lagsins Iðnaðarbankinn hf. Utför Magnúsar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Góður maður er genginn. Þegar spurt er, hvað hafi helst einkennt Magnús Helgason, koma margir góðir eiginleikar hans í hug- ann. I fáum minningarorðum langar mig að gera tilraun til að svara spurningunni um hvað hafi helst einkennt hann. Ég veit að svarið verður ekki tæmandi - einungis brot af viðhorfum mínum en ég stóð nærri og hafði gott tækifæri til að fylgjast með fóður mínum í hálfa öld. Én víst er ég ekki hlutlaus. Það fyrsta sem kemur í hugann er velvilji hans og hjálpsemi. Hann lét gott af sér leiða þar sem hann gat því við komið og reyndist stoð og stytta fjölskyldu sinnar og vina alla tíð. Stundum fannst manni að hann mætti hugsa meira um sjálfan sig en hann svaraði slíkum ábendingum með því að hann væri sáttur við sitt og viðurkenndi helst ekki að hann væri að leggja einhverjum lið. Magn- ús var ekki í hópi þeirra sem bera góðverk sín á torg. Kristin trú, trúin á lífið sjálft og líf eftir þetta líf settu sterkan svip á Magnús Helgason. Hann fór ekki dult með það að dauðinn værí ein- ungis upphafið að miklu ferðalagi. Ég trúi því að margir vinir og vanda- menn hafi tekið honum opnum örm- um á nýjum slóðum þegar hann hóf hinstu ferð þessa lífs í síðustu viku. Ég hygg að Magnús hafi ekki óttast dauðann vegna einlægrar trúar á framhaldslíf. Hann hefur því tekið undir með Hallgrími Péturssyni: „Kom þú sæll, þá þú vilt“. Sterk trú á framhaldslíf veitir fólki hugarró og gerir það yfirvegað. í boðun kirkjunnar eru áherslur þjóna hennar að vonum misjafnar. Magnús átti sína menn í kirkjunni, presta sem hann vildi hlusta á og átti trúarlega samleið með. Hann naut heils hugar stunda í Dómkirkjunni í Reykjavík þegar kennimenn eins og sr. Jón Auðuns og síðar sr. Þórir Stephensen fluttu Guðs orðið í þess- um anda. Þeir tveir eru ekki nafn- greindir til að kasta rýrð á aðra kirkjunnar þjóna. Þeir voru einungis í sérstöku uppáhaldi. Magnús Helgason sýndi fleirum tryggð en fjölskyldu sinni, vinum og þjóðkirkjunni. Þar sem hann valdi að gerast þátttakandi var óhætt að treysta á liðveislu hans. Magnús stóð h H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur *- H H H H H H P E R L A N Sími 562 0200 XIITTITTXT með sínum hópi og vann ávallt af heilindum. Gilti þar einu hvort um var að ræða afskipti hans af fyrir- tækjarekstri og atvinnulífi, aðild að félögum og hreyfingum eins og Frímúrarareglunni, Lions eða Knattspyrnufélaginu Val - að ekki sé nú talað um Sjálfstæðisflokkinn. Formenn Sjálfstæðisflokksins á hverjum tíma voru þeir menn sem hann treysti öðrum fremur - allt frá Jóni Þorlákssyni og Ólafi Thors til núverandi formanns, Davíðs Odds- sonar. Með Magnúsi er gengið eitt allra öruggasta atkvæði Sjálfstæðis- flokksins! Hann var íhaldsmaður í besta skilningi þess orðs og hann lét sig miklu varða hvemig hægrimönnum reiddi af víða um heim. Landamæra- línan var alls ekki dregin um Island eitt. Við bræðumir göntuðumst stundum við hann um það að hann væri Repúblikani í Bandaríkjunum, fylgdi Ihaldsflokknum í Bretlandi að málum, Venstre í Danmörku og Kristilegum í Þýskalandi svo eitt- hvað sé nefnt. Hann kunni þessari hugsun vel. Magnús var einnig íhaldsmaður í þeim skilningi að hann var fastheldinn á góða siði og þjóð- lega menningu. Hann hélt sínu striki varðandi það sem honum þótti rétt og viðeigandi. Hann var t.d. einn af fáum mönnum sem ávallt bám hatt á höfði, gekk í fötum með vesti og not- aði vasaúr sem hann geymdi í vestis- vasa sínum, fest við langa gullkeðju - barnabörnunum til óblandinnar ánægju þegar þau vom á sínum fyrstu áram. Þessi sama lýsing gæti einnig átt við Helga afa minn. Þann- ig man ég hann. Þeir feðgar vom reyndar um margt líkir og mjög samrýndir. Það er því miður orðið allt of lítið um svona virðulega menn í okkar samfélagi. Menn geta hvort heldur þeir vilja kallað það íhaldssemi eða stöðug- leika að Magnús bjó einungis á tveimur svæðum í Reykjavík alla sína tíð. I foreldrahúsum við Bankastræti 6 og síðar 7 en eftir að hann og Kat- rín móðir min gengu í hjónaband fluttu þau á Grenimel og bjuggu þar í 17 ár en byggðu svo við Einimel og hafa búið þar síðan. Með öðmm orð- um: Það hefur ekki verið mikið rápað milli hverfa. Magnús Helgason var tæplega 84 ára þegar hann féll frá hinn 5. októ- ber sl. Hann var ekki einungis gæfu- maður í meira en hálfrar aldar hjónabandi með móður minni, heldur var hann einnig svo gæfusamur að geta gengið til starfa sinna með lífs- gleði og krafti þar til nokkrum dög- um áður en hann lést. Hann upplifði þvílíkar breytingar á íslensku samfé- lagi á lífsskeiðinu og starfsferli sín- um að með ólíkindum er. Hann var tveggja ára í Bankastræti 6 þegar Islendingar fögnuðu fullveldinu neð- ar í þeirri götu 1. desember 1918. Hann tók þátt í Alþingishátíðinni ár- ið 1930 og stofnun lýðveldisins á Þingvöllum árið 1944. Þetta voru at- burðir sem mörkuðu djúp spor í líf Magnúsar og kynslóðar hans. Við fjölskyldan hans fundum þetta ekki síst þegar hann skundaði á Þingvöll árin 1974 og 1994 til að hylla land og þjóð á stóram stundum. Vegur ís- lands varð að vera sem mestur. Magnús var rétt að hefja lífsstarf sitt eftir Verslunarskólapróf og nám í þremur löndum þegar síðari heims- styrjöldin skall á árið 1939. Hann hafði m.a. dvalið í Berlín þegar ógn- arstjórn Hitlers var að leggja granninn að veldi sínu. Magnús hvarf þaðan skömmu áður en styrj- öldin brast á. Hér á landi hafði stríð- ið og hernámið gífurleg áhrif, eftir- stríðsárin einkenndust af vaxtar- verkjum þjóðfélags sem var að byrja að losna úr ánauð kotungsbúskapar og kreppu. Þá tók við kalda stríðið með miklum pólitískum átökum hér á landi og erlendis. Það setti mark sitt á ungt fólk á þeim tíma. Islend- ingar bjuggu við höft á öllum sviðum viðskipta og atvinnulífs uns Við- reisnarstjórnin hóf ferð þjóðarinnar inn í nýja tíma á áranum 1958 til 1971. Eftir það hafa tímarnir verið sveiflukenndir og í seinni tíð bylting- arkenndir - en sú framvinda er okk- ur flestum miklu betur kunn. Magn- ús var áhugasamur og virkur þátttakandi á öllum þessum skeiðum sögunnar og hann tók þátt og fylgd- ist með af áhuga alveg fram á síð- ustu daga. Þetta er mjög merkilegt og hefur verið ómetanlegt fyrir okk- ur sem höfum haft tækifæri til að hlusta á hann lýsa þessum ótrúlegu þjóðlífsbreytingum sem gengu yfir á einni mannsævi. Ég óttast að með kynslóð Magn- úsar sé að hverfa ákveðinn virðu- leiki og sjentilmennska sem mín kynslóð virðist ekki hafa náð að til- einka sér. Faðir minn var sterkur persónuleiki sem einkenndist af bjartsýni og góðum húmor. Auðvit- að skiptust á skin og skúrir í lífi hans eins og allra annarra. En styrkleiki hans fólst m.a. í því að hann var fljótur að fyrirgefa og hann var laginn að gleyma því sem hann taldi að myndi ekki bæta lífið og tilveruna. Þeim mun meiri áherslu lagði hann á að varðveita hið áhugaverða, merkilega og góða sem hann miðlaði svo áfram til annarra og varð þannig jákvæður og upp- byggilegur í samskiptum. I þessu er fólgin viss stefna eða lífsspeki sem ég veit að hefur haft sín áhrif á sam- ferðamennina. Vissulega er hugsun af þessu tagi mannbætandi. Við nánustu ættingjar Magnúsar, við samstarfsmenn hans í Hörpu og aðrir góðir vinir og samferðamenn höfum nú misst mikið. Við munum öll sakna hans sárt. En minningin um merkan persónuleika og einstak- an sómamann mun ylja okkm- - og gera okkur stolt um ókomin ár. Blessuð sé minning Magnúsar Helgasonar. Helgi Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.