Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 5j. MINNINGAR JÓN SIGURGEIRSSON + Jón Sigurgeirs- son fæddist á Helluvaði í Mývatns- sveit 14. apríl 1909. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Seli á Akureyri 11. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 19. september. Sumarið 1987 brá ég mér norður til Akur- eyrar ásamt vinkonu minni og ætluðum við að gista hjá foreldrum hennar. Hún hafði sagt mér svo margt fallegt af pabba sínum. Ég vissi að hann væri töluvert eldri en „hinir“ pabbarnir, að hann þekkti hálendið sem lófann á sér, að hann væri hagur og söngelskur. Þegar þangað kom gekk á móti okkur gamall maður, afalegur og góðleg- ur, og flaug Dísa upp um hálsinn á honum. Það var ró og hlýja yfir þessum manni, greind- ur og djúpur og gott að vera í návist hans. Fyrr en varði vorum við saman komin í kringum orgelið. Jón settist að spili, gömlu, hrjúfu hendurnar fóru svo fallega mjúkum höndum um lyklaborð- ið. Við Dísa tókum upp fiðlu og víólu og svo komu öll gömlu lögin, eitt af öðru: Fjárlögin, Bellmann og svo mörg, mörg önnur sem ég hafði aldrei heyrt og þóttist ég þó nokkuð sjóuð á því sviði. Það opnaðist fyrir mér nýr heimur, sá heimur sem var að hverfa, sá heimur sem lifði með Jóni við orgelið umkringdum ætt- ingjum og vinum í spili og söng. Svo fórum við í sveitina hans. Þar fórum við á bæi og tókum lagið við orgelið, Garðar í Lautum tók upp fiðluna sína og enn bættust við lögin og textarnir sem ég ekki kunni. Og svo öll saga fiðlunganna í sveitinni, sem seinna urðu ritgerðarefni mitt úti í New York. Á leiðinni var frá mörgu að segja, Jón kunni sögu og heiti á hverri hæð og hól, þekkti gamlar leiðir, fyrri ábúendur, sagði frá fornum búskaparháttum og minnis- verðum gestum. Hann sagði okkur frá breskum skólapiltum sem komu gangandi að bænum eitt sumarið og fengu að gista í hlöðunni. Á hverj- um degi komu þeir að fá lánaðan blýantsstubb til að skrifa dagbók og alltaf var honum skilað skilmerki- lega aftur. Þeir áttu greinilega ekki of mikið af peningum blessaðir. Það fór vel á með þeim og Jóni sem not- aði tækifærið að æfa sig í enskunni. Loks fór svo að þeir buðu honum til Englands og þáði hann boðið. Brá honum heldur en ekki í brún þegar þangað kom. Þeir áttu heima í höll þar sem ekki skorti neitt, voru af gömlum, ríkum ættum og var þetta uppeldisaðferð þeirrar stéttar. Eitt er víst að ungu mennirnir hefðu aldrei þorað að bjóða heim til sín á slíkt höfðingssetur öðrum en al- mennilegum og virðingarverðum manni og þannig var Jón. Á heim- leiðinni úr sveitinni staðnæmdumst við á fögrum stað og teyguðum að okkur fegurð bjartrar sumarnætur- innar. Þá tók Jón að syngja „Ein yngismeyja gekk út í skóginn" og kenndi okkur stelpunum öll erindin. Síðan hef ég alltaf haldið upp á þetta lag og tengt það Jóni. Síðasta kvöldið á Akureyri var hátíð í bæ og fórum við þá í Lystigarðinn að horfa á heilmikla flugeldasýningu. Einhvern veginn komst hún þó ekki í hálfkvisti við flugeldasýningu Skaparans, norðurljósin, sem höfðu skartað sínu fegursta kvöldið áður. Það var mikil stemmning og margt um manninn. Ég tók undir arminn á Jóni og leiddumst við í gegnum mannþröngina. Nú vorum við orðin vinir og mikið þótti mér orðið vænt um hann. Það þurfti ekki að segja, hann skynjaði það. Það var hálf öld á milli okkar og svo ólíka ævi höfð- um við átt, en innra með okkur var eitthvað eins, sem tengdi, einhver lífsskynjun af sömu rót. Fyrir nokkrum árum kom ég aft- ur á Spítalastíginn ásamt ungri dóttur minni. Færði Ragnhildur okkur kaffi og myndarlegt bakkelsi út á pall og drukkum við þar í blíð- skaparveðri og sáum út yfir Eyja- fjörðinn. (I minningunni er ein- hvern veginn alltaf sólskin í kringum þau hjón!) Þar var gott að vera og hefði ég gjarnan viljað búa nær og geta átt þar fleiri slíkar stundir. Vinarins góða, Jóns Sigur- geirssonar, verður sárt saknað. Þar fór mikill maður og mikill viskur . brunnur. Elsku Ragnhildur, Dísa, Solla, Geirfinnur og Gauti, góður Guð huggi ykkur og styrki. Blessuð sé minning Jóns. Svava Bernharðsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- ■! greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. il Þjónustufulltrúi - Þjónustuver Símans Síminn óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í vaktavinnu. í starfinu felst: Að starfa í framlínu við að aðstoða viðskiptavini með allt er varðar Landssímann og þjónustu hans. Um er að ræða framtíðarstarf, a.m.k. 2 ár. Hæfniskröfur: Við leitum að einstaklingi eldri en 25 ára. Stúdentspróf. Mikil þjónustulund og metnaður í starfi. Eiga gott með að starfa í hópi og vera opin(n) fyrir nýjungum. Tölvureynsla og reynsla af þjónustustörfum er nauðsynleg. Upplýsingar í síma 550 6470 frá kl. 14:00 -16:00 alla virka daga. Vinsamlegast sendið umsóknir til starfsmannaþjónustu, Landssímahúsinu v/Austurvöll, 150 Reykjavík fyrir 18. október nk. merktar „Þjónustufulltrúi - Þjónustuver Símans". Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Símans og í starfsmannaþjónustu. Farið er með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Síminn, eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins, er hlutafélag í samkeppni ó markaði þar sem stöðugar nýjungar eru og verða allsráðandi á komandi árum. Fyrirtækið stefnir að því að vera áfram ífararbroddi á sínu sviði. Sticks'n'Sushi Vilt þú vita meira um sashimi, edía miso? Sticks'n'Sushi er nýtt alþjóðlegt veitingahús í Reykjavík sem býður upp á japanskan mat og þjónustu í vestrænu umhverfi. Við leitum að lífs- glö3u, duglegu fólki ívinnu, bæ3i í eldhús og í sal. Þú ert á réttum sta3 ef þú: hefur þjónustulund og þægilega framkomu ert áhugasamur um óvenjulegan mat getur unnií undir álagi Vi3 bjó3um okkar fólki upp á: skemmtilegt og frumlegt vinnuumhverfi möguleika á a3 starfa erlendis íframtíSinni • gó3 laun Efþú hefuráhuga, i SAMKEPPNISSTOFNUN Laus staða Samkeppnisstofnun óskar eftir að ráða fulltrúa til starfa m.a. við verðkannanir og eftirlit með verðmerkingum. Æskilegt er að umsækjandi hafi verslunarpróf eða sambærilega menntun og starfsreynslu. Umsækjandi þarf að hafa bíl- próf. Laun eru samkvæmt launakerfi Starfs- mannafélags rikisstofnana. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Samkeppnis- stofnun, Rauðarárstíg 10, pósthólf 5120, 125 Reykjavík, fyrir 26. október nk. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 552 7422 frá kl. 10 til 12 og kl. 14 til 16. Samkeppnisstofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.