Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 54

Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN REYNSLA mín af mígreni spannar hátt í fjörutíu ár. Þessi sjúk- dómur, sem er bæði margslunginn og óáþreifanlegur, hefur litað allt mitt líf, bama minna og fjölskyldu þessa fjóra áratugi. Ósjaldan hef ég fundið vanmátt minn þegar ekkert sést, finnst eða mælist eins og hægt er með marga aðra sjúk- dóma. Eg hef staðið >frammi fyrir algjöru skilningsleysi utanað- komandi aðila og jafn- vel verið sökuð um að vera í veikindafríi á fölskum forsend- um. Með allri þeirri tækni sem við höfum yfir að ráða nú til dags eru fleiri úrræði fyrir þennan hóp sjúkl- inga en stóðu mér til boða norður á Siglufirði forðum. Ég leitaði fyrst sérfræðings 25 árum eftir að sjúk- dómsins varð vart, þá orðin lang- þreytt og ekki síður vonlaus um úr- ræði. Eftir nákvæma skoðun hjá heila- og taugasjúkdómalækni, sem sendi mig í tölvusneiðmynd og blóðprufur til að útiloka aðra hugs- anlega undirliggjandi sjúkdóma, tók >við píslarganga sem ég geng enn. Þessi ágæti læknir klappaði mér á öxlina þegar ég var á leið út frá honum, og sagði: „Þú getur huggað þig við það að þú deyrð ekki úr þessu.“ En ég bætti við í huganum „ekki fyrr en ég stekk!“ Vonleysi fer illa með alla og þegar slíkt er staðreynd árum og ára- tugum saman án þess að eygja nokkra vonar- glætu er erfitt að vera alltaf sterkur. Ég hef oft staðið mig að því að fyllast svartsýni og ekki getað séð ljósið fram undan. Þetta er sennilega sá þáttur sjúkdómsins sem fæstir tala um og enginn vill kannast við. En líkt og um margt annað sem talist getur óþægilegt er vænlegra til árangurs að tala um hlutina en þegja þá í hel. Eftir margar tilraunir með mis- munandi lyf, bæði í formi fyrirbyggj- andi lyfjameðferðar og verkjastill- andi, var næsta skref að reyna nálarstungu. Ég var tilbúin að leggja það á mig svo lengi sem von væri um bata. Það þarf ekki að orðlengja að ég hef sjaldan verið eins illa haldin af mígreni og meðan á þeirri meðferð Mígreni Vonleysi fer illa með alla, segir Filippía Þóra Guðbrandsdóttir, og þegar slíkt er stað- reynd árum og ára- tugum saman án þess að eygja nokkra vonar- glætu er erfítt að vera alltaf sterkur. stóð. Þá var ekkert annað fram und- an en leita áfram fyrir sér. Ekki skorti heilræðin og ábendingamar úr öllum áttum en öll voru þau gefin af góðum hug. Ég hef lengi sagt, að ég mundi leggja á mig ferð inn í myrkviði Afríku til galdralæknis ef það gæfi einhverja von um árangur. Um þetta leyti var kynnt á markaðn- um nýtt byltingarkennt lyf, Imigran. Að sjálfsögðu var ég einnig tilbúin í þann kafla. Ég gekk nú með alvæpni á mér, töflur, sprautur og verkjalyf. Ég fagnaði þessari nýjung eins og ef- laust margir í sömu spomm. En böggull fylgdi skammrifi. Lyfið var svo óheyrilega dýrt að það var úti- lokað fyrir mig að standa undir slík- um kostnaði. Hókuspókus Filippía Þóra Guðbrandsdóttir Við tók ger- og sykurlaust fæði, heilun og aftur fyrirbyggjandi lyfja- meðferð, eilítið breytt, og svo kom tillaga um leikfimi. Nú var ég stað- ráðin í að laga mín mál. Full af bjartsýni mætti ég í leikfimi en eftir hvern tíma skreið ég heim með púls- erandi mígrenhöfuðverk, flökurleika og vanlíðan. Að endingu gafst ég upp og fór til heimilslæknisins sem sendi mig í segulómun af höfði. Sú rann- sókn var eðlileg eins og aðrar sem ég hafði gengist undir - mígrenið sást hvergi. Skýringin var hins vegar, að þegar liðið var á leikfimitímann vom sykurbirgðir líkamans á þrotum og afleiðingin var ekki nema ein. Þetta hafði ég ekki haft hugmynd um en hef gætt þessa síðan. I dagbókina mína sl. ár merkti ég 113 daga með bókstafnum „M“, dag- ar sem ég var með mígreni, eða rétt tæpir 4 mánuðir samtals. Vill einhver hafa svona fólk í vinnu? Ég hef stundað mína vinnu af fremsta megni og því er eina ráðið að bíta á jaxlinn og bryðja verkjalyf. Af öllum þessum dögum var ég sjö daga fjar- verandi frá vinnu. Af níu mánuðum þessa árs eru dagamir orðnir tæp- lega 90 talsins sem hafa verið merkt- ir bókstafnum „M“. Þetta hljómar ef- laust eins og lygasaga en þetta er minn veruleiki og mun trúlega verða áfram um allmörg ókomin ár. Ég hef óhjákvæmilega þurft að leita til lækna í öllum þessum hremmingum og hef ég farið misvongóð af þeirra fundi. Eftir eina slíka heimsókn fyrir rúmu ári lagði ég upp laupana ef svo má að orði komast. Þá fékk ég eins og blauta tusku í andlitið þau um- mæli að ég væri ein af mörgum hundleiðinlegum kerlingum sem hefðu komið í viðtal þann daginn og engar „hókus pókus“-lausnir væru til fyrir mig. Það skal tekið fram að þetta var í fyrsta skipti og einnig það síðasta sem ég leitaði á fund viðkom- andi. Eftir langa glímu við hvimleið- an sjúkdóm, ómæld fjárútlát og óteljandi stundir sem ég lá kvalin og aum í rúminu, ófær um að sinna vinnu, heimili eða börnum, var þetta þá niðurstaðan? Var ég eftir allt sam- an einungis hundleiðinleg kerling sem hefði allt eins getað leitað til Skara skrípó? Ég var komin aftur á upphafsreit og gott betur. Mér fannst engu líkara en ég væri horfin aftur til miðalda þegar fordómar og hindurvitni réðu ferðinni. Eftir þetta atvik henti ég frá mér lyfjunum og gaf upp á bátinn frekari tilraunir í þeim efnum og hringi í minn góða heimilislækni sem útvegar mér verkjalyf. Það eru sömu úrræðin og ég hafði fyrir rúmum 37 árum. Vonandi er ég einsdæmi, slæmt tilfelli sem svarar meðferð illa. Ég vona í lengstu lög að lausnin sé í sjón- máli og fagna þeirri rannsókn sem er nú að fara af stað á vegum Islenskrar erfðagreiningar ehf. og læknanna Maríu G. Hrafnsdóttur, Grétars Guðmundssonar og John Benedikz. Höfundur er röntgentæknir. Hvenær er komið nóg? NÚ ER illa komið F'íyrir landsmönnum. Ollum þeim sem höfðu ráðgert að eyða þriðjudagskvöldinu 10. október í að heim- sækja vini eða aldraða ættingja, fara í kvik- myndahús, eða vinna sér inn pening, hefur verið gert að sitja heima. Sjónvarp allra landsmanna hefur í auglýsingu sinni skip- að þegnum lýðveldis- ins Islands að sitja heima hjá sér fyrir framan viðtækin. Til- tefnið? Nýr sjónvarpsþáttur sem við, aumingjarnir, erum nú þegar búnir að borga fyrir - án þess að vera spurðir, að sjálfsögðu. „Þið eruð búin að borga fyrir hann - núna skuluð þið horfa á hann“ seg- ir í auglýsingunni og ekki laust við að heyra mætti fjarlægan hlátur í bakgrunninum. Hlátur þess sem valdið hefur. Valdið til að þvinga alla þá sem vilja eiga sjónvarps- tæki til að greiða fyrir sjónvarps- stöð og dagskrárefni sem þeir vilja ekki horfa á. Hvenær fá landsmenn sig full- sadda á valdníðslu og yfirgangi ríkisvaldsins? Hvenær ætla þing- menn að losa okkur undan viðjum ^ivingaðrar neyslu? Ríkið er að neyða fólk sem vill horfa á frjálsar sjónvarpsstöðvar, eða bíómyndir að eigin vali í myndbandstækjum, að greiða fyrir stofnun sem veitir því algerlega óumbeðna þjónustu. Stofnun sem veit að eina leiðin til að fá fólk til að horfa á stöðina er að minna á að það sé þegar búið að borga fyrir hana. Rökin fyrir rekstri ríkissjón- varps þarf ekki að viðra, svo oft hafa þau verið upp talin. Ríkið er víst eini aðilinn sem veitir okkur þlutlausar fréttir. Samanber -T’rövdu Sovétríkjanna sálugu en Pravda þýðir einmitt sannleikur- inn og þótti mikið réttnefni á sín- um tíma. Fréttastofur á borð við CNN, Reuters og AP hljóta því að vera alræmdar fyrir óáreiðanlegan fréttaflutning og hlutdrægni til þeirra aðila sem eiga þær eða auglýsa hjá þeim. Ríkissjónvarpið er eini aðilinn sem nær til allra lands- manna. Reyndar að- eins 95% landsmanna samkvæmt auglýs- ingastjóra sjónvarps- ins í nýlegu sjón- varpsviðtali. Hversu oft hefur þessi ein- staka útbreiðsla ekki náð að bjarga lands- lýð frá þjóðarvá og þar með réttlætt skylduáskrift og allt það afþreyingarefni sem sjónvarpið telur sér bera skylda til að bera á borð? Verndun íslenskrar tungu, menningar, arfleifðar og trygging fyrir gæðum íslenskrar dagskrárgerðar eru önnur rökin. Nú hefur reynslan af einkareknum Ríkisfjölmiðlar Þjóðir telja sig ekki vera í útrýmingarhættu, segir Hákon Sveinsson, þótt þær njóti ekki ríkisfjölmiðla. sjónvarpsstöðvum sýnt að áhyggj- ur af útrýmingu íslenskunnar og þjóðararfsins eru ástæðulausar. Auk þess sem gæði innlendrar dagskrárgerðar, eða aðkeyptra þátta, hafa ekkert með það að gera hvort ríkisrekin sjónvarpsstöð á rétt á sér eða ekki. Spurningin er hvort skylda eigi fólk til að greiða fyrir þjónustu sem það vill ekki. Hvenær megum við kaupa sjón- varpstæki án þess að vera þvinguð til að borga fyrir lögregluhundinn Rex, Strandverði eða hina al- ræmdu útvarpsþætti í sjónvarps- gervi Maður er nefndur? Upphæð afnotagjalda er að sama skapi óviðkomandi þessari umræðu. Hér er tekist á um grundvallaratriði sem ekki snúast um krónutölu, heldur um hvort þvinga eigi fólk til að greiða fyrir óumbeðna þjónustu sem það hefur ekki óskað og vill ekki fá. Fróðlegt er líka að sjá hvernig Hákon Sveinsson Internetið hefur haft áhrif á hina einstöku stöðu ríkisfjölmiðla. Nú hefur ísland nýlega tekið fram úr Finnum sem það land sem býr við mesta aðgengi að Netinu í heimin- um. Ríkissjónvarp og -útvarp halda úti fréttavef á kostnað okkar landsmanna. Með hvaða rökum? Er útbreiðsla ríkisfjölmiðlavefjar- ins meiri en annarra vefsvæða? Stendur ruv.is uppi óhaggað, dæl- andi út áreiðanlegum fréttum þeg- ar Netið hrynur? Kannski er ríkis- fjölmiðlavefurinn ónæmur fyrir rafmagnstruflunum. Kannski eru engin takmörk fyrir því hvað fólk lætur bjóða sér. Við erum búin að borga fyrir þennan ríkisvef, því er eins gott fyrir okkur að nota hann. Nú er lag fyrir ríkissjónvarpið að heimta afnotagjöld fyrir Internetið á þeirri forsendu að þeir eru að bjóða þar fyrsta flokks efni sem ekki er fáanlegt annars staðar og eðlilegt er að álykta að allir þeir sem noti Netið nýti sér, rétt eins og með sjónvarpstækin okkar. Nú er því þannig háttað víða í heiminum að þjóðir telja sig ekki vera í útrýmingarhættu þótt þær njóti ekki ríkisfjölmiðla. Ég hygg að margar stofnanir á almennum markaði myndu pakka saman af skömm og vangetu og snúa sér að einhverjum öðrum rekstri ef þær stæðu sig að álíka frammistöðu og ríkismiðlarnir gerðu í fyrri jarð- skjálftanum sem reið yfir í sumar eða þegar óánægður neytandi vippaði sér inn í útvarpshúsið í sól- inni og sumarylnum og kippti raf- magninu af öryggistæki þjóðarinn- ar. Auglýsingar ríkisfjölmiðla verða sífellt örvæntingarfyllri. í ár höf- um við fengið að sjá auglýsingu um greiðslu afnotagjalda þar sem dregin er upp mynd af geðveikum einstaklingi á sorglegan og lág- kúrulegan hátt sem hefur þá sér- kennilegu þráhyggju að vilja vita hvað hrýtur af vörum fréttamanna ríkissjónvarpsins og er að lokum dreginn á brott af lögreglumönn- um, bugaður á líkama og sál, sturl- aður af löngun sinni til að fylgjast með ríkissjónvarpinu - svo sannar- lega algeng sjón í okkar samfélagi. Vei hinum fávísu er ekki vilja greiða fyrir dagskrá sem þeir kæra sig ekki um. Vei hinum fá- vísu er vilja ráða hvað þeir horfa á í sjónvarpinu. Vei okkur aumingj- unum sem látum bjóða okkur þessa framkomu. Góða skemmtun á þriðjudagskvöldum. Höfundur er háskólanemi og kennari í Verzlunarskóla fslands. (F)rétt skal ÞAÐ hlýtur að hafa verið spennandi verk- efni fyrir Sigmar Guð- mundsson, fréttamann á Stöð 2, að fá að fjalla um mig og Eimskipafé- lagið á föstudaginn var. Það var aldeilis saga til næsta bæjar að stjórn- armaður í Eimskipafé- laginu væri að fjalla með gagnrýnum hætti um félagið á opinberum vettvangi. Þetta var líka sagan sem hann sagði áhorfendum Stöðvar 2 í fyrstu frétt klukkan hálfátta föstu- daginn 6. október. Eini gallinn við fréttina var að hún var röng. Og það sem verra var: Sigmar vissi það þegar hann flutti söguna. Nú verður mönnum stundum eitt- hvað á og geta þá einfaldlega sagt að þeim hafi orðið á í messunni. Sigmar kýs hins vegar að halda áfram á sinni Stöð 2 Eini gallinn við fréttina var, segir Benedikt Jóhannesson, að hún var röng. óheillabraut með skrifum í Morgun- blaðinu 11. október og vill að rangt verði rétt, hvað sem það kostar. í stuttri grein tekst honum að halda áfram að raða saman rangfærslum og hálfsannleik svo að hlýtur að fylla þá ugg sem eiga eftir að verða sögu- efni hans á Stöð 2. Þar viðurkennir hann að ég hafi sagt sér skoðun mína á þeim kafla sem hann las fyrir mig. Hvers vegna vildi Sigmar samt spyrða mig saman við skrif sem hann vissi að ég var ósammála? í Morgunblaðinu gengur hann skrefi lengra með því að saka mig um að vilja „þegja eigin blaða- skrif í hel“ með því að neita Stöð 2 um viðtal. Þarna talar Sigmar enn gegn betri vitund. I samtalinu sem við áttum bað hann mig aldrei um viðtal, þannig að því gat ég ekki neit- að. I öðru lagi benti ég honum á að tala við höfund greinarinnar, Eyþór ívar Jónsson ritstjóra Vísbendingar, en það gerði Sigmar ekki enda þjón- aði það alls ekki þeirri sögu sem hann vildi segja. Sig- mar segist hafa sagt fé- lögum sínum á Stöð 2 frá efni samtalsins við mig. Þar fannst mönn- um „fyndið" að eigandi hefði ekki lesið og rit- skoðað umfjöllun í eigin fjölmiðli „enda dragi það varla úr ábyrgð og áhrifúm" mínum á Vís- bendingu. Hvaða sögu segir þetta okkur um hvað menn telja eðli- legt á fréttastofu Stöðvar 2? Og hvers vegna fékk þjóðin ekki að taka þátt í gríninu? Vegna þess að þá var engin frétt eftir. Efnisatriði málsins eru einföld: Sigmar Guðmundsson hringdi í mig á föstudaginn var út af grein í VÍS; bendingu-íslensku atvinnulífi. í samtali okkar kom fram að ég hefði ekki skrifað umrædda grein og ekki einu sinni lesið hana. Hann las fyrir mig stuttan kafla úr greininni og honum var ljóst að ég var ekki sam- mála efni þess kafla. Ég vísa honum á höfund greinarinnar, en Sigmar talar ekki við hann. Sigmar segir yf- irmönnum sínum frá hinu sanna en þeim finnst sannleikurinn fyndinn, en hann eigi ekki erindi í söguna sem segja eigi. Sigmar flytur „stutta“ frétt þar sem vísað er til mín fjórum sinnum í upphafi og birtar af mér myndir, jafnvel þótt honum væri ljóst að þar átti ég engan hlut að máli. Hann segir ósatt í lokin um samtalsittviðmig. Sigmar getur haldið áfram til ei- lífðamóns að skýra hvers vegna hann lét ekki hið sanna koma fram. Honum finnst það „ofsafengin við- brögð“ að gera kröfu um að hann segi satt og rétt frá skoðunum mín- um ef hann vill fjalla um þær á annað borð. Hann getur haldið áfram að hengja sig í það að hann hafi í frétt- inni aldrei sagt það berum orðum að ég hafi skrifað greinina. Aðferða- fræðinni er lýst í eftirfarandi stöku: Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann þá segð’ ekki beinar skammir um hann. En láttu það svona í veðrinu vaka þú vitir hann hafi unnið til saka. Höfundur er framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf. og stjórnarmað- ur í Eimskipafélaginu. vera (f)rétt Benedikt Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.