Morgunblaðið - 12.10.2000, Side 56

Morgunblaðið - 12.10.2000, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nýirtímar, iiýjar aðferðir - eða hvað? NÚ í aðdraganda nýrra kjarasamninga framhaldsskólakenn- ara er ekki úr vegi að velta fyrir sér stöðu ihála. I síðustu samning- um voru að nokkru farnar nýjar leiðir í kjarasamningum kennara. Teknar voru upp nýjar viðmiðanir í samsetningu vinnu við hverja kennslustund, prófavinna var metin sérstaklega og sam- setning vinnunnar á ársgrundvelli var ákveðin. í því sam- bandi var tekin upp regla um áætl- að vinnumagn vegna stjórnunar- starfa hjá þeim kennurum sem það átti við um og eins var afmarkaður ^5mi, 130 klst. á ári, sem kennarar áttu að skila sem vinnu undir sér- stakri stjórn skólameistara. Skemmst er frá því að segja að framkvæmd þessara nýju kjara- samningsatriða hefur víða verið erfið og sú reynsla ætti að segja samningsaðilum að staldra við áður en lengra er haldið. Hér er þó ótal- ið að kennarar hafa fæstir enn öðl- ast þá innsýn í samningana sem nauðsynlegt er að fólk hafi gagn- vart sínum eigin kjarasamningi gem þarf auðvitað að vera gegnsær og skiijanlegur til þess að traust og öryggi sé ríkjandi. Líta má svo á að samningurinn hafi verið tilraun til að fara nýjar leiðir og reynslutím- inn sé nú liðinn. Hinn möguleikinn í samninga- málum 1997 var að fara inn í nýtt samningsumhverfi líkt og viðmið- unarhópar eins og hjúkrunarfræð- ingar gerðu. Pað hefði á sinn hátt og á þeim tíma verið róttækari breyting. Sú leið var ekki valin. Staðan nú er sú að þeir hópar sem síðan hafa samið hafa fengið verulega kjarabót. Framhaldsskólakenn- arar sitja eftir eins og margoft hefur komið fram með lægri grunnlaun, tilrauna- samning og hefð- bundna afstöðu ríkis- ins eins og 1977, 1984, 1989, 1992, 1995 og 1997. Ríkisvaldið virð- ist gera ráð fyrir að fá verkfall, sjálfheldu og síðan lausn í formi niðurlægjandi miðlun- artillögu. Miðlunartil- lagan, sem er eins konar tilboð sem ekki er hægt að hafna, bindur svo enda á verkfall og raunverulegar Framhaldsskólinn Ráð væri nú á þessum tímapunkti, segir Magnús Ingólfsson, að huga að bráða- birgðasamningi til skamms tíma. kjarabætur, en minnir um leið óþægilega á hina vafasömu hug- mynd að sagan endurtaki sig vél- rænt. Ráð væri nú á þessum tíma- punkti að huga að bráðabirgða- samningi til skamms tíma og nota síðan næsta hálfa árið til að útfæra grunn að nýju samningsumhverfi þar sem hver kennari yrði metinn réttlátlega og faglega til launa á grundvelli menntunar, reynslu, Magnús Ingólfsson * Er framtíð í fræðunum? Möguleikar fræðimanna á að skapa sér framtíð í þekkingarsamfelaginu 1 Kynningarfundur um átaksverkefhið UPPÚR SKÚFFUNUM 2000 í hátíðarsal Háskóla íslands 12. október frá kl. 16:00 til 18:00 Oagskrá: 16:00 - 17:00 Framsögur Ávarp rektors, Páls Skúlasonar Eiríkur Jónsson, formaður stúdentaráðs Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAdemíunnar Jón Ólafsson, forstöðumaður Hugvísindastofnunar Inga Þórsdóttir, forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræðum Stefania G. Kristinsdóttir, kynning á UPPÚR SKÚFFUNUM 2000. Námskeið og samkeppni 17:00-17:15 Kaffihlé 17:15 -18:00 Pallborð fiumkvöðla úr háskólasamfélaginu Þátttakendur verða; Magnús S. Magnússon, vísindamaður við Háskóla íslands, Viðar Hreinsson, sjálfstætt starfandi fræðimaður, Úlfar Hauksson, meistaranemi. Fundarstjóri og stjómandi pallborðsumræðna verður Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Rannsóknaþjónustu Háskóla íslands. Nánari upplýsingar um verkeihið UPPÚR SKÚFFUNUM má finna á vefsíðu þess www.uppurskuffunum.hi.is og hjá Rannsókna- þjónustu Háskóla íslands sími 525 4900. UPPUR SKUFFUNUM %■»•yt' Rannsóknaþjónusta ábyrgðar og umfangs og eðlis starfs. Þetta mætti líta á sem þró- unarsamning eða tilraun næsta samningstímabil og kallaði vænt- anlega á nýja afstöðu beggja aðila, gagnkvæma ábyrgð og gagnkvæmt traust. Þessu fylgir auðvitað líka það að endurskoða þyrfti nýlegt reikni- líkan fyrir rekstur skólanna vegna breyttra forsendna og kallaði jafn- framt á nýja stefnumótun varð- andi verkaskiptingu þeirra og sameiginlegar skyldur við hinn breiða nemendahóp framhalds- skólans. Sérstaka áherslu þarf að leggja á það, að hér er ekki verið að leggja til samkeppnismarkað á framhaldsskólastiginu eða verka- skiptingu sem veldur svæðis- bundnu ójafnvægi í námsframboði heldur hitt að skólar séu reknir á jafnréttisgrundvelli vegna skyld- unnar við menntun í landinu og skyldunnar við hugmyndina um jöfn tækifæri og jafna aðstöðu til náms. Ef brugðið yrði á það ráð að gera bráðabirgðasamning nú er eðlilegt frá almennu réttlætissjónarmiði að sú leiðrétting sem fengist yrði aft- urvirk. Frumskilyrðið yrði hækkun grunnlauna sem illu heilli datt út af borðinu sem forgangsatriði fyrir þremur árum. Að auki yrði að losa um hina umdeildu vinnu undir sér- stakri stjórn skólameistara þannig að skólastjórnendur fengju það fé sem til þess er ætlað til ráðstöfun- ar og þá til skólaþróunar í samráði við kennarafund. Prófakafla samn- ingsins þyrfti líka að endurskoða frá grunni og loks að skýra ná- kvæmar hvernig útfæra á nýupp- tekna kjarasamningsgrein um stjórnunarstörf þeirra kennara sem gegna jafnframt deildarstjórn eða fagstjórn. Umbreyting kjarasamnings kennara er tímabær en má ekki vera flýtisverk. Byggja þarf upp faglegt, hlutlægt og gegnsætt kerfi sem getur verið grunnur að verð- gildismati þeirrar menntunar, reynslu, og fjölþættu ábyrgðar sem felst í kennarastarfinu. Þannig hefði nýr kjarasamningur væntan- lega tvær hliðar, annars vegar vel útfært stigbundið verðgildismat menntunar, reynslu, og ábyrgðar sem krafist er og hins vegar kjara- samningsatriði hefðbundin og ný sem tækju til allra þátta skóla- starfsins. Eftir sem áður verður hver kennari sem launþegi að geta treyst því að vera ekki skilinn eftir sem samningamaður fyrir sjálfan sig heldur hafi hann ætíð á bakvið sig þá aðstoð og þann styrk sem stéttarfélag á að veita í siðuðu lýð- ræðisþjóðfélagi. Höfundur er formaður Kennarafélags Borgarholtsskóla. Glæsilegir stálbakkar Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14 Hafið þið heyrt um mígreni? MÍGRENI er mjög algengur sjúkdómur sem ekki hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Það er þó ekki vegna þess að fáir séu með mígreni því um 6% karla og allt að 18% kvenna fá mígreni einu sinni eða oftar á ævinni. Hvað er mígreni? Mígreni er sjúkdóms- ástand þar sem ann- ars einkennalaus ein- staklingur fær höfuðverk sem getur verið allt frá lítils háttar verkjaseiðingi upp í mjög slæman höfuðverk með fylgieinkennum á borð við ógleði, uppköst, ljósfælni, hljóðfælni og Mígreni Mígreni getur haft mikil áhrif á líf fólks, segir María G. Hrafnsdóttir, og skert lífsgæði þess verulega. e.t.v. fleiri einkennum. Sumir fá ákveðin fyrirboðaeinkenni, sem kölluð eru ára stuttu áður en höf- uðverkurinn kemur og aðrir finna breytta líðan jafnvel einum til tveim sólarhringum áður en kastið skellur á. Einkenni árunnar geta verið mjög mismunandi milli ein- staklinga en eru oftast einhvers konar skyntruflanir, t.d. tengd sjón, heyrn, hreyfingum eða upp- lifun á eigin líkama. Önnur fyrir- boðaeinkenni sem ekki teljast til árunnar en margir finna þó fyrir eru óljósari, sumir finna fyrir óvenjugóðu eða slæmu andlegu jafnvægi síðasta eða jafnvel tvo síðustu sólarhringana fyrir kast. Aðrir finna hjá sér löngun í ákveðnar fæðutegundir, aukna eða minnkaða kynhvöt og sumum finnst þeir geta allt og byrja á stórum eða mörgum verkefnum síðasta sólarhringinn áður en mígrenikastið byrjar. Börn með mígreni Mígreni er ekki eingöngu sjúk- dómur fullorðinna því börn á öllum aldri hafa verið greind með mígreni. Einkennin hjá börnum eru oftast önnur en hjá fullorðnum og er algengast að börn fmni mest fyrir meltingaróþægindum, maga- verkjum, ógleði og uppköstum þó þau geti auðvitað líka fundið fyrir höfuðverkjum. Yfirleitt færast verkirnir frá maganum upp til höfuðsins eftir því sem börnin eld- ast. Fleira hefur verið tengt við mígreni hjá börnum, m.a. virðast þau oftar vera bílveik/ferðaveik en önnur börn, þau fá frekar óút- skýrða hitatoppa sem ganga yfir á sólarhring eða minna, magakveis- ur eins og búið er að tala um, skyndileg uppköst og svimaköst. Mígreniköst barna eru oft styttri en mígreniköst - fullorð- inna og stundum ganga þau yfir á einni klukkustund eða jafn- vel minna. Greining mígrenis byggist á viðtali og skoðun. Lýsing kasts- ins gefur greininguna og skoðun er eðlileg með tilliti til tauga- kerfisins. Ekki eru til neinar rannsóknir sem sýna fram á eða afsanna mígreni en stundum telur læknir rétt að senda sjúkling sinn í rannsóknir til að ganga úr skugga um að ekki sé neitt annað sem veldur einkennunum. Það er vitað að ýmislegt getur komið mígrenikasti af stað, þetta eru oft nefndar kveikjur og geta verið ákveðnar fæðutegundir, stress, óregla á svefni eða matmálstímum, veðurfar eða of mikil líkamleg áreynsla. Þetta getur stutt grein- ingu sjúkdómsins. Bara mígreni? Er þetta bara mígreni? f huga þess sem fær mígreniköst er ekk- ert „bara“ mígreni því mígreni getur haft mikil áhrif á líf fólks og skert lífsgæði þess verulega. Mígrenið hefur áhrif á starfsgetu, heimilishald og heimilislíf, félags- líf, skemmtanir og mígreni getur gert nám mjög erfitt. Það hefur áhrif á fjármálin bæði vegna lyfja- kostnaðar og fjarvista frá vinnu svo eitthvað sé nefnt. Það er því ekki til neitt sem heitir að vera bara með mígreni. Mígreni er í dag ólæknandi sjúkdómur. Það er hins vegar hægt að slá á einkenni hans og gera þannig lífið bærilegra. Lækn- ar nota fyrst og fremst lyfjameð- ferð við mígreni þó einnig megi reyna aðrar aðferðir. Séu mígreni- köst fleiri en 2-3 í mánuði er hægt að reyna fyrirbyggjandi meðferð en hún gagnast ekki öllum. Til að meðhöndla mígrenikast er nú oft- ast gripið til svokallaðra Tryptan lyfja en þau byrjuðu að koma á markað upp úr 1990. Auk þeirra eru notuð verkjalyf og lyf til að slá á fylgieinkenni mígrenis. Það er ljóst að margt er óþekkt við þennan sjúkdóm og áframhald- andi rannsókna er þörf. Úti í heimi er ýmislegt að gerast eins og kom fram á alheimsráðstefnu um höf- uðverki sem haldin var í tilefni ár- þúsundamótanna í september í London. Hér á Islandi er að byrja leitin að mígrenigeninu hjá Þjón- ustumiðstöð rannsóknarverkefna í Nóatúni 17 og verður spennandi að sjá hverju það skilar. Ég vil að síðustu hvetja fólk til að líta við á opnu húsi mígren- samtakanna í tilefni af Norræna mígrenideginum kl. 17-21 í safnað- arheimili Háteigskirkju í kvöld. Höfundur er læknir og ritari Mígrensnmtakanna. María G. Hrafnsdóttir GOIU-RYU KARATE Karatedeild Fylkis Byrjendanámskeiðin eru hafín Stundaskra: Böm byijendun Mán. og Föstud. kl. 18:15 Fullorðnir byijendun Mán., mið. og Föstud. kl. 19:15 Upplýsingar í síma: 896 3010 eða 567 6467

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.