Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 58
58 PIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN , Nei, orkumálastjóri! ÞORKELL Helgason orkumála- stjóri sendir undirrituðum tóninn í grein í Morgunblaðinu 3. október sl. undir heitinu „Tölur og (rang) túlkun". Þar snýr hann út úr grein minni „Af virkjanaslóðum eystra og E1 Grillo“, sem birtist í Morgun- blaðinu 2. september sl. Grein Þorkels er að miklu leyti endur- tekning á grein undirmanns hans á Orkustofnun, Snorra Zóphónías- sonar, í Morgunblaðinu 7. septem- Jjer sl. Grein orkumálastjórans er e.t.v. nauðsynleg vegna óvandaðra vinnubragða í skrifum Snorra, sem m.a. fellir út setningar í „beinum tilvitnunum" í grein mína. Ég hef þegar leiðrétt útúrsnún- inga undirmanns orkumálastjórans, þar sem gefið er í skyn, að ég haldi því fram að rennsli Jökulsár í Fljótsdal sé hið sama og Lagar- fljóts. Svargrein mín „Skáldskapur vatnamælingamanns" birtist í Morgunblaðinu 16. september sl. og er þar rækilega útskýrt hvernig Snorri „misskilur" ummæli mín um áhrif þess að flytja Jöklu úr farvegi sínum við Dimmugljúfur út í Fljóts- dalshérað og Lagarfljót. Þrátt fyrir leiðréttingar mínar á útúrsnúningum og rangfærslum Snorra lætur orkumálastjóri sér ekki segjast og heldur því fram að lesa megi út úr grein minni, að Kárahnúka- virkjun leiði til marg- földunar á meðal- rennsli Lagarfljóts! Forsenda orkumála- stjórans fyrir þessari niðurstöðu er sú að vegna vanþekkingar í landafræði rugli al- menningur saman Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljóti!! Ég hafna svona málflutningi, sem felur í sér vanmat á þekkingu almennings og þeim sterku tilfinningum sem tengja íslenska þjóð við landið sitt. Tvískinnungur orkumálastj óra Nú er það ljóst að starfsmenn Orkustofnunar eru á heimavelli þegar fjallað er um hvers kyns rennslistölur íslenskra vatnsfalla. Ólafur F. Magnússon Yanhæfni SKIPAN hæstarétt- ardómara fyrir skemmstu heflr að von- um vakið verðskuldaða athygli. Gagnrýnendur hafa aðallega beint geiri sínum að þeim skipaður var, Arna Kolbeinssyni. Sá, sem þetta ritar, álítur að það sé_ ekki á rökum reist. Ámi er áreiðan- lega hinn hæfasti mað- ur, jafnvel þótt hann nyti ekki meðmæla Jóns Steinars Gunn- laugssonar. Sverrir Það er á hinn bóginn Hermannsson lýsandi dæmi um við- horf almennings til stjómvalda að flestum dettur það fyrst í hug að Arni sé til þess settur í Hæstarétt að Hæstiréttur ^ Brýna nauðsyn ber til, segir Sverrír Hermannsson, að löggjafarvaldið nái vopnum sínum á nýjan leik gagnvart framkvæmdavaldinu. gæta þess að ekki verði haggað við kvótakerfinu fyrir þeim dómi. Hann er að vísu höfuðsmiður þess form- lega að lagagerð til, en það era auð- vitað ráðamenn á hverjum tíma, sem "^Éifa sett honum fyrir og bera alla ábyrgð á ólögunum. Þó myndi Ámi vafalaust ekki vera til þess hæfur að skipa dóm Hæstaréttar, sem tæki til við mál af þeim toga spunnin. En það er annar aðili, sem hefir sýnt ótrúlega vanhæfni í starfi við skipan í dómarasætið, og það er dómsmálaráðherrann. Sú frú hefir orðið sér til ævarandi skammar og kynsystram sínum til minnkunar. Hvað sem líður hæfrii Ama Kol- beinssonar vora um- sækjendur auk hans þijár konur og allar með mikla reynslu af dómarastörfum, sem Árni hefir ekki. Að ganga framhjá konun- um og velja eina karl- inn, sem stóð þeim að baki í þekkingu og þjálfun, er glópska ef ekki brot á jafnréttis- lögum. Dómsmálaráð- herrann hefir reist sjálfum sér níðstöng, sem lengi mun hátt bera í sögu jafnréttis- baráttunnar. En sjálfsagt hefir frúnni í ráðherrasætinu ekki verið sjálfrátt. Hún hefir vafalaust verið ofurliði borin. En það bætir sízt hennar hlut. En hún hlýtur líka prís þeirra sem hún þjónar. Jón Steinar telur hana vel að verki standa og er nú búinn að gleyma því, þegar hún þjónustaði um árið tryggingafurst- ana, sem formaður allsherjarnefnd- ar Alþingis, og Jón gagnrýndi sem harkalegast. Vafalaust var frúin að uppskera fyrir þá framgöngu sína sérstaklega, þegar hún hreppti ráð- herrastól, því lénsherramir gleyma ekki velgjörðum við veskið sitt. Taumlaus frekja og yfirgangur framkvæmdavaldsins verður ekki liðinn til lengdar. Þótt því verði ekki framgengt í tíð núverandi valdhafa ber brýna nauðsyn til að löggjafar- valdið nái vopnum sínum á nýjan leik gagnvart framkvæmdavaldinu og láti það hafa þann hita í haldi sem því ber. Ella ríða þröngar hagsmuna- klíkur stjómmálaflokkanna þjóðinni um þverbak. Það er rétt sem fram hefir komið að lagafyrirmæli, sem gilda um ábyrgð ráðherra, eru með öllu óvirk. Landsdómur er t.d. með öllu óvirkur og hefir alltaf verið. Á þessu þarf að ráða bót þegar og af léttir þeirri óöld, þar sem klíkuhöfðingjamir fara sínu fram, án þess að réttlætið fái rönd við reist. Höfundur er alþingismaður. athuga jólagjafir!!! íslenski Postlistinn Það veitir þeim hins vegar ekki einkarétt til þess að hafa skoðun á virkjun þessara vatnsfalla og hvemig sú raforka sem af því hlýst er nýtt. Þetta ætti orkumálastjórinn að skilja manna best. Sjálfur gegndi hann um tíma stöðu aðstoð- armanns heilbrigðis- ráðherra. Mér finnst það nokkur tvískinn- ingur hjá Þorkatli að hafa gegnt mikilvægu starfi í heilbrigðismál- um án sérþekkingar á því sviði en hafa síðan sem orkumálastjóri lítið þol eða umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra í orkumálum. Það er ekki nýtt að Þorkell reyni að „koma vit- inu fyrir“ þá aðila sem era honum ósammála um nýtingu íslenskrar náttúra. Á Náttúraverndarþingi í janúarmánuði sl. snerist hann hart gegn tillögu um stofnun Snæfells- þjóðgarðs. Nær allir þingfulltrúar studdu tillöguna en Þorkell og tveir aðrir voru á móti! Ferðalag Jöklu um Fljótsdalshérað Samanburðartölur mínar á rennsli Jökulsár á Brú (120 rúm- metrar á sekúndu), Jökulsár í Fljótsdal (27 rúmmetrar á sek- úndu) og Blöndu (39 rúmmetrar á sekúndu) eru settar fram til að sýna fram á hvílíkt stórfljót Jökulsá á Brú eða Jökla er, en rennsli hennar er margfeldi af rennsli Jökulsár í Fljótsdal og Blöndu. Verði af Kára- hnúkavirkjun mun vatn úr Jöklu berast til Fljótsdalshéraðs frá stöðvarhúsi Kárahnúkavirkjunar við Teigsbjarg í mynni Norðurdals, en þaðan er 85 km leið um Lagar- fljót til sjávar, þar af 65 km áður en vatnið berst norður að þeim helga stað þeirra vatnamælingamanna á Orkustofnun, Lagarfossvirkjun. Þess skal getið að um 10 km eru frá Teigsbjargi að suðurenda Lagar- Virkjanir Breytt efnasamsetning og hitastig Lagarfljóts, segir Ólafur F. Magnús- son, gæti haft ófyrirséð- ar afleiðingar fyrir líf- ríki Fljótsdalshéraðs. fljóts, en á þessu svæði eru það Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá sem taka við „miðluðu" vatnsmagni Jöklu. Meðalrennsli Kelduár er 24 rúmmetar á sekúndu og má nærri geta, að sameinaður farvegur henn- ar og Jökulsár í Fljótsdal beri ekki viðbótarrennslið frá Jöklu. Frá suð- urenda Lagarfljóts eru um 30 km norður til Egilsstaða, en margir hafa áhyggjur af viðbótarrennsli frá Jöklu á þeim slóðum og í grennd við Lagarfljótsbrú. Þaðan eru um 25 km norður að Lagarfossi, sem er aðeins 20 km frá árósum Lagar- fljóts við Héraðsflóa. Rennslistölur segja ekki allt Þrætubókarlist og útúrsnúninga- fræði þeirra Orkustofnunarmanna byggist á því að undirritaður grein- ir ekki frá meðalrennsli Lagarfljóts við Lagarfossvirkjun. Skv. upplýs- ingum á heimasíðu Orkustofnunar er meðalrennsli Lagarfljóts við Lagarfossvirkjun 114 rúmmetrar á sekúndu, sem er aðeins minna en rennsli Jöklu við Brú. Áhrifa Jöklu við flutning yfir í Fljótsdalshérað og Lagarfljót mun að sjálfsögðu gæta áður en hið stóraukna vatns- magn berst alla leið norður að Lag- arfossvirkjun. Það er hins vegar erfitt að nálgast nákvæmar rennsl- istölur til að rökstyðja það, því Orkustofnun birtir engar rennslis- tölur frá Lagarfljóti á heimasíðu sinni, nema frá Lagarfossvirkjun! Ekki verður komist hjá því að nefna, að rennslistölur segja ekki allt um áhrif þeirra gríðarlegu vatnaflutninga, sem nú eru fyrir- hugaðir. Breytt efnasamsetning og hitastig Lagarfljóts gæti haft ófyr- irséðar afleiðingar fyrir lífríki Fljótsdalshéraðs. Það þarf hvorki stærðfræðing né orkumálastjóra til að skilja það! Misnotuð heimasíða Orkumálastjóri og stofnun hans beita vægast sagt hæpnum aðferð- um til að gera málflutning minn sem tortryggilegastan. Þar virðist tilgangurinn svo sannarlega helga meðalið. Á heimasíðu Orkustofnun- ar (www.os.is) er Morgunblaðs- grein Snorra Zóphóníassonar frá 7. september sl. slegið upp á forsíð- unni undir fyrirsögninni „Efst á baugi“, en hvorug greina minna í Morgunblaðinu frá 2. september og 16. september sl. er birt á heimasíð- unni! Eins og áður er vikið að fellir Snorri burt mikilvæga setningu í miðri tilvitnun í fyrri grein mína, en þar er greint frá rennsli Blöndu. Það er einmitt sú setning sem sýnir best, að ég er að bera saman rennsli tveggja þekktra jökulfljóta úr virkjanaumræðunni, Jökulsár í Fljótsdal og Blöndu við rennsli Jöklu. Samanburðurinn snýst um þessi þrjú jökulfljót en ekki Lagar- fljót. Orkumálastjóri virðist hins vegar sjá sér hag í því að „mis- skilja“ þennan samanburð, þrátt fyrir leiðréttingar mínar á sams konar „misskilningi“ undirmanns hans. Ekki veit ég betur en að heimasíða Orkustofnunar sé kostuð af almannafé. Þess vegna stendur mér ekki á sama, þegar sú heima- síða er notuð í þeim tilgangi að af- flytja málflutning minn og gera hann tortryggilegan. Það er nokkuð langt seilst að birta grein Snorra Zóphóníassonar undir rauðlitaðri stríðsfyrirsögn, eins og þar sé verið að afhjúpa vanþekkingu og rang- færslur, ekki síst þar sem Snorri hefur rangt eftir og gerir mér upp skoðanir. Geta þessi vinnubrögð Orkustofnunar talist sæmandi eða eðlileg? Ef orkumálastjóra finnst það, þá segi ég: NEI, orkumála- stjóri! Höfundur er læknir og borgarfulltrúi í Reykjavík. Tónlistarfólk á Islandi gefur vinnu sína! www.postlistinn.is sími 557 1960 Á miðvikudaginn fylgdi ég systur minni út í Háskólabíó þar sem rútur biðu þess að flytja Sinfón- íuhljómsveit íslands út á Keflavíkurflug- völl, upphaf þriggja vikna tónleikaferðar um Bandaríkin og Kanada. í blíðskapar- veðri kvöddumst við fyrir framan sjón- varpsfréttamenn og blaðaljósmyndara, enda dregur slíkur menningarviðburður, sem för Sinfóníu- hljómsveitarinnar er, athygli fjölmiðlanna. Þegar ég horfði á Bryndísi Höllu Gylfadóttur leggja sellóið sitt í far- angursrýmið varð mér hugsað til greinarinnar sem hún og David Bobroff rituðu og birtist í Morgun- blaðinu 27. september s.l. Þetta fólk, sem þarna var að leggja í för m.a. til að leika í Carnegie Hall í New York, þetta fólk er með 125.000 krónur á mánuði í laun að meðaltali. Hvernig getur samfélag- ið og yfirvöld ekki skammast sín fyrir þessa staðreynd? Það má segja að þessi smánar- tala sé lýsandi fyrir kjörin sem samfélagið hefur ákveðið að eigi að duga tónlistarfólki á Islandi. Heild- arlaun tónlistarskólakennara eru að meðaltali 130.000 krónur á mán- uði. Þá er yfirvinnan talin með og öll er hún unnin. Ekki er hægt að réttlæta þessi lágu laun með þægilegum vinnutíma tónlistarskólakennar- ans. Hann vinnur nefnilega frá ellefu til átta á kvöldin, og lík- lega á laugardögum, þar sem erfitt er að fá nemendur í skólann á venjulegum skólatíma vegna einsetningar grunnskólans. Ekki er heldur hægt að rétt- læta þessi lágu laun Sigríður með því að tónlistar- Jónsdóttir skólakennarar séu ekki menntaðir. Margra áratuga nám og þjálfun liggur að baki þeirri þekkingu sem tónlistarskólakennari þarf til að bera til að geta kennt á hljóðfæri sitt. Hámarkslaun þrítugs tónlist- arskólakennara, sama hversu menntaður hann kann að vera, eru 128.005 krónur. Nokkuð margir tónlistarskólakennarar eru lang- skólagengnir með háskólapróf. 128.000 krónur myndu ekki duga verkfræðingi í byrjunarlaun. Sam- félagið er með það á hreinu. Hvernig er þá hægt að bjóða tón- listarfólki þessi smánarlaun, sér- staklega í ljósi þess að það hefur lagt á sig helmingi lengra nám, erf- iði og kostnað til að ná takmarki sínu heldur en nokkur verkfræð- ingur? Hvernig metur samfélagið gildi Tónlist Hvernig metur samfélagið gildi tónlistarmenntunar ------7---------------- á Islandi? spyr Sigríður Jónsdóttir. Er hún einhvers virði? tónlistarmenntunar á íslandi? Er hún einhvers virði? Ótal rannsókn- ir hafa verið gerðar sem staðfesta jákvæð áhrif tónlistarmenntunar á þroska einstaklingsins, sjálfsupp- byggingu og sköpunarþrótt. Viljum við stuðla að því að börnin okkar eigi kost á efldum uppvexti með tónlist? Viljum við í framtíðinni sjá börn íslands geisla af þeim sköp- unarþrótti, sem tónlistarnám stuðl- ar að, í samfélagi og jöfnuði við aðrar þjóðir? Það gerist ekki ókeypis! Sinfóníuhljómsveit Islands er glæsilegur fulltrúi okkar þjóðar á erlendri grund. Spurningin er sú, þegar gengið verður til samninga við ríki og sveit um kjör tónlistar- fólks á næstu mánuðum, hvers vilj- um við sem þjóð vera megnug í framtíðinni? Höfundur situr í stjóm Félags tónlistarskólakennara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.