Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 60

Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ .60 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN Danskt „nei“ gæti þýtt íslenskt ,já“ NÚ hafa Danir hafn- að aðild iandsins að evrópska myntkerfinu og upptöku evrunnar í stað gömlu dönsku krónunnar. Úrslitin voru mun skýrari en flestir áttu von á og . skoðanakannanir ' bentu til. Danir, ásamt Bret- um, hafa allt frá inn- göngu í Efnahags- bandalag Evrópu árið 1973, fyllt flokk efa- semdarmanna um „æ meiri samruna" eða „ever cioser union“ eins og það er kallað á máli Sambandsins. Þeir hafa viljað halda í ýmsa danska sérvisku, rétt eins og Bretar hafa brugðist ókvæða við auknum vilja Evrópusam- bandsins til að setja þeim nýja staðla - t.d. kíló og lítra í stað gömlu „heim- sveldis“-eininganna, punda og gall- ona. Frægasta atvikið þar til nú í tregðusögu Dana er auðvitað höfnun þeirra á Maastricht-samkomulaginu í júní 1992. Sú þjóðaratkvæða- greiðsla hafði mikil áhrif á sálarlíf stjórnenda Evrópusambandsins og sýndi þeim fram á að aukinn samruni var ekki eitthvað sem gat haldið áfram sjálfkrafa að eilífu. Atkvæða- greiðslan í Frakklandi um Maast- richt-sáttmálann, sem Mitterrand boðaði til eftir að úrslitin í Dan- mörku lágu fyrir var annað áfall fyr- ir samrunasinna, þar sem hún vannst á einu prósenti. Það var orðið ljóst að fólkið hafði verið skilið eftir í Evrópuumræð- unni og það var fúst til að sýna valdhöfum gremju sína á þennan hátt. Atkvæðagreiðslan í Danmörku nú gæti haft viðlíka áhrif og sú um Maastricht 1992. Þrátt fyrir kokhreysti for- ystumanna Svía og Breta er nánast öruggt að ekkert verður úr því að þær þjóðir taki upp evruna á næstu árum. Asjóna Evrópusam- runans verður að breytast - ekki er lengur mögulegt að ganga út frá því sem reglu að öll ríki haldi sama hraða í samrunanum - fjölþrepa Evrópusamband hlýtur brátt að verða að viðurkenndum veruleika. Ástæður tregðu Norðurlandabúa og Breta til Evrópusamruna eiga sér afar djúpar menningarlegar for- sendur og má færa rök fyrir því að þær nái allavega ein 500 ár aftur í tímann; til siðaskipta. Þá var ritning- in þýdd á þjóðtungur og vísir að þjóðríkjunum varð til. Mótmælenda- lönd náðu af þessum sökum fljótt yf- irburðum í almennu læsi, þar eð menn þóttu slappkristnir ef þeir gátu ekki lesið Biblíuna sér til gagns - og þessi staðreynd olli því að mót- mælendaþjóðir þróuðust hraðar í átt til lýðræðis og almennrar menntun- ar - og í kjölfarið velmegunar - en Magnús Árni Magnússon SOFIES VERDEN ÞÆTriR BYCCBIR Á METSÖLUBÓK JOSTEIN CAARDER Á FIMMTUDÓCUM KL 78.00 Unglingsstúlkan Sofiefær undarlegt bréfþar sem spurt er: Hver ert þú? Þetta er upphafið á tímaferðalagi hennarí gegnum sögu heimspekinnar þar sem hún hittir marga af þekktustu hugsuðum mannkynssögunar. Hver er „VERÖLD SOFFÍU“Á NRKi ' ;; í; jgpBI 77/ loka októbermánaðar Verðurnýjasta < ' Breiðvarpsins, 6 norrænar stöðvar, í o/ þeim sem tengdireru breiðbandinu. allar þekktarfyrir vandað ingar-, íþrótta-, frétta- og menningarefni alla þá sem vilja fylgjast , ■ meðfrændum vorum á Norðurlöndunum. ■■■ 8tw(nn.l(i * Tciigifíg v/3 brelðhitnHlð dt tenaíný % 1 M 1 N N BBMIBVAXPIB l www.nrk.no NRK j - HonU Rlkskringkasting Heimildamyndir, skemmtiþættirog barnaefni á daginn. Framhaldsþættir, fréttir, íþróttír, skemmtlþættir og Mynt Hið danska „nei“ við evrunni, segir Magnús Árni Magnússon, gæti kallað á þróun innan Evrópusambandsins ---------------7----- sem gæti verið Islend- ingum mjög að skapi. hinh' katólsku nágrannar þeirra. Þegar svo kirkjan og kristnin fóra að missa tökin á huga almennings þá tók þjóðin og þjóðríkið að vissu leyti við hlutverki hennar sem sameining- artákn. Þó svipaðar forsendur séu í raun fyrir hendi í Þýskalandi, þá era Þjóð- verjar enn svo sárþjakaðir af sektar- kennd yfir morðæðinu sem rann á þá í síðari heimsstyrjöldinni að þeir hafa viljað skipa sér í fararbrodd samrunasinna frekar en að eiga á hættu að vera sakaðir um tilhneig- ingai' til þjóðernishyggju. Sú staðreynd sem blasir við stjórnendum Evrópusambandsins er engu að síður sú að innan þess era heilu þjóðh'nar sem telja það ekki sjálfsagt að „þjóðríkin" séu að líða undir lok. Þetta er staðreynd sem Evrópusambandið verður að viður- kenna ef tilveru þess á ekki að vera ógnað af sífelldum vonbrigðum yfir andstöðu við „æ meiri samrana". Þess vegna gæti hið danska „nei“ við evrunni kallað á þróun innan Evrópusambandsins sem gæti verið okkur íslendingum, sem klárlega fyllum efasemdarflokkinn, mjög að skapi. Marglaga Evrópusamband, sem byggist á virðingu fyiir hinum mikla fjölbreytileika Evrópu og við- urkennir þjóðlega sérvisku sem já- kvætt afl í æ minnkandi heimi, er Evrópusamband sem við íslending- ar eigum mikið erindi í. Höfundur er hagfræðingur. Vagnhöfða 17 ■ 112 Reykjavfk 3 Sírrti: 587 2222 ■■i Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð JE Tölvupústur; sala@hellusteypa.is Mörkinni 3, sfmi 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14 |Glæsilegir borðlampar GREINARGERÐ MARKMIÐIN NÁÐUST OG VEL ÞAÐ Magnús Oddsson, veitustjóri á Akranesi, hefur sent frá sér greinargerð um breytt skipulag bæjarsjóðs og Akranesveitu. í INNGANGI greinargerðarinn- ar, segir Magnús Oddsson m.a, að meiri hluti bæjarstjórnar Akraness hafi samþykkt á bæjarstjórnarfundi hinn 26. sept. sl. breytt skipulag bæjarsjóðs og Akranesveitu. í því felist m.a. að bæjarráð fer með stjórn Akranesveitu, stjórn Akra- nesveitu er lögð niður, fjárreiður og bókhald Akranesveitu flyst á bæjar- skrifstofuna og starf byggingafull- trúa verður sameinað tæknideild veitunnar, bæjarstjóri verður fram- kvæmdastjóri Akranesveitu og starf veitustjóra er lagt niður. Magnús segir; „Meirihluti bæjarstjórnar sam- þykkti jafnframt á sama bæjar- stjórnarfundi að segja upp ráðning- arsamningi mínum, en ég hef verið talsmaður þess að fyrirtækinu þurfi að breyta til að mæta breyttum tím- um og þá sér í lagi boðuðum breyt- ingum á rafmagnssviði, en á því sviði mun verða tekin upp frjáls samkeppni í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins um innri mark- að fyrir raforku og samkeppni. í þessari grein mun ég ekki fjalla um skoðanamun minn og meiri hluta bæjarstjórnar, en vil gera stuttlega grein fyrir hvernig hafi gengið að ná þeim markmiðum, sem sett voru þegar uppskipti vora gerð á orku- fyrirtækjum í Borgarfii’ði á fyrri hluta árs 1996. Um leið og ég hætti í starfi mínu sem veitustjóri Akranesveitu hætti ég einnig sem framkvæmdastjóri Andakílsárvirkjunar og fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Fyrirtæki þessi era svo nátengd að ég tel eðlilegt að fjalla um þau í einni og sömu grein- argerð, sem ég hef þegar sent bæj- arráði.“ Greinargerðin Akranesveita tók til starfa hinn 1. janúar 1996, þegar sameinuð voru í eitt fyrirtæki Rafveita Akraness, Vatnsveita Akraness, fráveitan á Akranesi og dreifikerfi Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Jafn- framt sameinaðist tæknideild bæj- arins og áhaldahúsið Akranesveitu. Um mitt ár 1996 eignaðist Akra- nesbær Andakílsárvirkjun að fullu, en fram að uppskiptum höfðu Akur- nesingar átt 33% eignarhlut í virkj- uninni. HAB starfaði áfram nánast sem heildsölufyrirtæki með smásölu í nágrenni aðveituæðarinnar og án starfsmanns, en reksturinn falinn Akranesveitu og Hitaveitu Borgar- ness með þjónustusamningum. Staðan við stofnun Akranesveitu Ástæða breytinganna var tvíþætt: Annars vegar fjárhagsvandi Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB). í árslok 1995 námu erlendar skuldir HAB 1.827 mkr. og skuldir Undh'búningsfélags Orkubús Borg- arfjarðar (UOB) námu 455 mkr., en þær skuldir vora komnar frá HAB. Eiginfjárstaða HAB var neikvæð um 766 mkr. og eiginfjárstaða UOB neikvæð um 455 mkr. Tap hafði ver- ið á rekstri fyrirtækisins árlega um tugi milljóna kr. og neikvæða eigin- fjárstaðan hélt áfram að aukast ár frá ári (tap 1995 nam 34 mkr. og tap 1994 nam 61 mkr.). Samtals námu skuldimar 2.282 mkr. og samtals var eiginfjárstaðan neikvæð um 1.221 mkr. Við uppskiptin 1996 urðu eftir hjá HAB skuldir að upphæð 1.099 mkr. og Akranesveita og Andakílsár- virkjun tóku við skuldum að upp- hæð 827 mkr. Hin ástæða breytinganna var hátt verð á heita vatninu til íbúa á svæð- inu, en verðið var eitt hið hæsta á landinu og var svo hátt að talið var að það hamlaði aðflutningi fólks og stæði í vegi fyrir eðlilegri byggða- þróun. Skuldir í árslok 1999 I árslok 1999 eða fjórum áram síðar var staðan þessi. • Skuldh' HAB voru komnar niður í 854 mkr. og höfðu lækkað um 245 mkr. • Skuldir Akranesveitu og Anda- kílsárvh'kjunar eru komnar niður í 728 mkr. Hafa verður í huga að á árinu 1998 var tekið nýtt lán að upphæð 60 mkr., vegna fram- kvæmda við rafstreng frá tengi- stöðinni við Brennimel. Sé tekið tillit til þessa verkefnis hafa skuldirnar lækkað um 159 mkr. • Samtals hafa skuldir fyrirtækj- anna þriggja lækkað um 404 mkr. á fjóram áram. • í fyrrnefndum tölum eru skuldir ekki uppreiknaðar til sama verð- lags eins og títt er, þegar skulda- staða er borin saman milli ára. Ef skuldirnar era færðar til verð- lags í árslok 1999 hafa skuldh' HAB lækkað úr 1.220 mkr. í 854 eða um 366 mkr. Skuldir Akra- nesveitu og Andakflsárvii’kjunar lækkaði úr 918 mkr. í 728 mkr. eða um 190 mkr. og sé tekið tillit til lánsins vegna fyrrnefnds jarð- strengs nemur lækkunin 250 mkr. Samtals er þetta raunlækk- un á skuldum allra íýrirtækjanna um 616 mkr. á fjóram árum. Samanburður við áætlanir Þegar fyrh'tækin tóku til starfa í breyttri mynd gerði ráðgjafarfyrir- tækið Nýsir áætlun fyrir HAB um niðurgreiðslu lána og sjóðsstreymi og var það gert að kröfu fulltrúa ríkisins í viðræðunum. Samsvarandi áætlun var gerð fyrir Akranesveitu. Áætlanir þessar vora markmið, sem reyna átti að ná. Á það skal bent að ekki vora menn á þeim tíma bjart- sýnir á að þessum markmiðum yrði náð og í samkomulagi frá 8. des 1995 er kveðið á að verði skuldir HAB meiri en 900 mkr. uppreiknað með byggingavísitölu í árslok 2000 muni ríkissjóður yfirtaka 75% þeirr- ar fjárhæðar er umfram stendur. Við samanburð þessara áætlana og niðurstöður ársreikninga fyrir árið 1999 sést eftirfarandi: • Skuldir HAB áttu samkv. áætlun að vera 890 mkr. en vora 854 mkr. • Sjóðseign HAB átti samkv. áætl- un að vera 19 mkr. en var 62 mkr. • Skuldir Akranesveitu og Anda- kflsárvirkjunar áttu samkvæmt áætlun að vera 712 mkr. en voru 728 mkr., þegar búið var að bæta við 60 mkr. viðbótarláni vegna verkefnis (strengs frá Brenni- mel), sem ekki var í áætluninni. Skuldir era því í raun 44 mkr. - lægri en áætlun gerði ráð fyrir. • Sjóðseign Akranesveitu og Andakflsárvirkjunar átti að vera samkvæmt áætlun 1 mkr. en var 45 mkr. Til viðbótar við það sem að fram- an segir má benda á eftirfarandi: • Eiginfjárstaða HAB varð í fyrsta sinn jákvæð á árinu 1998 og í árs- lok 1999 er hún orðin jákvæð um 62 mkr. • Orkufyrirtækin þrjú skiluðu öll hagnaði á síðasta ári. Hagnaður Akranesveitu nam 14,8 mkr., hagnaðui' Andakflsárvirkjunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.