Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján Böðuðu sig í köldum sjónum ÞAÐ er ekki laust við að farið hafi hrollur um þessar akureyrsku ungmeyjar, þar sem þær voru að baða sig í sjónuin við flotbryggjuna norðan Torfunefsbryggju. Stúlkurnar sögðu að svo heitt væri í veðri að nauðsynlegt væri fyrir þær að kæla sig á þennan hátt. Þær stöllur voru þó sammála um sjórinn væri rosalega kaldur. Þeim varð þó ekki meint af kælingunni, enda hafa þær oft gert þetta áður að eigin sögn. F.v. Valgerður Hauksdóttir, Helga Jóna Harðardóttir, Laufey Árnadóttir og Halla Björg Harðardóttir. Veðrið lék við Akureyr- inga á föstudag og um miðjan daginn sýndi lög- giltur mælir Veðurstofunnar á lögreglustöð- inni 15 gráða hita. ■i > VTö _____LU1‘U Veislan stendur til sunnudags. Fullt af frábærum afmælistilboðumí Heitustu vetrarvörurnar. Frítt á klifurvegginn. SJal,akvik f"Jahátíð NANOQ+ - lífið er áskomn! Stuttmynd gegn ofbeldi RAUÐI krossinn hefur látið fram- leiða stuttmynd í tengslum við verk- efnið Gegn ofbeldi. Takmarkið með myndinni er að ná til ungs folks og skapa þannig grundvöll fyrir umræðu og fá það tii að hugsa um þessi má- lefni, segir í fréttatilkynningu. Myndin verður sýnd ungmenna- hópum um allt land í vetur og henni fylgja leiðbeiningar fyrir umræðu og fræðsluefni. Myndin er framleidd af ONNO ehf. og er leikstjóri hennar Amar Steinn Friðbjarnarson. Meðal leikara í myndinni eru Þorbjöm Emil Kærbo, Jakob Þór Einarsson, Ingrid Jóns- dóttir, Atli Viðar Þorsteinsson og Ragnar Pétursson. Grímur Hákonar- son skrifaði handritið. Myndin er nú tilbúin en stefnt er að því að dreifa henni ásamt fræðsluefni til Rauðakrossdeilda í byrjun nóv- ember en þær munu hafa milligöngu um sýningar fyrir áðumefnda ung- mennahópa á hverjum stað fyrir sig. Ráðstefnan um heilsu og heilbrigði RÁÐSTEFNAN Heilsa og heil- brigði 2000 verður haldin í Fjöl- brautaskólanum við Armúla dagana 14. og 15. október næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í tengsl- um við fyrsta aðalfund nýstofnaðra Norrænna samtaka sem fékk nafnið Nordisk Samarbejds Komite for ik- ke-Konventionell terapy (NSK). Samtökin nefnast á íslensku Nor- rænt samstarf um óhefðbundnar meðferðir. Þessa helgi verður haldin í Reykjavík allsherjar kynning á þjón- ustu og vömm óhefðbundinna með- ferða og er ætlunin að tileinka hana heilbrigði og því hvað hægt er að gera til að öðlast betri heilsu. Boðið verður upp á fyrirlestra fag- fólks í ýmsum greinum. Einnig verða kynntar náttúmafurðir af ýmsum gerðum sem aðallega em framleidd- ar hér á landi. Sorgin eftir sjálfsvíg NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð standa fyrir fyrir- lestri um sorgina eftir sjálfsvíg, í kvöld 12 október kl. 20. Hugó Þórisson sálfræðingur ætl- ar í umfjöllun sinni að ræða hvern- ig sorgin birtist þeim sem syrgja þá, sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Hvernig hún er frábragðin annarri sorg, hvaða leiðir er hægt að fara til að ná áttum að nýju og byggja upp líf sitt og hvaða hlut- verki fjölskyldan gegnir þegar tek- ist er á við sorg af þessu tagi. Hann ræðir einnig hvernig skólinn getur komið til móts við þá nemendur, sem hafa misst aðstandanda eða vin á þennan hátt. Fyrirlesturinn í kvöld er framlag Nýrrar dögunar til þeirrar mikil- vægu umræðu um geðheilbrigði og sjálfsvíg, sem á sér stað í samfélag- inu í dag. Hún stuðlar að aukinni vitund almennings og er liður í því fyrirbyggjandi starfi, sem halda þarf á lofti svo draga megi úr tíðni sjálfsvíga og sorg þeirra sem að koma, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn er haldinn í safn- aðarheimili Háteigskirkju og er öll- um opinn.Aðgangseyrir er 500 kr. Opinber fyrirlestur í guðfræðideild HOWARD J. Clinebell, prófessor við Claremont-háskóla í Kaliforn- íu, flytur föstudaginn 13. október opinberan fyrirlestur í guðfræði- deild. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.15 í kapellu Háskólans. Yfirskrift fyrirlestursins er: „Counseling for Wholeness in the 21 st Century“ í fyrirlestri sínum mun prófessor Clinebell horfa til framtíðar og draga fram lykilþætti í sálgæslu nýrrar aldar. „Howard J. Clinebell Ph.D. er vel kunnur flestum þeim sem leggja stund á sálgæslu. Hann var um árabil prófessor í kennimann- legri guðfræði og sálgæslu við guðfræðideild Claremont-háskóla í Kaliforníu,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Móðirin í bíósal MÍR KLASSÍSK kvikmynd frá árinu 1926, eitt af frægustu verkum kvik- myndasögunnar, verður sýnd í bíó- sal Mír, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 15. október. Þetta er Móðirin, kvikmyndin sem Vsevolod Púdovkin (1893-1953) leik- stýrði. Sú útgáfa myndarinnar sem sýnd verður á sunnudaginn er frá ár- inu 1968 með tónlist eftir Tikhon Khrennikov. Aðalleikendur era Vera Baranovskaja, A. Khristjakov og Nikolaj Batalov. Kvilanyndin Móðirin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Maxím Gorkí en þó farið frjálslega með sög- una. Enskur texti er með myndinni. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og öllum heimill. Minning’arfyr- irlestur Jóns Sigurðssonar Á VEGUM Sagnfræðistofnunar Há- skóla íslands er árlega haldinn Minningarfyrirlestur Jóns Sigurð- sonar. Að þessu sinni verður fyrir- lesturinn liður í dagskrá Hugvís- indaþings föstudaginn 13. október kl. 16. Þá flytur Solyi Sogner, prófessor í sagnfræði við Óslóarháskóla, fyrir- lestur (á norsku), „Ekteskap i Norge efter reformasjonen," um þróun hjúskapar og annarra sam- búðarforma allt frá siðaskiptum til dagsins í dag. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðasal Háskóla Islands og er öllum opinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.