Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 67
BRÉF TIL BLAÐSINS
Fólk í fyrirrúmi
Frá Gunnari Vigfússyni:
FINNUR Ingólfsson var banka- og
iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar. Sem bankamálaráð-
heiTa skipaði hann sjálfan sig seðla-
bankastjóra á miðju kjörtímabili.
Hann hafði alveg brennandi áhuga á
því að Norðmenn reistu hér
risaálbræðsluverksmiðju, sagði að
það væri svo gott fyrir þjóðina. Val-
gerður Sverrisdóttir var gerð að iðn-
aðarráðherra og þar með yfirmanni
Finns. Hún hefur tekið í arf mikinn
áhuga á norsku álbræðslunni. Eitt-
hvert hik er hjá Norsurum á að
Norsk Hydro félii mikið í áliti hjá
nýja ráðherranum, sagði hún frá
þessu á opinberum vettvangi. Ekki
hafa komið fréttir um það að hluta-
bréf í Norsk Hydro hafi fallið í verði
við þessi ummæli ráðherrans sem
betur fer.
Það er nú varla að verkamenn
sem væntanlega munu vinna í
draumaverksmiðju Framsóknar séu
það fólk í fyrirrúmi sem flokkurinn
meinar, einhver var að stinga upp á
því að það væru bankastjórastöð-
urnar sem þeir komu sér í og fleiri
feitar stöður. Norðmenn hafa
áhyggjur af því hvort við ætlum okk-
ur ekki að byggja upp íslenskan iðn-
að, sem vonlegt er. Það yrði farsælla
fyrir íslensku þjóðina til lengri tíma
litið, heldur en að vera eins og rek-
ald á vegi þjóðanna, og láta okkur
fi-amleiða hráefni sem flutt er út til
iðnaðarþjóðanna og láta útlendinga
sjá um atvinnuvegina. Eg ráðlegg
fólki að kynna sér sögu Rómönsku-
Ameríku, þá sér það að það hefur
ekki verið mjög gæfulegt að láta út-
lendinga sjá um atvinnuvegina.
Þeir ætla ekki að gera það enda-
sleppt framsóknarráðherrarnir. Nú
boðar fonnaður flokksins að hann
vilji láta útlendinga eiga með okkur
sjávarútveginn og væntanlega tog-
ara og stórvirk fískiskip, til að hjálpa
okkur á okkar fullkomnu togurum
að skafa og slétta botninn á miðun-
um kringum Island Nú er þorsk-
aflinn 200 þúsund tonn sem íslenskir
sjómenn mega veiða á ári og hætt er
við að það fari minnkandi á meðan
slíkur fjöldi af togurum er á veiðum
kringum ísland, að maður tali nú
ekki um ef þeim fer fjölgandi. Þá fer
aflinn minnkandi án alls efa það væri
fljótt að segja til sín ef togurum væri
fækkað og línuveiðar teknar upp í
staðinn. Þá kæmist afli upp í 500
þúsund tonn sem óhætt væri að
veiða á ári.
Mikið stóð sú barátta lengi yfir að
koma Bretum og öðrum útlending-
um út fyrir 200 sjómílna landhelgis-
línu. Tímakorn er síðan Hannes Haf-
stein, þá sýslumaður á ísafirði, átti í
höggi við breska landhelgisbrjóta
inni á Dýrafirði, þar var Hannes
nærri drukknaður og varð þar
manntjón og Islendingar drukkn-
uðu. Þessi barátta okkar Islendinga
stóð í áratugi og lögðu sjómenn á
varðskipunum sig oft á tíðum í lífs-
hættu, þeir sem voru á varðskipun-
um þá. Það má aldrei gerast að ís-
lendingar sleppi eignarhaldi á
auðlindinni þótt einhverjir pólitískir,
vonandi einnota ráðherrar væru til í
það.
Það var heppni að Sjálfstæðis-
flokkur skyldi halda veigamestu ráð-
herraembættunum, svo sem forsæt-
is-, fjármála- og sjávarútvegsráðu-
neytinu. Hann Halldór Ásgrímsson
hefur varla átt nógu sterk orð um
það hvað samstarfið með Sjálfstæð-
isflokknum hafi verið ánægjulegt og
að hann vilji halda því áfram næsta
kjörtímabil. Auðvitað væri þó best
fyrir hann að sækja um inngöngu í
Sjálfstæðisflokkinn með allt sitt lið,
það yrði ábyggilega vel tekið á móti
fólkinu og því búið pláss hægra meg-
in, með því gæti hann haldið fullri
reisn - heldur en að bíða næstu
kosninga og þola auðmýkjandi fylg-
istap. Þetta hafa fleiri flokkar gert,
t.d. Borgaraflokkurinn.
Eg set nú þessar hugleiðingar á
blað vegna þess að mér er ekki sama
hvernig farið er með auðlindir þjóð-
arinnar á landi og í sjó, vegna kom-
andi kynslóða.
GUNNAR VIGFÚSSON,
Grettisgötu 80, Reykjavík.
Hugleiðing um kjör aldraðra
Frá Kristlciíi Porsteinssyni:
ÞAÐ ER áberandi í umræðum um
kjör aldraðra hversu hógværir þeir
eru í kröfum sínum. Jafnframt er
það eftirtektavert hvernig stjórn-
endur landsins, alþingismenn, líta á
aldraða sem hóp gustukafólks sem
hefur ekki samnigsrétt um kjör
sín.Við öll, gamlir og ungir, þurfum
að gera okkur grein fyrir því að það
sem hið vinnandi fólk er með á milli
handanna núna er það sem við hin
eldri bjuggum í hendur þess á liðinni
tíð. Og það sem vinnandi fólkið er að
gera er grundvöllur fyrir ævistarf
barnanna sem eiga eftir að taka við
af þeim. Öll benimst við sömu leið-
i_na frá æsku til elli og erum þegnar
Islands. Það er ríkjandi hugsunar-
háttur að á meðan vinnugetualdur-
inn stendur yfir eigi að taka frá fjár-
muni til efri áranna.Það hefur verið
framkvæmt á þann hátt að af laun-
um fólks er tekið og sett í svonefnda
lífeyrissjóði. Þar að auki er öllum
frjálst að leggja íýrir það sem hver
vill til brúkunar á efri árunum.
Svona á þetta ekki að vera. Vinn-
andi fólk á að nota öll sín laun til að
hlúa að sér og sínum en fá að loknum
starfsaldri nægileg laun til að lifa af.
Eftirlaunafólk á að semja um þessi
laun við stjórnendur landsins og
miða þau við þarfir sínar og
greiðslugetu ríkissjóðs sem á að
gera sér það að skyldu að hafa til-
tækan nægan tekjustofn til þess að
greiða öllum mannsæmandi laun. I
því sambandi má nefna t.d. auð-
lindaskatt, erfðafjárskatt, skatt af
munaðarvöru o.fl.
Þegar stjórnendur fá þroska til
eiga börnin að koma inn á þetta
launakerfi hjá þeim.
KRISTLEIFUR
ÞORSTEINSSON
frá Húsafelli.
NÝ SENDING
af gullfallegum minnkapelsum
stuttir og síðir
Vinsælu /( )J
minkahárböndin komin \~y£ /
J AKOBS-PELSAR
Garðatorgi 7 - sími 544 8880
Opið þriðjud.-föstud. frá kl. 14.00-18.00. Lau.frá kl. 10.30-14.00
KULDASKÓRNIR
KOMNIR FYRIR
VETURINN!
nm>\
Bláir/rauðir,
st. 21-27
Svartir/bláir,
st. 23-35
Grænir/rauðir/svartir/bláir
st. 21-39
Svartir
st. 25-39
568 6062
S
I 2.000
Fasteignir á Netinu
mbUs
HLAUPTU - STÖKKTU - HJÓLAÐU - FVRSTIR KOMA FVRSTIR FÁ..
ÞVOTTAVÉLAR
ÞURRKARAR
OFNAR
HELLUBORÐ
ÍSSKÁPAR
UPPÞVOTTAVÉLAR
ELDAVÉLAR
GUFUGLEYPIR
ATH. TAKMARKAÐ MAGN
É
á íslandi
EXPERT er stærsta heimilis-og
raftækjaverslunarkeðja í heiminum - ekki
aðeins á Norðurlöndum.
RflFTfEKJflWLUN ÍSLRMDS H
-ANNO 1929-
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776