Morgunblaðið - 26.10.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.10.2000, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Uómsmáiaráð- herra til skammar“ Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráóherra vax sökuö um þaö á Alþiugi í gær aó hafa brotió jafuréttislög meó ráönlngu Árna Kolbeinssonar í stöóu hæstaréttardómara. Ég hefði nú fyrst orðið mér til skammar Jóhanna mín ef ég hefði farið að ráða einhverja kerlingatruntu í svona virðulegt embætti. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar Reykjanesbæjar Til athugunar að byggja á Samkaupssvæðinu BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur til umfjöllunar hugmyndir um að auglýst verði eftir áhugasömum aðil- um til að taka að sér skipulagningu byggðar og framkvæmdir á svoköll- uðu Samkaupssvæði við Flugvailar- veg. Um er að ræða tæplega 45 þús- und fermetra svæði en skv. aðalskipulagi myndi verða um bland- aða byggð að ræða, eða svokallað miðbæjarsvæði. Skipulags- og byggingamefnd Reykjanesbæjar lagði tillöguna fyrir bæjarstjómarfund í síðustu viku en þaðan var henni vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Mun verða ákveðið á þeim vettvangi hvort ráðist verður í að framkvæma hugmyndirnar eða ekki en tillaga skipulags- og byggingar- nefndar felur í sér að gera skuli for- sögn um svæðið, þ.e. eins konar skýrslu þar sem lagt verður mat á það hvers konar byggð menn viija sjá á þessu svæði. Ellert Eiríksson bæjarstjóri lagði áherslu á að engin ákvörðun lægi fyr- ir í málinu. Sagði hann dágóðan tíma geta liðið þar til ákvörðun lægi fyrir enda þyrfti að vanda til verkanna þegar sldpulagsmál væra annars veg- ar. „Það má segja að þetta sé fyrsta skrefið á nokkuð langri vegferð,“ sagði hann. Ellert sagði liggja Ijóst fyrir að verkið verður útboðsskylt á evrópska efnahagssvæðinu ef tillaga skipulags- og byggingamefndar er sámþykkt í núverandi mynd. Hann bar hins vegar engan kvíðboga íyrir því, menn þekktu orðið allvel það ferli. Eins og áður segir er um 45 þús- und fermetra óbyggt svæði að ræða við Flugvallarveg sem markast af Njarðarbraut, liggur meðfram Flug- vallarvegi og upp að fjölnota íþrótta- húsi sem nú er risið á þessum slóðum. I-Media 7800a rw Örgjörvi AMD K7 800 Flýtiminni 512Kb Vinnsluminni 64Mb, stækkanlegt í 512 Harður diskur 15 GB Skjákort 32Mb TNT II - TV útgangur Skjár 17" DVD+CDRW tífaldur leshraði +áttfaldur skrifhraöi 3D hljóð _ Fjöldi radda Hátalarar Faxrnótald 64 Dimand 56k - V.90 Fax VerO Verð Frá árinu 1996 hefur Packard Bell verið mest selda heimilistölvan í Evrópu 169.900 _______ RdDICRÍAUST Geislagötu 14 • Slml 462 1300 BRÆÐURNIR mRMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Kynningarfundur - konur 21. aldar Dömufrí í þjóð- félagi framtíðar? Rósa Erlingsdóttir Kynningarfundur verkefnisins Kon- ur til forystu og jafnara námsval kynj- anna, verður haldinn í há- tíðasal Háskóla Islands í dag klukkan 15.30 til 18.00. Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrum forseti Is- lands og heiðursdoktor frá verkfræðideild H.I., er verndari verkefnisins og heldur ávarp í upphafi fundarins. Rósa Erlings- dóttir hefur haft umsjón með undirbúningi þessa fundar. Hún var spurð um markmið verkefnisins. „Markmið þess er ann- ars vegar að undirbúa stúlkur sem ljúka námi frá skólanum undir for- ystustörf á þeirra fram- tíðarstarfsvettvangi og hins veg- ar að fjölga konum þar sem þær eru í minnihluta, í raunvísindum, verk- og tölvunarfræði. Með þessu vill Háskóli íslands, með stuðningi samstarfsaðila að verk- efninu, leggja sitt af mörkum til að jafna hlutdeild kynjanna í þekkingar- og upplýsingasamfé- lagi nýrrar aldar. Við eram alls ekki að „finna upp hjólið“ hér heima heldur hefur víða við há- skóla erlendis verið ráðist í áþekk verkefni til að tryggja þátttöku kvenna á þeirri upplýs- ingatækniöld sem fram undan er og auka fjölbreytileik vísindanna með jafnara námsvali kynjanna.“ - Hvað verður á dagskrá ráð- stefnunnar? „Að loknu ávarpi Vigdísar Finnbogadóttur mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenda styrki Orkuveitu Reykjavíkur til kvennemenda í verkfræði. Síðan taka við inn- gangserindi, kynning á verkefn- inu og framkvæmdaáætlun, farið verður yfir tölulegar staðreyndir um hlut kvenna í menntun, vís- indum og stjórnun og kynbundið námsval. Kvenkennarar við Há- skóla Islands og einn kvenkyns nemandi taka til máls og munu ræða sína reynslu, kven- og tölvuímyndir. Að lokum verður erindi um hvemig fjölga megi konum í stjórnunarstöðum og at- vinnurekstri. Fundarstjóri er Stefanía Óskarsdóttir stjórn- málafræðingur." -Hefur hlutur kvenna í raungreinum ekki aukist mikið á undanförnum árum? „Nei, hlutur kvenna í verk- og tæknifræðinámi af nemendum skráðum á háskólastig hefur lítið aukist sl. tuttugu ár þrátt fyrir stóraukna sókn kvenna í há- skólanám.“ - Hvað telur þú að valdi þessu? „Ég held að ein aðalástæðan séu þær hugmyndir sem ungar stúlkur hafa um raungreinar, að þær séu köld staðreyndafög sem eigi lítið skylt við raunveruleik- ann. En það er fjarri lagi að svo sé því raunvísindi era eins og önnur fög mannanna verk.“ -Hvað miðar starf- inu í sambandi við þetta átaksverk sem kynnt verður á fundin- um í dag? „Ætlunin er að ýta verkefninu úr vör með þessum kynningarfundi og vekja athygli á þeirri vinnu sem fram undan er. Á framkvæmdaáætlun er meðal annarra verkefna hvatningarátak í grunn- og fram- haldsskólum sem miðar að því að fjölga kvennemendum í þessum raungreinafögum. Ráðist verður ► Rósa Erlingsdóttir fæddist á Egilsstöðum 28. júní 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð vorið 1991, B.A.-prófi í stjórnmála- fræði frá Frei Universitae í Ber- lín og mastersgráðu frá sama skóla 1998. Hún starfar nú sem verkefnisstjóri hjá Háskóia Is- lands og stýrir átaksverkefninu Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna. Rósa á eina dóttur. í annað átak við verkfræðideild Háskóla íslands, um það verður haft samstarf við eldri kvennem- endur og þær fengnar til lið- veislu við kynsystur sínar sem eru að hefja nám til að auðvelda aðkomu þeirra í deildina. Auk þess ætlum við að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir stelpur þar sem nám og störf í upplýsinga- tækniiðnaði verða kynnt af kenn- urum og fagfólki. Þá munum við bjóða upp á stjórnunar-, leið- toga- og starfsframanámskeið fyrir kvennemendur á lokanáms- ári í samráði við Gallup-Ráðgarð. í vor stefnum við að því að halda málþing um kennslufræði raungreina þar sem rætt verður hvemig hægt sé að ná til fleiri kvenna með fjölbreyttari kennsluaðferðum.“ - Ráða karlmenn ferðinni að mestu leyti í raungreinadeildum H.í? „Karlmenn era í miklum meirihluta fastráðinna kennara við raunvísinda- og verkfræði- deild - af 131 kennara era aðeins 20 konur eða 15%. Sem dæmi má taka að við verkfræðideild eru 22 prófessorar, þar af aðeins ein kona. Konum fjölgar svo eftir því sem neðar dregur, af tíu dósent- um við verkfræðideild eru þrjár konur og af 30 dósentum við raunvísindadeild era sex konur. Það gefur því auga leið að karl- menn era einnig í meirihluta í deildarstjórnum þessara deilda." - Hefur þetta mikil áhrif á skipulagningu námsins? „Við erum þeirrar skoðunar að fjölgun kvenkennara í þessum fögum og fjölbreyttari kennslufræði raun- greina, sem einmitt tæki mið af mismun kynjanna, myndi virka sem hvatning á stúlkur til að velja þessi fög. Ég persónulega vona að verkefnið skapi um- ræðu um konur og vísindi, þá sér í lagi kennslufræði og launamun kynjanna meðal háskólamennt- aðra starfsmanna en samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar frá 1995 auka konur laun sínum 42,5 % með háskólanámi en karl- ar sín laun um 104%. Með háskóla- menntun auka konur laun sín um 42,5% en karl- ar um 104%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.