Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ræddu einkarekstur í heilbrigðisþjónustu á opnum fundi Sjálfstæðisflokks Island dregst aftur úr N or ðurlandaþj óðunum Skiptar skoðanir eru um ágæti einka- væðingar í heilbrigðisþjónustu og af því tilefni hélt Sjálfstæðisflokkurinn opinn fund um málið í Valhöll í fyrradag. Trausti Hafliðason sat fundinn. ; Morgunblaðið/Ásdís Guðjón Magnússon, læknir og rektor Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg, telur að skapa þurfi umræðu á meðal almennings um einka- væðingu í heilbrigðiskerfinu og kanna hug hans til breytinga. RÆÐUMENN á opnum fundi Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn var í fyrradag og bar yfirskriftina „Hug- myndir um einkarekstur í heilbrigð- isþjónustunni", voru allir sammála um það að bæta þyrfti heilbrigðis- þjónustuna á Islandi og að vel kæmi til greina að blanda saman ríkis- rekstri og einkarekstri til þess að auka svigrúm fyrir einstaklinga og gera þjónustuna skilvirkari og fjár- hagslega hagkvæmaii. Ræðumenn- ina greindi hins vegar á um það hversu langt ætti að ganga í því að einkavæða en enginn þeirra vildi þó algjöra einkavæðingu. Um 60 manns sóttu fundinn, þar sem þeir Guðjón Magnússon, læknir og rektor Heilbrigðisháskólans í Gautaborg, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla íslands, og Sigurbjörn Sveinsson, læknir á heilsugæslustöðinni í Mjódd, fluttu erindi. Ingibjörg Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur var fundarstjóri. Norðurlandaþjóðimar hafa gert ýmsar tilraunir Guðjón sagði að umræðan um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu á íslandi væri komin miklu skemmra á veg en á hinum Norðurlöndunum, þar sem þegar hefðu verið gerðar ýmsar tilraunir á því sviði. „Þeir eru til dæmis komnir miklu lengra í því að bjóða út heimahjúkrun og heimilisþjónustu í stærri borgum og bæjum, sem og að bjóða út að- gerðir og rannsóknir af ýmsu tagi,“ sagði Guðjón. „Þetta hjálpar kaup- andanum að því leyti að það verður til ákveðin verðsamkeppni, því það eru fleiri en einn og fleiri en tveir sem bjóða í verkið og í sumum tilfellum þarf ekki einu sinni aðilinn sem er að bjóða í það að vera staðsettur á því svæði þar sem þjónustan er veitt, því það er til dæmis hægt að flytja blóðsýni og annað töluvert langar vegalengdir." Guðjón sagði að Norðurlandaþjóð- irnar væru líka komnar töluvert langt í að þróa nýtt greiðslufyrir- komuiag fyrir sjúkrastofnanir. „Þær eru með blönduð greiðslu- kerfi, þar sem að hluta til er um að ræða fasta greiðslu og síðan er greitt ákveðið fyrir hvert læknisverk, að- gerð eða rannsókn þannig að spít- alarnir hafa ákveðinn hag af því að auka framleiðnina." Að sögn Guðjóns eru samt aðal- lega tvennar breytingar sem standa upp úr á Norðurlöndunum. „Önnur er sameining sjúkra- stofnana og við erum auðvitað búnir að stíga ákveðið skref í þá átt hér ný- lega og hin er að aðgreina kaupendur og seljendur þjónustu með miklu markvissari hætti en við höfum gert. Varðandi síðara atriðið þá er auðvit- að aðeins farið að ræða það hér en við erum auðvitað komnir miklu skemmra á veg hvað það varðar en hinar Norðurlandaþjóðirnar. í Danmörku eru t.d. gerðir þjón- ustusamningar, þar sem skilgreint er hversu mikið er greitt fyrir tiltekna þjónustu. Á nokkrum stöðum í Sví- þjóð eru aðilar sem skilgreina það hvaða þjónustu þarf að kaupa frá spítulunum íyrir þá íbúa sem þar eru, hvað þurfi að kaupa marga legudaga, margar aðgerðir eða rannsóknir. í Noregi er búið að taka upp kerfi sem byggist á því að sjúkrahúsin fá greitt í samræmi við það hversu miklu álagi mismunandi sjúkdóma- hópar valda. Þetta er tilraun til þess að koma í veg fyrir að sjúkrahúsin fari að velja inn aðeins „léttari" sjúkl- inga til þess að gera reksturinn hag- kvæmari og þar af leiðandi geta látið þá fjármuni duga sem þau fá. Með þessum hætti er reynt að tryggja að verið sé að greiða fyrir þá þjónustu eða það álag sem fylgir ákveðnum tegundum sjúkdóma. Þetta eru auð- vitað Bandaríkjamenn búnir að gera lengi og þessi aðferðafræði er núna að koma upp í Evrópu." Þarf að kanna hug þjóðarinnar til einkavæðingar Guðjón sagðist vera hlynntur því að blanda saman einkarekstri og rík- isrekstri í heilbrigðisþjónustu, en hann sagði að næsta skref Islendinga ætti að vera það að kanna hug þjóð- arinnar til þessa t.d. með skoðana- könnunum. „Það þyrfti að skoða það til dæmis hversu mikill vilji er hjá fólki til að greiða aukalega fyrir heilbrigðis- þjónustu, það vitum við ekki. Er fólk til dæmis tilbúið að borga aukalega fyrir að fá sérútbúið herbergi á sjúkrahúsi? Við þurfum líka að skoða betur hug heilbrigðisstarfsmanna til svona breytinga. Við vitum af langri reynslu að það er afar erfitt að fram- kvæma svona breytingar í óþökk - starfsmanna. Síðan er þetta líka spurningin um það hvort við eigum að auka valfrelsi einstaklinganna. Að fólk fái að velja í meira mæli en nú er hver sé meðferðaraðilinn. Það er líka spuming hvort við eig- um að opna fyrir þann möguleika að fólk geti greitt að fullu fyrir sína þjónustu. Sá valmöguleiki er til að vissu leyti hvað varðar þjónustu utan spítala, en ekki í sambandi við stærri aðgerðir inni á þeim. Eg held það sé að skapast grund- völlur fyrir því aðsetja af stað einka- rekinn valkost. Ég held að það sé bara spuming um það hvenær þeir aðilar, sem hafa séð um þá þjónustu sem búið er að byggja upp utan spíta- lanna, nái saman og búi þannig um hnútana að þeir geti sjálfir boðið upp á valkost." Aldursskipting Islendinga er hagstæð Guðjón sagði að þrátt fyrir að Is- lendingar væra á eftir í umræðunni um einkarekstur í heilbrigðisþjón- ustunni hefðu þeir forskot að ákveðnu leyti því aldursskipting íbúa væri afar hagstæð miðað við annars staðar á Norðurlöndunum og víða í Vestur-Evrópu. „Það verður fyrst eftir þijátíu ár sem við verðum með sama hlutfall af fólki, sem er 65 ára og eldra, og Sví- þjóð, Noregur og Danmörk era með í dag. Við getum nýtt okkur þetta að því leyti að við vitum að hverju dreg- ur og getum því leitað eftir bestu kostunum í stöðunni. Til dæmis get- um við aukið eftir mætti stuðning við þá sem vilja búa sem lengst á eigin heimili. íslendingar hafa líka annað for- skot sem er að þeir era afskaplega fljótir að tileinka sér allar nýjungar og ákvörðunarferlið hér er oft miklu styttra en hjá öðram stærri þjóðum og þetta gæti komið sér vel ef gera ætti breytingar á heilbrigðisþjónust- unni.“ Að sögn Guðjóns er einkavæðing innan heilbrigðiskerfisins að mörgu leyti viðkvæmt mál, bæði pólitískt og siðferðilega. „Ég held að það þurfi að skoða þetta ákaflega vel áður en lagt verð- ur út í einhverja ákvörðunartöku," sagði Guðjón. „Eg held að það þurfi að koma af stað umræðu á meðal al- mennings til þess að fólk fái ekki ranga mynd af því hvað fólgið er einkavæðingu á þessu sviði. Ég held að menn hafi oft tilhneig- ingu til að horfa allt of mikið til amer- ískrar heilbrigðisþjónustu og ýmissa þeirra vandamála sem era sértæk fyrir hana og gleymt því að það er hægt að bæta veralega okkar eigið heilbrigðiskerfi án þess að nokkrum detti í hug að við innleiðum amerískt heilbrigðiskerfi. Við getum nýtt það besta úr mörg- um rnismunandi módelum eða kerf- um. Ég myndi segja að hollenska módelið væri eitthvað sem við ættum að horfa sérstaklega til, þeir hafa náð þvi að skapa þetta jafnræði á meðal þegnanna þannig að allir fái lág- marksþjónustu, en samtímis getað veitt einkavæðingu í mjög auknum mæli, haldið kostnaði allvel niðri hvað snertir heildarútgjöld og boðið upp á mikið valfrelsi fyrir einstakl- ingana.“ Lögmál skortsins í heilbrigðisþjónustu Hannés Hólmsteinn sagði í upp- hafi á erindi sínu að lítill ágreiningur væri um það að íslensk heilbrigðis- þjónusta væri prýðileg, en bætti því síðan við að hana mætti auðveldlega bæta með því að nýta kosti einka- reksturs og blanda honum saman við hinn opinbera rekstur. Að sögn Hannesar gildir lögmál skortsins í heilbrigðisþjónustu. Hann sagði að þjónustan væri ekki ókeypis og því þyrfti á einhvern hátt að skammta hana. „I stórum di'áttum era bara til tvær leiðir til að skammta það sem skortur er á,“ sagði Hannes. „Það er annars vegar hægt með verðlagn- ingu og hins vegar með valdboði. Annars vegar með því að láta okkur borga fyrir það og hins vegar með því að einhver miðstýrður aðili dreifir því út á grundvelli sínum.“ Hannes Hólmsteinn sagði að á ís- landi hefði ríkið skammtað þessa þjónustu og að niðurstaðan væri sú að langir biðlistai’ væra eftir ákveð- inniþjónustu. ,Astæðan fyrir þessum biðlistum er að þjónustan er veitt á lægra verði en jafnvægi getur myndast við.“ Hannes Hólmsteinn sagði að það ætti fyrst og fremst að auka svigrúm þess kerfis, sem nú væri við lýði, með því að bjóða þeim, sem væra aflögu- færir, upp á að kaupa sér þjónustu og sleppa þannig við biðlistana. Hann sagði að þessi þjónusta yrði viðbót við núverandi kerfi og lagði áherslu á það að áfram yrði boðið upp á þá þjónustu sem þegar væri í boði, enda væri þjóðarsátt um það. Fjölmargir íslenskir læknar starfa erlendis Að sögn Hannesar era fjölmargir íslenskir læknar við vinnu erlendis. „Hvers vegna getum við ekki leyft þeim að koma hingað og setja upp einkareknai' skurðstofur, þannig að við sem að kærum okkur um það að fá þjónustuna strax og eram tilbúin til þess, getum það? Ég held að verkefnið framundan sé annars vegar að sameina sveigjan- leika, fjölbreytni og þróunarmátt bandaríska heilbrigðiskeifisins og hins vegai' öryggi og mikla áhættu- dreifingu norræna kerfisins. Mér finnst að í framtíðinni getum við sett okkur það markmið að sumir geti notið betri þjónustu en nú er í boði ef þeir velja að greiða fyrir það sjálfir en að enginn þurfi að þola verri þjón- ustu en nú er í boði. Ég sé því fyrir mér að framlög einstaklinga til heil- brigðiskerfisins aukist en framlög ríkisins verði óbrejht.“ Það er skoðun Hannesar Hólm- steins að ríkið eigi áfram að sjá um að halda uppi öilugum forvörnum í skól- um, tjölmiðlum og annars staðar. Þá mótmælir hann því að Háskóli Is- lands skuli takmarka aðgang að læknadeildinni því það þjóni einungis sérhagsmunum lækna og takmarki aðgang að greininni. Fara þarf afar varlega í allar breytingar Sigurbjöm sagðist vilja fara afar varlega í allar nýjar hugmyndir um að fólk geti keypt sér tryggingu til að auka rétt sinn í heilbrigðiskerfinu og fá þjónustu á undan öðram, sem ekki hefðu efni á að kaupa sér slíka ti-ygg- ingu. Hann sagði að í hans huga myndu Islendingar áfram búa við ríkisrekna heilbrigðisþjónustu. „Þær breytingar sem Hannes tal- ar um verða ekki nema framboð af þjónustu í landinu verði stórkostlega aukið ,“ sagði Sigurbjörn. „Við gæt- um samt gert ýmsar tilraunir með einkavæðingu. Ríkisvaldið hefur haft vissan skilning á sérfræðiþjónust- unni. Það er vel rekin þjónusta, ein- ingaverð er lágt og það eru sóknar- færi á þeim vettvangi. Við getum aukið einkarekstur inn- an sjúkrahúsanna. Það mætti fjölga verktökum og ég gæti alveg hugsað mér að ef þetta yrði gert myndu af- köst stofnananna aukast.“ Aukning áþyngd skóla- barna MARKTÆK aukning á þyngd grunnskólabarna kom fram í rannsókn Magnúsar Ólafsson- ar, heilsugæslulæknis á Akur- eyri, er hann kannaði í hve miklum mæli þyngdaraukning hefði orðið meðal grunnskóla- barna á Akureyri á 25 og 30 ára tímabili. Segir hann þyngd þeirra hafa aukist á bil- inu 10 til 20% en aukningin er nokkuð misjöfn eftir einstök- um árgöngum bæði meðal stúlkna og drengja. Magnús Ólafsson segir í samtali við Morgunblaðið að- alþýðingu þessara niður- staðna þá að börn sem séu of þung hafi tilhneigingu til að vera það áfram fram á fullorð- insár. Þeim sem séu of þungir hætti fremur en öðrum við að fá ýmsa kvilla og sjúkdóma svo sem hjarta- og æðasjúk- dóma, háþrýsting, slitgigt og ákveðnar tegundir krabba- meins. Segir hann lækna ráð- leggja of þungum eða of feit- um unglingum meiri hreyfingu og breytt mataræði og þá er einnig oft haft sam- band við foreldra. Aukning á sykursýki Þá hefur sykursýki II, svokölluð fullorðinssykursýki sem oftast kemur til vegna of mikillar þyngdar, komið fram í auknum mæli á síðustu árum hjá ungu fólki eða jafnvel unglingum að sögn Magnúsar. Hann segir það heldur ekki hafa góð áhrif á sjálfsmynd unglinga eða félagslega og sálræna líðan þeirra að vera of feit eða of þung. í þessu sambandi má geta þess að Magnús er að undirbúa í fé- lagi við Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri og sálf- ræðing, í'annsókn á líðan unglinga sem eru of feitir eða of þungir, hvort og hvaða samband sé þar á milli og hvernig þeim vegni í skóla. Fer þessi rannsókn í gang nú í vetur. Magnús rannsakaði grunn- skólabörn veturinn 1992-93 og aftur 1997-98 og bar hópana saman við úrtakshóp frá 1967- 68 sem fékkst úr heilsufars- skýrslum skólabarna fyrir þann vetur. Fjöldi í árgöngum var kringum 100 í rannsókn Magnúsar en 30-40 veturinn 1967-68. Fleiri árgangar hjá drengjum Á 25 ára tímabili kom fram marktæk aukning hjá 8, 10,11 og 12 ára piltum og 8,11 og 12 ára stúlkum. Á 30 ára tímabili kom fram marktæk þyngd- araukning hjá 8, 9, 10, 11 og 12 ára piltum og 8, 10 og 11 ára stúlkum. Hafa því fleiri árgangar hjá piltum en stúlk- um þyngst og helst sá munur milli athugananna. Magnús segir að milli 10 og 20% barnanna, þó heldur nær 15 til 20%, séu annaðhvort of þung eða of feit og meirihlut- inn sé of þungur. Stuðst er við erlendar viðmiðanir um hvar líkamsþyngd liggur og út frá þeim má sjá hversu mörg börn úr hverjum árgangi fara yfir þau viðmið. Gert er ráð fyrir að rann- sóknum á þyngd grannskóla- barna verði haldið áfram með reglulegu millibili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.