Morgunblaðið - 26.10.2000, Page 15

Morgunblaðið - 26.10.2000, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 1 5 Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Staða fatlaðra barna innan íslenska skólakerfisins Ráðuneytið aðhefst ekki eitt og sér í málinu FORELDRAR fatlaðra barna gagn rýna íslenska grunnskólakerfið hvað varðai' þennan hóp bama og eru oft ósáttir vð að börn þeirra geti ekki sjálfkrafa fylgt jafnöldrum sínum úr leikskólanum í grunnskóla í heima- hverfi. Þetta kom fram i viðtali í sunnudagsblaði við Eyrúnu Isfold Gísladóttur, sem lauk á þessu ári við rannsókn um reynslu foreldra fatl- aðra barna og barna við mörk fötlun- ar af ákvarðanatöku um námsúrræði í grunnskóla, bæði við upphaf skóla- göngu og síðar á námsferlinum. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra segir að fram hafi komið í greininni að hugsanlega væri leið í þessu máli að setja nánari reglur og lagaákvæði. Það hafi þó ekki komið fram í hverju þessi opinberu fyrir- mæli ættu að felast, sjálfsagt sé að skoða slíkar tillögur eins og önnur úr- ræði, sem til álita komi. Bjöm bendir á að þarna sé um sameiginlegt verk- efni ríkis og sveitarfélaga að ræða. Ráðuneytið muni því ekki aðhafast án þess að samstaða sé milli þeirra aðila sem standa að skólastarfínu í landinu. Eitt af því fyrsta sem gert hafi ver- ið þegar unnið var að flutningi gmnn- skólans til sveitarfélaganna hafi verið samning reglugerðar um sérkennslu því hún hafi ráðið miklu um það kostnaðarmat sem lagt hafi verið til grandvallar í samkomulagi sem gert var um flutninginn. Merkis- menn að störfum MERKJAMENN frá Vegagerðinni í Borgarnesi hafa verið að setja upp að nýju bæja- og biðskylduskilti við endurbyggða kafla á Hringvegin- um í Vestur-Skaftafellssýslu. Skiltin hafa fallið eða verið fjar- lægð við byggingu nýrra brúa og ræsa á nokkrum stöðum og er ver- ið að koma þeiin í samt lag. Kraft- ur var í Unnsteini Arasyni þegar hann var að skrúfa á skilti við bæinn Götur í Mýrdal f vikunni en Pétur Guðmundsson hélt einbeitt- ur við. Auk staðbundinna verkefna fara þeir félagar um allt land á vorin til að lagfæra skilti og merk- ingar og töluvert um hálendið lfka. ------*-♦-♦------ Starfshópur um samskipti lögreglu o g fjölmiðla EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hefur sett á laggirnar starfshóp sem ætlað er að fjalla um samskipti lögreglu og fjölmiðla. Frá þessu er greint á heimasíðu embættisins. Frá ríkislögreglustjóraembætt- inu koma Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, sem mun leiða vinnu hópsins, og Helgi Magnús Gunnarsson, lög- fræðingur hjá embættinu. Fulltrúi ríkissaksóknara í starfshópnum er Ragnheiður Harðardóttir saksókn- ari og frá embætti lögreglustjórans í Reykjavík kemur Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Fulltrúi Blaðamannafélags Islands í starfshópnum er Pétur Gunnars- son, blaðamaður á Morgunblaðinu. ------*-4-4------ Veita milljón til söfnunar RKÍ RÍKISSTJÓRN íslands samþykkti í gær að veita einni milljón króna til landssöfnunar Rauða krossins gegn alnæmi í Afríku, sem fer fram á laug- ardag. Mikil stemmning er nú að myndast um allt land fyrir söfnun- inni, segir í fréttatilkynningu, en Rauði krossinn hefur einsett sér að fá tvö þúsund sjálfboðaliða til að ganga í hús til að safna. Þegar hafa um þúsund sjálfboða- liðar gefið kost á sér. Enn vantar þó tilfinnanlega fólk á höfuðborgar- svæðinu, en tveggja tíma ganga get- ur gert mikið til að lina þjáningar og bjarga mannslífum. Göngum til góðs er yfirskrift söfn- unarinnar. Staðreyndir um þessar þöglu hamfarir era sláandi: 24 millj- ónir era sýktar, 12 milljón börn hafa misst foreldra sína og engin lækning er fyrir hendi. Þeir sem vilja leggja hönd á plóg geta skráð sig til göngunnar á www.redcross.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.