Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 24

Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR 14 daga skilaréttur ef var a er keypt á N etinu Morgunblaðið/Jim Smart ÞEIM íslensku fjrrirtækj- um fjölgar hratt sem selja vörur og þjónustu á Netinu. Hvaða reglur gilda þegar neytendur eiga viðskipti á Netinu? „Þau lög sem gilda al- mennt um kaup á vöru gilda einnig um kaup á Netinu, t.d. lög um lausa- Ijárkaup og samninga- lög. Að auki gilda lög um húsgöngu og fjarsölu í slíkum viðskiptum, en þau tryggja rétt neyt- enda enn frekar,“ segir Björk Sigurgísladóttir lögfræðingur hjá Neyt- endasamtökunum. Dæmi eru um að fyrirtæki á Netinu hafí sett skilareglur eins og t.d. að ekki fáist vara alltaf endur- greidd heldur sé það háð stefnu framleiðenda og dreifingaraðila og að tekið sé sérstakt skilagjald fyrir gallaða vöru sem skilað er. Björk segir að reglur sem þess- ar standist ekki lög. Hún segir að samkvæmt lögum um húsgöngu og fjarsölu eigi viðskiptavinir á Net- inu að geta skilað vöru án útskýr- inga allt að fjórtán dögum eftir að hún er keypt og fengið vöruna endurgreidda. Þegar neytandi vill skila gall- aðri vöru á hann ekki að verða fyr- ir fjárhagslegu fjóni, sem þýðir að ekki er heimilt að innheimta skila- gjald. Björk segir að seljandi eigi að veita tilteknar upplýsingar áður en samningur á Netinu er gerður. Þær upplýsingar sem seljandi ber að veita eru m.a. nafn og heimilis- fang seljanda, eiginleikar vöru, verð hennar með öllum gjöldum, fyrirkomulag á greiðslum og af- hendingu og réttur til að falla frá samningi. Fyrirtæki á því að upp- lýsa neytanda strax í upphafi um að hann hafi 14 daga til að hugsa sig um, þ.e. samningurinn skuld- bindur ekki neytandann fyrr en 14 dögum eftir gerð hans og er neyt- anda heimilt að falla frá samningi innan þess frests án þess að til- greina nokkra ástæðu. Til stendur að Neytendasamtök- in geri könnun á skilmálum þeirra sem eru með verslun á Netinu. Björk segir að fram til þessa hafi ekki margar kvartanir borist til Neytendasamtakanna vegna kaupa á vöru og þjónustu á Net- inu, en hún telur það skýrast af því að þessi verslunarmáti er ekki enn orðinn mjög útbreiddur meðal ís- lendinga. Björk bendir á að ef fólk telji sig hafa orðið fyrir vandræð- um í viðskiptum á Netinu geti það haft samband við Neytenda- samtökin. Félag íslenskra lungnalækna, Félag íslenskra ofnæmislækna í samvinnu við Astma- og ofnæmisfélagið ó Isiandi og GlaxoWellcome bjóða til fræðslufundar. Astmadagur fyrir almenning Laugardaginn 28. október 2000. Hófel Loftleiðir 14:00- 16.00 14:00-14:10 Fundur settur Oskar Einarsson sérfræðinaur i iyflækningum, lungna'ækningum og gjörgæslulækr.ingum 14:10-14:35 Hvað er astmi? Unnur Sieina Björnsdóliir, a'ósem við Háskóía Islands og sérfræðingur < ofnæmis- cg ónæmislæknirigum 14:35 - 15:00 Astmi Fijó börnum sémæðingur í omærnis- og ór.æmis- iæknír.gurR oorna 15.00-15:15 Hlé 15:15 - 15:40 Meðferð astma 15:40-16:00 Að lifa með astma Bo.oí/í Fréomsen öiö veröur i r-0 fFcfcöc‘'!°fn‘ iifTi asírr.a r.durlnn er opínn öííurr* serr. hoio áhuoo á íraéosiu um astma Morgunblaðið/Friðrik Gígja Frystihús Snæfells BGB á Dalvík. Rekstur þar hefur gengið vel. Sviptingar í sögu Snæfells BGB Snæfell er ungt fyrirtæki, en upphafíð má rekja fá ár aftur í tímann, þegar Snæfell var stofnað um rekstur fískvinnsludeildar KEA, Hjörtur Gíslason stiklar hér á stóru í sögu félagsins, sem kom víða við þegar um- svifín voru sem mest. Fyrir nokkru hefur starfsemi á mörgum sviðum verið hætt, — — meðal annars í Olafsvík og Hrísey. Tékklisti við kaup á Netinu Á HEIMASÍÐUNNI skulu koma fram eftirfarandi upp- lýsingar: • Nafn fyrirtækisins og heim- ilisfang þess • Helstu eiginleikar vörunna • Verð vörunnar, þar með tal- in öll opinber gjöld, svo og afhendingarkostnaður, ef það á við • Fyrirkomulag greiðslna • Hvernig og hvenær vara er afhent • Að maður haíí 14 daga frá því að maður fær vöruna af- henta til að hætta við kaupi Það sem vert er að hafa í huga við kaup á Netinu • Geymdu staðfestingu á pöntuninn • Geymdu mikilvægar upp- lýsingar um vöruna og greiðslur hennar • Gefðu aðeins nauðsynlegar upplýsingar um þig • Gefðu aldrei PIN-númerið þegar þú greiðir með greiðslukort • Athugaðu hvort upplýsing- ar um greiðslur séu dulkóð- aða • Lestu allt á síðunni, einnig smáa letrið • Skattar koma oft ofan á verð ef þú skiptir við versl- un utan EES-svæðisins • Þú þarft að greiða sending- arkostnað ef þú hættir við kaupin en ef varan er gölluð átt þú ekki að greiða þann kostnað Frír bílaþvott- ur með hverri áfylling-u HJÁ ÓB-stöðinni í Bæjarlind, sem er í eigu Olís, er um þessar mundir verið að bjóða fólki ókeypis kennslu á eldsneytissjálfsala stöðvarinnar og frían þvott á bílinn með hverri áfyllingu af bensíni. Þessi þjónusta stendur viðskipta- mönnum til boða út nóvember. „Eldsneytisverð er hátt um þessar mundir en fólk getur náð að lækka eldsneytiskostnað hjá sér með því að nýta sér ÓB- stöðvarn- ar og sjá þar með sjálft um að dæla á bflana sína,“ segir Thomas Möller, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs þjónustustöðva Olís. „Margir telja að sjálfsalarnir séu flóknir í notkun en svo er ekki. Til að koma til móts við viðskiptavini er starfsmaður nú á ÓB-stöðinni í Bæjarlind til að kenna á sjálfsal- ana og verður hann þar frá klukk- an ,10 til klukkan 20 út nóvember." ÓB- stöðvarnar eru nú níu tals- ins, þar af átta á höfuðborgar- svæðinu. „Þá býður nýjasta OB- stöðin sem er á Barðastöðum við Korpúlfsstaði 7 króna afslátt á lítra tímabundið vegna opnunar- innar.“ Nýtt Skyndiréttir KNORR TasteBrakes-skyndi- pastaréttimir frá Knorr em komn- ir í matvöruverslanir. Skyndipasta- réttirnir koma í þrem- ur bragðteg- undum; Carbonara- pasta, Tom- ato Mozzar- ella-pasta og Chicken Cream-pasta. Skyndipastaréttirnar frá Knom koma í plastskálum og eru tilbúnir á fimm mínútum en einungis þarf að taka lokið af og hella sjóðandi heitu vatni yfir. SAGA BGB Snæfells er ekki löng, en saga forvera þess mun lengri. Fyrirtækin Snæfell og BGB vom sameinuð í upphafi árs, en formleg- um sammna þeirra er rétt lokið. Formlegar viðræður um samranann hófust í upphafi þessa árs. BGB var fyrir sameinað úr tveim- ur sjávarútvegsfyrirtækjum, G. Ben. á Árskógsströnd og Blika á Dalvík, sem bæði ráku fiskvinnslu og útgerð á þessum stöðum. Snæfell var hins vegar byggt á fiskvinnslu- deild KEA, sem var þá með útgerð og vinnslu í Hrísey og frystihús á Dalvík. í upphafi ársins 1996 keyptu Snæfellingur og Utgerðarfélag Dal- víkinga saman togarann Ottó Wathne, en hann var gerður út á rækju á Flæmska hattinum og hlaut nafnið Snæfell eftir skipi, sem Kaup- félagið gerði lengi út. Þar með hófst samvinna Snæfells og Snæfellings. Mörg fyrirtæki sameinuð í eitt Á haustmánuðum 1997 keypti Snæfell, sem stofnað hafði verið um fiskvinnslu KEA á Dalvík og í Hrís- ey, stærstan hluta af eignum Njarð- ar hf. i Sandgerði, 1,83% loðnu- kvótans, fiskimjölsverksmiðju og nótaskipið Dagfara. I kjölfar þess gengu svo inn í Snæfell Utgerðarfé- lag Dalvíkinga, Snæfellingur í Ólafs- vík og Gunnarstindur á Stöðvarfirði. Útgerðarfélag Dalvíkinga var í eigu KEA eins og Snæfell og gerði út togarana Björgvin og Björgúlf. Snæfell rak fiystihús á Dalvík og í Hrísey, en útgerðin frá Hrísey hafði verið færð til Dalvíkur. Snæfellingur rak rækjuvinnslu í Ólafsvík og gerði út togarann Má, auk aðildarinnar að útgerð Snæfellsins. Gunnarstindur rak frystihús á Stöðvarfirði og gerði út togarann Kambaröst. Að lokinni þessari sameiningu gerði Snæfell út frystitogarann Björgvin, ísfisktogarann Björgúlf, sem skráðir vora á Dalvík, nóta- veiðiskipin Kambaröst og Dagfara og rækjufrystitogarann Snæfell og togarana Má og Sólfell. Má var síðan lagt og hann seldur án veiðiheimilda. Þá var fiskvinnsla á vegum Snæ- fells í Ólafsvík, Hrísey, á Hjalteyri, Dalvík, Stöðvarfirði og í Sandgerði. Á Stöðvarfirði var lögð áherzla á frystingu síldar og loðnu, en þau áforai gengu ekki eftir. Aflaheimild- ir innan lögsögu vora þá 11.200 tonn. Á haustdögum hætti Snæfell svo allri vinnslu í Ólafsvík vegna rekstr- arerfiðleika, en rækjufrystiskipið Snæfell var áfram skráð þar með heimahöfn. Því var þó breytt fljót- lega og var Snæfell fært undir eist- neskt flagg í samvinnu við Nasco og stundaði það veiðar á Flæmska hatt- inum með veiðileyfi frá Eistlandi en íslenzkar veiðiheimildir skipsins voru seldar. Mikið tap á rekstrinum Mikið tap var á rekstri Snæfells um þessar mundir, eða um 380 millj- óna tap árið 1998. Mest var tapið á rekstrinum í Ólafsvík, 112 milljónir en mikip tap var einnig á rekstrinum í Hrísey og í Sandgerði. f kjölfar þessa var ákveðið að hætta afskipt- um af rækju og uppsjávarfiski, en sérhæfa félagið í bolfiskvinnslu og veiðum. Sala nótaveiðiskipanna var ákveðin og eftir stóð útgerð togar- anna Björgvins, Björgúlfs og Kambarastar. í febrúrar 1999 voru nótaskip Snæfells með veiðiheimild- um og fiskimjölsverksmiðjan í Sand- gerði seld til nýs hlutafélags, Barðs- ness, sem var í eigu KEA, Síldarvinnslunnar í Neskaupsíað og fleiri aðila. Veiðiheimildir Snæfells voru eftir það um 9.700 þorskígildis- tonn. Á síðasta ári var svo vinnsla Snæfells í Hrísey lögð niður og starfsemin þar flutt til Dalvíkur. Vinnslu víða hætt Þegar kom að sameiningunni við BGB á þessu ári hafði Snæfell því hætt vinnslu í Ólafsvík og farið það- an með þær aflaheimildir sem fyrir voru. Sömu sögu er að segja af Hrís- ey og Snæfell hefur umráðaréttinn yfir þeim aflaheimildum sem skráð- ar eru á Kambaröst SU, en allur þorskur af skipinu hefur verið unn- inn á Dalvík í nokkur ár. Á móti hef- ur komið vinnsla á öðrum tegundum á Stöðvarfirði. Loks er engin vinnsla á vegum Snæfells í Sandgerði og nótaskipin hafa verið seld með afla- heimildum. Miklar sviptingar hafa því orðið í rekstri Snæfells frá því það var stofnað fyrir fáum árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.