Morgunblaðið - 26.10.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 26.10.2000, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ svipuðum nótum KVIKMYJVPIR Háskðlabfó FANTASIA 2000 ★★ Leikstjórn: Algar, Brizzi, Butoy, Glebas, Goldberg, Hahn og Hunt. Handrit: Ýmsir. Fram koma: Steve Martin, Itzhak Perlman, Bette Midler, Quincy Jones o.fl. Tónlist: Dukas, Gershwin, Resp- ighi, Saint-Saens, Shostakovich, Stravinsky, og Beethoven. Buena Vista 2000. NÚ, sextíu árum eftir að Walt Disney gerði mynd sína Fantasia, hafa aðrir tekið að sér að gera framhald myndarinnar í anda meistarans. Tækniframfarir í mynd og hljóði eru vitanlega gíf- urlegar en hins vegar hefur hug- myndafluginu ekki mikið fleytt fram. Walt Disney var svo sann- arlega á undan sinni samtíð en arftakarnir hefðu vel mátt reyna eitthvað njdt að meira en hálfri öld liðinni. Líkt og í fyrri myndinni byggist myndin upp á samansafni styttri teiknimynda gerðra við klassísk verk ýmissa stórtónskálda. At- riðin eru bæði misskemmtileg og falla misvel við tónverkið. Ekki fannst mér mikið koma til fyrsta hlutans sem var abstrakt þáttur um litaða tígla, ljós og skugga við 5. sinfónu Beethovens. Sagan um litla hvalinn er helst til áhugaverð fyrir yngri kynslóðina sem óttast afdrif þessa litla vinar síns sem festist inni í ísjaka. Sagan er ein- föld, falleg, súrrealísk og áhrifa- rík fyrir lítíl hjörtu. Sagan af tin- dátanum staðfasta fellur sérlega vel við píanókonsert nr. 2 eftir Shostakovich og sagan hans H. C. Andersen er klassísk og falleg. Eg hafði mest gaman af myndinni sem gerist í New York um 1930 og er undii’ tónlistinni Rhapsody in Blue eftir Gershwin. Bæði eru teikningarnar, sem eru mjög ólík- ar því sem komið hefur áður frá Disney, sérstakar og mjög í anda anda „karikatúra" fjórða áratug- arins auk þess sem verkið er alltaf jafnsvalt. Mikki mús í hlutverki lærlings galdramannsins, sem við þekkjum úr fyrri Fanatasíunni, hefur fengið að slæðast með hver sem tilgangurinn er með því. Pótt vandað hafi verið til verks og tæknin sé öll skínandi er Fantasia 2000 ekkert sérstaklega skemmtilegt verk hvort sem um ræðir böm eða fullorðna. Formið er auðvitað mjög sérstakt en án þess að vera með of mikla fortíð- ardýrkun var fyrri Fanatsian betri. Hún var bara fallegri, húm- orískari og áhrifaríkari. Svo ein- falt er nú það. Hildur Loftsdóttir Urval glermuna gefið Hönnunarsafni Lj ósmynd/Marisa Stefán Snæbjörnsson, formaður stjómamefndar Hönnunarsafns ís- lands, Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sören S. Larsen glerhönnuðir og Aðal- steinn Ingólfsson, forstöðumaður Ilönnunarsafnsins, með hluta þeirrar gjafar sem safnið hefur fengið frá Gler í Bergvík. GLERLISTAFÓLKIÐ Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sören S. Larsen hafa gefið Hönnunarsafni Islands úrval eldri glermuna sinna (1978- 1989), bæði nytjahluti, skrautmuni í frjálsu formi og sýnishom glermuna sem þau hafa unnið fyrir ýmsa aðila. Meðal þessara muna era glerkrúsir eftir Sigránu frá 1979, en þær era með fýrstu heilstæðu glerblásturs- verkum sem íslendingur hefur gert. „Það er mikill fengur að þessari höfðinglegu gjöf íýrir Hönnunar- safnið, bæði í listrænu og sögulegu tilliti, þai- sem hún gerir safninu kleift að „skrá“ frambýlisár og þró- un þeirrar merku starfsemi sem far- ið hefur fram í glerblástursverk- stæði hjónanna, Gler í Bergvík, á undaförnum árum,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson, forstöðumaður safnsins. Gler í Bergvík er framherji í fram- leiðslu listmuna úr heitu gleri á ís- landi. Verkstæðið var stofnað árið 1982 í Bergvík á Kjalarnesi af hjón- unum sem bæði eiga að baki hald- góða menntun úr Skolen for Brugs- kunst (nú Danmarks Designskole) og Sören margra ára reynslu í kennslu við sama skóla. Á þeim átján árum sem liðin era frá stofnun verk- stæðisins hefur það öðlast fastan sess á íslenskum sjónmenntavett- vangi. Þau Sigrán og Sören hafa sömu- leiðis sýnt verk sín um alla Evrópu og einnig á Grænlandi, í Bandaríkj- unum og í Japan. Helstu glerlista- söfn í heimi hafa fest kaup á verkum þeirra, þ.á m. Kunstindustrimuseet í Kaupmannahöfn, Glerlistasafnið í Ebeltoft, glerlistasöfnin í Coburg, Wertheim, Frauenau og Reinbach í Þýskalandi, listhandverkssafnið í Lausanne í Sviss og Borowsky gler- listasafnið í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum. Þeim hjónum hafa einnig hlotnast ýmsar viðurkenningar, bæði innanlands og erlendis, ýmist sitt í hvoru lagi eða í sameiningu. Nýlega lauk samsýningu þeirra Sigrúnar og Sörens í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, (sjá slóðina lif- andi.net/umbreyting) og í framhaldi af henni „SKÖPUN HEIMSINS" MYIVDLIST L i s t a s a f n K ó p a v « g s Gerðarsafn MYNDVERK JENNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Opið alla daga frá 11-17. Lokað mánudaga. Til 29. október. Aðgangur 300 krónur. í allt húsið. FERILL Jenný Guðmundsdótt- ur er nokkuð sértækur eins og margra sem útskrifast hafa úr grafíkdeild Myndlista- og handíða- skóla íslands. Hún útskrifaðist þaðan vorið 1977, kynnti sér finnska myndlist næsta árið, en stundaði svo framhaldsnám í grafík við listaháskólann í Stokkhólmi þarnæstu þrjú árin. Þá hefur hún jafnframt því að vinna að myndlist tekið þátt í ýmsum tilraunum á sviði leiklistar, gert búninga og hannað nokkrar leikmyndir. At- hafnir hennar á sviði grafíklista virðast hins vegar hafa verið á hóf- legri kantinum, en þó hefur hún tekið þátt í ýmsum samsýningum heima og erlendis. Þá er sýningin á Gerðarsafni frumraun hennar um sérsýningu ef undanskilin er smásýning á ísafirði fyrir heilum átján áram. Það voru meiri átök í vinnu- brögðum hennar í grannnámsdeild MHÍ hér á árum áður, en þar sýndi hún slíkan dugnað og hæfi- leika að skrifari gat ekki annað en gefið henni 10 í sérstakri litafræði- önn þrátt fyrir að slíkt gerði hann helst aldrei, það þarf nefnilega allt- af að vera hægt að gera betur þeg- ar sjónmenntir eru annars vegar. Litir og form eiga sér mörg tungumál og margar mállýskur og á stundum þarf nokkra þekkingu til að heimur þeirra opnist skoð- andanum, svona líkt og gerist um mælt mál. Þetta á einkum við um trúarbrögð þar sem hver litur er tákn einhvers, hefur sína skírskot- un og sinn boðskap. Einstakir litir geta haft gjörólíka merkingu og þannig er hvítt litur trúarinnar, hreinleikans og birtunnar í vestr- inu en svart í austrinu og þarf þá Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi guðs sveif yfir vötnunum, blönduð tækni á pappír, akrýl olíukrít. ekki lengur vitnanna við. Þetta á einnig við um form, að það þarf nokkra þekkingu til að lesa í tákn þeirra og táknin geta haft ólíkar skírskotanir, stundum flóknar, stundum einfaldar, en svo einnig án annarrar merkingar en að vera form er búa yfir innbyrðis lögmál- um. Módernistarnir sögðu til að mynda, að þegar menn aftengdu liti og form allri merkingu og blátt væri einungis blátt án þess að minna á haf eða himin eða grænt bara grænt án þess að minna á gras væri maður kominn að kjarna litanna. Til að ná þeim áfanga þurfa menn að öðlast töluvert næmi fyrir litum og hér má minna á að litir era einungis mishraðar ljósbylgjur og verða til fyrir und- ursamlega skikkan náttúrannar. Og litir eru svo merkilegt fyrirbæri að heilar stofnanir finnast víða um heim, sem gera ekkert annað en að rannsaka þá og áhrif þeirra á allar skyni gæddar verur sem náttúran hefur gefið augu. Og þá kemur að því að átta sig á, að í heimi dýr- anna hafa litir og form aðra merk- ingu, en eru þó oftar en ekki jafn þýðingarmiklir og í mannheimi og vel að merkja finnast þar engin tráarbrögð, utan þess að lifa af. Jenný Guðmundsdóttir hefur valið þá leið í málverki sínu að vinna í trúarlegum táknum þar sem sexhyrnt stjörnuformið, eða kannski heldur andstæðir þríhyrn- ingar, er endurtekið í sífellu en í mismunandi tilbrigðum. í upphafi virkar þetta mjög eintóna, en skoði maður sýninguna vel kemur annað í ljós því fjölbreytnin er öllu meiri en í fljótu bragði virðist, það er að segja þegar hinni ytri umgjörð og mjög svo einhæfri upphengingu sleppir. Og hyggja mín er að þessi verk njóti sín mun betur á samsýn- ingu. I verkunum er heilmikið af tráarlegum táknum og hér hefðu þurft að koma til útskýringar fyrir sýningargestina, eitthvað meir en einungis textar úr biblíunni, því annars er hætta á að boðskapurinn fari fyrir ofan garð og neðan. Vel er gengið frá öllu á sýning- unni, vinnubrögðin afar vandvirkn- isleg og á það bæði við myndferlið og umbúðirnar. Bragi Ásgeirsson MSSSl'iSS i Á WÆÍTlU" . .. LOKSINS er komið að framhaldmu £ á markaðnum. allra tlma, er ótrúlega UUFFBNG PIZZA FfíA OOMINOS KfílNGLUNNI OG ÍSKALT KÓK. w"'%•' Bíómidi (l|(lf i(Óð < . gamanniynd W moð Bíeii.tin frnwi. Srándan —« iL " .i lelkur nóril H’ni tSúSSL a solur djöflliiurn fWpW IV '>.il ilna til að uá ín, ástum 5túlk- t Ja unnar tem hann txSK .• ’t s elsk.ti. ---------------—:—' 1 BT Skeifunni - S:550-4444 • BT Hafnarfirði - S:550-4020 • BT Kringlunni - S:550-4499 • BT Reykjanesbæ - S:421-4040 • BT Akureyri - S:461-5500 • BT Egilsstöðum - S: 471-3880

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.