Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 32

Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hlálegur dapurleikur ___I kvöld frumsýnir leikhópurinn_ Draumasmiðjan Góðar hægðir, nýtt íslenskt leikrit eftir Auði Haralds í Tjarnar- bíói. Hávar Siguijónsson hitti höfundinn og leikstjórann á æfíngu. GÓÐAR hægðir er eitt af sex verkum á leiklistarhátíðinni „Á rnörkunum“ sem er samstarfsverkefni Sjálfstæðu leikhúsanna og Reykjavík menning- arborg2000. í leikritinu segir frá karli og konu sem komin eru á besta aldur en fella hugi saman bömum sínum til hins mesta angurs. „Forsaga leiksins er sú að stuttu áður hefur móðirin hrunið úr stiga þar sem hún stóð við að setja upp ljósakrónu. Hún er brákuð á fæti og handlegg, sem eru gipsuð, og með kraga til að hlífa tognunum í hálsi og öxl,“ segir leikstjórinn Gunnar. „Ljósakrónan er enn á gólfinu þar sem hún féll. Leikurinn gerist allur í stofunni, þar sem hún hefur komið öllum nauðsynjum fyrir á sófaborðinu og í sófanum; svo sem tölvu, kafB- brúsa, tyggjói, öskubakka, sígarett- um, uppflettiritum, írumriti, kexpakka og öðru tilfallandi. Hún sit- ur við borðið og þýðir.“ Óþvegin, úfin og geðvond „Nýi húsvörðurinn, ekkill til fárra mánaða og haldinn forvitni fimm ára bams, gerir sér erindi. Hann kolfell- ur fyrir þessari gipsuðu, óþvegnu, úfnu, geðvondu konu, “ segir höfund- urinn. „hann gerir sér síðanótt og títt erindi, iyrst á gegnsæum átyllum og síðan með brauð og mjólk. Hann er úr æfingu við að biðla og hagar sér eins og fáviti í byrjun, þannig að aðeins geðlæknir gæti getið sér til um markmið hans. Hún álítur að hann sé síðasti geirfuglinn og það eigi að stoppa hann upp. Seint um síðir renn- ur upp fyrir henni að hann er ekki að- eins með köllun sem sendisveinn, heldur er greiðasemi hans allþónokk- uð persónulegri. Þau ná saman um miðjan leik, gips engin íyrirstaða. Ærast þá böm þeirra. Dætur beggja taka að sér siðgæðisvörzlu, sem felst bæði í aukinni heimsóknatíðni og því að leika lögmenn Kölska. Þær reka áróður við systkinin og reyna að fá þau til að taka þátt í andspymunni, sem tekst að einhverju marki.“ Að sögn Gunnars og Auðar er tekið er á hinum annarlegu tilfinningum stálpaðra bama sem bijótast út þeg- ar foreldrar þeirra sýna öðmm ein- staklingum áhuga sem gæti leitt til þess að frá þeim verði tekin bæði efn- isleg og umhyggjuleg gæði.. „Einnig ósjálfráðum tilhneigingum bama til að taka að líta á og koma fram við for- eldra sína eins og böm eða þroska- hefta. Grafið undan þeirri almennu hugmynd, að áhugi á kynlífi falli niður við þrítugsaldurinn." Dóttirin reynir að koma vitinu fyrir föður sinn í gegnum símann með litlum árangri. Erla Ruth Harðardóttir og Erlingur Gislason. Með þessari ítarlegu lýsingu er ómakið tekið af væntanlegum gagn- rýnendum sýningarinnar að eyða ekki dýrmætum dálksentimetrum í rakningu söguþráðar verksins. Þeir geta snúið sér beint að efninu sem er sýningin sjálf og leikritið eins og það birtistþeim. Raunveruleiki án ringulreiðar Auður Haralds hefur áður samið leikrit íyrir Draumasmiðjuna, Ban- eitrað samband á Njálsgötunni, sem var hennar eigin leikgerð á sam- nefndri skáldsögu. „Það var nú svo einföld vinna, nánast bara vélritun," segir hún. „Leikritið lá svo opið íyrir og litlu þurfti að breyta til að setja söguna á svið. Svo þurfti líka að taka tillit til þeirra fjölmörgu sem tekið höfðu slíku ástfóstri við söguna að þeir kunnu heilu kafla hennar utan- bókar. Þeim mátti ekki valda von- brigðum með því að breyta setning- GÓÐAR HÆGÐIR eftir Auði Haralds. Leikarar: Soffía Jakobsdóttir, Margrét Kr. Pétursdóttir, Sveinn Þ. Geirsson, Erlingur Gíslason, Erla Rut Harðar- dóttir. Leikstjóri: Gunnar Gunn- steinsson. Leikmynd og búningar: María Ólafsdóttir Ljósahönnun: Alfreð Sturla Böðvarsson Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson. um eða fella út uppáhaldskaflana þeirra. Góðar hægðir er hins vegar leikrit frá upphafi til enda; hlálegur dapurleikur er skilgreining mín á þessu margslungna verki.“ Gunnar segir að verkið og sýningin sé í raunsæjum stíl. „Þetta býður ekki uppá annað,“ segir hann. „Þetta er raunverulegt fólk í raunverulegu um- hverfi. Engar tilraunir eru gerðar til að breyta því.“ „Þetta er raunveruleikinn án ring- Tónleikar í Söngskólanum í Reykjavík UNDANFARNA vikur hefur staðið yfir námskeið á vegum Söngskólans í Reykjavík þar sem Martin Isepp, píanóleikari og stjórnandi, hefur leiðbeint söngvurum og píanóleikur- um við túlkun á söngljóðum og ar- íum. Námskeiðinu lýkur á morgun, föstudag, með tónleikum í tónleika- sal Söngskólans Smára við Veghúsa- stíg sem hefjast kl. 15. Allir þátttakendur námskeiðsins koma fram og flytja úrval af þeim sönglögum og aríum sem þeir hafa unnið á námskeiðinu. Þeir eru söngv- ararnir Auður Guðjohnsen mezzó- sópran, Arný Ingvarsdóttir sópran, Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Einar Guðmundsson baritón, Helga Magnúsdóttir sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran, Krist- veig Sigurðardóttir sópran, Magnea Gunnarsdóttir sópran, Margrét Amadóttir sópran, María Jónsdóttir sópran, María Mjöll Jónsdóttir mezzósópran, Ragnheiður Hafstein mezzósópran, Sigurlaug Jóna Hann- esdóttir sópran, Svana Berglind Karlsdóttir sópran, Þórunn Elfa Stefánsdóttir sópran og píanóleikar- arnir Elín Guðmundsdóttir, Hólm- fríður Sigurðardóttir, Iworia Jagla, Kolbrún Sæmundsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þátttakendur á námskeiðinu ásamt Martin Isepp. ulreiðar," segir Auður. Þegar kallað er eftir nánari skýringu segir hún eft- irfarandi: „Munurinn á þessu leikriti og raunveruleikanum sjálfum er fólg- inn í því að hér sjáum við valda kafla úr raunveruleikanum, skipulega rað- að niður svo úr verður skiljanleg heild. Raunuveruleikinn er ekki þannig, hann er hlaðinn aukaatriðum sem skapa ringulreið og trufla fram- vinduna.“ Ekki minnst á hægðir Þau segja bæði að aðdragandinn að þessari sýningu hafi verið óvenju stuttur. „Við sóttum um að fá að vera með á Leiklistarhátíðinni Á mörkun- um en fengum afsvar. Síðan gerðist það í sumar að stjómendur hátíðarinn- ar höfðu samband við okkur og buðu okkur að vera með. Þá var ekki um annað að ræða en að bretta upp erm- amar og hefjast handa,“ segir Gunnar. Auður segir að þá hafi leikritið ver- ið ósamið að öðru leyti en því að sagan hafi verið klár, hún hafi vitað um persónui- þess en „...ég átti eftir að skrifa leikritið. Ég skrifaði það síðan á tiltölulega stuttum tíma þó rétt sé að taka fram að hugmyndin að þessu verki sé orðin nokkurra ára og var því skýrt mótuð í huga mínum strax í upphafi." Gunnar bætir því við að ekki hafi staðið á skilum hjá Auði. „Hún skilaði fullskrifuðu leikriti á fyrstu æfingu og við höfum lítið átt við handritið á æfingatímanum." Auður segist ekki hafa mikla trú á hópvinnu við skriftir. „Það er hlut- verk höfundarins að skrifa, leikstjór- ans að leikstýra og leikaranna að leika. Ég vil ekki blanda þessu saman og alls ekki að leikararnir fari að vinna vinnuna fyrir mig með því að semja leikritið á æfingatímanum. Þá er höfundurinn heldur ekki að vinna vinnuna sína.“ Aðspurð um titilinn segir hún aðí í leikritinu sé ekki minnst á hægðir. „Þetta fylgir hins vegar ákveðnum aldri og vísar til þess. Þá fer áhugi fólks að beinast að öðmm hlutum líkamsstarfseminnar en fyrr á lífs- leiðinni. Það er hins vegar stór mis- skilningur og eitt af því sem reynt er að leiðrétta í leikritinu að áhugi fólks á kynlífi hverfi við þrítugsaldurinn. Áhuginn er til staðar í öllum sem á annað borð hafa í sér einhvem lífs- neista.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.