Morgunblaðið - 26.10.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 26.10.2000, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 --------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4 * HALLDOR JÓNSSON + Halldór Jónsson fæddist á Gests- stöðum í Tungusveit 21. febrúar 1928. Hann lést á Land- spítalanum í Fossvogi 16. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, f. 15.3. 1897, d. 21.2. 1981, og Jón Níelsson, f. 16.6.1885, d. 10.11. L*1932. Bróðir Halldórs var Stefán, sem er lát- inn. Systur Halldórs eru Aðalbjörg, Ólöf og Sigurborg Ágústa. Fóstursystir Halldórs var Sólrún Margrét Guðbjartsdóttir. Hún er látin. Dóttir Halldórs og Kristínar Steinsdóttur, f. 27.5. 1932, er Sig- urrós, f. 29.7. 1951, gift Helga Ey- vinds, f. 10.12. 1950. Synir þeirra eru: a) Amar, b) fvar, c) Rúnar og d) Sævar. Árið 1959 kvæntist Halldór Hrafnhildi Stellu Eyjólfsdóttur, f. 17.7. 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundína Margrét Sig- urðardóttir, f. 18.6. 1900, d. 17.7. 1963, og Eyjólfur Júh'us Finnboga- ' son, f. 8.7.1902, d. 4.11.1979. Börn Halldórs og Stellu eru: 1) Hulda Guðbjörg, f. 27.9. 1958, gift Magn- úsi Guðmundssyni, f. 17.2. 1958. Dætur þeirra eru: a) Arna, hún á einn son. b) Hrefna og c) Guðfinna. 2) Halldór, f. 15.6. 1960, d. 8.8. 1961. 3) Hjördís Rósa, f. 13.10. 1962, gift Jóni Atla Brynj- ólfssyni, f. 27.8.1956. Böm þeirra eru: El- ísabet og Halldór. Böm Hrafnhildar Stellu frá íyrra hjónabandi em: 1) Guðmundína Mar- grét Sigurðardóttir, f. 20.10. 1949. Börn hennar em: a) Árný Anna, hún á þijú böm, b) Hrafnhildur Stella, hún á eina dóttur, c) Helen og d) Pétur. 2) Eyjólfur Júlfus Sigurðs- son, f. 4.6.1951, kvæntur Margréti Hjálmarsdóttur, f. 17.6. 1957. Syn- ir þeirra eru: a) Ámi Elvar, hann á þijá syni. b) Sigmar Hrafn og c) Eymar. Halldór fór ungur til sjós en stundaði jafnframt nám við Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann tók síðar meirapróf og vann sem leigu- bflstjóri lengst af sínum starfsár- um. Síðustu starfsárin vann hann við landbúnaðarstörf hjá Bænda- skólanum á Hvanneyri. I mars árið 1974 lenti Halldór í alvarlegu slysi og var bundinn við hjólastól eftir það. Síðustu árin var Halldór bú- settur í Reykjavík ásamt Stellu eig- inkonu sinni. Útför Halldórs fer fram í Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Pó að ég sé látinn harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur þótt iátinn þið mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefúr og ég þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf.óþ.) Guð geymi þig, elsku pabbi. Hulda, Rósa og fjölskyldur. Elsku pabbi. Það eru mörg ár síð- an ég fæddist. Þú gafst mér mikið mín fyrstu ár. Ég fékk að kynnast systrum mínum, ömmu, frændfólki í>g henni Stellu þinni. Maður gerir sér ekki grein fyrir hvað gefið er fyrr en maður gerir upp hug sinn. Sum- arið 1998 gafst mér tækifæri til að hitta ykkur. Það er minning sem ég geymi. Hún er sérstök í mínum huga. Sjá Rósu og Huldu í kjöltu þinni, þig og Stellu úti á gólfí að dansa, þetta var yndisleg stund. Eft- ir að ég gifti mig og eignaðist fjöl- skyldu þá hef ég sjaldan hitt ykkur. En það var gvo mikill kærleikur og hlýja frá ykkur sem ég fann þó sam- bandið væn ekki mikið. Kærar þakk- ir, þið öll. Ég veit að Guðbjörg amma tekur á móti þér. Megi góður Guð vera með þér og þínum. Þín dóttir, Sigurrós. Það er komin enn ein kveðjustun- din. Fyrir ári kvöddum við Stefán bróður okkar og fyrir nokkrum ár- um Rúnu og nú er það hann Dóri minn. Það er ótrúlegt hvað tíminn H H H H H H H H Erfísdrykkjur ■*- H H P E R L A N Sími 562 0200 líður hratt, þótt hann virðist stund- um silast áfram. Og svo sannarlega höfum við lifað tímana tvenna, við sem fæddumst á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Dóri var næstyngstur af systkina- hópnum en við vorum fimm systkin- in og Rúna fóstursystir okkar sú sjötta en hún kom til okkar sem ung- barn. Dóri fæddist að Gestsstöðum og þar ólumst við systkinin upp okkar fyrstu æviár. Gestsstaðir voru þá tví- býli og áttu þá heima þar auk okkar fjölskyldu Jón Þorsteinsson og Guð- björg Jónsdóttir („systir Gugga“) ásamt börnum sínum. Allt bjó þetta fólk í sama torfbænum og deildu mamma og „systir Gugga“ sama hlóðaeldhúsinu. Fremri baðstofan var okkar baðstofa og þurfti hin fjöl- skyldan að ganga í gegn um hana til að komast inn í sína baðstofu. Það var þröngt á þingi inni í þess- ari litlu baðstofu því auk foreldra og barna bjó þarna líka amma Ágúst- ina. Aldrei var þó hallað orði. Þannig hófst lífsganga Dóra, hann var um- vafínn stórum fjölskyldum og undi glaður við sitt eins og börnum er löngum lagið Árið 1931 flytjum við öll að Heiðarbæ en hann áttu Guð- rún Halldórsdóttir, föðursystir og uppeldismóðir mömmu, og maður hennar, Guðjón Halldórsson, sem voru orðin gömul og vildu bregða búi. Húsakynni urðu rýmri og Sigur- borg amma flutti líka til okkar en hún var þá orðin lömuð og blind. En forlögin tóku í taumana og haustið 1932 dó pabbi. Mamma var að Heiðarbæ til vorsins en varð þá að bregða búi og við fónim á ýmsa staði. Dóri var fímm ára þetta vor og fékk hann að fylgja mömmu þegar hún flutti til að vera vinnukona að Smáhömrum. Þau Dóri fóru milli staða, mamma vann m.a. sem skólaráðskona í þrjá vetur á Hey- dalsá og í lausamennsku á sumrin og höfðu þau þá herbergi að Heiðarbæ. Einnig voru þau í Tröllatungu en þar var hún ráðskona og einnig á Tindi. Dóri fermdist í Kollafjarðarnes- kirkju og það sama vor fluttu mamma og Dóri til mín og Her- manns að Hamarsbæli við Steing- rímsfjörð en Bogga hafði komið til okkar nokkrum árum áður. Mamma var þá veik og örmagna af þreytu. Ég man hvað mér fannst til um þennan fallega og skemmtilega bróður minn. Hann var geðbesti unglingur sem ég hef kynnst. Augun ljómuðu af glettni og ekki gat hann setið á sér að stríða örlítið þegar færi gafst. Hann fór strax að vinna sem landmaður hjá Hermanni, við beitningu o.fl. Vann hann þannig inn fyrir skólavistinni á Reykjaskóla. Árið 1947 fluttum við til Reykjavíkur og kom Dóri líka suður. Vildum við Hermann að hann færi til náms í ein- hverri iðn og kom rafmagnsfræði til tals og við buðum honum að hann fengi fæði og húsnæði hjá okkur á meðan. En hugur Dóra stóð til ann- ars. Draumurinn var bíll og að keyra á stöð. Hann og Lóa systir keyptu þá saman bíl sem Dóri keyrði síðan sem leigubíl. Bíllinn var rauður Buick og bar númerið R-1508. Var Dóri mjög hreykinn af þessum bíl enda glæsi- legur vagn. Tíminn leið, hann kynntist Stellu og þau giftu sig. Þau voru glæsilegt par og ástfangin, eignuðust tvær yndislegar dætur og einn son sem þau misstu. Stella átti tvö börn fyrir og Dóri eina dóttur. Árið 1967 flytja þau að Hvanneyri þar sem Stella vann m.a. sem ráðs- kona og Dóri við ýmis verk á Hvann- eyrarbúinu. En nokkrum árum síðar datt Dóri af hestbaki og slasaðist þannig að hann var í hjólastól það sem eftir var lífsins. Þetta var 1973, árið sem Dóri varð 45 ára og Stella 42 ára. Ungt fólk sem hefði átt að eiga lífið fyrir sér. En þannig er lífið, við vitum ekki hvað það mun færa okkur. Dóri þurfti að berjast við þá sorg að geta ekki gengið eða klætt sig hjálparlaust en Stella stóð við hlið hans alla tíð. Hún varð akkerið í lífí hans, eina þráin, eina gleðin. Glaðleg og hlátur- mild stóð hún af sér allan stórsjó lífs- ins. I 28 ár klæddi hún hann, þvoði honum, hjálpaði honum í stólinn og gaf honum líf sitt. Ef einhver á skilið orðu þá er það hún. Ég kveð Dóra minn með bæn sem mamma fór oft með: Feginn vil ég fylgja þér, faðir himnum á. Haltu Guð í hönd á mér, hólpinn verð ég þá. Ég bið Stellu, börnunum og bamabörnunum allrar Guðs bless- unar. Aðalbjörg Jónsdóttir. Þegar kemur að kveðjustund vilja minningarnar allar ryðjast fram. Þær koma óskipulega, sumar frá barnæsku, aðrar frá unglingsárun- um og inn á milli þessi síðari ár. Við Dóri vorum yngst af systkinahópn- um en stundum hafa minningar slík áhrif að þær gleymast ekki, jafnvel hjámjögungum bömum. Þannigvar minningin um dag seint á árinu 1932. Við Dóri voram að leika okkur á loft- inu í Heiðarbæ þegar hann hvíslar allt í einu: Komdu Bogga, pabbi er kominn heim. Við laumumst niður brattann stigann og fram að blámál- uðu stofunni, opnuðum og kíktum inn og þar stóð líkkistan hans pabba. Þetta var upphafið að miklum breyt- ingum í lífi okkar því þótt föðurmiss- irinn hafi verið erfiður var sjálfsagt líka erfitt fyrir bai’nssálina að horfa upp á eigurnar seldar hæstbjóðanda um vorið, horfa á eftir reiðhestunum og kindunum og kúnni. Og erfiðast að lokum að sundrast milli bæjanna. En börn eru dugleg að aðlaga sig og ef til vill gerðu slík áföll okkur enn sterkari til að takast á við lífið. Síðar þegar við vorum aftur sam- an um tíma á Heiðarbæ var oft gant- ast og strítt. Það vantaði ekkert á að við hreyfðum okkur ekki nóg í æsku. Dálítinn þátt átti nú glettni Dóra bróður míns í því að við sátum ekki kyrr. Ég var um sex ára og hann átta og frænka okkar Sigga yngst. Dóri gat alltaf talið okkur trá um að hann þyrfti að sýna okkur eitthvað merki- legt þegar skyggja tók á kvöldin. Þetta sem hann vildi sýna okkur átti að vera í fjárhúsinu sem stóð góðan spöl frá bænum. Þegar þangað kom og við Sigga vorum að springa úr forvitni hrópaði Dóri: „Passið ykkur, hlaupið heim, Móri er á hælunum á okkur.“ Og þá var sko tekið til fóL anna, hræðsla og myrkfælni sá til þess. Fannst okkur Dóri ægilega spennandi og uppátektarsamur. I Heiðarbæ var ein besta mjólkur- kýrin, hún Húfa, mannýg. Sérstak- lega bar á því eftir burð. Vora kýrn- ar hafðar á túni stutt frá bænum. Þótti okkur krökkunum spennandi að fara eins nálægt henni og við þorðum. Þegar hún varð okkar vör byijaði hún að bölva og krafsa og rauk af stað en við flúðum eins og fætur toguðu og gátum með naum- indum klifrað upp á torfvegg í ein- hverju útihúsanna með Húfu á hæl- unum. Oft skall hurð nærri hælum í þessu kúaati okkar. Þegar kýi-nar voru settar á beit í úthaganum voru þær sóttar á hestum af öryggis- ástæðum. Okkur krökkunum var stranglega bannað að koma nálægt Húfu - enda hljóp hún okkur uppi einn daginn og stangaði Siggu upp við grjótvegg. Hjálp barst í tæka tíð sem betur fer. En þannig var Dóri, hann geislaði af gleði og kátínu og lífskrafti. Lífið beið með svo ótrúlega margt til að gleðjast yfir og hafa gaman af. Ég man enn hve stoltur hann sagði mér eitt sinn að nú vildi hann kynna mig fyrir stúlkunni sinni. Það var Stella, og það má með sanni segja að mesta hamingja Dóra í lífinu hafi verið hún Stella. Þau dönsuðu eins og fagmenn og fállegra par var ábyggilega vand- fundið. Honum þótti afar vænt um móður sína og gaf sér oft tíma til a skjótast til hennar í erli dagsins til að faðma hana að sér og bjóða henni góða nótt. Árið 1967 fluttu Stella og Dóri að Hvanneyri ásamt dætram sínum Huldu og Rósu. Dóri vann þar við ýmis búverk og Stella fyrst sem bak- ari og síðan sem ráðskona. Hvann- eyri var á þessum tíma fámennara samfélag en í dag og þama leið þeim vel. Þau bjuggu fyrst í herbergjum í skólanum en fengu síðan íbúð. Það var alltaf fjölmennt í kring um þau því til þeirra sóttu bæði böm, ungl- ingar og fullorðnir. Öllum var vel tekið, allir velkomnir. Það var oft glatt á hjalla. Dóri kom á fót fótbolta fyrir unglingana og stundaði Kiwan- isklúbbinn af kappi enda var hann góður íþróttamaður og mjög félags- lyndur. En stundum finnst okkur líf- ið hvorki sanngjarnt eða auðvelt. Eitt andartak er allt í lagi en það næsta færir með sér varanlega hreyfihömlun. Dóri féll af hestbaki einn daginn og þessi fallegi, lífsglaði íþróttamaður varð að beygja sig fyr- ir lífstíð í hjólastól. Eftir langa sjúkrahúslegu og vist á Grensás kom hann aftur heim að Hvanneyri. Þá tók við sú kvalafulla andlega aðlögun að takmörkunum líkamans bæði fyr- ir Dóra, Stellu, Rósu og Huldu. Fjöl- skyldumunstrið breytist, allt þurfti að endurskoða og hugsa upp á nýtt. Dóri þurfti að horfast í augu við dýpstu örvæntingu og ótta. Þurfti að kafa djúpt inn í sálina til að finna hugrekkið og getuna til að sættast við takmarkanirnar sem lífið nú bauð honum uppá. Það er ferð sem enginn getur farið fyrir mann en stuðningur fjölskyldunnar skiptir þó sköpum. Það var á slíkri stundu sem ég kom eitt sinn til hans. Hann sneri sér tfl veggjar og vildi ekki við mig tala. Ég sagði við hann næstum án þess að hugsa: „Það er ekki allt reynt enn, við eigum eftir hestinn.“ Hann fór að hlusta meðan ég sagði honum frá danskri hestakonu sem hefði eftir slys þjálfað sig upp með hestinum. Okkur kom saman um að láta á þetta reyna og ákváðum tím- ann og daginn. Það er skrítið að maður tekur aldrei eftir erfiðu aðgengi fyrr en maður sér fatlaðan einstakling þurfa að komast leiðar sinnar. Það vora 13 tröppur upp í íbúðina þeii'ra og 13 tröppur niður. Fyrir Dóra var það eins og fjallganga er heilbrigðum manni að komast upp og niður. Það var ekki hlaupið að því að fram- kvæma það sem ég hafði lofað. Það þurfti menn til að hjálpa honum nið- ur og koma honum upp á hestinn, til að teyma hann og halda honum á baki. Og það þurfti hest sem gæti gert þetta. Fyrir valinu varð Hreggviður, hestur sem bar nafn besta gæðings föður okkar og var mjúkur töltari. Það var ótrúlegt að sjá hestinn þegar Dóri var á baki honum. Hann eins og lækkaði sig til að auðveldara væri að koma honum á bak. Það var eins og blessuð skepnan skildi til hvers var ætlast af honum. Dóra fór fram, fóturinn styrktist og hann hafði gott af því að fara út og komast á bak. Og það kom að því að hann sat hjálparlaust og hélt í taum- inn en það var of mikið fyrir okkur sem á horfðum þegar hann fór á und- an okkur á mjúku tölti heim að dyr- um, þar sem hesturinn stansaði. Dóra fór fram á næstu áram, þó það væri ekki mikið fyrir ókunnuga að sjá þá var öll framför til góðs og gaf honum andlegan styrk. Léttleiki í skapi og meðfædd glaðværð hafa eflaust hjálpað Dóra í gegnum erfið- leikana. Rafmagnshjólastóllinn, ný íbúð þar sem hann gat farið hjálpar- laust út á verönd, allt voru þetta stór skref fyrir Dóra. Lífið fær aðra merkingu þegar svona erfiðleika ber að garði. Dóri var góður söngmaður og kunni ógrynni af textum og hann naut þess að syngja við hin ýmsu tækifæri. Ég veit að Dóri er stiginn upp úr hjólastólnum og gengur beinn í baki á móti þeim sem á undan eru gengn- ir og taka á móti honum. Mig langar að kveðja Dóra með hluta úr Ijóði Davíðs Stefánssonar. Snert hörpu mína, himinboma dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Með fjaðraþyt skal fagna sálum þeim, sem fæðast seinna inn í þennan heim. Þeir hræðast síður hríð og reiðan sjó fyrst hér er nóg um tré og smiðjumó. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurgráa tjöm og syngja fyrir lítil englabörn. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís. Nú fagna englar guðs í Paradís. Elsku Stella, Hulda, Rósa og Sig- urrós, Munda og Eyfi, barnabörn og tengdabörn, Guð gefi ykkur styrk á erfiðum stundum. Þín systir, Sigurborg. Vinur minn Dóri, hefur kvatt þennan heim og þrautargöngu hans er lokið. Líf hans og Stellu, konu hans, hefur verið ein hetjusaga und- anfarinn aldarfjórðung. Ég kynntist Dóra fyrir liðlega hálfri öld á Reykjaskóla í Hrátafirði, ungum og hraustum, elskulegum pilti. Þar áttum við saman dýrðar- daga ásamt níutíu öðram unglingum. Skólastjórahjónin Guðmundur Gíslason og Hlíf Böðvarsdóttir voru okkur sem aðrir foreldrar. Þarna var agi og regla á öllum hlutum, jafnt í námi sem öðram skyldustörfum, en allt í góðu hófi. Við lærðum mikið, bæði til munns og handa. Dóri var fjölhæfur og góður íþróttamaður, í sundi, hlaupum og ýmsum frjálsum íþróttum. I heima- vist kynnist fólk betur og nánar en í dagskólum, þama var góður hópur, aldrei rígur eða leiðindi. Dóri kom alla leið frá Drangsnesi ásamt fleirum úr Strandasýslu. Hann kostaði nám sitt sjálfur með sumarvinnu til sjós og lands. Vetur- inn 1947-1948 var hann í efstu deild. ásamt átta öðram og var þar af leið- andi fyrirmynd okkar yngri. Honum tókst það vel eins og ann- að sem hann tók sér fyrir hendur. Að skóla loknum skildu leiðir um tíma. Þegar hann kvæntist vinkonu minni og frænku Stellu endurnýjuð- ust gömul kynni. Þau bjuggu fyrstu ár sín í Reykjavík, fluttu síðan að Hvanneyri og störfuðu þar bæði nokkur ár. Vorið 1973 reið ólánið yf- ir, hann datt af hestbaki og skaddað- ist svo hann beið þess aldrei bætur. Hjólastóll var hans sæti upp frá því. En hann stóð ekki einn, Stella var við hlið hans dag og nótt, hún var hans líf, þvílík hetja í tuttugu og sjö ár hefur hún verið við hlið hans og hlynnt að honum í einu og öllu. Aldrei æðraorð né skapbreyting, ég ætla að það fari fáir í fötin hennar. Nú kveðjum við góðan dreng og vin. Baráttu hans er lokið. Minning- arnar eigum við ljúfar og fallegar. Elsku Stella mín, fylgi þér allai' góðar vættir nú sem endranær. Samúðarkveðjur til þín og barna þinna. Þín Vilhelmína Böðvarsdóttir. I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.