Morgunblaðið - 26.10.2000, Page 45

Morgunblaðið - 26.10.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 45 SIG URBJORG GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR + Sigurbjörg Guð- rún Guðjónsdótt- ir fæddist í Reykjavík 12. mars 1920. Hún lést á liknardeild Landakotsspítala 17. október síðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Steinunnar Þorkelsdóttur og Guðjóns Jónssonar. Þau áttu 10 börn og var Sigurbjörg sú sjötta í röðinni. Eftir lifa Guðfreður, f. 1917; Gunnar, f. 1928 og Guðríður, f. 1931. Árið 1941 giftist Sigurbjörg Hauki Jóhannssyni, f. 6.8. 1916, d. 10.3. 1989. Þau skildu árið 1946. Börn þeirra eru: 1) Sigursveinn Rósberg Hauksson, f. 24.12. 1940, kvæntur Sigurbjörgu M. Helga- dóttur og eiga þau þrjú börn. 2) Jóhann Hafstein Hauksson, f. í öarðskom v/ 1 "oss^i’O s lci >-i<j nt:j <\f <1 Símii 554 0500 " 16.12. 1942, ókvænt- ur og á eina stjúp- dóttur. 3) Signý Steinunn Hauksdótt- ir, f. 14.8. 1945, gift Sigurði Arnari Ingi- bjartssyni og eiga þau tvö börn og íjög- ur barnabörn. Sigur- björg eignaðist síðan Guðný Elínu Snorra- dóttir, f. 16.10. 1950. Faðir hennar var Snorri Guðlaugsson. Hún er gift Guð- mundi Kolbeini Finnbogasyni og eiga þau tvö böm. Sigurbjörg starfaði lengst af við ræstingar hjá Iðnskólanum í Reykjavík og síðar hjá Oddfell- owreglunni í Reykjavík. Utför Sigurbjargar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma/tengdaamma. Þá er hetjulegri baráttu lokið og þú hefur fengið hvfldina og okkur hjónin lang- ar til að minnast þín með nokkrum orðum. Lífið hefur án efa ekki alltaf verið dans á rósum hjá þér, barátta við að koma upp bömunum á erfiðum tím- um og láta enda ná saman, en gagn- vart okkur virkaðirðu alltaf eins, ró- legj æðrulaus og lítillát. Eg minnist þess sem lítill strákur að heimsóknir til ömmu voru spenn- andi og skemmtilegar. Þú hafðir allt- af tíma fyrir okkur krakkana, hvort sem var til að spila eða spjalla og rús- ínumar í eldhússkápnum voru alltaf á sínum stað. Einnig voru ferðimar með þér upp í Iðnskóla, þar sem þú vannst á þeim áram, sveipaðar ævintýraljóma, og þá var oft höfð viðkoma í sömu sjopp- unni og keypt kókosbolla til mikillar ánægju fyrir lítinn sælkera. Eftir að við fullorðnuðumst var enn jafn gott að heimsækja þig og áður. Þú hafðir áhuga á íþróttum og við horfðum oft á leiki hjá þér í sjónvarp- inu. Ef það hittist svo á að „strákarn- ir“ vora staddir hjá þér þegar við komum í heimsókn þá snerist talið oft um fótbolta eða aðrar íþróttir. En áhuginn beindist alltaf mest að minnsta fólkinu í fjölskyldunni á hveijum tíma og þú fylgdist af áhuga með öllu sem langömmustelpumar tóku sér fyrir hendur, sögðu og gerðu. Þær gátu gengið í dótakass- ann hjá þér, sem þú bættir reglulega í nýju og spennandi dóti og horft á „afaspólur“, sem þú tókst upp fyrir þær, enda varstu orðinn aðal videó- upptökustjórinn í fjölskyldunni. Víst er að þær og við öll munum sakna heimsóknanna tii þín. Elsku amma/tengdaamma, við vflj- um þakka fyrir allar stundimar sem við fengum með þér. Minning þín mun lifa með okkur. Amar og Ragnhildur. í dag fylgjum við ömmu síðasta spölinn, full saknaðar. Þrátt fyrir að við vissum innst inni hvert stefndi síðustu mánuði á maður bágt með að trúa því að hennar njóti ekki lengur við, því að hún var einn af þessum föstu punktum í tilveranni, sem manni finnst að eigi að standa óhagg- aðir um aldur og ævi. En eftir eigum við minninguna um hana, sem mun ylja okkur í framtíð- inni. Þegar við horfum um öxl og rifjum upp þau ár sem við nutum samvista við ömmu sjáum við fyrir okkur hóg- væra konu sem fór hægt yfir og vann verk sín í hljóði. Best naut hún sín þegar hún tók á móti fólkinu sínu, sem fjölmennti til hennar í litlu íbúð- ina á Skúlagötunni og þrátt fyrir fjöl- breyttan smekk fengu allir alltaf eitt- hvað við sitt hæfi. Já, víst bjó hún þröngt en þó var alltaf nóg pláss hjá henni, þegar gesti bar að garði. Það er ekki ofsagt að hún amma hafi helgað líf sitt öðram. Að mestu leyti ein kom hún upp fjóram böm- um, fæddi þau og klæddi á þeim tím- um sem lítið var um opinbera styrki. Alla sína tíð vann hún verkamanna- vinnu svo að ekki var úr miklu að spila á bammörgu heimili, en með ráðdeildarsemi bjó hún svo um hnút- ana að allir undu glaðir við sitt. Bamabörnin áttu alltaf skjól hjá henni og þegar langömmustelpurnar fjórar fæddust ein af annarri áttu þær hug hennar allan. Alla afmælis- daga mundi hún og þrátt fyrir að ekki kæmist hún alltaf til að samfagna af- mælisbömum á tímamótum notaði hún fyrsta tækifæri til að víkja að þeim rausnargjöfum. Sömu sögu er að segja um jóUn, það var alltaf gam- an fyrir stelpumar að opna „bingó- pakkana" frá langömmu, sem virtust aldrei ætla að tæmast. En gjafir ömmu vora ekki bara veraldlegar. Væntumþykja hennar og umhyggja í garð sinna nánustu fór ekki framhjá neinum. Ailtaf virtist hún leggja meiri áherslu á að fylgjast með gleði þeirra og sorgum en að segja af eigin högum. Af hógværð og lítillæti gaf hún þannig rausnarlega af sjálfri sér. Síðasti aðfangadagur jóla líður okkur seint úr minni. Þann dag var amma lögð inn á sjúkrahús, þar sem hún greindist síðar með krabbamein. Eftir það kom hún aldrei aftur á Skúlagötuna, heldur dvaldist á víxl í þjónustuíbúð við Dalbraut eða á sjúkrahúsinu í Fossvogi. Á báðum stöðum naut hún umhyggju og hlýju starfsfólks, sem gerði sitt besta til að gera henni dvölina bærilega og sömu sögu er að segja af starfsfólki líknar- deildar Landakotsspítala þar sem hún dvaldi síðustu vikui' ævi sinnar. Þrátt fyrir veikindin gat hún haldið upp á 80 ára afmæli sitt í mars síðast- liðnum. Þar tók hún hin hressasta á móti gestunum og mátti sjá hversu milrils virði það var henni að fá til sín sitt nánasta skyldfólk og eiga dag með því. Við það tækifæri var síðasta myndin tekin af henni með lang- ömmustelpunum sem þótti svo vænt um hana. Elsku amma, við þöklpim þér fyrir árin okkar saman. Þó svo að við sökn- um þín huggar okkur vitneskjan um að þú ert laus við þjáningarnar. Nú stendur þú keik og þiggur laun erfiðis þíns í jarðvistinni og við eram viss um að þér er búinn sess sem sæmir þér, því að þannig varst þú. Inga, Vigfús og dætur. Nú er langamma mín dáin . Eg kyssti hana bless á spítalanum, en hún var búin að vera mikið lasin. Hún átti dót sem Sísi amma á núna. Nú er hún orðin engill hjá guði. Kolbrún Tara. Langamma var svo góð. Það var gaman að vera hjá henni og leika með dótið sem hún átti. Hún vissi líka alltaf hvað okkur þótti gott og átti það til handa okkur þegar við komum til hennar. Okkur þótti leiðinlegt að hún skyldi verða svona lasin og við söknum hennar milrið, en við vitum að henni líður miklu betur núna hjá Guði. Langömmustelpumar, Hugrún Arna og Margrét Dögg. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Svcrrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, SVANFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Heiðarbraut 37, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 23. október. Elísabet Mroczek, James Mroczek, Jón Pálmi Karlsson, Þórdís Guðjónsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, systir og mágkona, ANNA S. ÞÓRARINSDÓTTIR, áður til heimilis í Ferjuvogi 17, sem andaðist á elliheimilinu Grund mánu- daginn 16. október, verður jarðsungin frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 27. októ- ber kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegastafþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, vinsamlega láti Blindrabókasafið njóta þess Svanhildur Jónsdóttir Svane, Gunnar Svane, Sigurður Jónsson, Helga Ólafsdóttir, Jón Ólafur Sigurðsson, Ragnheiður Þórðardóttir, Guðný S. Sigurðardóttir, Þórarinn Sigurðsson, Jón Olav Svane, Elsebeth Pii Svane, Axel Torstein Svane, Inger Svane, langömmubörn og langalangömmudrengir, Jón Þórarinsson, Sigurjóna Jakobsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI ÞORLÁKSSON fyrrverandi skólastjóri, Sléttuvegi 11, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánu- daginn 30. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Orgel- sjóð Langholtskirkju. Gunnþóra Kristmundsdóttir, Þorkell Helgason, Helga Ingólfsdóttir, Þorsteinn Helgason, Guðlaug Magnúsdóttir, Þorlákur H. Helgason, Kristjana Sigmundsdóttir, Þorvaldur Karl Helgason, Þóra Kristinsdóttir, Þóra Elín Helgadóttir, Einar Bragi Indriðason, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRN BJARTMARS PÉTURSSON tannlæknir, Árbót, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 28. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Minningarsjóð Landspítalans njóta þess. Kirsten Fritzie Bjartmars, Hanna Bjartmars, Kristinn Magnússon, Helga Bjartmars, Hjördís Bjartmars, Svala Ögn, Gríma og Örn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, Freyjugötu 19, Sauðárkróki, áður Þverárdal, sem lést á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, mánudaginn 16. október, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 28. október kl. 14.00. Ingibjörg Árnadóttir, Grétar Jónsson, fsgerður Árnadóttir, Elsa Árnadóttir, Björn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, SIGURÐUR ÓSKAR JÓNSSON bakarameistari, Árskógum 8, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 27. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Kristín Linnet.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.