Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Móðursystir mín, HELGA SIGURÐARDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, andaðist mánudaginn 16. október síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Fyrir hönd ættingja, Sigurður Svanbergsson. t Útför ástkærrar móður okkar, ÁSTU KRISTINSDÓTTUR WATHEN, Ránargötu 21, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 27. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Sunna Ronaldsdóttir Wathen, Sean Ronaldsson Wathen. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug, vináttu og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS PÁLSSONAR útgerðarmanns frá Þingholti, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks sem annaðist hann á Heilbrigðisstofnun- inni í Vestmannaeyjum, til félaga í AKÓGES og Kvenfélags Landakirkju fyrir veitta aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Þóra Magnúsdóttir, Magnús Kristinsson, Lóa Skarphéðinsdóttir, Jóna Dóra Kristinsdóttir, Björgvin Þorsteinsson, Bergur Páll Kristinsson, Hulda Karen Róbertsdóttir, Birkir Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför JÓNS S. GUÐMUNDSSONAR, Ljósvallagötu 22. Eysteinn Guðmundsson, Valgerður Guðleifsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Kristín M. Guðmundsdóttir, Pétur Jóhannsson, Sigríður Ósk Guðmundsdóttir, Mikael Gabríelsson, Ólína Guðmundsdóttir, Einar Sigurbergsson, Ruth Woodward og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLFRÍÐAR NJÁLSDÓTTUR, Hlíðarvegi 44, Siglufirði. Njáll Sverrisson, Jóhandíne Sverrisdóttir, Vigdís Sverrisdóttir, Fríða Sverrisdóttir, Hallgrímur Sverrisson, barnabörn og Ólöf Guðmundsdóttir, Valdemar Guðmundsson, Jónas Valtýsson, Ingimar Jónasson, Fanney Gunnarsdóttir, barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar SIGURLAUGAR AÐALSTEINSDÓTTUR verður skrifstofa skólans lokuð frá kl. 12.30 í dag, fimmtudaginn 26. október, og kennsla fellur niður frá kl. 13.00. Tækniskóli íslands. + Sigurlaug Aðal- steinsdóttir fæddist í Reykja- vík 28. desember á lýðveldisárinu 1944. Hún lézt aðfaranótt fyrsta vetrardags, laugardaginn 21 þ.m. á heimili sinu í Norðurbrún 32. For- eidrar hennar voru Aðalsteinn Jóhanns- son, tæknifræðingur og kaupmaður í Reykjavík og kona hans Hulda Óskars- dóttir, húsmóðir. Hulda lifír dóttur sína, en Aðal- steinn dó 12. júní 1998. Systur Sigurlaugar eru Guðný, f. 22. febrúar 1942, og Auður María, f. 19. desember 1951. Guðný er gift Sverri Hauki Gunnlaugssyni og eiga þau þrjú börn, Kristínu Huldu, f. 27. maí 1964, Katrínu Auði, f. 11. mars 1969 og Aðalstein Hauk, f. 20. júlí 1973. Auður María er gift Vil- hjálmi Bjarnasyni og eiga þau tvær dætur, tvíburana Huldu Guð- nýju og Kristínu Mörthu, sem eru f. 16. nóvember 1981. Sigurlaug giftist eftirlifandi eigin- manni sínum Eggert Jónssyni 6. apríl 1974 og eignaðist með honum tvo stráka, Tómas Guðna Eggertsson, f. 27. september 1974, og Eirík Áka Eggertsson, f. 14. apríl 1977. Sigurlaug varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 og öðlaðist starfsréttindi meinatæknis hérlendis vorið 1966, en hélt þá utan til frekara náms í Edinborg, óumdeildri höf- uðborg Skotlands. Þar vann hún lengst af við Royal Infirmary sjúkrahúsið og lauk meðfram starfinu prófí í meinatækni með taugameinafræði sem sérgrein. Hún hóf störf hjá Rannsóknar- stofu Háskólans í vefjameinfræði haustið 1971 og tók fljótlega við kennslu nema í meinatækni á grundvelli samvinnu Rannsóknar- stofunnar og Tækniskóla íslands. Hún var ráðin stundakennari í fræðilegri og klínískri aðferða- fræði í veljameinafræði við meinatæknideild Tækniskóla ís- lands 1983 og lektor í hlutastöðu 1991 en þeirri stöðu gegndi hún til dauðadags. Hún lauk ennfrem- ur prófi í kennslu og uppeldis- fræðum frá Kennaraháskóla Is- iands vorið 1997 með hárri fyrstu einkunn. Útför Sigurlaugar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. SIGURLAUG AÐAL- STEINSDÓTTIR Kveðja frá systur. „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ (Jóh. 11.25). Þegar sumarið hafði sent síðustu sólargeisla sína og veturinn hélt innreið sína, kvaddi Sigurlaug syst- ir mín þennan heim. Það var henni líkt, enda hafði hún yndi af því að hlúa að fallegum blómum og runn- um í garðinum sínum á sumrin. Hún hafði barist við vágest í tæp þrjú ár og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana þegar allur mannleg- ur máttur var þrotinn. Öll vissum við, sem stóðum henni næst, að komið var að kveðjustund og það vissi hún best sjálf. Vonin er sterk, þess vegna kemur kallið óvænt og söknuðurinn verður mikill. Margs er að minnast. Það sem fyrst leitar á hugann, er þegar dæt- ur mínar fæddust og Sigurlaug frænka var fyrst til að heilsa þeim. Þá vorum við „litla fjölskyldan" nýflutt til Vestmannaeyja og Sigur- laug frænka lét ekki sitt eftir liggja og vildi vera frænkum sínum til halds og trausts fyrstu vikuna þeirra í „Eyjum“. Upp frá því átti hún stóran þátt í hjörtum þeirra systra. Fyrstu jólin okkar eftir að við fluttum upp á meginlandið fengu systurnar boð um að koma í pipar- kökubakstur hjá frænku sinni. Hélst sá siður öll árin. Þá var gam- an að hitta frændur, bræðurna Tómas Guðna og Eirík Áka og seinna litla frændann, Eggert Georg. Oft bættust fleiri við úr „stór fjölskyldunni" og tóku þátt í bakstrinum. Þetta voru „litlu jólin“ okkar. Ég minnist jólaboðanna hjá syst- ur minni. Það var einhver sérstakur „sjarmi" sem fylgdi þeim. Dýrindis máltíð, hljóðfæraleikur húsmóður- innar og Tómasar Guðna undir söng og dansað kringum jólatréð og síðast en ekki síst upplestur hús- bóndans á jólasögu. Ég vil leyfa mér að halda því fram að systir mín hafi að mörgu leyti átt gjöfult líf á sinni stuttu ævi. Hún öðlaðist menntun, sem hugur hennar stóð til. Eignaðist góðan mann og góð böm og vann alla tíð að hugðarefnum sínum. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir allt, sem hún var mér og mínum og bið góðan Guð að styrkja feðgana. Auður María (Maja). Sumarið kvaddi fyrir tæpri viku og alveg um sama leyti kvaddi jarð- lífið elskuleg kona, Sigurlaug Áðal- steinsdóttir. Mig langar til að sýna minningu hennar þakkarhug fyrir vináttu og gleðistundir sem ég varð aðnjótandi af hennar hálfu, allt frá heimahúsum æskuáranna til eigin heimilis fullvaxta konu. Þeirra stunda naut ég oftast með konu minni, Guðnýju S. Óskarsdóttur, móðursystur Sigurlaugar. Er þá ekki sízt að minnast margra jóla- boða, sem þau hjónin Sigurlaug og Eggert héldu árlega um langt skeið. Svo menningarlegar veizlur - með tónlistar- og bókmenntaívafi - hafa ekki gerzt betri annarstaðar, það er ég handviss um. En önnur minning eldri er mér nú einnig ofarlega í huga. Þá var Sigurlaug aðeins 4-5 ára að aldri, einhver fríðasta yngismær í Reykjavík og víðar. Við hittumst í Kirkjutorgi 4, heima hjá ömmu hennar, tengdamóður minni. Þetta var á fögrum sumarmorgni og þar sem við þurftum ekki neinu sér- stöku að sinna ákváðum við að taka okkur gönguferð í kringum Austur- völl. Við gengum hönd í hönd og töluðum um það sem fyrir augu bar. Þú þekktir þá þegar Dómkir- kjuna og svo benti ég þér á Al- þingishúsið og styttuna af Jóni for- seta. Og þú hlustaðir með athygli og komst með skynsamlegar spurn- ingar sem ég reyndi að leysa úr. Og svo lukum við hringnum kringum Austurvöll og alltaf síðan hefur þessi morgunganga verið mér minnisstæð vegna þess hvað ég hafði yndisfallegan og skemmtileg- an förunaut. En nú er sumarið liðið. Ég vona að feðgarnir, Eggert og synirnir Tómas Guðni og Eiríkur Áki, geti eftir megni vikið frá sér vetrar- drunganum. Sama ósk vil ég að berist Huldu, móður Sigurlaugar, og systrunum, Guðnýju og Auði Maríu, og fjölskyldum þeirra. Guð blessi allt þetta góða fólk. Baldur Pálmason. „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauð- synleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu“. (HKL, Fegurð him- insins). Þegar vetur gekk í garð kólnaði skyndilega. Mágkona mín, Sigur- laug Aðalsteinsdóttir, lauk sinni jarðvist eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Þegar ég minn- ist Sigurlaugar kemur mér fyrst í hug umfjöllun skáldsins um feg- urðina. Sigurlaug hlaut gæfu og gjörvi- leika í vöggugjöf. Hún fæddist á menningarheimili og aflaði sér þeirrar menntunar, sem hugur hennar stóð til, og hún naut náðar- gáfu sinnar sem fólst í tónlistinni, píanó og harmónikka voru hennar hljóðfæri. í Eggerti eignaðist Sigurlaug lífsförunaut, sem er henni um margt ólíkur. Þau bættu hvort ann- að og saman eignuðust þau tvo syni, þá Tómas Guðna og Eirík Áka, sem eru foreldum sínum og ættingjum til mikils sóma. Og svo kom litli kariinn, Eggert Georg sonur Tóm- asar Guðna. Sigurlaug á tvær litlar frænkur, sem nú sakna hennar. Sigurlaug er nefnilega fyrsta frænkan þeirra. Hún var fyrsta frænkan, sem kom og sá þær á fæðingar- deildinni. Sigurlaug var upp- áhaldsfrænkan þeirra. Nú baka Hulda Guðný og Kristín Martha ekki framar piparkökur með Sig- urlaugu frænku. Þær systur sakna vinkonu sinnar. Fyrir tæpum þremur árum dró ský fyrir sólu. Sigurlaug greindist með vágest. Hún mætti örlögum sínum, staðráðin í að hafa sigur. Ef til vill vissi hún manna best hvernig þeirri baráttu myndi lykta en hún gafst aldrei upp. Hún kveinkaði sér aldrei og hún stóð á meðan stætt var. Sigurlaug vildi vera heima; hún spurði vinkonu sína: „Ef ég verð veikari, heldur þú að ég verði þá að fara á spít- ala?“ Vinkonan sagði nei og Sigur- laugu var létt. Henni leið alltaf best í faðmi fjölskyldunnar. Þegar ég kveð Sigurlaugu ætla ég að minnast fegurðarinnar og hjartahlýjunnar. „Best er að gleyma heimi sínum, bæði því sem maður hefur orðið að þola og eins hinu sem maður þráir, því sem maður hefur misst og hinu sem maður kann að vinna, gleyma lífi sín sjálfs andspænis þeirri feg- urð þar sem mannlegu lífi sleppir og eílífðin tekur við, hið fullkomna, fegurðin sem efsti dómur“. (HKL, Fegurð himinsins). Vilhjálmur Bjarnason. Sigurlaug Aðalsteinsdóttir var lífsglöð kona og elskuleg og hafði góða návist. Við Ástríður áttum fjölda ánægjustunda með þeim Éggerti á borgarstjórnarárunum og einnig síðar þótt dagleg sam- Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum % Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan KT sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstadur Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja U w UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.