Morgunblaðið - 26.10.2000, Page 48

Morgunblaðið - 26.10.2000, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR hjarta fyrir bernskustundirnar. Þær geymast en gleymast aldrei. Ég trúi því að nú verði allt auð- velt aftur - í nýjum heimi - heimi birtu og kærleika eilífðarlandsins. Helga Mattína Björnsdótt- ir, Grímsey. Nú er skarð fyrir skildi í litla hópnum okkar. Sigurlaug Aðal- steinsdóttir er fallin frá á besta aldri. Hún var falleg. Hún geislaði af gleði og góðvild. Hún var hrókur alls fagnaðar í hópnum og ólöt að þenja nikkuna. Mikill er söknuður okkar en minningin um indæla konu mun lifa. Sárastur er missirinn fyrir Egg- ert, eiginmann hennar, og syni -^Jeirra og við vottum þeim okkar dýpstu samúð í mikilli sorg þeirra. Þorrahópurinn að vestan. Það var sumarið 1971 sem frétt- ist að von væri á sprenglærðum meinatækni, menntuðum í Skot- landi, til starfa á vefjafræðideild Rannsóknarstofu Háskólans, Sig- urlaugu Aðalsteinsdóttur. Hún var þó ekki öllum ókunn því hún hafði unnið þar nokkuð í orlofi. Þegar þessi smávaxna unga kona birtist vann hún fljótt hug og hjarta sam- starfsfólksins með glaðlyndi sínu, en af þekkingu sinni miðlaði hún af hógværð og lítillæti. Brátt var hún vorðin ein af hópnum. Við sem vor- um á líku reki og Sigurlaug, stofn- uðum heimili og ólum börnin okkar á svipuðum tíma náðum sérlega vel saman. I ljós kom að við áttum fleira sameiginlegt en fjölskyldum- álin og vinnuna því okkur fannst öllum gaman að spila og eftir nokkrar tilraunir varð bridge fyrir valinu þótt ekki væri mikilli kunn- áttu fyrir að fara í þeirri íþrótt. Það var þó ekki fyrr en 1979 sem spilaklúbburinn var formlega stofnaður. En síðan höfum við hist að jafnaði tvisvar í mánuði til spila og spjalls, nú síðast í ágústmánuði. Þessar kvöldstundir voru alltaf einstaklega ánægjulegar og oft var hlegið dátt að fyndnum sögum úr hversdagslífinu, sem Sigurlaugu var einstaklega lagið að segja. Frá upphafi söfnuðum við í sjóð sem notaður var til að gleðjast með mökum okkar. Fyrstu árin var far- ið út að borða, en svo fór okkur að þykja snubbótt að eyða tveggja ára sjóði á einu kvöldi og ákváðum að safna lengur og fara í ferðalög. Við geymum nú ljúfar minningar frá ferðum til Dyflinnar, Lundúna og Parísar. í febrúar 1998 greindist Sigur- laug með krabbamein, sem varð henni að aldurtila. Það var undra- vert að fylgjast með hversu sterk þessi fíngerða fallega kona var í veikindum sínum og hvernig Egg- ert stóð sem klettur að baki konu sinni. Hún var stöðug uppörvun fyrir þá sem við hana töluðu og ekki brást að hún vildi fylgjast með högum okkar hinna. Alltaf var maður fullur bjartsýni eftir að hafa talað við Sigurlaugu og heyrt hana gleðjast yfir mönnunum sínum, Eggerti, Tómasi, Eiríki og litla Eggerti Georg. En enginn fær flúið örlög sín og nú kveðjum við kæra vinkonu með söknuði og biðjum almættið að styrkja fjölskyldu hennar í sorg sinni. Elín, Erla, Hrefna, Mar- grét og fjölskyldur. Kveðja frá Tækniskóla íslands. Eins og mörgum öðrum var okk- ur brugðið þegar okkur bárust þær fréttir að Sigurlaug Aðalsteins- dóttir væri látin. Þó svo að við hefðum um skeið vitað af baráttu hennar við þann illvíga sjúkdóm sem að lokum hafði yfirhöndina þá koma slíkar fréttir ætíð á óvart. Sigurlaug var um árabil í hópi þeirra kennara sem leitt hafa kennslu í meinatækni við Tækni- skóla íslands, fyrst sem stunda- kennari frá 1981 og frá 1. ágúst 1991 var hún fastráðin sem lektor við heilbrigðisdeild Tækniskólans. Hún stýrði þar kennslu í vefja- meinafræði fyrir meinatækninema. Annaðist stóran hluta verklegrar þjálfunar, kenndi aðferðafræði og skipulagði aðkomu ýmissa sérfræð- inga að kennslu í sjúkdómafræði greinarinnar. Jafnframt starfaði hún sem kennslumeinatæknir við taugameinafræðideild Landspítal- ans. Allt þetta leysti hún vel og skipulega af hendi. Síðastliðið vor og sumar skipulagði hún kennslu núverandi haustannar en þegar kom að kennslu hafði hún ekki þrek til að annast hana. Sigurlaug var alla tíð farsæl í sínu starfi sem kennari og mikils- virt í hópi kennara og nemenda deildarinnar. Hún var ætíð boðin og búin til að aðstoða við öll þau verk sem tilfalla á fjölbreyttum vinnustað. Sigurlaug lagði sig ætíð fram um að auka færni sína í starfi og lauk meðal annars námi frá Kennaraháskóla Islands í kennslu- fræðum. Við fylgdumst með baráttu hennar við sinn sjúkdóm af hliðar- línunni og dáðumst að því þreki og þeim jákvæða hugsunarhætti sem hún sýndi. Nokkrum sinnum var setið sam- an yfir kaffibolla síðastliðið vor og sumar og rædd skipulagning næsta skólaárs, einnig innrétting og tækjakaup fyrir nýja aðstöðu til verklegrar þjálfunar í húsnæði Tækniskólans. Þar naut Sigurlaug sín með sína miklu þekkingu á sinni faggrein. Fyrir hönd samstarfsfólks í Tækniskóla íslands sendum við Eggerti og sonum þeirra Eiríki og Tómasi okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum algóðan guð að vera með þeim um ókomna tíð og varpa ljóma á minningu Sigur- laugar. Þór Steinarsson og Brynja R. Guðmundsdóttir. Kveðja frá Harmonikufélagi Reykjavíkur. Látin er langt um aldur i’ram fé- lagi okkar í Harmonikufélagi Reykjavíkur, Sigurlaug Aðalsteins- dóttir, en hún var einn af stofnend- um félagsins og tók alla tíð virkan þátt í félagsstarfinu. Sigurlaug var mjög góður harm- onikuleikari. Hlýlegt bros hennar, gleði og innlifun í tónlistina spegl- aðist í leik hennar. Hún var góður félagi og frá henni geislaði hlýleiki og kærleikur. Sigurlaug hafði brennandi áhuga á yiðgangi félagsins og þeim verk- efnum, sem tekist var á við hverju sinni. Hún lék hin síðari ár með félög- um sínum í Storminum, en það er 10 manna hljómsveit, sem sérhæfði sig í klassískri tónlist. Eggert eiginmanni hennar og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Blessuð veri minning Sigurlaug- ar. Stjórn Harmonikufélags Reykjavíkur. ATVINNUAUGLÝSINGAR Kennarar Dönskukennara vantar við Laugalækjarskóla Dönskukennara vantar vegna forfalla frá 15. nóvember í kennslu í 8. -10. bekk. Laugalækjarskóli er einsetinn grunnskóli sem starfar á unglingastigi með um 160 nemendur. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 588 7500 Lagn skv. kjarasamningum kennarafélaganna við Launanefnd sveitarfélaga, auk sérstaks framlags borgarinnar til eflingar skólastarfs. Nánari upplýsingar um ofangreind störf fást hjá skólastjórum og aðstoðarskólastjórum viðkomandi skóla og einnig á www.job.is Múrarar Viljum ráða til starfa múrara eða menn vana ^steypufrágangi. Samfelld vinna í vetur. Upplýsingar á skrifstofunni, Skúlatúni 4, Reykjavík, og í síma 530 2700 á skrifstofutíma. ISIAK Rafvirkjar Óska eftir rafvirkjum til starfa á höfuð- borgarsvæðinu. Framtíðarvinna. Upplýsingar í síma 893 2466. Eyjólfur Rósmundsson, löggiltur rafverktaki. L J AKRANESVEITA Laust starf hjá Akranesveitu Akranesveita óskar að ráða rafvirkja til starfa við rafmagnsdreifikerfi veitunnar. Áskilið er að viðkomandi hafi réttindi til B-lög- gildingar. Nánari upplýsingar um starfið veita verkstjóri rafveitusviðs og forstöðumaðurtækni- og um- hverfissviðs Akraneskaupstaðar í síma 431 5200. Umsóknarfrestur er til 9. nóvember nk. en um- sóknirskal senda til Akranesveitu, Dalbraut 8, á Akranesi, merktar: „Starfsumsókn — rafveitusvið". Garðyrkjufræðingur Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi, Hveragerði, óskar eftir að ráða garðyrkjufræðing sem fyrst. Um er að ræða ræktun grænmetis og afskor- inna blóma í gróðurhúsum. Nánari upplýsingar veita Gísli Páll Pálsson í síma 480 2000 og Ásgeir Ólafsson í síma 483 4418. VlÐISTAÐASÓKN HAFNARFIRÐl Kirkjuvörður Kirkjuvörður óskast í Víðistaðakirkju. Upplýsingar gefur sóknarprestur. Víðistaðasókn. Mosfellsbær Fræðslu- og menningarsvið Gagnfræðaskólinn í Mosfellsbæ Stuðningsfulltrúi óskast. Laun eru skv. kjara- samningum Starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Upplýsingar gefur Ragnheiður Ríkharðsdóttir skólastjóri í síma 566 6186 eða heimasíma 566 6688. Varmárskóli — Skólasel Starfsmaður óskast. Laun eru skv. kjarasamn- ingum Starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Upplýsingar gefur Ása Jakobsdóttir forstöðu- maður í síma 566 7524. Mosfellsbær er um 6.000 íbúa sveitarfélag. Mikil uppbygging hefur átt sér staö i skólum bæjarins á síðustu árum og ríkjandi er jákvætt og metnaðarfullt viðhorf til skólamála. í bænum er rekið öflugt tóm- stunda- og íþróttastarf við góðar aðstæður. Skólaskrifstofa Mosfells- bæjar veitir skólunum faglega þjónustu og ráðgjöf jafnframt því sem hún aðstoðar við nýbreytni- og þróunarstarf og stendur fyrir símenntun fyrir kennara. RlriSlnfulltrMÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.