Morgunblaðið - 26.10.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 26.10.2000, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Tæknilegt dömufrí Vélindabakflæði - í HINU nýja hag- kerfi eru upplýsinga- tækni og þekkingar- iðnaður þær greinar atvinnulífsins sem hraðast vaxa. Upplýs- ingasamfélagið er í örri mótun og fram- vindan ræðst ekki að- eins af lagasetningu og ákvörðunum stjórn- valda heldur ráða þar miklu hinir ýmsu hönnuðir, forritarar og stjórnendur í þekking- ariðnaði. Þessum störf- um sinna, í langflestum tilvikum, karlmenn. Mikið fjármagn streymir inn í þess- ar nýju greinar atvinnulífsins og laun í þessum geira eru með því hæsta sem þekkist hér á landi. Sú þróun að hálaunastörf séu að skap- ast er mikið fagnaðarefni. Það sem veldur áhyggjum er sú staðreynd að hlutfall kvenna í þessum störfum er í besta falli 20%. Óg því miður er fátt sem bendir til þess að það sé að breytast. Það sem er ekki síður al- varlegt er að konur eru ekki að taka virkan þátt í að móta þær afurðir og það umhverfi sem þessar atvinnu- greinar skapa. Karllæg viðhorf eru þannig ríkjandi í þessum greinum. Rannsóknir sýna að kynin búa við iafnan aðgang að tölvum en þau lota þessa nýju tækni með ólíkum hætti. Þannig sýna rannsóknir dr. Sólveigar Jakobsdóttur að á meðan stúikur nota tölvur helst til rit- og gagnavinnslu þá vinna piltar með tölvugrafík, vefnað, forritun o.þ.h. í dag, fimmtudag, verður kynnt nýtt átaksverkefni á vegum Háskóla ís- lands og Jafnréttisstofu. Verkefnið hefur það m.a. að markmiði að fjölga konum í raunvísindum á borð við verk- og töivunarfræði. Þetta verk- efni er afskaplega þarft og miklar vonir bundnar við það. Það er þó bara eitt skref í þá átt að jafna kyn- bundinn mun í upplýsingatækni. Leita verður allra leiða til að koma í veg fyrir „tæknilegt dömufrí". Mis- munandi kynni og við- horf stúlkna og pilta til upplýsingatækni fær- ist síðar ósjálfrátt yfir á náms- og starfsval. Undirrituð er eindreg- ið þeirrar skoðunar að stjómvöldum beri að grípa til aðgerða sem miði að því að hvetja ungar stúlkur sérstak- lega til að nýta alla möguleika upplýsinga- tækninnar. Mikilvæg- ast er að bregðast við sem fyrst á mótunar- skeiði hvers einstakl- ings. Tölvur og Netið fela í sér ákveðinn lífsstíl og hugs- anahátt. Tölvukunnátta opnar fólki möguleika til að nýta sér tækifæri framtíðarinnar í hinu nýja hagkerfi. I hinu nýja hagkerfi er gott tölvu- læsi algjört grundvallaratriði til að einstaklingarnir séu gjaldgengir á vinnumarkaði. Ef stór hópur kvenna nær ekki tökum á tölvutækninni Upplýsingatækni Stjórnvöldum ber að grípa til aðgerða, segir Hólmfríður Sveinsdótt- ir, til að hvetja ungar stúlkur til að nýta upp- lýsingatæknina. skapar það nýjan og aukinn ójöfnuð kynjanna á vinnumarkaði. Þessi þekking á erindi við bæði kynin og alla aldurshópa - enda er markmið tölvunnar og Netsins að gera líf okk- ar þægilegra. Því er mikilvægt að berjast gegn því að viðhorf og gildi annars kynsins ráði rflgum í þróun og uppbyggingu nýja hagkerfisins. Höfundur er starfandi formaður Kvenréttindafélags Islands. Hólmfríður Sveinsdóttir algengur sjúkdómur BRJÓSTSVIÐI er algeng kvörtun hjá fólki sem leitar til síns heimilislæknis. Er þá átt við sviða- eða brunatilfinningu undir bringubeini. Brjóst- sviði er eitt öruggasta einkennið um bakflæð- issjúkdóm í vélinda. Vélindabakflæði er það ástand þegar súr magavökvi flæðir frá maga upp í vélinda. Brjóstsviðinn eykst gjama eftir máltíðir og á kvöldin þegar lagst er til svefns. Fleiri einkenni geta fylgt, t.d. ná- bítur, það er þegar sýrubragð finnst í koki. Einnig geta einkenni eins og þrálátur hósti, hæsi og and- þyngsli stafað af bakflæði. Leiðir til úrbóta Oft gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað amar að þegar það fær brjóstsviða eða nábít. Margir eru orðnir vanir þessum einkennum og telja jafnvel að lítið sé hægt að gera til úrbóta og leita því seint til lækn- is, eftir að hafa gengið með sjúk- dóminn mánuðum eða jafnvel áram saman. Staðreyndin er hins vegar sú að hægt er í flestum tilvikum að bæta mikið líðan fólks með þennan sjúkdóm og halda einkennum niðri og í sumum tilvikum að lækna sjúk- dóminn endanlega. Hægt er að kaupa í apótekum í lausasölu lyf sem hemja sýmmyndun í maga. Ef einkenni era tíð og trafla lífsgæði þarf oft langvinna meðferð með öfl- ugri lyfjum sem aðeins fást af- greidd gegn lyfseðli. Einnig er beitt skurðaðgerð í völdum tilvikum sem þá er oftast gerð í gegnum kviðsjá. Lífsstfll skiptir verulegu máli þegar bakflæði er til staðar. Þó að allir geti fengið bakfiæði stuðla atriði eins og reyking- ar og áfengi að bak- flæði á þann hátt að slaka um of á vélinda- hringvöðva (sem er neðst í vélindanu). Þannig opnast leið fyr- ir magainnihald upp í vélindað. Ymsar fæðu- tegundir geta einnig stuðlað að þessu, svo sem feitmeti, súkkul- aði, tómatsósa, pipar- mynta, kryddaður og brasaður matur. Fólk sem er með sýrabakflæði ætti því að varast slíka fæðu. Einnig er óæskilegt að borða síðustu tvær klukkustundirnar fyrir svefn. Forð- ast skal mjög stórar máltíðir, því þá eykst þrýstingur á efra magaopið. Yfirþyngd stuðlar einnig að bak- flæði. Aukinn þrýstingur myndast í kviðarholinu og magainnihald þrýstist frekar upp í vélindað. Megran dregur því úr einkennum bakflæðis. Þungaðar konur fá mjög oft brjóstsviða af sömu ástæðum og einkenni lagast þá oftast eftir fæð- inguna. Greining sjúkdómsins í sumum tilvikum er fólk með brjóstsviða einnig með þindarslit, þ.e. hluti magans liggur ofan við þindina. Þetta ástand stuðlar að bakflæði en þó era margir með þindarslit án þess að hafa einkenni um bakflæðissjúkdóm. Oft er hægt að greina bakflæðis- sjúkdóminn af einkennum sjúklings en ef einkennin hafa staðið lengi eða koma oft er rétt að gera maga- speglun til nánari greiningar. Oft sjást bólgur í vélinda við þessa rannsókn en þó ekki nærri alltaf, Bakflæði Ef vélindabakflæði stendur mjög lengi, seg- ir Björn Blöndal, geta komið fram alvarlegri einkenni. þó að um sýrubakflæði sé að ræða. Ef einkennin era óljós og koma fram sem t.d. hósti eða brjóstverk- ur þurfa fleiri rannsóknir að koma til, en slík óþægindi valda oft ótta hjá sjúklingum við alvarlegri sjúk- dóma og er því mikilvægt að fá ná- kvæma greiningu. Þegar um brjóstverki er að ræða er nauðsyn- legt að útiloka hjartasjúkdóm og útskýra málið vel fyrir sjúklingn- um. Maga- og skeifugarnarsár geta lýst sér á svipaðan hátt og bakflæð- issjúkdómur, en þá eru oft fleiri einkenni svo sem verkir ofarlega í kvið sem stundum leiða aftur í bak. Mikilvægt að leita úrbóta Ef vélindabakflæði stendur mjög lengi geta komið fram alvarlegri einkenni svo sem kyngingarerfið- leikar, blóðug uppköst eða dökkar hægðir og þarf þá alltaf að rann- saka málið betur. Þrengsli geta myndast í vélinda, sár og jafnvel krabbamein. Því er mikilvægt að greina bakflæði, meta alvarleika þess og leggja á ráðin um meðferð í tíma. Sjálfsagt er að fólk sem fær brjóstsviða sem stendur lengi, kem- ur oft eða veldur almennt óþægind- um, leiti til síns heimilislæknis til að fá úrlausn á þessu vandamáli. Höfundur er heilsugæslulæknir. Björn Blöndal C&LYFJA LJ Fyrir útlitið Róðgjafi fró Estée Lauder í dag, Lyfju, Laugavegi, og ó morgun Lyfju, Lógmúla. í¥3 Nýi ilmurinn frá Estée Lauder NTUÍTÍON ESTEE LAUDER Lyfja Laugavegi, sími 552 4045, Lyfja Lágmúla, sími 533 2308, Lyfja Hamraborg, sími 554 0102, Lyfja Setbergi, sími 555 2306. Til leigu!__________________ Verslunar/Skrifstofuhúsnæði Góð staðsetning/Glæsilegt húsnæði Til leigu eru tvær jarðhæðir (2x435m2) við efri og neðri götu að Stórhöfða 25, leigist allt saman eða hvor hæð fyrir sig. Næg bílastæði, góð sameign með lyftu. Tilbúið um n.k. áramót. Upplýsingar hjá: Verkefni ehf. S. 863 1911 V, athuga jólagjafir!!! www.postlistinn.is Islenski Postlistinn sími 557 1960
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.