Morgunblaðið - 26.10.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 26.10.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 57 UMRÆÐAN Rangfærslur o g afbakanir Olafs MIKIL og gagnleg umræða hefur farið fram um skaðsemi sykurneyslu eftir mál- þing Náttúrulækn- ingafélags Islands þriðjudagskvöldið 17. október. Ekki hefur þó allt í þeim efnum verið fólki til hjálpar. Vísa ég í því sambandi til greinar Ólafs Gunn- ars Sæmundssonar í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 25. októ- ber í ár. Ekki er allt alrangt sem Ólafur staðhæfir, en lokaorð hans eru afleit. Hann segir: „Sykur er ekki fíkniefni held- ur einfaldlega bragðgóður orku- gjafi.“ Og margt í máli Ólafs eru beinar rangfærslur. Ólafur er næringaráðgjafi á Planet Pulse. Ekki veit ég hvaða pláneta það er, en hins vegar er ljóst af máli Ólafs að hann er ekki með báða fætur á jörðinni. I grein sinni rekur Ólafur efni erinda frummælenda á þinginu og umræð- ur á palli að erindum loknum, eins og honum kom þetta fyrir sjónir. Þar velur hann úr eins og honum hentar, afvegafærir og skælir mál allra til að styðja skoðanir sínar. Nú er torvelt og nær ómögulegt að elta ólar við slíká skrumskælingu, þar sem stundum er um blæbrigða- mun að ræða, annars staðar hrein- ar rangfærslur og stundum illa dul- búið háð eða fyrirlitningu, eins og þegar Ólafur nefnir Þorbjörgu Haf- steinsdóttur „næringartherapista", og á líklega að vera hinn mesti brandari. Ekki mun ég þvælast í þessu með Ólafi. Annað í máli Ólafs virðist mér af hinu góða, einkum næringarráðgjöf hans í lokin um gott jafnvægi í mataræði, sem á al- gjörlega erindi við hinn fullkomna kaloríumann, sem er í kjörþyngd og borðar samkvæmt boðuðum manneldismarkmiðum. Við hin verðum að finna önnur ráð. Offita er einn alvarlegasti heilsu- farsvandi sem hrjáir vesturlanda- búa. Þess vegna finnst mér verra þegar Ólafur fer með rangt mál og afvegafærir málflutning þeirra er- lendu lækna og fræðimanna sem fjallað hafa um efnaskipti og offitu í rituðu máli, menn sem hafa gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni við offituvandann og bent á áhrifaríkar leiðir til að verjast vandanum. Þar verð ég að biðja Ólaf að gá að sér og fara ekki offari. Einkum vil ég benda á tvennt í þessu tilliti. Ólafur segir að höfund- ar bókarinnar Sugarbusters (ISBN 0-345-42558-8, höfundar H.L. Steward, dr. M.C. Bethea, dr. S.S. Andrews & dr. L.A. Blart) hvetji fólk „til að borða mikið af fitu og próteinum.“ Þetta eru hreinar rangfærslur. Höfundar Sugar- busters leiðbeina um mataræði fyr- ir lífið og þar er alls ekki mælt með því að neyta mikillar fitu, heldur er höfuðáherslan á neyslu flókinna fjölsykra eins og finnast t.d. í grænu grænmeti, en ekki sykurs og auðmeltra fjölsykra eins og sterkju. Þeir mæla með hóflegri fitu- neyslu og ráða ein- dregið gegn mikilli neyslu á mettaðri fitu vegna tengsla hennar við hjarta- og æða- sjúkdóma. Ólafur seg- ir einnig að dr. Robert C. Atkins (New Diet Revolution, ISBN 0- 380-72729-3) mæli með matarkúr og „samkvæmt kúrnum má einvörðungu neyta um 20 gramma af kol- vetnum á dag. Þetta er ófögur afbökun. Hið rétta er að dr. Atkins mælir með neyslu 20 gramma af kolvetnum á dag fyrstu tvær vikur mataræðis sem hann boðar til að minnka offitu. Eftir tveggja vikna kúr mælir hann með því að auka kolvetnaneysluna. Ég er ekki að boða kenningar Atkins, en ég vil að hann og aðrir njóti sannmælis. Það er ljótur ávani að afvegafæra og af- baka mál fjarstaddra manna, eink- um hjá fólki sem ekki nennir að skoða mál þeirra og röksemdir. Nú vil ég heita Olafi því að skrifa um þessi mál sæmilega ítarlega blaðagrein um þessi mál. Þangað til vil ég ráðleggja honum að víkka sjóndeildarhring sinn og lesa þess- ar tvær ofangreindu bækur. Ef hann vill meira lesefni er mér ljúft Næring Offíta, segír Jón Bragí Bjarnason, er einn alvarlegasti heilsufars- vandi sem hrjáir vesturlandabúa. að leiðbeina honum um það. í milli- tíðinni mætti hann hugleiða að ban- vænn skammtur af glúkósa (þrúgu- sykri) fyrir kanínur er 35 g/kg (LD i.v.), en bannvænn skammtur af et- hanoli (vínanda, þekkt og viður- kennt eiturefni og neysluvara) fyrir rottur er 14 g/kg (LD50 orally). Eðlilega eru sambærilegar tölur ekki til fyrir menn. Það er þó ekki þetta sem ég á við þegar ég segi að sykur sé eitur, heldur eituráhrif langvarandi og mikillar neyslu slíkra efna, en þessi áhrif eru margslungin, flókin og geta leitt til dauða eftir ýmsum sjúkdómsleið- um. Það er jafnframt mjög erfitt að henda reiður á og mæla þessi áhrif með óyggjandi hætti. Hitt er vist að það er dýrt fyrir samfélagið og hefur í för með sér ómældar þján- ingar fyrir einstaklinga. Höfundu r er prófessor f lffefnafræði. Grjóthólsi 1 Sími 575 1230/00 «TÍS33 4800 MIÐBORG Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Fellsmúli - laus strax. Vorum að fá fallega 110 fm fb. á 1. hæð i góðu fjölbýli. Parket á holi og stofu. Nýstandsett baðherbergi. Þrjú til fjögur svefnherbergi. Nýstandsett sameign og húsið er nýviðgert að utan. Laus strax. V. 12,4 m. 2853 Seljavegur. Gullfalleg 117 fm íbúð á efri hæð i góðu 3;býli. íbúðin er nýstandsett og laus strax. Á hæðinni eru tvö rúmgóð svefnherbergi, stofa, eidhús og bað. Aukaherbergi I kjallara. V. 12,9 m. 2855 Óðinsgata. Til sölu á þessum eftirsótta stað 70 fm íbúð i þríbýli. Ibúðin skiptist (tvær saml. stofur, baðherb., eldhús og svefnherbergi. Falleg eign með góða möguleika. Áhv. húsbr. og byggsj. 5,1 m. V. 8,9 m. 2785 Keilugrandi - vesturbær. Nýkomin falleg 101 fm 3ja-4ra herb. Ibúð á 1. hæð ásamt 26,7 fm stæði í bilageymslu. Björt og rúmgóð stofa, tvennar svalir og tvö svefnherbergi. Eign í góðu fjölbýli á eftirsóttum stað. Áhv. 5,5 m. hagst lán. V. 12,8 m. 2846 Framnesvegur. Nýkomin í sölu falleg 3ja herbergja ibúð á 1. hæð í traustu fjölbýli. Ibúðin er skráð 62,3 fm fyrir utan auka herbergi í kjallara. Hentar vel ef um viðbótarlán er að ræða. V. 8,7 m. 2859 Eskihlíð Falleg og björt 84 fm íbúð á fjórðu hæð í góðu fjölbýli. Eldhús, bað, svefnherbergi og tvær parketlagðar stofur. Að auki er ágætt herbergi I risi með aðgangi að salerni og sturtu sem gefur möguleika á útleigu. Áhv. húsbr. 2,6m. V. 9,9 m. 2753 Fáein orð um hugarfar HEIÐRUÐU al- þingismenn! Forræðis- hyggja er vond þegar foreldrar beita henni á böm sín. Verri er hún þó þeg- ar bömin fara að beita henni á foreldrana - eins og þið gerið. Til að geta forðast slíkt þarf helst að var- ast peningalegt gildis- mat á manneskjum og ásturida mannlegt gild- ismat á fjármunum. Skoðið 65. grein Aldraðir Lítið á ellilífeyrinn sem réttmæta umbun og endurgreiðslu til gamla fólksins fyrir ævistarf þess, segir Þorgeir Þorgeirson í öðru (og seinasta) bréfi til alþingismanna. stjórnarskrárinnar frá 1995. Munið að fiest ykkar samþykktu þessa grein í sóiskininu á Þingvöll- um 17.6. 1994 og þið megið leggja hana til grundvallar öllu mann- legu gildismati. Því til þess var hún samþykkt og til þess eru eiðar ykkar að stjómarskránni svarn- ir. Og þetta er eina leið- in út úr skuggaveröld forræðishyggjunnar inn í Þingvallasólskinið aftur. Lítið á ellilífeyrinn sem réttmæta umbun og endurgreiðslu tO gamla fólksins fyrir ævistarf þess. En ekki sem ölmusu frá ykkur persónulega. Lítið á réttindi manna. Gætið þess að réttindi hvers og eins séu þau sömu og allra hinna. Semsé - mismunið engum. Þá mun öllum vel farnast og eng- inn þurfa á forsjá ykkar að halda. Hér á enginn að verða ölmusu- maður eða -kona neins. Þ\ri hver og einn á rétt á mann- legri reisn sinni frá fæðingu til ævi- loka. Þið emð þjónar fólksins án þess að það verði húsbændur ykkar. Því einu húsbændur ykkar eru stjórnarskráin og eigin samviska. Höfundur er eUilífeyrisþegi og konstitúsjónalisti. Þorgeir Þorgeirson Morainxx er nýjasta línan frá Mora og fæst bæði fyrir bað og eldhús fén® Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi-is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.