Morgunblaðið - 26.10.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 26.10.2000, Qupperneq 72
72 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ * # rz HASKOLABIO HASKOLABIO Kjúklingaflóttin CHiCKENRBh Sýnd kl. 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10 með ensku tali. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Stranglega bönnuð innan 16 ára ng alls ekki við hæfi viðkvæmra Skúli Sverrisson og Hilmar Jensson leika á ART 2000 Forvitni bassa- leikarinn Skúli Sverrísson bassaleikari er búsettur í New York en er nú staddur hér á landi til að leika á ART 2000 ásamt fé- laga sínum, Hilmari Jenssyni gítarleikara. Krístín Björk Kristjánsdóttir heyrði hljóðið í Skúla. HVENÆR fórstu að skríða úr djasshýðinu og gera hljóðtilraunir í anda þeirra sem þú hefur verið að fást við með tónlistarfólki eins og Anthony Burr, Laurie Anderson og Hilmari Jenssyni? „Mjög snemma fékk ég mikinn áhuga á djasstónlist. Mér fannst djass vera það undarlegasta sem ég hafði nokkru sinni heyrt. Eg hafði mikinn áhuga á að skilja hvemig allar þessar nótur mynduðu heild. Sem betur fór var eina leiðin til að fá tónlistarmenntun íyrir mitt hljóðfæri á ís- landi í gegnum djassprógramm. Eftir að hafa eytt töluverðum hluta ævi minnar í að skilja djass fór áhugi minn á tónlist sem virkilega tengdist umhverfi mínu að aukast. Ég fór að hlusta meira og meira á tilrauna- tónlist, frjálsan spuna og danstónlist og fann fyrir því að það var ótrúlega spennandi þró- un að verða í tónlist sem var bæði ný og í tengslum við áhorfendur sem mér fannst skorta í hinum hefðbundna djassi. Undanfarin tvö ár hefur Skúli veitt drjúg- an tíma og orku í sýningu fjöllistakonunnar Laurie Anderson, Moby Dick. Sýningin var sett upp af The Electric Theatre í New York og var allsherjar rafgjömingur tónlistar og múltímiðla. Skúli var ráðinn tónlistarstjóri sýningarinnar ásamt því að leika sjálfur á bassa og meðhöndla rafhljóð í uppsetning- unni sjálfri.“ Hvernig bar það til að þið Laurie fóruð að vinna saman? „Kunningi minn, Arto Lindsay, hefur starfað með Laurie að ýmsum verkefnum í gegnum árin og tengdist Moby Dick-verk- efninu sem tónlistarráðgjafi. Arto mælti með mér í þetta og svo hafði Laurie sam- band við mig.“ Sýningin vakti stormandi lukku og nýlega fóm Skúli, Laurie og allur þeirra her lista- manna, Bill Frissel, Lou Reed, Brian Eno og fleiri, til London þar sem hún var kvik- mynduð og henni leikstýrt af engum öðram en Mike Figgis sem gerði m.a. myndina LeavingLas Vegas. Samstarf Skúla og Laurie gekk afar vel og því hefur Skúli verið önnum kafinn við í Salnum í kvöld. smíðar á sólóplötu hennar sem stendur til að komi út hjá Nonesuch-útgáfunni snemma á næsta ári. Meðfram því hefur Skúli verið mikið að spila með félögum sínum í New York, Chris Speed, Pachora og fleiram, auk þess að vinna að nýju efni með klarínettleik- aranum Anthony Burr að verkefni þeirra, Desist. En á hverju mega rafhátíðargestir eiga von frá þeim Hilmari íkvöld? „Við ætlum að spila nýtt efni sem við höf- um verið að vinna að hvor í sínu lagi undan- farið,“ segir Skúli og bætir við að tónlistin sé nokkuð í anda Kjás sem er plata sem þeir Hilmar gáfu út saman fyrir um tveimur ár- um, en þó verði meira unnið með form og takt. „Við Hilmar höfum þekkst í fjöldamörg ár en núorðið höfum við því miður ekki haft tækifæri til að spila mikið saman, nema reyndar þegar við tókum upp plötu með Jim Black í sumar. Það verður því mjög gaman að þessu í kvöld.“ Hvað er það sem tengir ykkur Hilmar saman tónlistarlega? „Forvitni," svarar Skúli ósköp einfaldlega og undirrituð gerir ráð fyrir að sama tilfinn- ing eigi eftir að leiða gesti rafhátíðar í Tón- listarhús Kópavogs í kvöld. Kjúklingaflóttin ★ ★★ ★★★'■ SV Mbl HK Dv •rJ, i ★★★ HARRÍSON FORD MICHELLE IWJFFER siiilmiM Fqlgstu með ð WHAT LIES BENEATH Hvað býr undir niðri FRÁ LEIKSTJÓRA F0RREST GUMP Einn magnaðasti spennutryllir allra tíma. Mynd í anda Fatal Attraction og Sixth Sense Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. b. í. 16 ára. Vit nr. 148. Sýnd kl. 4 og 6 með íslensku tali. Vit nr. 144. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 með ensku tali. vii nr. 154. Sýnd kl. 3.45. Islenskttal.Viinr.oi. Sýndkl. 8og10.10. mskt tal- Enginn texti. Vit nr 145 Sýnd kl. 6, 8 og 10. b.i. 12. Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.1 Sýnd kl. 4 og 6. Isl.tal. m Vitnr. 149. | B.í. 14 vu™ 133. Vit nr. 121. ATHI Frkort 9kla ekki. | Vitnr.147. Vit nr.113 7 Kaupið miða í gegnum VIT'lð. Nánari upplýsingar á vlt.is Álfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 sögu? Hverjar urðu afleiðingarnar? Hörkuspennandi mynd um kjaftasögu sem tók óvænta og lifshættulega stefnu. Filmundur rifjar upp fyrri endurgerð á The Nutty Professor Eddie o g endur- gerðirnar FILMUNDUR er í allsérstöku skapi þessa vikuna. Þannig er mál með vexti að hann virð- ist vera svo yfirmáta spenntur yfir því að frumsýning Háskólabíós á framhaldinu á end- urgerðinni á The Nutty Professor (flókið!?) sé á næsta leiti að hann gat ekki staðist mátið að rifja upp fyrri endurgerðina. Eins og flestir muna var það grínjöfurinn Eddie Murphy sem tókst á hendur það vandasama verka að fara í sloppinn hans Jerry Lewis. Með aðstoð ótrú- legra tæknibrellna tókst Eddie bara býsna vel upp - það vel að hann ákvað að endurtaka end- urgerðarleikinn og einbeita sér að hinni sér- kennilegu Klump-fjölskyldu sem prófessorinn klikkaði tilheyrir. Aðaláhersluefni fyrri Murphy-myndaiinnar, sem Filmundur hefur ákveðið að rifja upp með fylgjendum sínum tvisvar sinnum, nú í kvöld og á mánudag í Háskólabíói, var sjálfur prófessorin sveri, Sherman Klump. Aumingja maðurinn líður stöðugar kvalir yfir vigt sinni en hann er bijóstumgóður, vinsæll og snilling- ur mikill þegar kemur að vísindunum og hon- um tekst að skapa aðra hlið á sér - svona í anda dr. Jekyll og herra Hyde. Afraksturinn er þveng- mjói kvennabósinn Buddy Love sem gerir Klump loksins kleift að ná að laða kvenpening- inn. En um síðir verður Klump að gera það upp við sig hvor hann vilji frekar vera, hann sjálfur eða einhver annar. The Nutty Professor varð geysilega vinsæl þegar hún var framsýnd fyrir fjóram áram og má segja að hún hafi bjargað ferli Murphys sem þá hafði verið í mikilli hnignun. Það sem skóp hvað helst vinsældir myndarinnar var að Reuters Sherman Klump 1 svaka stuði. Murphy sneri sér aftur að því sem hann gerir best - að bregða sér í allra kvikinda líki. Þann- ig lék hann nánast alla meðlimi Klump-fjöl- skyldunnar í nær óþekkj- anlegu gervi brellumeistarans Ricks Bakers. Svo vel þótti Murphy til takast í Klump-hlutverkunum að nýja myndin beinir sjón- um sínum að þeim og gef- ur Murphy virkilegt færi á að leika af fingram fram. Eins og fyrr segir verð- ur önnur mynd endurgerðarinnar á The Nutty Professor, sem ber undirskriftina The Klumps, frumsýnd innan tíðar. Því er ekki úr vegi að taka boði Filmundar og rifja upp þessa skrítnu fjölskyldu hans Murphys. FILMUNDUR Egill Sæbjörnsson með tónleika á Thomsen í kvöld Rokkgerð Egils Sæbjörnssonar MYNDLISTARROKKARANUM Agli Sæbjörnssyni er margt til lista lagt en undan- farið hefur hann mikið verið að mæra rokk- og rólgyðjuna. Byijaði þetta fyrir ári þegar lágfítlsleg skífa undir nafninu The Inter- national Rock ’n’Roll Summer of Egill Sæbjörnsson læddist í afar takmörkuðu upp- lagi inn á markaðinn. Fyrir stuttu kom svo út glænýr rokkóður undir nafninu Egill S. vs. Muddy Fog - Tonk ofthe Lawn á Smekklcys- umerkinu. Egill mun halda hljómleika í Thomsenshúsi, m.a. vegna þessa, í kvöld og heQast þeir kl. 21.00. Er þetta hluti af nýhaf- inni Bravo-tónleikaröð og er stuðgjaldið 500 kr. Hárprúði rokkhundurinn Egill Sæbjörnsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.