Morgunblaðið - 29.10.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 29
Morgunblaöið/Einar Falur
hærra á jörðinni en einmitt í
Bombay. í fínustu viðskiptahverfum
þessarar fimmtán milljóna manna
borgar er fermetrinn dýrari en í
Tókýó og New York, en frá Bombay
fær ríkið allt að þriðjung þess tekju-
skatts sem innheimtur er í gjörvöllu
landinu.
Reyndar heitir Bombay öðru
nafni í dag: Mumbai. Og Calcutta
heitir Kalikut og Madras Chennai.
Þessar nafnabreytingar eru hluti af
uppgangi þjóðernishreyfinga hind-
úa í stjórnmálum, en þær hafa viljað
útmá úr málinu og menningunni er-
lend áhrif á borð við nafngiftir
Breta. Margir hafa haft áhyggjur af
vexti stjórnmálaflokka sem prédika
sundrungu og mismunun þegna
landsins, að hindúar séu rétthærri
en múslimar, kristnir eða síkhar.
Ráðandi stjórnmálaafl landsins um
þessar mundir, Bhatatiya Janata
Party (BJP), byggist á slíki-i mis-
munun og hefur að auki starfað náið
með Shiv Sena, sem er enn öfgafyllri
hindúistaflokkur sem hefur rætur í
Maharastra-ríki þar sem Mumbai
situr í öndvegi. Þessir flokkar hafa
rekið ögrandi hernaðarstefnu,
sprengdu meðal annars fimm kjarn-
orkusprengjur til að sýna nágrönn-
unum í Pakistan mátt sinn og meg-
in, en hafa jafnframt beitt sér gegn
andstæðingum innanlands. Shiv
Sena-menn í borgarstjórn Mumbai
létu á táknrænan hátt ribbalda
grafa upp grasflötina á íþróttaleik-
vangi í borginni í fyrra, til að koma í
veg fyrir landsleik Indlands og Pak-
istan í krikket, og BJP-liðar hafa á
síðustu misserum staðið fyrir eyði-
leggingu margra kirkna kristinna í
norðurhluta landsins. Það voru
einnig leiðtogar BJP sem voru í
fylkingarbroddi í deilunum milli
hindúa og múslima í smábænum
A múslimamarkaði í Gömlu-Delhí. A mörkuðunum umhverfis Jama Majsid-moskuna í Gömlu-Delhí máfinna allt milli himins ogjarðar; hvort sem þaöeru
jaröhnetur eða notaðir mótorar.
Verslunargata í Agra. Flestir koma til Agra til að skoða Taj Mahal, eitt af
sjö undrum veraldar, en annars er Agra iönaðarborg meö iðandi mannlífi.
en mmm
Ayodhya í Uttar Pradesh ríki árið
1992, en þær leiddu til skelfinga.
Ayodhya er í miklum metum með-
al hindúa, því hann er sagður fæð-
ingarbær guðsins Rama. Mörg
hindúamusteri standa þar en á tím-
um múgalanna, sem voru múslimar,
létu keisarar rífa sum þeirra og
reistu moskur í staðinn. Sagt var að
ein þeirra, Babri Masjid, stæði þar
sem Rama musterið var áður. I des-
ember 1992 rifu æsingamenn hind-
úa, hvattir áfram af æðstu leiðtogum
B JP, moskuna til grunna. í kjölfarið
hófust átök í mörgum borgum í
norðurhluta landsins, sprengjur
voru sprengdar og hundruð manna
fórust.
Á síðustu árum hafa þessir öfga-
flokkar sótt í sig veðrið, meðan
Congress-flokkurinn, hinn gamli
stjórnmálaflokkur Indiru Gandhi
sem nú er leiddur af ítalskri tengda-
dóttur hennar, Sonju, hefur haldið
áfram að dala, enda eru sögurnar
um spillingu flokksmanna víða um
landið skelfilegar. En það er reynd-
ar ekkert nýtt að indverskir stjórn-
málamenn séu vændir um spillingu;
máltæki segir að sá stjórnmálmaður
sé ómögulegur sem sé heiðarlegur
og segi satt.
Indverjar hafa annars rekið þjóð-
ernissinnaða pólitík allt frá því þeir
öðluðust sjálfstæði fyrir 53 árum.
Nehru kaus að byggja á heimasmíð-
uðum sósíalisma, og að þjóðin ætti
að vera sjálfri sér næg. Stjórnmála-
mennirnir væru alþýðlegir og
klæddust ætíð hversdagsfötum úr
heimaspunninni baðmull - sem síð-
an hefur orðið einskonar einkennis-
búningur pólitíkusa. Fjölmennar
hreyfingar hafa ætíð verið reiðu-
búnar að berjast gegn erlendum
áhrifum, eins og sést hefur á síðustu
árum í árásum á vestræna skyndi-
bitastaði. En engu að síður hafa Ind-
verjar verið í fararbroddi í framför-
um á borð við tölvuforritun, þar sem
þeir munu eiga heimsmet í fjölda
forritara. Sögur hafa flogið af sívax-
andi efri millistétt og á síðustu miss-
erum hafa augljós merki um innrás
alþjóðasamsteypa í landið sést á
þjóðvegaskiltum og auglýsingum
sem sprottið hafa upp, sem og í sjón-
varpi. Samsteypur heimsins blésu til
sóknar og hugðust selja þessum 300
milljónum sem áttu að eiga peninga
- en það eru fleiri en íbúar Banda-
ríkjanna - bíla, sjónvörp og raf-
magnsvörur. En kaupendur hafa
látið á sér standa. Kelloggs hefur
orðið fyrir miklum vonbrigðum með
söluna á morgunkorni, Nike tapar
háum upphæðum, mun færri Bens-
bifreiðar hafa selst en áætlanir
gerðu ráð fyrir og Johnny Walker-
viskíið hefur ekki slegið í gegn.
Ástæðan mun vera einföld: ind-
verska millistéttin er einfaldlega
ekki sú sem vestrænir hagfræðingar
sögðu hana vera.
Flestir meðlimir miðstéttarinnar
eru ánægðir með að borða idli og
puri-bhaji í morgunmat, rétt eins og
foreldrar þeirra; þeim finnst ind-
verskir Bata-íþróttaskór alveg nógu
góðir og nógu dýrir, Ambassador
bifreiðarnar indversku nógu góðar
og indverskt viský kostar aðeins
fjórðung á við Johnny Walker.
Könnun sem gerð var á nokkrum
árum fletti ofan af goðsögninni um
hina meintu vel stæðu millistétt.
Niðurstaðan var sú að skipta mætti
heimilum landins í fimm stéttir, ekki
þrjár: Hina mjög efnuðu, 6 milljónir
manna; „neyslustéttina", um 150
milljónir; „klifrarana", lægri milli-
stétt með um 275 milljónum; „þá
vongóðu“, aðrar 275 milijónir sem á
Vesturlöndum yrðu skilgreindar
í sölum mógúlanna. í virkinu í Agra standa glæstir marmarasalir sem
minnismerki um stjórnun mógúlanna á Noröur-lndlandi tyrr á öldum.
sem fátækar; og loks hinir bláfá-
tæku sem eru um 210 milljónir. Og
verstu fréttirnar fyrir stóru alþjóð-
legu vörumerkin voru þær að aðeins
þessar sex milljónir í fyrsta hópnum
höfðu verulegan áhuga á að kaupa
vörurnar þeirra.
Vestrænum ferðamönnum sem
leggja leið sína til Indlands fjölgar
jafnt og þétt. Flestir koma til að
skoða hallir og minnismerki um for-
tíð landsins, og upplifa mannlífið um
leið, en sífellt fleiri koma einnig til
að njóta friðsemdar og náttúru
landsbyggðarinnar og stranda eins
og á Goa og Andeman-eyjum. Mörg-
um bregður við þegar þeir verða
fyrir látlausu áreiti manna á götum
úti og finnst nóg um mengunina í
borgum. Könnun Alþjóðabankans
árið 1996 leiddi í ljós að áætlað er að
fjörutíu þúsund Indverjar látist ár-
lega vegna loftmengunar í þeim sex
borgum sem rannsakaðar voru, þar
á meðal 7.500 í Delhí. Höfuðborgin
hefur á þriðja hundrað þúsund vél-
knúin farartæki og þúsundir verk-
smiðja sem daglega spúa tvö þúsund
tonnum af útblástursefnum út í and-
rúmsloftið. Þegar ástralska krikk-
etliðið lék í borginni fyrir nokkrum
árum, sagði þjálfarinn að loftið væri
svo vont að leikmennirnir gætu ekki
leikið af eðlilegri getu.
Vandamálin sem blasa við þessari
miklu þjóð eru mýmörg og virðast
iðulega óleysanleg. En engu að síður
er Indland stórveldi sem á eftir að
láta mikið að sér kveða á næstu ár-
um. Framleiðsluaukningin er mikil
og framleiðslugetan ennþá meiri.
Indland á eftir að draga að sér fleiri
gesti enda fá lönd á jarðarkringl-
unni sem geta boðið upp á meiri fjöl-
breytileika, heillandi uppákomur og
upplifanir fyrir skynfærin - þótt
sumar þeirra kunni að vera frekar
óþægilegar.
Heimíldir: Shashi Tharoor: India,
From Midnight to the Millenium.
MarkTully: No Full Stops in India.
William Dalrymple: The Age of Kali.