Morgunblaðið - 29.10.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.10.2000, Qupperneq 36
í6 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 SKOÐUN MORGUNB L AÐIÐ í MBL. 17. október sl. birtist ágæt- is grein eftir Gunnar Hersvein um einskonar bænarskrá sem UNESCO stendur nú fyrir á Netinu. UNESCO safnar undirskriftum í tengslum við Manifesto 2000 sem á að vera eins- konar „skuldbinding mannkynsins fyrir friði“. Eins og Gunnar skrifar inniheldur þessi friðaryflrlýsing - sem samin var af hópi friðarverð- launahafa Nóbels - sex meginþætti sem eru grundvallaratriði fyrir ham- ingju og velfamaði alls mannkyns. Þau eru „að virða allt líf, hafna öllu of- beldi, deila með öðrum, hlusta til þess að skilja, vemda jörðina og endur- vekja samábyrgð". Neðarlega á ann- arri blaðsíðu greinaiinnar í Mbl. er kafli þar sem vitnað er í ritgerðina um frelsið („On Liberty", 1859) eftir heimspekinginn John Stuart Mill, í sambandi við skoðanir. Þetta finnst mér frekar athugavert. Ég býst við því að þessum kaíla hafi verið ætlað að renna stoðum undii- þær skoðanir um frelsi sem friðaryfirlýsingin og meginhluti greinarinnar em til marks um. Þó má vera að verk Mills varpi allt öðmvísi ljósi á þetta mikilvæga mál en Gunnar hefur gert sér grein fyrir. Til að útskýra af hverju, verð ég fyrst að snúa mér að meginþáttunum sex í friðaryfirlýsingunni. Að hvaða leyti skyldu þeir vera „gmndvallar- atriði fyrir hamingju og velfamaði alls mannkyns"? Eiga þeir að fela í sér nokkurskonar varanlegan lista yf- ir það sem gleður alla sem komnir em til vits og ára á tilteknum tíma? Ef svo er má m.a. velta fyrir sér af hverju friðarverðlaunahafar skyldu ekki hafa minnst á ýmsa hluti sem telja má a.m.k. jafnmikilvæga, t.d. mat og svefn. Hitt skiptir þó meginmáli, að ekki er allskostar ljóst að allir hafi gaman af þessum athöfnum sem Gunnar virðist hafa fyrir „gmndvall- aratriði“. Friðarverðlaunahafar hvetja mann til að vera „friðsamur, hafna hvers konar ofbeldi, líkamlegu, kynferðis- legu, andlegu, efnahagslegu og fé- lagslegu [...]“. Því getur leikið vafi m.a. á því hvort friðarverðlaunahafar teiji iíkamlegt, kynferðislegt, andlegt eða efnahagslegt ofbeldi líka félags- legt, en það að segja fólki að hætta mgli sínu er engin ný bóla hvort eð er. Vera má að friðarverðlaunahöfum verði lítið úr verki meðan einstakling- ar verða enn m.a. hneigðir til að fyrir- fara sér með hand- sprengjum frekar en svara til saka fyrir þjóð- armorð í Bosníu. Þó má álíta að allt of- beldi varði ekki samfé- lagið. Árið 1987 rakst lögregla í Bretlandi á myndspólu. Hún var frekar sérkennileg að því leyti að á henni vora myndir af karhnönnum sem ýmist vora klæddir eins og skólapiltar eða SS-sveitarmenn. Sumii’ vora festir upp með hlekkjum og lúbarðir. Önglar vom reknir djúpt í hold. Einn maður lét hamra nagla í gegnum forhúðina á sér. Lög- regla hóf rannsókn sem kallaðist „Op- eration Spanner". Það kom í ljós að um var að ræða það sem nú er talið stærsti klámhringur kynhverfra karl- manna í sögu Bretlands. Fimmtán Friðarverðlaunahafar hvetja mann til að „hafna hvers konar of- beldi“, segir Russell Moxham, en álíta má að sumir þeirra hafí sjálfír verið frekar öfgafullir á sínum tíma. manns vom þarafleiðandi ákærðir. Um var að ræða ýmis önnur afbrot m.a. varðandi stráka undir lögaldii sem og hund, en réttarhaldið snerist um líkamsmeiðingu meðal þeirra full- orðnu af völdum óviðeigandi háttern- is. Dómarinn var ekki sannfærður um að snúa ætti blinda auganu við því að menn skyldu beita málmþræði, eld- spýtum, sandpappír, svipum, hnífum - m.a. læknishnífum - og bræddu vaxi hver á annan á kynferðislegan hátt. A hinn bóginn gátu sakbomingar allir með sönnu sagt að þeir hefðu fúslega boðist upp til að láta pynta sig en þeir höfðu ekki ætlað að kynna athæfi sitt fyrir neinum utan klámhringsins. Á þessu gmndvallaðist málsvömin. I ljósi Spanner-málsins m.a. má segja að friðaryfirlýsingin sé ekki reist á traustum grunni. Höfundar biðja mann að hafna öllu ofbeldi en sjást yfir það að fólk hefur gaman af margskonar ofbeldi sem oft má telja að valdi samfélaginu ekki tjóni. (Telja mætti líka að með yfirlýsmgunni mæltust friðarverðlaunahafar m.a. til þess að böm færa ekki einu sinni í kúrekaleik - sem nokk- urskonar „sýndarof- beldi“ - lengur. Þeir sem stuðla að banni við þannig ieikjum, m.a. í nokkram grannskólum í Bandaríkjunum, eru þó liðfáir eins og stendur.) Mergur málsins er að friðarverð- launahafar eiga við andleg vandamál að stríða, þ.e.a.s. sálarflækjur mann- anna. Mill átti líka við andleg vanda- mál að stríða eins og „Sjálfsævisaga“ hans (1873) lætur í ljós: ,Frávetrinum 1821 [...] hafði égþað sem með sönnu mætti kalla tilgang í lífinu: að koma á umbótum í heimin- um. Myndin sem ég gerði mér um eig- in hamingju samsamaði sig algjörlega þessu markmiði [...] og var ég vanur að láta mér nægja þá tryggingu sem ég naut fyrir sælu með því að leggja hamingju mína í eitthvað varanlegt og fjarlægt [...] Þetta dugði vel í nokkur ár, og á þeim tíma virtust sú almenna framfór sem yfir stóð í heim- inum og hugmyndin um sjálfan mig sem upptekinn ásamt öðram með því að stuðla að henni duga til að fylla skemmtilega og glaðlega tilvera. En það kom sá tími sem ég vaknaði við þetta eins og draum. Það var haustið 1826. Ég var orðinn tilfinningasljór eins og öllum hættir til að verða öðra hverju; ónæmur fyrir skemmtun og örvun; mér leið eins og manni h'ður þegar það sem á öðram tímum er gaman verður leiðinlegt eða ómerki- legt [...] Meðan þetta hugarástand var datt mér í hug að leggja spurninguna beint fyrir sjálfan mig: „ímyndaðu þér að öll markmið þín í lífinu rættust; að það mætti fullkomlega gera allar þessar breytingar sem þú hlakkar til í stofnunum og hugmyndum að raun- veraleika á stundinni. Væri það mikið fagnaðarefni og gleðiefni fyrir þig?“ Og óhemjandi sjálfsvitundin svaraði greinilega: „Nei!“ Þá var eins og allur vindur væri úr mér; allur grandvöll- urinn sem líf mitt var byggt á hrandi niður. Öll mín hamingja hefði verið fólgin í því að keppa eilíflega að þessu markmiði. Tilgangurinn var hættur að heilla, en hvemig gæti maður nokkum tímann aftur haft áhuga á meðalinu? Mér fannst ég ekki lengur hafa ástæðu til að lifa. Fyrst vonaði ég að skýið drægi sjálfkrafa frá sólu, en það gerði það ekki.‘ Bemard Williams er einn heim- spekingur sem hefur varpað Ijósi á þetta hugarástand. Williams hefur oft ímyndað sér einskonar vél („Hedon Machine") sem myndi virka þannig á notendur að þeir yrðu fullkomlega al- gleymir til eilífðar. Þeir dæju hvorki né veiktust. Þá myndi aldrei vanta nokkum skapaðan hlut. Það myndi aldrei hvarfla að þeim að slökkva á vélinni. Spumingin er sú hvort maður sem gerði sér grein fyrir þessu vildi samt nota vélina. Svarið mun oft vera neitandi. Williams hefur sérstaklega velt þessu fyrir sér í sambandi við verk Mills. Þau má að stóram hluta hafa til marks um meðvitund á þess- um sálarflækjum mannkynsins. í „Nytsemisstefnu“ („Utilitarian- ism“, 1861) lýsir Mill yfir þeirri skoð- un t.d. að það „er betra að vera mann- eskja óánægð en svín ánægt; betra að vera Sókrates óánægður en fífl ánægt“. „Nytsemisstefna“ og ritgerð- in um írelsið bera hvortveggja vott um þá skoðun sem Mill var vanur að tjá í bréfum, að heiminn vantaði sér- kennilegar manneskjur til að verja al- menning fyrir fastasvefni fastra skoð- ana. Þó má segja að verkin tvö hafi sjálf verið byggð á fostum skoðunum að því leyti að þau bera vott um fóstu skoðanir Mills um hlutverk og virði einstaklingsins en þær skoðanir vora gersamlega vestrænar. Samt sem áð- ur stóð almenningur ekki með Mill, hvorld á Vesturlöndum né Austur- löndum. I rauninni er það ekki vinn- andi vegur fyrir Mill að færa heim sanninn um að hann hafi nægjanlegar heimildir fyrir kröfugerð sinni. Það sama má segja um friðarverð- launahafana sem standa fyrir Mani- festo 2000. Þeir hvetja mann t.d. til að lifa með „lýðræðisleg gildi að leiðai-- ljósi“. Þó getur leikið vafi áþri að lýð- ræði sé framkvæmanlegt. Álíta má að það krefjist meira en þessa almenna afskiptaleysis eða tilláts sem tak- markaðar kosningar trafla af og til. Það getur líka leikið vafi á að lýðræði hafi nokkurn tíma verið til en oft mun það sem kallast „lýðræði" í dag eiga fátt sameiginlegt með þeim forn- grísku siðum sem hafa m.a. leitt af sér orð samsvarandi enska orðinu „democracy". Hvemig á að vekja áhuga almennings á pólitík? Á löndum eins og Ástrah'u er at- kvæðagreiðsla í mörgum tilfellum ekki bara réttur heldur skyldubund- in. Að greiða ekki atkvæði sitt varðar við lög. Þessum lögum var að sjálf- sögðu ætlað að endurvekja sam- ábyrgð og hvetja fólk til að kjósa en þetta hefur síst tekist. Ein afleiðing- anna heíúr verið „asnaatkvæðið" sem svo er kallað („donkey vote“) en það felst í því að kjósandi sem tekur eng- an frambjóðandanna fram yfir aðra greiðir atkvæði sitt samt eins og kraf- ist er. Segja má að þetta fyrirbæri hafi reynst áströlskum völdum óþæg- ur ljár í þúfu. Talið er að u.þ.b. 2% at- kvæða í viðkomandi kosningum séu asnaatkvæði en þar stendur hnífurinn í kúnni: hvemig á sá sem telur að bera kennsl á asnaatkvæði? Hvort sem löggjafar á Ástrahu hafi tekið rétta stefnu eða ekki má hafa vandræði þeirra til marks um einskonar þrjósku eða þrálátt sinnuleysi al- mennings. Friðarverðlaunahafar hvetja mann til að „hafna hvers konar ofbeldi" en álíta má að sumir þeirra hafi sjálfir verið frekar öfgafullir á sínum tíma. Árið 1961 vora „Umkhonto we Sizwe“ - frelsissamtök til að berjast við kyn- þáttaaðskilnað í Suður-Afríkulýðveld- inu - stofnuð en einn höfundur Mani- festo 2000, Nelson Mandela, var ráðinn yfirmaður. „Umkhonto we Sizwe“ þýðir „þjóðarspjót" en erindi samtakanna var að beita stjómina takmarkalausum skærahemaði. Meðal 1980 og 1988 t.d. létu a.m.k. tuttugu og þrír manns lífið og yfir þrjú hundrað og fimmtíu særðust í þrettán sprengjuárasum sem sérsveit „Umkhonto we Sizwe“ stóð fyrir. Segja má að tilgangurinn hafi helgað meðalið og að þrákelkni hvítra manna ríkisstjórnarinnar hafi neytt þá Mandela til slíkra aðgerða. Samt sem áður telja margir Suður-Afríkumenn að refsiaðgerðir annarra þjóða en ekki skærahernaður hafi bundið enda á kynþáttaaðskilnað þar á landi. Menn eins og Mandela hefðu getað misst allt baráttuþrek hvort eð er, eða þeim hefði jafnvel alltaf getað verið sama, en maður ætti erfitt með að sýna að þeir hefðu þá haft á röngu að standa. Margir fangar í útrýmingar- búðum nasista hljóta að hafa misst allt baráttuþrek löngu áður en þeir dóu en maður láir þeim það ekki. Því er ekki ljóst að hvaða leyti menn eins og Mandela hafi verið neyddir til (nauðsynlegra) örþrifaráða. Álíta má að þeim hæfi ekki að biðja fólk hafna ofbeldi. Séra Desmond Tutu hefur sagt það afdráttarlausa skyldu að gefa skít í öll óréttlát lög - en það á eftir að skil- greina óréttlæti fyrir almenning. Jes- ús Kristur, sem telja má að Tutu eigi að fylgja sem prestur, virðist hafa sýnt jarðneskum völdum langtum meiri virðingu, t.d. þegar nokkrir Heródesarsinnar spurðu hann hvort það væri rétt að gjalda keisaranum skatt; Jesús á að hafa litið á pening, tekið eftir því að á honum var mynd af keisaranum, og sagt þessum Heród- esarsinnum að gefa keisaranum það sem keisarinn átti en gefa Guði það sem Guð átti (Mt 22:15-21; Mk 12:13- 17; Lk 20:20-25). Miklabraut 50 Til sýnis í dag skemmtileg og opin 90 fm íbúð á 1. hæð (snýr ekkert út að Miklubraut). Stórir gluggar. Suðursvalir. Parket. Eign sem gefur mikla möguleika. Verð 10,9 millj. íbúðin verður sýnd í dag milli kl. 14.00 og 16.00. Allir velkomnir. Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, sími 588 4477 Austurstræti til leigu ca. 300 fm skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í lyftuhúsi. Allar tölvulagnir til staóar. Leigist í einu lagi eða smærri einingum. Upplýsingar eru aðeins veittar á skrifstofu t^EIGNA ^“551 8000 atto't1 Fax: ooi i ibu S^SJNAUOÍ Vitastíg 12 Þórarinn Jónsson hdl., löggiltur fasteignasali. Svavar Jónsson sölumaður, Jón Krístinsson sölustjóri. LEITIN AÐ GALL- AÐRIPARADÍS Russell Moxham En kannski væra friðarverðlauna- hafar allir hlynntir þeirri skoðun sem Mill lætm- í ljós í ritgerðinni um frels- ið, „að það eina markmið sem veitir mönnum heimild, sameiginlega eða sem einstaklingum, til að hamla frjálst athæfi nokkurs manns sem heyrir til þeirra hóps, er sjálfsvöm". Sakborningarnir í Spanner-málinu komust snögglega að því að vandinn er að geta skilið á milli félagslegra at- hafna annarsvegar og athæfis sem varðar bara einstaklinginn hinsvegar. Til era margskonar hugmyndir um frelsið en segja má að frelsi sem er neikvætt, eins og frelsið sem Mill stuðlar að, að því leyti að það er yfir- leitt fólgið í fjarvera takmarkana, sé varla hægt í samfélaginu. Með því einasta að vera á tilteknum stað t.d., takmarkar maður það sem öðram er kleift. Enn má velta því fyrir sér hve langt á að fara í leitinni að friði; vera má að sumir gefi neikvætt frelsi upp á bátinn vegna þess að mannkynið get- ur ómögulega hrandið því fullkom- lega í framkvæmd. Enn má spyrja hvort viðkomandi menn hefðu á röngu að standa. En kannski era þessir friðarverð- launahafar, sem þykjast vita hvar hagsæld allra er að finna, sammála löggjöfum á Ástralíu að nokkra leyti. Kannski era þeir sammála dóm- aranum sem vísaði afsökun Spanner- sakborainga á bug og dæmdi tólf þeirra í fangelsi. (Virtasta dagblað í Bretlandi mun vera The Times og hefur verið það frá ómunatíð. The Times er talið blað íhalds- manna en þar sagði eigi að síður að úrskurðurinn í Spanner-málinu væri „þröngsýnt ragl“.) Kannski era frið- arverðlaunahafar m.ö.o. sammála franska heimspekingnum Jean- Jacques Rousseau um að kannski verði nauðsynlegt einhvern tíma að neyða frelsi upp á menn. Friðarverð- launahafar vilja að fólk verði hvatt „til að móta heiminn á grandvelli réttlæt- is, samstöðu, frelsis, virðingar, sam- lyndis og hagsældar öllum til handa“. Þetta hljómar vel en það getur verið ýmsum vandkvæðum bundið að koma því í framkvæmd. Þrátt fyrir óræðu- rit Rousseau um „uppgötvun al- mannaviljans" getur maður ekki skil- ið orð friðarverðlaunahafa nema á einstaklingsbundinn hátt en allir era ekki höfundar yfirlýsingarinnar eða löggjafar. Á maðui- að láta menn eins og friðarverðlaunahafa um framtíð mannkynsins þegar það sem ein- kennir þá fyrst og fremst er sérstök tilhneiging til að hlýða eigin samvisku eins og hver annar snillingur eða sið- blindingi? Segja má að þessi yfirlýsing sem biður um „nýtt upphaf' beri keim af upplýsingarstefnu 18. aldar í Evrópu (þ.e.a.s. upplýsingastefnu Rousseau o.fl.), öld skynseminnar sem svo var kölluð og þarafleiðandi þeim blóðugu óhófsverkum sem segja má að stjóm- arbyltingin í Frakklandi hafi falið í sér. Því má segja að yfirlýsingin minni á vamagla sérhvers blóðþyrsts byltingarmanns: hinar gömlu hefðir gilda ekki lengur. Friðarverðlauna- hafar era að sjálfsögðu ekki blóð- þyrstir byltingarmenn en hljóta að eiga eitt sameiginlegt við þá: að þykj- ast vita hvað er öllum í hag. Telja má að mönnum hætti þónokkuð til að segja „Þá var öldin önnur og mann- kynið er svo miklu þroskaðra núna“ en þeim sem lýsa yfir nýju upphafi hættir til að gleyma þeim lexíum sem sagan verður að fela í sér til þess að mannkynið haldi ekki áfram til eilífð- ar að keppa að varanlegum markmið- um sínum og útiloka þau í senn. Kannski er það það sem allmargir vilja. Enn má spyija hver er vitlaus. Ku vera að UNESCO hefði ekki tekist að safna yfir 64 milljónum und- irskriftum í tengslum við Manifesto 2000 eins og komið er nema yfirlýs- ingin sjálf væri svo grannfærnisleg að þýða lítið sem ekkert. Ég vona að þeir sem hafa lesið yfirlýsinguna og skrif- að undir hafi a.m.k. velt því fyrir sér hvort hér gæti hangið eitthvað á spýt- unni og jafnvel hvort um eftirsókn að vindi gæti verið að ræða. Sjálfur vildi ég ekki skrifa undir yfirlýsinguna frekar en að helga vitið þessu Hedon- tæki Bernards Williams. Höfundur hefur lært íslensku við Há- skóla íslands undanfarin ár. Hann kveðst vera efahyggjumaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.